Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 2
r Hommar hætta felulífinu ® Helgarpósturinn kannar stöðu hómósexúalista á íslandi og viðhorf til hómósexúalisma „Kynvilla” e&a hómósexúal- ismi er fyrirbrigöi sem almenn- ingur ræöir sjaldnast i alvöru. Yfirleitt fara umræöur um hómó- sexúalfólk fram i hálfkæringi eöa jafnvel grintóni. En hjá þeim sem hneigjast til þessarar hvatar er þetta ekkert smámál, sem veröur afgreitt meö tviræöum skrýtlum. Hómósexúalfólk á tslandi stofn- aöi fyrir tæpum tveimur árum Samtökin '78 til aö „efla samhug og dug hómósexúalfólks” eins og segir I stefnuskrá Samtakanna. Þá skal félagiö einnig notast sem vopn i baráttu hómósexúalfólks fyrir jafnrétti. Helgarpósturinn kannaöi örlftiö málefni hómó- sexúalfólks hérlendis. I nýlegu fjölbýlishúsi i Vestur- bænum búa saman tveir hómósexúalkarlmenn — Guöni .... og Helgi Magnússon. Þeir hafa veriö f sambúö á annaö ár. Blaöa- maöur og ljósmyndari Helgar- póstsins höföu af þeim tal fyrr i þessari viku. Þá voru einnig á staönum 23 ára piltur og 29 ára gömul kona. Þau eru bæöi meö- limir Samtakanna ’78 — eru m.ö.o. hómósexúal. Af þeim f jórum sem þarna voru vildi aöeins Helgi Magnússon aö fulltnafn kæmi fram i þessu sam- tali. Hann var einnig sá eini sem heimilaöi myndbirtingu. Hin þrjú munum viö I þessu viötali kalla Guöna, — B (23 ára piltur) og — K (29 ára stúlka). En hvers vegna vill þetta fólk ekki koma fram fyrir al- menningssjónir? Viö spyrjum um þaö atriöi. „Þaö má segja aö viö séum ein af mörgum huldubörn- um þjóöfélagsins og erum hægt og rólega aö koma fram i dags- ljósiö” svarar Helgi Magnússon, sem er 24 ára gamall. „Þaö hefur ávallt veriö gengiö út frá því hér á landi, aö hómósexúalmanneskjur á ísiandi væru fáar og þær mætti greiniiegar þekkja úr vegna sér- kennilegs útlits eða furöulegrar hegöunar. Hommar væru kven- legir og lesbiur karlmannlegar. Þetta er auövitaö firra. Hómósexúalfólk litur út og hegö- ar sér eins og hver annar. Maöur- inn i næsta húsi getur veriö hómó- sexúal án þess aö þú vitir um þaö. Þaö er jafnvel mögulegt aö besti vinur þinn sé þaö lika, þótt þig renni ekki grun i þaö.” ,, fordómarnir miklir ’ ’ Og — B tekur upp þráöinn. „Þaö þarf mikinn styrk til þess aö ganga fram og segja,ég er hómó- sexúal. Fordómarnir gagnvart okkur eru miklir og ég persónu- lega er ekki tilbúinn til aö afhjúpa mig — ekki enn aö minnsta kosti. Ég vil ekki vera merktur I hugum manna sem „bara hommi”. Ef ég væri t.d. verkfræöingur, þá yröi ekki talaö um mig sem verkfræö- inginn I næsta húsi, heldur hommann I næsta húsi. Þannig yröi þaö I dag og þessum hugsunarhætti viljum viö breyta meö fræöslustarfsemi.” Guöni bætir þvl viö, aö hómó- sexúalfólk vilji láta lita á sig sem fólk — meö kosti og galla. „Við hómósexúalmanneskjur erum jafn misjafnar og skoöanir okkar ólikar og gerist og gengur. Viö er- um jú, hómósexúal, en við erum lika fólk sem lifir I nútima þjóö- félagi.” Samkvæmt upplýsingum fjór- menninganna eru nú um 70 meö- limir I Samtökunum ’78 og fer þeim ört fjölgandi. Þar eru þó enn