Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 9
9 Það sem gerðist var i stuttu máli þetta: Á föstudagskvöld fyrir tveimur vikum leiddu dyraverðir Hótel Borgar ungan mann, nokkuð ölv- aðan, með sér fram ganginn að útidyrum staðarins. Mun hann hafa lent i einhverjum útistöðum inni i salnum. Þegar þeir gengu fram hjá fatahenginu sagði pilt- urinn: „Ég vil fá jakkann minn.” Dyravörðurinn svaraði honum höstuglega og sagði: ,,Þú getur fengið hann á morgun.” Að þvi búnu var manninum kastað á dyr. Hann sætti sig ekki við þetta og barði dyr hússins að utan. Eftir smástund kipptu dyraverðirnir honum inn fyrir. Að því búnu lok- uðu þeir dyrum inn á ganginn, þar sem gestir stóðu. Fljótlega heyrðust mikil óhljóð þaðan og ó- huggulegthljóði manni, sem ekki náði andanum. Blaðamaður Helgarpóstsins var ekki fjarri og tókst að lauma sér inn i anddyrið og sá hann þá hvar unga manninum var rig- haldið við gólfið og hann tekinn tökum þeim harkalegum enda þótt hann væri algjörlega varnar- laus gagnvart ofurefli filefldra dyravarðanna. Ekki leið á löngu þar til dyra- verðir tóku eftir blaðamanni og spurðu hvern andskotann hann væri að gera þarna: „Ég er að fylgjast með ykkur að störfum,” var svar okkar. Blaðamanni var snarlega ýtt inn á ganginn. Stuttri stundu siðar var lögregl- an mætt á staðinn. tJt úr anddyr- inu gekk lögreglumaður og fyrir aftan hann stóð dyravörður, sem sagði um leið og hann benti á blaðamann: „Þessiá líka að fara út.” Blaðamanni Helgarpóstsins varmeðöðrumorðum visað á dyr fyrir að fylgjast með starfi dyra- varðanna og lögreglumaðurinn hlýddi óskum þeirra. Við báðum um ástæður en fengum engar, utan þessa: „Hann var að trufla okkur við störf.” Lögreglumanninum þótti litið um tilboð blaðamanns Helgar- póstsins og vitnis hans um að votta hvað hefði gerzt og hvernig dyraverðir hefðu komið fram við unga manninn. Nei, i staðinn var blaðamanni ýtt út og hann tekinn harkalegu taki. Blaðamaður veitti enga mótspyrnu. Þegar út var komið var blaða- manni Helgarpóstsins gert tilboð. Viljið þið dcki bara fara, var sagt. Þeim þótti við stinga i stúf við unga manninn, sem var .vankaður og illa farinn eftir meðferðina i anddyrinu. Nei, ekki vildum við það. Við kusum að fylgja þeim inn á lögreglustöð til þess að minnsta kosti að tryggja, að ungi maður- inn fengi réttláta málsmeðferð þar. A lögreglustöðinni var okkur eins tekið: „Strákar minir, viljið þið ekki bara fara. Þetta kemur ykkur ekkert við.” Endirinn varð sá, að unga manninum og félaga hans, sem lögreglan hafði einnig tekið niðri við Hótel Borg, ásamt okkur var leyft að fara. Meira geröist ekki þetta kvöld- ið. Næsta kvöld ákvað blaðamaður Helgarpóstsins að fara aftur á Hótel Borg til þess að heyra hvað dyraverðirnir hefðu að segja um málið. Þegar blaðamaður gekk inn um dyrnar rauk til sá dyra- varðanna, sem harkalegast hafði gengið fram kvöldið áður, og sagði: „Þessi fer ekki inn. Hann er i straffi.” Þetta kom að sjálf- sögðu flatt upp á okkur. En ekki þýðir að deila við dóm- ara nn. Engu að sfður komumst við inn i húsið með öðrum leiðum og i fullum rétti. Yfidyravörður húss- ins sá þá til okkar og leiddi oldcur út. Þá var þetta komið á hreint: Blaðamaður Helgarpóstsins og vitni hans allan timann voru komnir i „straff” hjá dyravörð- um Hótel Borgar fyrir það eitt að sjá til þeirra i starfi. Og tilraun okkar til að vekja athy gli lögregl- unnar á þvi að þarna kynnu dyra- verðirnir að vera i órétti gagn- vart unga manninum, en ekki hann gagnvart þeim (hvað svo sem olli þvi, að þeir vildu að