Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 3. ágúst 1979 Hvernig byrjaði svo Holly- wood? „Máliö var það að mér stóð til aö kaupa Sesar. Við Herluf Clausen, sem átti staðinn, erum gamlir kunningjar, og hann orðinn þreyttur á þessu. Staðurinn gekk aldrei mjög vel. Sam- starfið niður i Óðali var mjög gott, en mig langaði einfaldlega að vera einn. Ég vildi sanna fyrir sjálf- um mér að ég gæti gert þessa hluti án þess að vera með öðrum. Þetta var tækifærið. Hollywood fylltist strax fyrsta kvöldið. Ég fékk staðinn afhentan fjórum dögum áður, breytti nafn- inu, lagfærði dálitið smotteri, en að öðru leyti var þetta sami staður- inn”. Hver er galdurinn? „Ég veit það eiginlega ekki. Fyrst og fremst reynir maður að fylgjast eins vel með þvi hvað er að gerast erlendis og hægt er. Maður verður að vita sem fyrst af öllum nýjungum i svona starf- semi. Ég auglýsti lika öðruvisi en aðrir til að Yfirleitt mæti ég um 11 á morgnana og er hér til klukkan fjögur siðdegis, eða svo. Svo er maður mættur klukkan sjö á kvöldin og er framí < á nótt. Um helgar endar maður vinnudaginn á að keyra starfsfólkið heim klukkan fimm um morguninm'" Hvað með önnur áhugamál? „Vinnan hefur alltaf verið mitt áhugamál númer eitt, og ég stúd- era eiginlega ekkert annað. Þetta er lýjandi starf en maður kynnist lika skemmtilegu fólki. Það er alltaf talsvert um röfl og pex að sjálfsögðu, ,menn eru að biðja mig um lán, redda ávisunum og þessháttar á kvöldin. Þetta er fjölþætt starf, þaöer óhætt að segja.” Hvernig hentar svona starf fjöl- skyldumanni? „Það blessast alltsaman. Kon- an er bara ánægð með þetta, held ég. Annars heyrir maður minnst af þessum kjaftasögum, sem maður veit að ganga, sjálfur. Og ég er vaxinn uppúr þvi að taka slikt nærri mér. Fólk er mikið gefið fyrir spekúlasjón- ir.” Hvað heldurðu að þú endist I þessu starfi? Hottiwood eiganda Laufdal Olaf viö rætt ttbUm l/EWST Tt „Ég var búinn að vera þjónn i fjölda ára áöur en Hollywood kom til sögunnar. Nitján ár er ég búinn að vera I jobbinu”, sagði Ólafur Laufdal, forstjóri og eigandi Hollywood. „A sinum tima lærði ég á Hótel Borg, enfórnýútskrifaðurá Hótel Sögu, þegar hún opnaði. Svo var ég á Gullfossi i fimm eða sex ár og annað eins I Glaumbæ. Eftir það varð ég yfirþjónn á óðali meðan bræðurnir Haukur og Jón ráku þar kúltiveraðan matsölu- stað. Nú hann gekk aldrei sem slikur, og viö fengum þá hug- mynd að breyta þessu I diskótek. Mér var boðinn eignarhluti f Óðali ásamt Hafsteini Gilssyni i Sæl- keranum”. „Óðal rékum við síðan þrir i sameiningu,ég,Hafsteinnog Jón, og það varð mjög vinsælt. Ég man aö við auglýstum ekki einn staf frá þvi i mars fram i nóv- ember eitt árið og var þó alltaf troðfullt. óðal var óhemjuvinsæll staður”. byrja með. Það eru nýjungarnar sem gilda. Núna erum við hiksta- laust með betri diskótekum hvar sem farið er i heiminum!' Hvaða möguleikar eru hérna á tslandi til að færa út kviarnar? „Það er sjálfsagt hægt, en ég hef engan áhuga á þvi. Ég er með tæplega 60 manns i vinnu og það er i mörgu að snúast. Þeir sem reka skemmtistað af einhverju viti, gera sér lika grein fyrir þvi hversu mikilvægt er að vera alltaf á staðnum. Ég er sendi- sveinn jafnt og forstjóri. „Um leið og ég finn að hug- myndirnar fara að láta standa á sér, er ég hættur. En það veröur ekki á næstunni, þvi ég á nóg af þeim eftir. Ég er 34 ára, og þó ég segi að þetta sé ekki starf fyrir eldrimenn, erég ekkiað segja að þaðsé fyrir unglinga. Ég held að maður megi ekki vera öllu yngri til að valda þessu. Menn hafa bara ekki þroska i þaö. Þetta lær- ist ekki nema i fjölda ára, og maður verður að þekkja mikið af fólki. En númer eitt tvö og þr jú er að vera yfir þessu á kvöldin.” „Maður má ekki vera öllu yngri til að valda þessu”. „Ég vildi ekki skipta á neinu öðru. Það kitlar mann óneitan- lega að vita að maður rekur vin- sælan stað. Maður finnur þá á- þreifanlega að