aöeins þrjár konur — lesbiur. — Hvers vegna hneigist ákveö- inn hópur fólks til hómósexúal- isma? „Þaö er til 101 teoría um þaö at- riöi og engin hefur staöist rök, þegar til lengdar lætur” svarar Guöni og bætir viö: „Þaö er eins hægt aö spyrja: Hvers vegna eru flestir heterósexúal (þeir sem hneigjast til gagnstæös kyns)? Fyrir mér er þaö náttúrulegt aö vera hómósexúal. Ég er ekki full- ur fordóma gagnvart kynhneigö heterósexúalfólks. Af hverju get- um viö ekki vænst sama skiln- ings?” 13% allra hómósexúal „Kinsey hefur gert könnun á fjölda hómósexúalfólks og telur aö 13% allra manna séu hómó- sexúal” segir Helgi. „Umhverfiö gerir ekki ráð fyrir þvi, aö heteró- sexúalfólk þurfi aö velta vöngum yfir kynhneigö sinni. Þjóöfélagiö segir þvi, aö þaö sé eölilegt vegna þess aö þaö sé eins og fólk er flest. Hins vegar er okkur hómósexúal- fólki gert aö standa I rökræöum vegna þess aö viö erum ekki eins og allir hinir. Þaö er ekkert að okkur. Viö göngum ekki meö neinn stórhættulegan sjúkdóm. Viö erum einfaldlega hómósexúal og viðurkennum þá hneigö sem jákvæöan hlut i okkur.” Helgarpósturinn haföi sam- band viö Erni Snorrason sálfræö- ing og spuröi hvort sálfræðingar væru sammála um ástæöur fyrir hómósexúalisma. Hann svaraöi þvi neitandi. „Þaö eru ýmsar kenningar til i þessu sambandi” sagöi Ernir „en enginn stóri sannleikur hefur veriö fundinn og staöfestur. Þaö má segja, aö vissu leyti sé hómósexúalismi lik- ur alkóhólisma. Hann er bæöi Föstudagur 29. febrúar 1980 holrjarpn^tl irinn Bla&amaöur Helgarpóstsins ræöir viö nokkra félaga úr Samtökunum ’78 sem berst fyrir þvi aö efla samhug og dug hómósexúalfólks. „Þaö má segja aö viö séum ein af mörgum huldubörnum þjóöfélagsins og erum hægt og rólega aö koma fram f dagsljósiö,” segir Helgi Magnússon. Þaö eru til 101 kenning um ástæ&ur fyrir hómósexúaiisma. Þaö eru a&eins 3 lesbiur I Samtök- unum '78. eftir Guðmund Arna Stefánsson Myndir: Frðþjófur likamlegs eölis og einnig i sálar- lifinu vegna áhrifa frá umhverf- inu.” Ernir bætti þvi viö, aö út frá normalhugtakinu, þá mætti lita á hómósexúalfólk sem abnormalt. Hins vegar heföu einnig veriö sterkar raddir uppi um, aö skoöanir þolandans, þ.e. hómó- sexúaleinstaklingsins I þessu sambandi, væru metnar þyngra. Ct frá sjónarmiöi hómósexúal- fólks væri þessi hneigð yfirleitt talin eölileg. „Ég nefndi likinguna viö alkóhólisma áöan, hélt Ernir áfram. „Hjá mörgum hómó- sexúalistum er þetta vandamál sem þeir ráöa ekki viö. Þeir eru fullir sektarkenndar yfir hneigö- inni, en ráöa ekki viö hana. Þetta er svipaö og gerist hjá alkóhólist- um. Ég vil taka þaö skýrt fram, að ég byggi þessar hugleiðingar minar ekki á neinum rannsóknum eöa vísindalegum grundvelli, heldur aöeins á minni persónu- legu skoöun. Og hún er, aö hómó- sexúalhegöun sé abnormal.” Og fjórmenningarnir I Sam- tökunum ’78 halda áfram aö ræöa sin mál. — B segir aö skipta megi hómósexúalfólki I þrjá hópa. „1 fyrsta hópnum er hómósexúal- fólk, sem er sér ekki fullkomlega meövitað um hneigö slna og stundar ekki kynlif meö fólki af