Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 3. ágúst 1979 —J^BlQSrfJOSTUriíirL- Karrýpottur frá Laugarvatni Helgarrétturinn er frá Laugar- paprikkur, einn laukur, eitt epli, 1. vatni aö þessu sinni og kemur úr matskeiö karrý, einn hvit- eldhúsi Jóhannesar Gunnarsson- lauksgeiri. ar kokks á Eddu hótelinu hús- Kjötiö og þaö sem á eftir var mæöraskólanum Laugarvatni. taliö, skal skera niður i litla Rétturinn sem Jóhannes hefur strimla og steikja siöan I 20-30 sett saman er karrýpottur svo- minútur upp úr mataroliu. Skal kallaður. olian krauma er steikingin stend- Efni: Sex til átta hundruð ur yfir. grömm af kjöti. Má vera lamba- Með þessu skal bera hrisgrjón kjöt, nautakjöt eða kjúklingar, og hrátt salat. Uppskriftin er fyr- allt eftir vali hvers og eins. Tvær ir fjóra. Ferðaskrifstofa ríkisins með túrista út um land: ALUR VIUA SKODA FOSSANA 0G HVERINA Vmsir möguleikar eru fyrir feröamenn sem hingaö koma til lands, aö ferðast um landiö þvert og endilangt. Feröaskrifstofa rikisins býöur upp á fjölmargar feröir um landiö vltt og breitt. Þessar feröir eru þó ekki aöeins fyrir erlenda feröamenn, heldur geta landsmenn, ef þeir óska, tek- ið þátt i ferðunum. Helgarpóstur- inn kannaöi hvaöa feröir innan- iands boöiö er upp á. I fyrsta lagi stendur fólki til boöa 10 daga hringferð um landið. Sú ferö kostar 196.500 krónur og er i því verði alit innifalið. Fullt fæöi, gisting á hótelum, leiðsögn og aö ógleymdri rútuferöinni sjálfri. Munu Islendingar talsvert hafa verið meö i þessum hring- ferðum, sem eru farnar þrisvar i viku. bá eru farnar nokkurra daga feröir um Snæfellsnes og Vest- firöi, 5 daga ferö um Suöurland, 6 daga ferö noröur Sprengisand og suður Kjöl, auk þriggja daga ferðar um Snæfellsnes. Keyrt um bæinn tvisvar á dag Ýmsar dagsferöir eru einnig inni i myndinni. baö er keyrt á Gullfoss og Geysi daglega, einnig ferö i Þjórsárdalinn, ferö i Borg- arfjörð og heim um Kaldadal, Suðurstrandaferö, þar sem farið ' er austur aö Vik i Mýrdal. Einnig eru dagsferöir til Grindavikur og Krýsuvikur. Ekki má gleyma i þessari upp- talningu aö tvisvar sinnum á dag er fariö i bæjarferö um Reykja- vik. Þá eru helstu staðir heim- sóttir og leiðsögumaður skýrir nákvæmlega frá öllu sem fyrir feröafólksins augu ber. Þá er saga Rvikur rifjuð upp. Nær ein- ungis eru þaö útlendingar sem i þessar bæjarferöir fara, en ef- laust væruþessar feröir fróölegar fyrir margan borgarbúann. Þjóðverjar munu hvaö ötulastir viö aö ferðast um landiö. Mestan áhuga hafa útlendingarnir á hverunum okkar og fossunum. Og allir vilja þeir aö sjálfsögðu sjá fjalliö sem hýsir djöfulinn sjálfan — eldfjalliö Heklu. Þaö er sem sé lif og fjör i túr- istabransanum þessar vikurnar og útlensku feröamennirnir ferj- aöir fram og til baka um landiö. Erlendir feröamenn þvælast um allt land i ieit aö fossum og hver- um. Nú, sumir Iáta sér nægja rúnt um borgina meö fróöum farar- stjórum. €2 VEITINGAHUSIO I M«lu> 1»**r»«eiO<3u> b| ki >9 OO ir* ki ’b OO w SIMI 86220 A\hii^jrr ok«u> >vll »>l *6 ii*ir»num bo>ðu» rM» m ?0 30 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapantanir frá kl. 16.00 SIMI 86220 Askiljum okkur rétt til aö ráöstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek f kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö föstudags- og laugardags- kvöld til kl. 3. Spariklæðr.aður getur haft ágætt upp úr þessu ef þú vinnur vel og mikiö. Þetta held ég að sé eina svarið sem ég get gefið,” sagði Jón. Jón gat aðspurður ekki svarað þvi nákvæmlega hvaö seldist best i sjoppum. Isinn væri vinsæll á sumrin, en nær engin sala i hon- um á veturna. Þá væri alltaf hreyfing á pylsunum. „Annars er það gamla þjóðarfæðan sem allt- af kemur upp aftur og aftur. Þar á ég auðvitað viö kók og prins póló. Svo kemur stundum upp svona tiskusælgæti alls kyns. I nokkra mánuði kaupa flestir þessa tegund af súkkulaði, en sið- an skyndilega dettur salan i þeirri tegund niöur og ný tekur viö. Þetta er svona i sveiflum.” \ Jón hefur rekið Skallann i 8 ár og man þvi timana tvenna i þess- um bissness. Viö spuröum hann um sjoppuhangsið hér á árunum áður. „Krakkarnir áttu heima hér.” „Skalli” I Lækjargötunni er meö snyrtilegri sjoppum I bænum. Að versla f sjoppu: „Kók og príns em þá þjóðarfæðan — segir Jón Magnusson í „Skallanum” Sjoppur eru dálitiö