Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 15
HP-mynd: Friðþjófur 15 Föstudagur 3. ágúst 1979 „Bjóðum allt gott fólk velkomið” Tennislþróttin er á uppleið á tslandi I dag. Hver veit, kannski Islenskur Björn Borg veröi á toppnum inn- an fárra ára. i „ríkinu”. Viöskiptavinur verslar fyrir helgina. islendingar munu vera Ihaldssamir I sinum áfengis- kaupum og velja yfirleitt sömu tegundirnar. Er Islenski svarti dauöinn þar fremstur I flokki? Hvaö léttari vinin varðar, þá voru seldir 233.515 litrar af rauö- víni árið 1978 og 134.777 litrar af hvitvini. Saint Emilion, Sangre brava og Rubino eru þær rauö- vinstegundir sem seljast best, en Trés Torres og Lasalle eða Kristjáns bróöir eins og það er tiðast nefnt, hvað hvitvinið varð- ar. Af Vermouth seldust samtals 268.822 litrar. Martini-Bianco er vinsælast með 114.397 flöskur og Martini sveet með 62.266 flöskur. Af Martini dry seldust 30.319 flöskur og Dubonnet 24.606 flösk- ur. Bitter Campari fór i 83.489 flöskur. Islendingar þjóruðu 106.671 litra af Sherry. Þar var Bristol Cream með 47.874 flöskur og Cream de Terry meö 22.764 flöskur. 78.723 1 likjörslltrar yljuðu landsmönnum. Caina, auk bananailkjöra og piparmyntu- likjöra frá Bols voru vinsælast- ir. Meðaltalsstyrkleiki likjöra er I kringum 36%. Að lokum má geta þess að 11.963 litrar af koniaki fóru yfir búðarborðið i rikinu á sföasta ári. Þar er franska merkið Courvois- ier hvað vinsælast. Að drekka sig fullan Að sögn starfsfólks áfengis- verslunarinnar er ekki mikill munur á áfengiskaupum lands- manna eftir árstiðum. Fyrir jól og páska verður þess þó vart að meiri sala er á léttari vinum. Fyrir verslunarmannahelgi t.d. er aftur meiri sala I sterkari vin- um. Það er þó ljóst að það eru sterku vinin sem eru á toppnum yfirleitt. Brennivinið islenska er þar langvinsælast og skammt á eftir kemur Vodka. Þetta rennir stoöum undir þær fullyrðingar, aö Islendingar drekki sjaldnar heldur en abrar þjóðir, en skvetti meiru i sigþeg- ar þeir eru að á annað borð. —GAS. Eddu-hótelið húsmæðraskólanum Laugarvatni: — segir hótelstjórinn „Reksturinn hefur gengiö alveg ljómandi vel, þaö sem af er sumri og mikill fjöldi feröamanna hefur sótt okkur heim,” sagöi Sigur- björg Magnúsdóttir hótelstjóri Eddu hótelsins á húsmæöraskól- anum Laugarvatni, er blaöið ræddi viö hana I vikunni. Laugar- vatn er I alfaraleið og tvö Eddu hótel eru á staönum, I mennta- efri aldur. Unga kynslóðin sést litið, hefst kannski frekar við I tjöldum.” Hótel Edda á húsmæðraskólan- um stenst fyllilega samanburð við 1. klassa hótel hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þar er boðið upp á veislumat i hádeginu og á kvöldin og fólki stendur opið að fá sér létt vin með matnum ef þvi Mikið annrlki hefur veriö á Eddu hótelunum á Laugarvatni I sumar. skólanum og eins og áður sagöi I húsmæðraskólanum. Sigurbjörg sagði að það væru mest útlendingar sem gistu hótelið i miðri viku, en íslending- um fjölgaði um helgar. Þó væru erlendu gestirnir yfirleitt alltaf i meirihluta. Undanfarnar helgar hefðu verið mjög góðarog allt yfir fullt. Það færi hins vegar mikið eftir veðri og vindum hver að- sóknin væri. Hótelið opnaði 11. júni siðastlið- inn, en Sigurbjörg sagði að lands- menn hefðu vart tekið verulega við sér fyrr en i þessummánuði. Að sögn Sigurbjargar væri það mjög algengt að fólk, þá aðallega úr Reykjavik, kæmi á föstudags- kvöldi og gisti siöan tvær til þrjár nætur yfir helgi. „Aöallega eldri kynslóðin" „Það er nú aðallega eldri kyn- slóðin sem hingað kemur,” hélt Sigurbjörg áfram. „tslending- arnir eru yfirleitt á miðjum aldri, en útlendingarnir oftast komnir á býður svo við að horfa. Þá er op- inn bar fyrir hótelgesti. Mikið rennerí „Mjög algengt er að fólk sem býr hér i tjöldum, sumarbústöð- um, eða einfaldlega á hér leið um, stoppi hjá okkur