sama kyni. 1 öörum hópnum er fólk sem viöurkennir ekki hómó- sexúal hneigö sina, en leitar eftir kynllfsreynslu meö fólki af sama kyni og loks er þaö þriöji hópur- inn sem viöurkennir hvatir sinar og lifir i samræmi viö þær.” Margir eiga börn „Samtökin ’78 stefna aö þvi aö fjölga i þriöja hópnum” segir Helgi Magnússon. „Þaö eru margir hommar og margar lesbi- ur sem búa I hjónabandi meö fólki af gagnstæöu kyni. Þetta fólk kvelst og þaö er ekki I eölilegu kynlifssambandi. Þaö réynir þó ekki aö láta á neinu bera og á sin börn og lifir eins og fólk gerir flest. Áöhyllist algengar skoðan- ir, karlmennirnir reyna aö upp- fylla karlmannslmyndina, sem hinn stóri og sterki og svo fram^ vegis. En þetta fólk lifir viö and- lega kúgun. Þaö er hómósexúal en lifir sem heterósexúal. Þaö lif- ir viö andlega og likamlega kúg- un.” „Já, I Danmörku er taliö aö þriöja hver lesbia eigi börn” segir — K. „Þaö vill stundum vera þannig, aö konur neiti þessari hvöt lengi vel. Eigi sinn kall og sin börn og noti þá stööu slna til aö berjast gegn lesbiskri hvöt sinni. A endanum geta þessar konur þó yfirleitt ekki strltt gegn eðlinu I sér og þær viöurkenna staöreyndina og fara aö lifa les- bisku llfi.” —■ Nú segja hómósexúalistar að þjóöfélagiö vinni á móti þeim. Ef satt er hvers vegna er þaö þann- ig? „Ein aöalástæöan er sú” segir Helgi, „aö þaö hefur veriö litiö á hómósexúalfólk frá örófi alda sem ógnun viö rlkjandi þjóö- skipulag. Viö hommar erum t.a.m. taldir hættulegir kjarna- fjölskyldunni, sem ávallt hefur veriö talinn einn traustasti horn- steinn rlkjandi efnahagskerfis. 1 þeirri mynd er karlmaöurinn sá sterki en konan sú veika I skugga hans. Þaö hefur veriö taliö aö hómósexúalfólk geti spillt þessari ímynd.” Guöni segist likja baráttu hómósexúalfólks viö jafnréttis- baráttusvertingja i Bandaríkjun- um eða almennt baráttu minni- hlutahópa fyrir viðurkenningu ýmissa réttinda. „Gyöingar voru ofsóttir I tlö Hitlers og kommún- istar eru ávallt fordæmdir I fasistarlkjum. Viö hómósexúal- fólk erum I minnihluta og veröum þvl fyrir ótrúlegustu fordómum. Þvl viljum viöbreyta. Viö viljum aö fdlk viröi skoöanir okkar og gefi okkur tækifæri til aö lifa þvi lifi sem viö viljum.” ÞauHelgi, Guöni, — K og —B benda á, aö fordómar gagnvart hómósexúalfólki séu næsta ótrú- legir hér á landi. Þaö séu fjöl- margir sem llti á þau sem sjúkl- inga, sem megi lækna. „Kyn- villa” eöa hómósexúalismi sé t.d. skráöur I sjúkraskrár hér á landi. Ekki sjúkdómur Helgarpósturinn náði sambandi viö Ölaf blafsson landlækni og spuröi hvort hann liti á hómó- sexúalista sem sjúka einstakl- inga. „Nei, þaö hef ég aldrei gert” sagöi Ólafur. „Ég held aö al- mennt sé ekki litiö á oröiö kyn- villu, sem sjúkdómsheiti hér á landi. Hins vegar er oröiö til I sjúkdómaskrá, en þar er um aö ræöa sameiginlega skrá yfir allan heiminn. Þaö er til þess aö læknar I Englandi geti talaö sama tungu- mál viö lækna hér heima. En ég tek þaö skýrt fram, aö ég hef aldrei séö innlendar sjúkra- skýrslur, þar sem hómósexúal- ismi er talinn til sjúkdómsein- kenna, enda