Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 43

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 43
T I Ð I N D I 47 Til er orðinn sægnr af ritabrotum, opinberunarbókum, heilum guðspjöllum og svo erfðasagnir. Ættfærslan til post- ulanna er mjög misjafnlega traust. Kirkjan fann að það var hlutverk hennar að veita úrskurð. Justin píslarvottur gjörði það fyrir hennar hönd. Úrskurður hans er rödd kirkjunnar, sem segir fyrsta sinni, hvað er rétt kenning, hið útvalda orð Guðs. En jafnvel hans eigin lærisveinar voru honum ósam- mála. Það sést á því, að í úrskurði hans er einu guðspjalli fleira talið til endurminninga postulanna, heldur en læri- sveinn hans, Tatian sýrlenzki, tekur upp í trúarbók sýr- lenzku kirkjunnar og notuð var í henni um aldir. Vér nútímamenn erum allt of fjarri þessum atburðum í sögunni og skortir gögn til að geta lagt dóm á það, sem á milli bar, og bezt að láta það liggja kyrrt. Hins vegar er rétt að geta þess, að Tatian sýrlenzki steypti guðspjöllunum saman í guðspjallsheild. Hann lét þau ekki vera aðskilin í þeim búningi, sem vér þekkjum þau og hin almenna kirkja, höfuðkirkjan, lét þau halda. Samsteypuverk Tatians, trúar- bók sýrlenzku kirkjunnar, gefur vísbendingu um, hvað hefði getað gjörzt, ef lengra hefði liðið og enginn Markion hefði kvatt sér hljóðs eða hans líki. Hugsanlegt er, að án þeirrar hreyfingar, sem hann orsakaði í Róm, hefði möguleiki orðið til myndunar ólíkra frásagnarheilda, eins konar frumdrátta að Nýja-testamentinu, víða meðal kristnu safnaðanna í dreif- ingunni og það klofið kristnina enn meira en raun varð á. Klofningur hefir verið ríkulegur í kirkjunni. Kristnisagan hefir frá öndverðu verið saga mikilla andlegra átaka, ótelj- andi klofninga og samruna út frá þeim átökum. Það er sérstakt gæfuefni, hve snemma kom fram vísir að Nýja-testamentinu. Tæpast er hugsanlegt, að tekizt hefði eins til með myndun þess, ef liðið hefði langt fram á þriðju öld, áður en það varð til í höfuðdráttum. Talið er, að á síðustu þremur áratugum 2. aldar hafi Nýja-testamentið valizt í stórum dráttum úr því safni kristi- legra handrita, sem þá voru til. Nálægt árinu 200 var það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.