Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 43
T I Ð I N D I
47
Til er orðinn sægnr af ritabrotum, opinberunarbókum,
heilum guðspjöllum og svo erfðasagnir. Ættfærslan til post-
ulanna er mjög misjafnlega traust. Kirkjan fann að það var
hlutverk hennar að veita úrskurð. Justin píslarvottur gjörði
það fyrir hennar hönd. Úrskurður hans er rödd kirkjunnar,
sem segir fyrsta sinni, hvað er rétt kenning, hið útvalda orð
Guðs. En jafnvel hans eigin lærisveinar voru honum ósam-
mála. Það sést á því, að í úrskurði hans er einu guðspjalli
fleira talið til endurminninga postulanna, heldur en læri-
sveinn hans, Tatian sýrlenzki, tekur upp í trúarbók sýr-
lenzku kirkjunnar og notuð var í henni um aldir.
Vér nútímamenn erum allt of fjarri þessum atburðum
í sögunni og skortir gögn til að geta lagt dóm á það, sem
á milli bar, og bezt að láta það liggja kyrrt. Hins vegar er
rétt að geta þess, að Tatian sýrlenzki steypti guðspjöllunum
saman í guðspjallsheild. Hann lét þau ekki vera aðskilin í
þeim búningi, sem vér þekkjum þau og hin almenna kirkja,
höfuðkirkjan, lét þau halda. Samsteypuverk Tatians, trúar-
bók sýrlenzku kirkjunnar, gefur vísbendingu um, hvað hefði
getað gjörzt, ef lengra hefði liðið og enginn Markion hefði
kvatt sér hljóðs eða hans líki. Hugsanlegt er, að án þeirrar
hreyfingar, sem hann orsakaði í Róm, hefði möguleiki orðið
til myndunar ólíkra frásagnarheilda, eins konar frumdrátta
að Nýja-testamentinu, víða meðal kristnu safnaðanna í dreif-
ingunni og það klofið kristnina enn meira en raun varð á.
Klofningur hefir verið ríkulegur í kirkjunni. Kristnisagan
hefir frá öndverðu verið saga mikilla andlegra átaka, ótelj-
andi klofninga og samruna út frá þeim átökum.
Það er sérstakt gæfuefni, hve snemma kom fram vísir að
Nýja-testamentinu. Tæpast er hugsanlegt, að tekizt hefði
eins til með myndun þess, ef liðið hefði langt fram á þriðju
öld, áður en það varð til í höfuðdráttum.
Talið er, að á síðustu þremur áratugum 2. aldar hafi
Nýja-testamentið valizt í stórum dráttum úr því safni kristi-
legra handrita, sem þá voru til. Nálægt árinu 200 var það