sérstakt fyr- irbæri. Og þó. Eru þetta ekki bara venjulegar verslanir sem selja sæigæti ásamt ýmsu ööru og hafa opið fram á kvöld og um helgar? Nei, ekki cru sjoppur eins og venjulegar verslanir. Þaö tiökast t.d. ekki i verslunum að kúnninn stoppi við og drekki sitt kók og éti sitt prins póló inni i versluninni. Það er hins vegar gert i sjoppum. Jón Magnússon rekur einnig „Skalla” sjoppur i Hraunbænum i Arbæjarhverfi og „Skallaisbúð” i Hafnarfirði. Verður maður riknr á þvi aö reka sjoppu? spurðum við Jón. „Ég veit varla. Hins vegar er gaman að vinna viö þetta og þú „Já, hvort ég man eftir þvi,” svaraði Jón Magnússon. „Það var ákaflega hvimleiður timi. y Krakkarnir bókstaflega héngu i 1 sjoppunum timunum saman. Það 9 var á stundum eins og þeir hefðu 3 sest að. Viðskiptin voru ekki f meiri, heldur þvert á móti. Fólk = sem átti leið framhjá sá fulla búð af krökkum og nennti þvi ekki að standa i biðröðum, auk þess sem fullorðið fólk var hálfhrætt við krakkana. En þótt búðin hefði oft verið full af krökkum, þá var kannski enginn að versla. Þeir bara héngu og kjöftuðu saman. En þetta var þá. í dag þekkist þetta ekki. Fólk ef til vill drekkur sitt gos inni i sjoppunni og svo er það farið.” Jón sagði að allir aldursflokkar versluðu i sjoppum. Fullorðið fólk jafnvel meira en unga kynslóðin. Að lokum var Jón spurður hvernig það væri að afgreiða i sjoppu. „Það er skemmtilegt. Mér likar það vel að þjónusta fólk og gera það ánægt. A góðum dög- um koma inn á Skallann i Lækjar- götunni stundum fólk i þúsunda- tali. Þó ekki allt i einu að sjálf- sögðu, heldur frá morgni fram á kvöld og það segir sig þvi sjálft að maður hittir margt fólk og kynnist. Það er skemmtilegri hluti starfsins,” sagði Jón Magnússon að lokum. —GÁA Einu sinni var talað mikiö um sioppuómenningu. Það var þegar táningarnir áttu að hafa dvaliö langdvölum i sjoppum og eytt öllu sinu sparifé i gos og sælgæti. Þeir krakkar voru taldir syndum spilltir. Sjoppurnar voru óvinir foreldranna nr. 1. Aðalkeppinaut- urinn um hylli krakkanna. Mikil umræða var um þessi mál á sin- um tima og gekk svo langt að gef- in varút tilskipun frá yfirvöldum, þar sem sjoppueigendum var gert að afgreiða allar vörur út um litla lúgu. Sem sé táningarnir og aðrir kúnnar máttu ekki fara inn i sjoppuna og versla þar — eða hanga. Nú er tiðin önnur. Lúgufyrir- komulagið er óviða i gangi og nú er litið talað um sjoppuómenn- ingu. Táningarnir hafa fundið sér annan samastað. Að fá sér is i „Skallanum” Helgarpósturinn hafði sam- band við Jón Magnússon eiganda „Skalla” sjoppnanna svokölluöu. Flestir borgarbúar kannast við „Skalla” i Lækjargötunni. Þann stað sækja menntskælingar mikið á veturna og kaupa sér gos og pylsu i friminútum. A sumrin eru það helst vegfarendur, sem þar kikja inn og fá sér is i sólinni — þ.e. þegar sólin lætur sjá sig. HVAfi DREKKA iSLENDINGKR? Brennivínið langvinsælast tslenska brenniviniö er lang- mest selda áfengistegundin hér á landi. A siöasta ári seldust hvorki meira né minna, en 455.962 iitrar af Brennivini. Engin ein tegund kemst meö tærnar, þar sem svarti dauöinn hefur hælana, hvaö sölu varöar. Helgarpósturinn geröi örlitla úttekt á þvi fyrir skömmu hvaöa tegundir seldust mest hjá Afengisverslun rikisins. Tölur fyrir þetta ár liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá Af engisversluninni eru yfirleitt ekki miklar sveiflur á milli ára, svo tölur siðasta árs eru aö öllum lik indum mjög svipaöar þvi sem gerist i ár. A þessu gæti veriö ör- litU undantekning. A þessu ári kom á markaöinn nýtt merki, hið svokailaða Lemon — 21, eða „Tventy one” eins og þaö er kall- aö manna i millum. Mikil sala hefur veriö i þessu vini, sem er einmitt 21% aö styrkieika. Sterku vinin vinsælli En tökum nokkrar tegundir og sölu þeirra á siðasta ári. Klára- vin: 90.560 litrar, Tindavodka: 40.366 litrar, Smirnoff—vodka: 92.039 litrar, Wibrowa - vodka: 62.475 lítrar, Stolichna ja-vodka : 37.950 litrar, eriendur Genever: 52.349 litrar, islenskur Genever: 18.894 litrar, Gin: 17.787 litrar, Romm 35.271 (þar mest selt, Bacardiromm, eða 29.909 flöskur sem innihalda 0.75 1), isienskt ákavfti: 43.420 litrar, Whisky: 84.269 li'trar (mestseldu merkin,) Ballantine: 15.467 flöskur og Red Label: 15.553 flöskur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.