Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 17
—helgarpásturinn._ Föstudagur 3. ágúst 1979 Islensk n Sýning á islenskri nýlist veröur i Flórens á itaiiu i september. Ef aö llkum lætur sýna milli 30 og 40 myndlistarmenn islenskir verk á Bréf Flórens Ýlist i götu 7 og þeir verkanna meö landi. sýningunni. Galleri þaö sem aö henni stendur haföi samband viö aöstandendur Galleriisins Suöur- munu hafa val höndum hér á Kvikmyndun Njálu hafin Taka á kvikmynd Friö- riks Þórs Friðrikssonar eftir sögu Njálu er hafin. Að sögn Friðriks hefur verið unnið að kvikmynda- gerðinni nú i síðasta mán- uði, en hlé verið gert á henni um stundarsakir. Stærsti hluti tökunnar veröur unninn i vetur innanhúss, en aö sögn Friöriks veröur um aö ræöa kvikmynd i nokkuö „óheföbundn^ um stil”. Þótt kvikmyndataka sé hafin hefur ekki veriö gengiö endanlega frá leikaramálum myndarinnar, né heldur starfsfólki öllu. Ahuga vantar þó hvergi aö sögn Friöriks Þórs og myndin veröur væntan- lega tilbúin á næsta ári. —GA Pása hjá Oðali feðranna Flokkur Hrafns Gunnaugs- sonar, Snorra Þórissonar o.fl. sem veriö hefur aö kvikmynda handrit Hrafns „Oöal feöranna” i Borgarfiröinum i sumar er nú kominn til Reykjavikur. Veröur hlé á kvikmyndatökunni fram i byrjun september, en þá veröur hafist handa viö aö filma i Reykjavik og nágrenni. 1 sam- tali við Helgarpóstinn lét Hrafn vel yfir árangri sumars- ins og góöur andi heföi rikt viö tökuna. „Þetta var mjög harö- snúiö, en lika ánægjulegt út- hald”, sagöi Hrafn. „Þaö reyndi mjög á liöiö sem þurfti aö sofa á dýnum á beru gólfinu I félagsheim- ilinu Stóraási i heilan mánuö”. —AÞ. Helgi Tómasson blómstrar' | Með hálfsiöu uppslætti f jallar ballettgagn jrýnandi New York Times nýlega um ^Helga Tómasson. Þar kemur fram aö Helgi hefur veriö i miklum ham i vor og sumar meö New York City Ballet. Ferill hans er rakinn i greininni allt frá þvi að hann hvarf héöan frá landi. „Hann er i sannleika sagt einn fárra karldansara sem hægt er aö kalla mikilfenglega”, seg- ir I greininni. Erindi Þórar- ins Eldjárns — ný ljóðabdt kemur út í haust Meðal þeirra bóka sem trúlega verður beðið með hvað mestri eft- irvæntingu i haust er ný ljóðabók frá Þórarni Eldjárn, en bók hans Disneyrimur hlaut mikia viöur- kenningu i fyrra og seldist nánast upp, eöa i um 2500 eintaka upplagi sem er náiægt einsdæmi fyrir Ijóðabók hérlendis. Nýja bókin heitir Erindi, og í henni verða um 40 Ijóð sem skiptast fjóra kafla. Aðeins fjögur ljóðanna hafa birst áður. Útgefandi er Iðunn. — AÞ Þýskur saxafónleikari Peter Brödzman, þýskur saxa- fónleikar, er væntanlegur hingat til lands i þessum mánuöi. Brödzman mun halda nokkra tón leika hérlendis um aðra helgi 6 Norræna húsinu vegum Gallerisins Suöurgötu 7 Tónleikar þessa þekkta frijass- ara veröa væntanlega i Norrænt húsinu. —GA Mezzoforte með nýja jazzplötu Jazzlif á Islandi hefur veriö i örum vexti undanfariö. Litiö hefur þó veriö um útgáfu á hljóm- plötum með islenskum jazzi en nú fer hún i vöxt. Jazzvakning gaf út i fyrra Samstæöur Gunnars Reynis Sveinssonar, og jazzrokk hefur verið á plötum Ljósanna i bænum og Jakobs Magnússonar. Nú mun von á einni i viðbót, en það er hljómsveitin Mezzoforte sem er að taka upp nýja plötu, einkanlega með lögum eftir Friö- rik Karlsson gitarleikara. Mezzoforte er aö miklu leyti skipuö sömu liösmönnum og Ljósin i bænumJSteinar hf. gefa út þessa plötu. 1 kringum jólin mun Disney-kvikmyndafyrirtækiö væntanl. frum- sýna „The Black Hole” og fjallar um svarthol, fyrirbæri i geimvis- indunum sem verður til þegar sólir falla saman, veröa aö ægij)étt- um massa, sem dregur að allt sem inn á aödráttasvið þess kemur og meira að segja ljós. Disney-félagiö er seint á ferö meö þessa vis- indaskáldsögumynd sina, þvi aö flestir hafa talið aö hún væri aö mestu gengin yfir meö myndum eins og Close Encounters, Star Wars og Alien, en forráðamenn Disney vonast til þess aö Svartholiö muni draga að sér milljónir áhorfenda til aö standa undir milljóna- kostnaði við ýmsar tæknibrellur myndarinnar, sem þeir segja aö séu einstæðar. Leikendur i myndinni eru hins vegar aöeins sex tals- ins, þeirra á meðal Maximillian Schell. Hemingways I New York hefur forlagiö Charles Scribners Son tilkynnt aö haustiö 1980 komi út „Letters of Ernest Hemingway. Carlos Baker, ævisöguritari