Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.08.1979, Blaðsíða 4
„Hagsmunatogstreitan harðari en ég átti von á” NAFN: Kjartan Jóhannsson STARF: Sjávarútvegsráðherra FÆDDUR: 19. desember 1939 HEIMILI: Jófríðastaðavegur 11, Hafnarfirði FJÖLSKYLDUHAGIR: Eiginkona, Irma Karlsdóttir og eiga þau eitt barn BIFREIÐ: Engin ÁHUGAMÁL: Skíða- og gönguferðir. Leikhús og bókalestur Er enn eitt landhelgisstriö framundan?spyrja mennÞessadaga Jan Mayen deilan er á hvers manns vörum og ýmsar blikur á lofti. Kemur til árekstra á miöunum viö 200 milna mörkim suöur undan Jan Mayen? Margt bendir tii þess aö hitni i kolunum milli þessara bræöra- og vinaþjóöa, íslendinga og Norömanna. Samningaviöræður eru þó enn i gangi, þótt litt miöi. Ekki alls fyrir löngu uröu talsveröar deilur er sjávarútvegsráöherra breytti reglum fiskveiða- sjóös og stöövaöi þar meö kaup fiskiskipa erlendis frá. Mjög voru skoöanir skiptar um þessa ákvöröun sjávarútvegsráöherra. Málefni sjávarútvegsins hafa mjög veriö i sviösljósinu i sumar. Kjartan Jóhannsson sem stýrir þvl ráðuneyti hefur aö ýmsu leyti fariö ótroönar slóöir I starfi sinu. Kjartan er í yfirheyrslu Heig- arpóstsins. Nú hafa ýmsar þinar embætt- isákvarðanir veriö umdeildar í meira lagi. Fyrst veiöibanniö i mai og nú siöan breytingarnar á reglugerö fiskveiöasjóös. Ertu I eöli þinu einráöur og ferö þinar eigin leiöir? „Það tel ég alls ekki vera. Ég ber mig saman viö ýmsa aðila varðandi þær ákvarðanir sem ég þarf að taka. Það fer eftir að- stæðum hvernig þaö er hverju sinni. Að þvi er varðar suma hluta, þá hef ég á þeim mjög fastmótaðar og ákveðnar skoð- anir, en kannski ekki eins harð- ur á öðrum hlutum i staðinn.” Nú hefur þú sett þorskveiöi- markiö viö 285 þúsund tonn I ár. Samkvæmt blaðafregnum nálg- umst viö óöfiuga þetta mark. Er von á frekari veiöibönnum af þessum sökum? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það, en auðvitað verður fylgst með þvi hvernig aflast og athugaðir möguleikar á þvi að takmarka þetta frekar. Það er þó of snemmt að segja fyrir um það i dag. Lita verður á allar aðstæður, atvinnusjónar- mið og annað i þessu sam- bandi.” Er það rétt að þaö hafi veriö meirihluti innan rlkisstjórnar- innar fyrir skipakaupum til Akraness og Neskaupstaöar? „Það hefur aldrei komið fram. Ekki hefur verið um aö ræða minnihluta eða meiri- hluta innan rikisstjórnarinnar i þessu efni. Málið var aldrei af- greitt innan rikisstjórnarinnar. En i þessu sambandi, er rétt að benda sérstaklega á þann regin- misskilning sem kemur fram hjá ýmsum þeim sem hafa fjall- að um þetta mál. Það er talað um þessa ákvörðun mina, sem sérstaka árás á þessi tvö byggð- arlög. Hið rétta er, að þær regl- ur sem ég setti, eru auðvitað al- menns eðlis og gilda jafnt fyrir alla, þó að þarna hafi sérstak- lega komið fram tvær umsóknir sem voru nákvæmlega i far- vatninu þá stundina. Þessi ákvörðun min átti heldur ekki að koma á óvart þvi að ég var aö staðfesta stefnu, sem Fiskveiði- sjóður hafði þegar mótað og auglýst þegar i febrúar. Enn- fremur var ákvörðunin staö- festing á stefnu rikisstjórnar i reynd á seinustu mánuðum. En ég vil einnig minna á, aö aukning fiskiskiptastólsins mun ekki skila neinum auknum arði fyrir þjóðarbúið, heldur veröa til þess að rýra tekjur sjo'manna og almennings. Það verður bara þeim mun minna til skiptanna á hvert skip og áhöfn. En hins vegar þá er nauðsynlegt að auka fjárfestinguna i fiskvinnsl- unni til þess að gera hana tækni- lega fullkomnari, auka hagræð- ingu og þar er áreiðanlega grið- arlegan ávinning að hafa.” Er sú saga ekki rétt, aö þú hafir ætt I vonsku upp I ráöu- neyti, eftir aö hafa oröið undir I rikisstjórninni og breytt reglum fiskveiðasjóðs? „Það er fáránlegt. Ég hef haft þessi mál til ihugunar i langan tima og stefnan lá fyrir. Þessi ákvörðun var tekin að vandlega ihuguðu máli.” En á með þessu aö stööva alla endurnýjun