Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 3
helgarpásturinrL- Föstudagur 3. águst 1979 3 Þessi verk „dúkka” svo upp á málverkauppboBum eBa I slökum málverkaverzlunum. Þegar spurzt er fyrir um þaB hvaBan þau koma er svariB yfirleitt þaB sama: Þau eru úr dánarbúi. Þessi verk kaupa siBan íslendingar, ýmist málverkasalar eBa ein- staklingar og hafa meB sér til Is- lands. Hér eru þau siBan boBin til sölu og þá yfirleitt foröast aö selja þau á opnum markaBi. Yfirleitt eru þessar falsanir mjög vel gerBar og erfitt aB sanna hvort um fölsun sé aB ræöa. „Þessir menn nota sama efni, sömu liti og sams konar ramma,” sagöi einn viömælenda okkar. Seljandanum var brugðið ABrar eru hins vegar verr gerö- ar. Þannig var myndin sem viö minntumst á i upphafi mjög illa gerö. Hún átti aö vera eftir Jón Stefánsson, en sérfræöingurinn sá strax, aB svo var ekki. Seljanda var bent á þetta og brá honum, en þöttist þó ekkert vita, Þegar hon- um var svo bent á, aö hann væri meö á veggjum hjá sér falsanir eftir Kjarval, Asgrim, Erró og fleiri varö fátt um svör. Þessi sami maöur kunni fleiri dæmi um fölsuB málverk, sem væru i umferö. Hann haföi t.d. rekist á verk eftir Mugg, hjá mál- verkasala sem hann taldi mjög óliklegt aö væri eftir Mugg. Þessu til stuönings nefndi hann mörg at- riöi, sem stingjui stúf viö ósvikin Muggsverk. Þá þótti honum frek- ar kynlegt aö nákvæmlega þessi sömu einkenni haföi hann séö á verki „eftir ” Mugg á einkaheim- ilinu, sem við nefndum hér á und- an. Þá höfum viö dæmi um verk eftir Snorra Arinbjarnar, sem var til sölu hjá málverkasala, en sér- fræðingur taldi af og frá, aö væri eftir Snorra. Seljandi sagöi verkiö hins vegar vera eftir Snorra og spurði: Hvernig er hægt að sanna, aö málverk sé falsaö? Viö bárum einmitt þessa spurn- ingu undir nokkra menn og bar þeim yfirleitt saman um að það væri tiltölulega einfalt og þá fyrsta lagi þekktu íslenskir mál- arar handbragö meistaranna og stil. Þá mætti greina aldur mynda á tiltölulega auöveldan hátt og jafnframt mætti hafa til marks um íalsanir að þær væru yfirleitt meö einu lagi litar, en málarar eins og t.d. Jón Stefánsson heföu yfirleitt margmálaö á myndflöt- inn áöur en verkinu væri lokið. son heföu yíirleitt margmálaö á myndflötinn áöur en verkinu væri lokið. Engin skrá um verk manna til I samtölum viö sömu menn kom fram, aö engin skrá væri til um fjölda og heiti verka manna eins og Kjarvals, Asgríms eða Jóns Stefánssonar og þaö geröi fölsurum mjög auðvelt fyrir að bæta við „verkum eftir þessa menn”. Viö þetta bætist svo aö ekkert eftirlit er haft meö innflutningi á málverkum. Um þaö gilda engar fastmótaöar reglur og slikur innflutningur er ekki skattskyld- ur eöa tollskyldur á neinn hátt. Þaö gæfi þvi auga leið, aö þaö væri leikur einn aö blekkja fólk meö vel gerðum fölsunum á t.d. verkum eftir Kjarval, þar sem hann málaði hundruö oliumál- verka. Sumir telja ollumálverk hans vera um 1800. ABrir telja þaö ofreiknaö. Eftir Kjarval liggja svo þús- undir teikninga og skissa og hefur enginn