Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 118
122
T I Ð I N D I
Hólmavík, en með flokk þaðan kom séra Andrés Ólafsson
prófastur alla leið frá Ströndum!
Sumarmót æskulýðsfélaganna hafa verið árlega á Vest-
mannsvatni eftir að búðirnar risu þar. Þá hafa verið reist
tjöld sunnan við skálann og mótin verið hjá vatninu, á leik-
vellinum og í skálanum, en jafnan endað með messu og
altarisgöngu. Mótunum hefir oftast stjórnað séra Sigurður
Guðmundsson prófastur, núverandi form. ÆSK, og sá, sem
í það sinn var sumarbúðastjóri. Oftast hefir það verið Gylfi
Jónsson stud. theol.
Mótin og námskeiðin hafa gefið æskulýðsfélögum tæki-
færi til að kynnast og starfa saman. Þá fundu félagarnir, að
þeir voru ekki lítill, einangraður hópur, heldur aðili að
stærri samtökum. Það gaf starfi þeirra styrk.
BRÉFASKÓLINN
Eitt sinn ræddi móðir í sveit við undirritaðan um það,
að hún fyndi til þess, að barn sitt færi á mis við sunnudaga-
skólastarf. I sveitinni, þar sem hún átti heima, voru ýmsir
erfiðleikar, sem komu í veg fyrir, að slíkt barnastarf væri
framkvæmanlegt.
Barnið í sveitinni, sem ekki komst í sunnudagaskóla, hvarf
ekki úr huga mínum. Ég fór að velta því fyrir mér, hvað
hægt væri að gera á vegum ÆSK fyrir slík börn.
Málefnið var rætt á aðalfundum, og í Húnaveri 12. sept.
1965, var bréfaskólinn stofnaður. Skólastjóri hans hefir frá
upphafi verið séra Jón Kr. ísfeld, sem af alkunnum dugnaði
og hæfileikum á þessti sviði hefir haft bréfasamband við um
og yfir 200 börn, sem fá „Bréfið“ hans nokkrum sinnum á
ári. Hið fyrsta kom í marz 1967, og því fylgdi biskupinn,
herra Sigurbjörn Einarsson, úr hlaði og skrifaði til barn-
anna: „Kæru vinir! Mér þykir vænt um að fá að senda ykkur
línu með þessum fyrsta pósti frá Bréfaskóla ÆSK. Það gleð-
ur mig mikið, að þið eruð komin í þetta bréfasamband við