á fiskveiöiflotan- um? A alls engin endurnýjun aö koma til? Hver er framtiöar- stefnan i þeim efnum? „Þar er fyrst til að taka, að innlendur skipasmiðaiðnaður hefur þó nokkra afkasta- möguleika. Ef á að byggja hann upp á annað borð, sem ég held að flestir séu sammála um, þá mun hann geta séð fyrir endur- nýjunarþörfinni, að langmestu leyti. Að þvi vil ég gjarnan vinna. Þær búa reyndar við 6nóg verkefni núna. Að öðru leyti er ég þeirrar skoðunar að það verði að vera almennar og altækar reglur, sem gilda i þessu efni, en ekki það að menn séu að afgreiða eitt og eitt mál eftir geðþóttaákvörðunum.” Nú hefur sú gagnrýni heyrst aö þú sem sjávarútvegsráö- herra, hafir aldrei nálægt sjó- mennsku komiö og þekkir þar af leiöandi ekki lif og hugarfar sjó- manna. Sé r t v e rk f ræ öi- menntaöur og hafir þekkt lltiö til sjávarútvegs. Hvaö viltu segja um þetta? „Það er nú auðvelt að slá svona fram i hita umræðunnar og hafa ýmsir ráðherrar i ýms- um málaflokkum orðið að sæta þvi á undan mér. Ég sat sem formaður útgerð- arráðs Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar um tima og kynntist þessum málum vel á þeim vett- vangi þá vann ég að athugunum fyrir Fiskifélagið og fleiri aðila á sinum tima varðandi útgerð- armál. En hitt held ég að sé að ýmsu leyti hollt, að vera ekki fastur i einhverjum hagsmuna- samtökum, þegar menn setjast I stóla eins og þessa. Hættan er alltaf sú að menn búi við ákveðnar skoðanir, sem mótist af þvi úr hvaða hagsmunahóp- um þeir koma. Það er hollara að mörgu leytiaö menn geti komiö að þessu utan aö og ég tel að ég hafi sett mig inn i þessi mál eins og kostur er.” Aður en þú breyttir reglum Fiskveiöasjóös, þá voru heimil- uö fiskiskipakaup til þins kjör- dæmis — Reykjaness. Var þar um fyrirgreiöslupólitlk aö ræða? Varstu aö tryggja þig I sessi i þinu kjördæmi? „Nei, alls ekki. Að þvi er varðaði kaupin á Ými, þá var það þannig, að sá aðili sem keypti hann þurfti ekki á lána- fyrirgreiðslu að halda. Þannig að það heyrði ekki undir mitt ráðuneyti. Nú viðvikjandi Júli- usi Geirmundssyni, þá var aug- ljóst að atvinnuástand var mjög slæmt á Suðurnesjum og lágu fyrir opinberar skýrslur um að þvi væri sérstök hætta búin, ein- um allra staða á landinu. Það stafaði meðal annars að þvi að þeir Suðurnesjamenn höfðu orð- ið aftur úr i þróuninni varðandi uppbyggingu togaraflotans. Þar var einungis um það að ræða, að bæta úr atvinnuástandi, en sið- astliðinn vetur var einmitt mik- ið atvinnuleysi á Suðurnesjum. En við þetta vil ég bæta þvi að sifellt er að verða ljósara hver nauðsyn er á að takmarka sókn i fiskistofna og þá að halda i við stærð skipastólsins. Gögn um það hlaðast nú upp. Þetta ber að þinu mati engan brag hreppapólitikur? „Ég tel alls ekki að það geri það.” Núyfiri Jan Mayen máliö. Er ekki jafn langt I samninga viö Norömenn og I upphafi var? Hefur I rauninni nokkuö þokast? „Það hefur þokast aö þvi leyt- inu, aö menn þekkja nú sjónar- mið hvors annars og þvi betur eftir þvi sem frá llður. Eins hafa ýmsar staðreyndir verið aö koma fram, eins og það virðist ætla að verða einhver loönuveiði fyrir noröan okkar efnahags- lögsögu. Ætlimegi ekki segja að málið hafi þokast.” Er lausn vandamálsins jafn langt undan? „Það er erfitt að segja um þaö. Ég hef nú þá trú að Norö- menn muni skilja okkar viðhorf iþessu máli og það sem i húfi er fyrir okkur efnahagslega sé að það veröi ekki gengiö á loðnu- stofninn.Égheld að þessar tvær bræðraþjóöir hljóti að geta komist að samkomulagi, sem tryggi okkur það efnahagslega öryggi, sem okkur er nauösyn- legt i sambandi við þessar veið- ar.” Hvaö gerist ef Norömenn fara inn fyrir 200 milna mörkin? „Þeim verður visað út eða gripiö veröur til harkalegri aö- gerða, þá t.d. sekta og gera afla upptækan. Égtel aö sömu regl- ur eigi að gilda i þessum hluta landhelginnar eins og hvar annars staðar.” Er ekki til reglugeröarákvæöi frá 1975 sem kveöur svo á aö ekki skuli færa skip sem þarna veiöa, til hafnar? „Það er deilumál milli lög- fræðinga — spurning um laga- lega túlkun — hvort lögin um efnahagslögsögu séu nægileg eða þurfi breytingu á reglu- gerðarákvæði frá 1975. Það er verið ?