Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 95
TÍBINDI 99
hefur notið frá sóknarbörnum sínum, ber því þó nokkurt
vitni, hvaða hlutverki hún hefur gegnt í meira en 125 ár.
Heimildir:
Fundarbækur sóknarinnar. Bændatal í Öxnadal. Presta-
tal og prófasta á íslandi o. fl.
Á djúpið
Sjóferðabæn.
Almáttugi Guð og miskunnsami faðir.
Ég þakka þér fyrir þá miklu náð, að þú gefur mér líf og
heilsu, að ég hæfilegur er að leita mér atvinnu í sveita míns
andlitis. Og þegar ég nú ræ til fiskiveiða og finn vanmátt
minn og veikleika ferjunnar fyrir huldum öflum lofts og
lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og vonar og bið
þig í Jesú nafni að leiða oss farsællega á djúpið. Blessa oss
að vorum veiðum og vernda oss, svo að vér farsællega heim
til vor náum með þá björg, sem þér þóknast að gefa oss.
Blessa þú ástvini vora og leyf oss aftur samfundum að
fagna fyrir heilags anda náð. Amen.
Þessa sjó£erðabæn lærði ég unglingur af föður mínum, þegar við rer-
um til liskjar á litlu árabátunum.
Hjörtur Teitsson, Almenningi.
Kirkjuhvammshreppi, V.-Hún.