tölu á þeim. Helgarpóstur- inn hefur einmitt heimildir fyrir þvl, að falsaöar Kjarvalsteikn- ingar hafi veriö á markaöi hér- lendis. Allar voru þessar myndir seldar. Einn af heimildarmönn- um Helgarpóstsins skoöaöi þess- ar myndir ásamt listmálara, þar sem veriö var aö ramma þær inn og taldi listmálarinn ekki leika nokkurn vafa á þvi, að þær væru ekki eftir Kjarval. Taldi hann margt til marks um þaö en þó sérstaklega blýantsstrikin. Blýið væri nýlegt. Málverkafalsanir hafa mjög sjaldan komist upp hérlendis. Þó er til dæmi um mann, sem býr I Kaupmannahöfn og var talinn hafa falsað myndir „eftir” Kjar- val og Asgrim. Þessi maður, Siguröur Þorláksson, hlaut raunar dóm hérlendis vegna föls- unarmála og hefur i blaöaviötali státaö sig af þvi aö hafa falsaö Picasso! Ásgrimur of góðhjartaður Þá geröist þaö fyrir nokkrum árum, aö myndlistarmaöur rakst á verk, sem sögö voru eftir Kjarval og Asgrim, I tveimur málverkaverslunum I Reykjavik. Hann lét taka þær frá fyrir sig og lét Asgrim sjálfan lita á þau. As- grimur sá aö bragöi aö þetta voru falsanir. Myndirnar voru teknar úr umferð. Eftirmál urðu hins vegar engin. „Asgrimur vildi ekkert gera i málinu. Hann var of góðhjartaöur til þess aö fara I hart,” sagði heimildarmaöur okkar. Kjarvalsverk fara á háu veröi. Freistandi verkefni fyrir falsara. Þá muna eílaust margir eftir þvi, að tvær myndir eftir Þórar- inn B. Þorláksson rak á fjörur málverkasala, sem baö sérfræö- ing um aö kanna þær. Sér- fræðingurinn komst aö þeirri niö- urstööu aö myndirnar væru ekki eftir Þórarin. Hann taldi hins vegar enga vissufyrir þvi, að þær væru falsaöar, heldur aöeins kenndar viö rangan mann. Og þannig mun vera um ákaf- lega mörg málverk. Seljendur fullyröaeðagefasterklega I skyn, aö verk sé eftir ákveðiö frægt „nafn” í listinni og veröið hækkar svipstundis um hundruð þúsunda. Freistingin er mikil. Fölsun: Leikur einn Og freistingin er llka mikil á öðrum vigstöðvum. Viö töluðum viö marga myndlistarmenn um þessi mál og bar þeim öllum saman um, aö það væri leikur einn, að falsa myndir eftir menn eins og Kjarval, Asgrím og Jón Stefánsson, svo einhverjir séu nefndir. Viö vitum aö margir myndlistarmenn reiöa ekki fulla þverpoka af fjármunum og þá getur verið lokkandi að búa til nokkra kjarvala. Þetta er alls ekki sagt til að gefa i skyn, aö islenskir myndlistarmenn stundi málverkafalsanir, heldur ein- vöröungu til þess aö benda á sjálfa freistinguna. En til þess aö slikar freistingar veröi aö veruleika þarf aö sjálf- sögöu seljendur sem standa I braski með falsanir. Islenskir málverkasalar eru i langflestum tilvikum strang- heiöarlegir, „en þaö eru ýmsir vafasamir pappirar komnir inn I þetta núna,” sagöi maöur ná- kunnugur þessum málum viö Helgarpóstinn. Þar átti hann ekki bara viö opinbera málverkasala heldur jafnframt fjárglæframenn sem stunduöu þessa iöju heima hjá sér. eftir Halldor Haiidórsson Myndir: Friðþjófur Ruslapokar fást endurgjaldslaust á bensínstöðvum Shell

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.