ð athuga það mál i ráðu- neytinu. Ef nauösyn ber til þá verður reglugerðinni breytt.” Hvað gerist nú i þessari deilu ef viö tækjum norskt skip innan markanna og færöum þaö til hafnar? „Deilan hefði harðnað.” Fáum við á okkur norsk her- skip eins og geröist meö Bret- ann á sínum tfma? „Nei.” Þú er viss um þaö? „Ég er viss um þaö.” Eru deilur innan rfkis- stjórnarinnar hvernig skuli taka á þessu máli? „Ég hef nú ekki orðið var við það. Hins vegar ræða menn þessimál fram og aftur. Ég geri ráð fyrir þvi að hið sama gildi I Noregi, — að menn skiptist á skoöunum um þá möguleika sem fyrir hendi eru.” A meöan beinar samningaviö- ræður eru ekki I gangi, er þá ekki I raun aöeins veriö að biöa eftir atburöum, eöa öllu heldur árekstrum á miöunum? „Nei, Þótt menn sitji ekki viö samningaborð, þá eru samn- ingaviðræður I gangi. Þaö er samband á milli landanna og viðræðum er haldið áfram.” Eru ráðherrastörfin eins og þú bjóst viö? „Ég hafði nú ekki mikiö hugsað um það áður en ég tók við embætti. Það má kannski segja að hagsmunatogstreitan hafi verið haröari en ég átti von á.” Nú hefur frami þinn innan stjórnmála veröi æöi hraöur. Stefnir þú enn ofar? „Ég á nú erfitt með aö svara þvi. Hvað er ofar og hvað er neðar I þessum efnum. Ég held að sumt af þessu haf i orðið fyrir röð atburða og það sé erfitt aö segja fyrir um slika hluti fyrir- fram Nú er talað um þann mögu- leika aö Benedikt Gröndal muni jafnvel hætta sem formaður Alþýðuflokksins fljótlega. Munt þú sækjast eftir formannssæt- inu? „Ég hef ekkert hugsaö um það. Sú umhugsun tæki sinn tima”. Þú ert lærður sem rekstra- verkfræðingur og I þvl starfi þlnu geröir þú kannanir I rekstri ýmissa fyrirtækja. Myndir þú telja eftir þá reynslu þina, aö rikisapparatiö væri vel rekiö? „Nei. Ég tel að það sé mjög margt, sem þurfi að færa til betri vegar. Þvi miður hef ég ekki komist til þess að taka á þvi, hvað varðar þær stofnanir sem heyra undir sjávarútvegs- ráðuneytið. Það er vegna þess að svo mörgu öðru hefur þurft að sinna. En ég mun taka á þeim málum fyrren seinna. Þaö eru einnig ýmsar stofnanir I öðrum ráðuneytum, sem ekki slður er ástæða til að taka i gegn. Það er nauðsynlegt fyrir Islenska rikið að setja ákveðnar leikreglur um það hvernig eigi að reka þessar opinberu sto&i- anir. Þær verða siðan að standa sig vel innan þess ramma sem setttur er. Ég held aö það sé einn af göllunum i kerfinu hjá okkur, sem er að mörgu leyti mjög gallað að menn geta ávallt sótt á um það að fá hvers konar tilkostnaöi mætt meö verðhækk- unum. Þetta gildir ekki sist aö þvi er varðar opinberar stofn- anir . 1 stað þessa eiga menn að vinna eftir fyrirfram geröri áætlun og sniða sér stakk eftir vexti.” t þessu sambandi. Er rikis- apparatið yfirhlaöiö mannafla? „Ég held að það geti átt við sums staöar. Að verkefnin séu ekki nógu vel skipulögð.” Nú hafa Islenskir blaöamenn kvartaö yfir þvl að oft hafi veriö erfitt aö ná f þig aö undanförnu og iselnskur almenningur fái þfnar skoðanir helst I gegnum norsku blööin. Ertu eins og ýmsir stjórnmálamenn aörir veikur fyrir erlendum fjölmiöl- um. Ganga þeir fyrir hjá þér? „í þessu Jan Mayen máli eins og það stendur núna er afskap- lega mikilvægt að rödd okkar heyrist vel I Noregi, til að vekja skilning norsks almennings á málstað okkar. Þess vegna hef ég litið á þaö sem skyldu mina að sinna þeim viðtölum sem beðið hefur verið um af hálfu norskra fjölmiðla. Ég man ekki til þess aðerlend pressahafi átt viðtöl við mig um önnur mál, en Jan Mayen máliö.” eftir Guðmund Árna Stefánsson Föstudagur 3. ágúst 1979 -Jie/garpásturinrL-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.