starfið er ekki til einskis”. Hvernig gengur samstarfið við keppinautinn? „Vel. Ég berhlýjanhugtil hans, eins og hann veit. Ég vil þó nátt- úrulega hafa meira að gera en hann. Best væri að við hefðum allir nóg að gera.” eftir Guöjón „Diskó-kóngar” eru orðnir menn númer eitt I skemmtanaheiminum, að þvi er slúðurdálkar érlendra blaða herma. Kvikmyndastjörnur, sjónvarpsfólk og útvarpshetjur eru að falla i skuggann af diskótekaeig- endum, plötufyrirtækjaeigendum, dönsurum, og náttúrulega plötu- snúðum og hljóðfæraleikurum. Ólafur Laufdal I Hollywood og Jón Hjaltason í Óðali eru óumdeilan- # Þeim er ekkert um John Tra- volta gefið i Sovétrikjunum. Fyrir nokkru var ráðist harkalega að leikaranum i opinberum blöðum þar eystra og hann sakaðurum að vera tákn margs þess sem aflaga færi í Bandarikjunum. Það var um það leyti sem John Travolta gerði garðinn viða frægan fyrir myndina Saturday Night Fever. Nú fær Travolta aftur á sig skothrið að austan. Leikarinn, skrifar Yuri nokkur Borovoi i kúltúrblað þeirra Rússa, er þurr- ausinn. „Hann á aðeins eina á- nægju eftir — barnaiegan ávana að lima saman skærlituð flug- vélamódel.” • Fyrr 1 þessum mánuöu voru lögö á ráðin um 10.000 hjónabönd á safnaðarhátið Hindúa sem haldin var í byrjun mánaðarins og stóö I eina viku. Hvorki brúöirnar vænt- anlegu né brúðgumarnir voru viðstödd , heldur voru það feður þeirra sem gengu frá málunum á þessum hjónamarkaði, sem hald- inn er arlega og yfir 100 þúsund Hindúar sóttu. Konum var hins vegar ekki heimill aðgangur.... • Ljósmyndarar heimspressunn- ar sæta gjarnan lagi að ná myndum af fyrirfólki við af- káralegar kringumstæður. Bretaprinsi á dögunum, þar sem hann var að keppa i þriþraut i hestamennsku. Hann þurfti að hafa peysuskiptii miðjum kllðum og þá var óspartsmellt af mynda- vélunum. Svo talaði pressan eftir á um „Nýju fötin keisarans.”... • „Við giftum okkur næsta ár. Mariana hefur fengið leyfi rúm- anskra yfirvalda og það eruengin ljón i veginum, upplýsti Björn Borg, tennisleikarinn frægi, þegar sænsku blöðin voru að spyrja hannum hvernig færi með hjónaband hans og rúmönsku stúlkunnar Mariönu Simonescu. Ahyggjuefni sænsku blaðamann- anna út af hjónabandsmálum Borgstöfuðu af þvi að hann hafði skömmu áður gersigraö eftirlæti Rúmena, tennisleikarann Ilie Nastase og óttuðust að rúmönsk yfirvöld mundu hefna sin út af ó- sigrinum með þvi aö meina Borg að eiga stúlkuna. Sem sagt — ástæðulausar áhyggjur.... • Margt frægra manna og kvenna kemur árlega til Cannes, til þess að sýna sig og sjá aðra á hinni árlegu kvikmyndahátið. Meðal þeirra sem mættu á þá sið- ustu, var bandaríski leikstjórinn Elia Ka/an.Hann lét þó ekki mik- ið fyrir sér fara. A meðfylgjandi mynd sést hann með leikkonun- um Juliette Berto og önnu Prunc- al. Sý fyrrnefnda er frönsk, en Annaer pólsk, ogheíur m.a. leik- ið í kvikmyndinni „Sweet movie”, sem hér varsýnd á kvik- myndahátiðinni i fyrra. Fyrir til- tækið (leikinn), var Anna rekin frá heimalandi sinu. . Þar sem heitt var i veðri, skellti Kazan bara munnþurrkunni vfir höfuðið. • Franski kvikmyndaleikstjór- inn Marcel Carné gerði margar góðar myndir um og eftir seinna strið. Hefur hann verið talinn mjög frambærilegur leikstjóri. Hætt er við að margir aðdáendur hans reki upp ramakvein þegar þeir sjá næstu mynd hans, en það verður nektarleikritið „Rip off” sem sýnt hefur verið i London og Paris að undanförnu. • Tuttugu og þriggja ára gamall maður var lagður á sjúkrahús I Adelaide, eftir að hann reyndi að lækna sjálfur tannpinuna sem þjakaði hann. Hann reyndi að skjóta burtu tönnina vondu með 22 kalibera riffli. Arangurinn varð slæm andlitsmeiðsli og bruni. Hann hitti hinsvegar ekki tönnina... SÖLUBÖRN Á föstudögum er afgreiðsla Helgarpóstsins opin frá kl. 9 f.h. Sölubörn eru hvött til að koma að Hverfisgötu 8-10, (við hliðina á Gaipla biói)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.