Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 60
64
T í Ð I N D I
barnanna. Á minni stöðum fara unglingarnir að heiman til
náms, en þó þau hafi aðstæður til að vera í heimabæ sínum,
er það æ algengara, að þau fjarlægist kirkjuna og sýni henni
tómlæti.
Hverjar eru ástæðurnar? Þær eru margar, og við þekkjum
þær ekki allar, en við hljótum að leitast við að kynnast —
með hverjum nýjum árgangi — skoðunum unglinganna og
áhugamálum og virða þau. Þá fær kirkjan okkur fúsa starfs-
menn og unglingarnir viðfangsefni, sem þeim finnst þess
virði að eyða hugmyndum sínum og frístundum í. Þau finna
gleðina af því að vinna að því verki, sem hefur gildi.
Reynum nú að gera okkur nokkra grein fyrir, hver verk-
efnin eru, og hvernig við getum nálgazt þau.
í hverjum söfnuði eru einstaklingar, sem eru út af fyrir
sig, virðast sambandslausir við aðra menn. Það getur verið
roskið fólk, sem býr eitt og á í ýmsum erfiðleikum með að
ná sér í lífsnauðsynjar. Meðal slíks fólks er verkefnið tví-
þætt. Annars vegar þarfnast það samfélags — að fá einhvern
í heimsókn, sem vill hlusta, þiggja velgjörðir og sýna áhuga
á hugðarefnum viðkomandi. Hins vegar er það í þörf fyrir
hjálp og umhirðu, aðdrátt nauðsynja og ekki sízt, að það
sé aðstoðað við að komast til kirkju á helgum dögum. Þar
sem æskulýðs-, kven- eða bræðrafélög eru starfandi, eru þau
kjörin til að annast þessa þjónustu.
Einn þáttur er mjög æskilegur í barna- og unglingastarfi,
þáttur, sem þarfnast nákvæms undirbúnings og mikillar að-
gæzlu, það er hjálp við fatlaða. í fyrsta lagi þarfnast hinir
fötluðu leikfélaga og í öðru lagi að umgangast heilbrigða
jafnaldra sína í félagslegu starfi. Þessi einstaklingar tilheyra
sama samfélagi og við og eiga rétt til að sækja þangað sínar
andlegu þarfir. Það veitir þeim ekki aðeins ánægju, heldur
auðgar líf þeirra, sem geta veitt þeim.
Biirn og unglingar hafa ákaflega gaman að því að sýna
að þau geti líka unnið, að þau séu einhvers nýt. Þær geta
orðið ótrúlega margar krónurnar, sem þau geta unnið inn