hann færi út úr húsinu i upphafi) reyndist vonlaus. Blaðamaður Helgapóstsins fylgdi málinu örlitið eftir, aðal- lega til þess að tryggja sig gegn þvi, að vera borinn röngum sök- um siðar meir. tsjálfu sér er hér ekki um stór- mál að ræða. Hins vegar er þetta réttlætismál gesta veitingahúsa almennt, sem sjaldan hefur verið gaumur gefinn. Enda þótt við höfum staldrað við Hótel Borg i þessari grein, þá erástæðan einfaldlega sú, að það- an höfum við alltof mörg dæmi. Raunar er leiðinlegt til þess að vita, að svona hlutir skuli gerast á Hótel Borg, sem nú, eftir nokk- urra ára lægð er að rifa sig upp og er að verða einn af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar. Einmitt þess vegna skiptir það ekki litlu máli, að dyragæzla dragi staðinn ekki niður og komi slæmu orði á hann. Undirritaður hafði samband við Sigurð Gislason, hótelstjóra á Borginni. Hann tók fram, að hann hefði ekki verið staddur i húsinu, þegar þetta gerðist og hann þekkti þvi ekki málavöxtu. Við skulum bara vona, að hér eftir reyni dyraverðir á Hótel Borg að halda fólki, sem stendur utandyra og er orðið órólegt, i skefjum með öðrum ráðum en þeim að kýla hendi snögglega út um rifu á útidyrum og gæta ekki að þvihvað eða hver verður fyrir högginu. Halldór Halldórsson. Ragnheiður með fimm börnum sinum. MEÐ ÞJÓN A HVERJUM FINGRI íslendingar fara ótrúiega viða, þótt fáir séu. Helgarpósturinn frétti nýlega af konu, Ragnheiði Friðu ólafsdóttur, sem frá unga aldri hefur búið eriendis, og það langt frá landinu kaida. Lengst af bjó hún í Afriku, en fluttist fyrir stuttu síðan til Bandarikjanna. Ragnheiður Friða vann á móttökunni á Hótel Borg fyrir um 30 árum siðan þegar þangað kom sem gestur bandariskur maður, sem siðar varð eigin- maður hennar. Hann var hér á ferðalagi.en sem eigandi lyfja- verksmiðju i Chicago i Banda- rikjunum, þurfti hann að ferðast mikið. Honum leist vel á stúlkuna, og henni á hann, og þau fóru skömmu seinna i ferðalag til Afriku. Hann var orðinn þreyttur á sifelldum ferðalögum sem fylgdu vinnunni og þau á- kváðu að flytjast til Afriku. Hann seldi þvi verksmiðjuna og ákvað að setjast að i Kenya. Vegna borgarastyrjald- ar varð þó ekki af þvl strax — þau dvöldu um tima i Höfðaborg i Suður-Afriku, siðar i Banda- rikjunum, um tima á Islandi, en svo viðsvegar um Asiu. ’Fyrsta barn þeirra hjóna fæddist i Manilla á Filipseyjum, og eftir það settust þau að i Monte Carlo um tima. Fyrir lyfjaverksmiðjuna keyptu þau sér kaffibúgarð i Nairobi, en fluttust talsvert seinna til Tanganika. Alla bú- skapartiðina höfðu þau þjóna til að sjá um húsverkin, og á tíma- bili átta i einu. Hjónin eignuðust fleiri búgarða en einn, þau dvöldu t.d. yfir vetrar- mánuðina, á regntimabilinu, i Tangier i Marokkó. Ragnheiður átti 3 börn með manni sinum, en sem nú er látinn. Hún giftist aftur og býr nú i Bandarikjun- um og á önnur 3 börn meö siðari manninum. Að koma til Banda- rikjanna voru töluverð við- brigði, ekki sist vegna þjóna- leysisins. „Allt i einu uppgvötv- aði ég að ég kunni ekki að elda neinn mat”, sagði Ragnheiður. ”Og það er ótrúlega erfitt að eiga allt i einu að fara að gera allt sjálf, eftir að hafa alla avi haft þjóna á hverjum fingri. En ég er Islendingur, og þótt ég sé einkabarn, þá veit ég þó hvað það er að vinna.” Ragnheiður Friða er einka- dóttir hjónanna Valborgar Gröndal, sem er nýlátin, og Olafs Jónssonar rakara, Hvassaleiti 32 i Reykjavik. Þjónar Ragnheiðar þegar hún bjó i Nairobi. A myndina vantar barnfóstrurnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.