Hem- ingways mun ritstýra bókinni, sem geyma mun um 800 bréf og spanna timabilið frá þvi aö Hemingway fór frá Ameriku til Italiu og i fyrri heimstyrjöld- ina 1918 og til æviloka hans. Alls munu vera til um 5000 bréf meö hendi Hemingways. Simon Gray með nýtt verk Nýlega hefur i London veriö frumsýnt nýtt leikrit eftir Simon Gray, einn þekktasta leikrita- höfund Breta af yngri kyn- slóðinni. Nýja leikritiö nefnist The Close of Play og er Gray ' sagður fara þar inn á nokkuö aöra braut en i fyrri leikritunum, sem mesta hylli hafa notiö, er raunsærra verk og jarö- bundnara verk en menn . hafa átt aö venjast frá Gray. Harold Pinter stjórnar en Michael Redgrave Anna Massey og John Standing fara meb aöalhlutverkin. Verkiö hefur fengið misjafnar undir- tektir gagnrýnenda. Norsk stórmynd I Noregi er nýlega lokið töku nýrrar norskrar kvikmyndar, sem nefnist „I ungdommens makt” og er hún á margan hátt sögð frábrugðin fyrri myndum þar i landi. I myndinni koma fram hvorki fleiri né færri en 350 leikarar og statistar en aöeins einn þeirra hefur einhverja reynslu i leiklist. Leikstjóri er Roar Skolmen. Grisaveislan nefnist bók sem kom út i Sviþjóð i fyrra og vakti mikla athygli i heimalandinu. Þessi bók er nú að koma út i fleiri Norðurlandanna. Höfund- urinn er Leif Persson, 34 ára af- brotafræðingur frá Stokkhólmi. Hann starfaði nokkuð i tengsl- um við lögregluna og byggir sögu sina á reynslu sinni af miö- ur fallegum vinnubrögðum lög- reglunnar. Bókartitillinn skýrir sig þá lika sjálfur. Nýtt tímarit og vasabrotsbókaútgáfa — Samúel er 10 ára um þessar mundir og hyggur á stórframkvæmdir Timaritið Samúel á 10 ára af- mæli um þessar mundir. Þaö kom fyrst út i dagblaðsformi i iok siðasta áratugs, en hefur I gegnum tiðina tekið margvis- legum breytingum i ýmsar átt- ir, og er enn i þróun, að sögn að- standenda þess. Þaö var Þórarinn Jón Magnússon, annar núverandi ritstjóra Samúels sem kom blaöinu af staö á sinum tima, en þaö fæddist úppúr öðru popp- blaði, Topp Korn. Það varö seinna Samúel og Jónina og loks Samúel, sem nú byggir á grein- um skrifuðum i léttum stil, og fjörlegu útliti. Samúel hefur þvi á þessum tiu árum breyst úr þvi aö vera fikt skólastráka i aö veröa eitt af meiriháttar útgáfufyrirtækjum landsins. Samúel gefur einnig út timaritiö Gamla Nóa, og eftir tiu ára afmæliö kemur út nýtt blaö á hans vegum — Allt um fjölskylduna og heimiliö. Að sögn Þórarins Jóns Fonda-feögar saman í mynd Um þessar mundir eru aö hefjast sýningar i Bandarikjun- um á myndinni „Wanda Nevada”. Hún segir frá fjár- hættuspilara sem vinnur 13 ára stelpu I póker og þau halda af stab saman I leit aö gamalli gulinámu. Peter Fonda bæöi leikstýrir myndinni og fer meö aðalhlutverkiö en faöir hans Henry fer með litiö hlutverk I myndinni. Með hlutverk tán- ingsstelpunnar fer Brooke Shields, sem gat sér gott orö i myndinni Pretty Baby. Ritstjórar á skrifstofu sinni. Magnússonar er fleira á döfinni. „Viö vorum ab gera samning viö stórt bandariskt útgáfufyr- irtæki um aö þýöa og selja seriu af vasabókum”, sagði hann „Þetta fyrirtæki gefur út reiö- innar býsn af allskyns pocket- bókaserium, og viö erum aö velja eins og fjórar til aö setja af stað hér á landi. Þetta eru reyf- arar af léttara taginu, sem falla mjög vel inni dreifingarkerfiö sem viö höfum komiö okkur upp”. Þórarinn sagði ekki liklegt aö nýja Heimilisblaöið lenti I haröri samkeppni viö blöö sem fyrir væru á markanum. „Ekk- ert blað hér á landi leggur á- herslu á þaö sem viö munum leggja mest uppúr, þ.e. húsbún- aöi og upplýsingum um heimili. Þar aö auki veröa svo þarna greinar um listir og menning- armál og fleira. Samúel sjálfur lætur þó engan bilbug á sér finna, og selst nú blaöiö i um 16 þúsund eintökum. Þegar Þórarinn var spuröur hvort hann teldi sig liklegan til að endast lengi i útgáfu og rit- stjórn blaös eins og Samúels, hafði hann svarið á reiöum höndum: „Ég verö i þessu i ákkúrat 20 ár i viöbót. Ég var aö eignast son núna 21. júli á 10 ára afmlisdegi Samúels. Hann tekur viö veldinu á 20 ára afmælisdeginum sinum, -þaö er að segja helmingnum af veld- inu, þvi Ólafur Hauksson er rit- stjóri meö mér. Hvort Ólafur verður búinn að finna sinn eftir- mann, eða hvort sonur minn neyöist til aö vinna meö honum veit ég ekki.” —GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.