veit ég ekki til þess aö hómósexúalistar hafi leitað til lækna vegna hvata sinna — nema ef væri félagsráögjafa eöa geö- lækna.” „Mér fyndist þaö þó ekki æski- legt aö þessar hneigöir breiddust út. Þaö er sannaö aö áróöur eöa jafnvel tlska getur leitt til þess aö hómósexúalismi gerist útbreidd- ari. Þvl vil ég eindregiö standa gegn” sagöi ólafur ólafsson landlæknir. r-----------: —*................7------- VIÐHORF ALMENNINGS TIL HÓMÓSEXÚAUSMA Helgarpósturinn kannaöi viöhorf nokkurra borgara tii hómósexúalisma og var hringt I þá af handahófi eftir sima- skránni: • „I sjálfu sér alltí lagi" „Ég get nú ekki svaraö þvi hvers vegna sumir eru haldnir j kynvillu eöa hómósexúalisma frekar en aörir og mér skilst j reyndar aö visindamenn hafi ekki komist aö niöurstööu um þau mál," sagöi 41 árs gömul j kona I Kópavogi. „Mér finnst i | sjálfu sér allt I lagi, aö fólk hafi I þessar hvatir. Mér kemur þaö ekkert viö svo lengi sem þaö lætur mig I friöi.” • >/Sjúkdómur" „Ég hef lltiö hugsaö um þessi mál,” sagöi 35 ára kona i höfuö- borginni.” Svona I fljótu bragöi lit ég á þetta sem sjúkdóm, sem mætti lækna ef á þaö yröi lögö áhersla.” ® //Hef vlðurstyggö á þessu fólki" „Ég hef viöurstyggö á þessu fólki — get ekki annaö sagt,” sagöi 56 ára gamall karlmaöur I Reykjavik. „Þetta fólk er aö flýja raunveruleikann. Hvaö yröi um mannkyniö ef svona nokkuö breiddist út? Kynvilla hefur I gegnum tiöina veröi ljóst merkium hnignun samfélaga. 1 Grikklandi hinu forna var á endanum mikiö um kynvillu, enda leiö sú merka menning sem þar var, fljótléga undir lok. Nei, og aftur nei. Ég vil ekki sjá það, aö á kynvillu veröi litiö sem sjálfsagðan og eölilegan hlut hjá minnihlutahópi I þjóöfélaginu. Þetta fólk er sjúkt og þaö þarf aö lækna.” ® „Afbrigðilegt en ekki sjúkt" „Kynvilla er afbrigðilegur hlutur — framhjá þvi verður ekki horft,” sagöi 75 ára kona I Reykjavlk, „en aö hómósexúal- fólk sé sjúkt, þaö vil ég ekki samþykkja. Bæöi er þetta fólk svona af Guöi gert og svo hitt aö hneigöin er tileinkuð, en ég get hvorki né vil fordæma þetta fólk. Þaö llöur vist áreiðanlega nóg. Þessu fólki finnst eflaust eðlilegt aö þaö hafi þessar hneigðir, en þaö llöur fyrir neikvæöan anda samfélagsins I þess garö.” ® „Vorkenni þessu fólki" „Ég vorkenni þessu fólki,” sagöi 26 ára gamall Hafn- firöingur. „Þaö tekur eflaust mörg ár fyrir þaö aö viðurkenna þessa hómósexúalhvöt I sjálfu sér og þegar þaö liggur fyrir, þá þarf þaö aö berjast gegn fordómafullu samfélagi. Þetta fólk má vera I friöi fyrir mér. Mér kemur ekki viö hvaö fólk gerir I rúminu heima hjá sér.” I ® „Andlega og líkam- lega sjúkt" „Ég vil að hómósexúalfólki veröi gert aö leita læknis eöa j sálfræöings,” sagöi 19 ára I stúlka úr Reykjavfk. „Þaö er sjúkt bæöi likamlega og andlega og ég óttast aö slíkur sjúkdómur eins og svo margir aörir séu smitandi. Þvl þarf aö lækna þetta fólk. Ég óttast aö mikil umræöa um þessi mál, geti ýtt ■ skoöanalitlu og veikgeöja fólki ! út á þessar háskalegu brautir.” j

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.