og fái sér að borða hjá hjá okkur góðan mat,” sagði hótelstjórinn. „Við bjóðum að sjálfsögðu allt gott fólk vel- komið.” Tveggja manna herbergi með baði kostar 10 þúsund krónur á nóttina. Ekki þarf að lýsa fyrir Islend- ingum þeim möguleikum sem Laugarvatn býður upp á fyrir ferðamenn. Þar er sundlaug, gufubað og bátaleiga svo aðeins eitthvaðsé talið. Ekki má gleyma náttúrufegurð Laugarvatns, sem hýsir túrista á sumrin, en skóla- fólk á veturna, en þar er menntaskóli, gagnfræðaskóli, húsmæðraskóli og iþróttakenn- araskóli. — GAS Tennislþróttin er geysivinsæl vlða um heim. Eins og flestum er kunnugt eiga frændur okkar Svíar, fræknasta iþróttamann- inn I þessari grein. Þaö er undrabarniö Björn Borg. MiII- jónir manna iöka þessa skemmtilegu iþrótt sem á margan hátt svipar til badmint- on, sem við tslendingar þekkj- um vel. En einhverra hluta vegna, er tennis litt stundað hér á landi. Fyrr á þessari öld var spilaður tennisbæði hjá KR og IR, en frá 1940 hefur tennisspaöinn legið óhreyfður hjá Mörlandanum. I ferðalögum á sólarströndum hafa Islendingar talsvert leikið tennis og haft gaman af. Nú loksins virðist komin nokkur hreyfing á tennismálin hér á iandi. íþróttafélag Kópa- vogs (1K) sem er tiltölulega ungt félag, hefur stofnað tennis- deild. I þessari deild eru um 70 meðlimir þar af um 30 virkir tennisleikarar. „Vaxandi áhugi” Helgarpósturinn hafði tal af formanni deildarinnar, Jóhanni Þór Arnarsyni og leitaði frétta af tennisþróuninni hér á landi. „Það er greinilega vaxandi áhugi fyrir tennisiþróttinni á Is- landi. Þaö er mikið hringt i okk- ur og spurt um iþróttina og að- stöðuna. En það er einmitt að- staðan sem stendur okkur fyrir þrifum. Við höfum aögang aö tveimur tennisvöllum hér i Kópavogi, en þeir eru á opnu svæði og þvi oft notaðir af krökkum I fótbolta eða öðrum leikjum. Við eigum þvi stundum undir högg aö sækja með að fá afnot af völlunum,” sagði Jó- hann. Jóhann Þór Arnarson bætti þvi við aö þeir IK menn gerðu sér stórar vonir um bætta tenn- isaðstööu á næsta ári. Heföu þeir fengið munnlegt loforö fyr- ir Iþróttasvæði i Kópavogi, þar sem þeir myndu þá setja upp tennisvelli. Þá heföu einnig bæj- aryfirvöld gefið vilyrði fyrir völlum við einn skólann i bæn- um. Þetta stæði þvi að öllum lik- indum til bóta á næstunni. IK hélt tennismót siðastliðið haust og mun halda annað nú fljótlega. Að sögn Jóhanns væri það sérstaklega eftir mótin sem áhugi almennings á Iþróttinni blossaöi upp. ,, Bakter ían heltekur mann” „Margir hafa haldiö þvi fram að islensk veðrátta henti ekki fyrir þessa iþróttagrein. Við höfum þó komist að raun um að slikt er ekki rétt. Það er mögu- legt að spila tennis úti I grenj- andi rigningu og roki og á vet- urna er hægt að leika innan- húss„” sagöi Jóhann. „Það er með þessaiþrótteins ogmargar aðrar, að þegar maður er byrj- aður á annað borð, þá gjörsam- lega heltekur bakterian mann.” Að lokum sagði Jóhann Þór Arnarson formaður tennisdeild- ar IK: „Þaö tekur að minnsta kosti ein 10 ár að ná þessari iþróttagrein upp. Við komum j ekki til meðaö standa jafnfætis nágrannaþjóöum okkar hvaö getu varðar fyrr, en að þeim tima liðnum. En við flýtum okk- ur hægt áhugamennirnir um tennis, þvi við vitum að Iþróttin er á uppleiö og mun sanna gildi sitt. Það geta allirleikið tennis, jafnt ungir sem gamlir og það er kannski þaö skemmtilega viö þessa iþrótt.” - QAS. HOTEL BORG í fararbroddi Opið í kvöld og laugardagskvöld frá kl. 9—3 Sunnudagskvöld opiö fram eftir nóttu. Mánudagskvöld opið til kl. 1 Diskótekið Dísa leikur gömlu og nýju dansana og lög eftir vali dansgesta. Matur framreiddur frá kl. 18 öll kvöld. Besta dansstemningin í borginni er á BORGINNI Borðið - Búið - Dansið A HÓTEL BORG íþróttagrein sem gleymst hefur hér á landi: VAXANDI ÁHUGI Á TENNIS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.