Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 17
í auglýsingum dagblaOanna má oft sjá afþreyingarfyrirtæki sem kallast ferðadiskótek bjóða fram þjónustu sfna tii mann- fagnaða á diskóöld. Eitt þessara ferðadiskóteka nefnist DtSA. Aðaleigandi og „full-time” starfsmaður þess er Hafn- firðingurinn Óskar Karlsson, en Disa er hlutafélag nánustu ættingja hans. 1 snjósólinni á dögunum hitti Helgarpósturinn óskar ab máli I skrifstofulókaii fyrirtækisins að Hverfisgötu 14 (opið virka daga frá 13—15) með það fyrir augum að kynnast Dfsu nánar, og spurði auðvitað fyrst um ald- ur hennar: Á Garðaholti „Disa er rilmlega 3ja ára. E" byr jaði I þessu með þvf aö halda unglingadansleiki á Garðaholti, og fékk íþróttafélögin I Hafnar- firði til samstarfs. A þessum tima var ég kennari i Flens- borg, vann þal. mikið. með unglingum, og fannst skorta skemmtistað fyrir þá innan bæjarins. Útfrá þvf fór ég iltf það að starfrækja ferðadiskó- tek. Þegar ég haföi veriö f þessu nokkurn tfma gekk til samstarfs við mig Jón Vigfússon, og var meö mér í stofnun þesssa fyrir- tækis. Og hann starfar með mér enn I dag, þó hann hafi dregiö sig UtUr eignaraðild. NU, svo var það sumarið 78, að við byrjum f fyrsta skipti aö sjá um diskótek á föstum stað. Þaö var I Glæsi- bæ. Og vorumþá ma. meö unglingadiskó þar i kaffiterf- unni, sem var nýmæli og náði miklum vinsældum,— svo mikl- um að þaö varö þvf að falli. Um tima unnum við fyrir ung- mennafélagið Hrönn, en það gekk einhverra hluta vegna ekki vel. Svo var það I október þetta sama ár aö ég tek aö mér að setja upp diskótek á Hótel Borg, og reyna að endurllfga aðsókn- ina, sem var orðin mjög litil um þær mundir. Þaö tókst það vel, að eftir stuttan tlma var oröið fullt hUs um helgar. Sfðan hefur Borgin veriö mitt aðalstarf, en ég hef þó jafnfram rekið tvöfalt ferðadiskótek, sem er sffellt að dafna og umsvifin að aukast. Um tlma sáum við um diskó á þremur skemmtistööum i senn, auk Borgarinnar: SigtUni , ArtUni og Glæsibæ. Og slðastlið- ið sumar tókst okkur að fá inni I Tónabæ með Diskóland, sem gekk vel I tvo mánuði, aðsókn mjög góð, en fór slðan dalandi, og þar kom að rekstrargrund- völlurinn var ekki lengur fyrir hendi. Einnig erum við nUna meö Hótel Akranes um tlma, og aðstoðum UnglingaklUbbinn háfsmánaðarlega með dansleiki I Tónabæ.” Heilmikil velta — Hvernig gengur rekstur- inn? Hver er velta fyrirtækis- ins? „Veltan er töluvert mikil. A slöasta ári var td. launakostn- aðurinn rUmlega 12 milljónir, sem er umþb. þriðjungur heildarveltunnar. Auk launanna eru plötukaupin stór faktor. Svo má telja hljómflutningstæki, viðhald og endurnýjun, flutn- ingskostnaöur, auglýsingar ofl sem viðkemur rekstri fyrirtækis hUsnæði, bókhald osfrv.” — Hvaö kostar þjónusta ykkar eina kvöldstund? „Samræmt verð ferðadiskó- teka er nU 95 þUs. fyrir kvöldið, og er þá reiknaö með 5 klukku- tlmum. Nei, það eru ekki til opinber samtök plötusnUða og ferðadiskóteka en það stendur til að koma þeim á fót.” — Græðiröu? „Ég veit það ekki. Ég reyni nUaðnota eins lltið og hægt er I einkaneysluna. En fyrirtækið er að skapa sér rekstrargrundvöll, kaupa ny tæki sem til þarf. Það er ekki fyrren þaö er yf- irstaöið, og eftir að opinber gjöld liggja fyrir, að maöur sér hvernig þetta stendur. Meðaliðnaða rmaður En önnur viðmiöun sem mætti nota f þessu sambandi er, að væri miðað viö þau laun sem ég ’.ief fengið sjálfur, og deilt I þau meö vinnustundafjölda, þá hugsa ég að ég beri sama Ur býtum og meðaliðnaðarmaður á taxta. En á móti kemur auð- vitað, að eftir óákveöinn ára- fjölda, þá stendur maður uppi með fyrirtækiseiningu, sem meta má til fjár. Það er kannski þaö sem maður fær fyrir aukna ábyrgð, álag og áhættu umfram venjulegan launamann.” — Ertu kapftalisti? „Nei, alls ekki. Eg hef alltaf veriðá mótigróöahyggju. En þó tel ég oft á tiðum að þaö sé hag- kvæmara og eðlilegra aö lttil fyrirtæki séu i einkaeign, og komi betur Ut fyrir alla aðila, — bæði starfsmenn og neytendur. Það er fyrst og fremst tíma- bundinn áhugi minn á þessu starfssviði, sem veldur þvl aö ég er I þessu nUna. — ekki gróðinn. Og þaö var upphaflega mark- mið mitt meö þessu að vinna fyrir bættum unglingaskemmt- unum, en þaö verður að segjast einsog er, að það hefur ekki gengiö nógu vel. En næsta sum- ar hyggjumst við hasla okkur völl á því sviði, sem nýjum að- ferðum, sem ekki er tlmabært að segja frá á þessari stundu.” Samkeppni við hljóm- sveitir — Hvað með samkeppnina við hljómsveitirnar? NU er sagt að diskótekin séu að ganga af lifandi tónlist dauðri? „Já, en þetta er náttUrulega spurning um orsök og afleið- ingu. Ég held að vinsældir diskóteksins hér á landi stafi annarsvegar af innflutningi á tiskustefnu, og hinsvegar af þvi tónlistaruppeldi sem ungl- ingarnir hljóta I skólanum I dag, — að skemmta sér alltaf undir grammófóntónlist. Einnig er fólk farið að fylgjast almennt betur meö vinsælli og nýrri tón- list utanUr heimi, og gerir kröf- ur að fá hana hingað fljótt, og meö originalflytjendum. Svo koma auk þess hagkvæmnisá- stæður innl myndina. Lifandi hljómsveitarflutningur er dýr, og td. varðandi ferðadiskótek, þá getur þaö haldið uppi marg- falt fjölbreyttara og vandaöra dansprógrammi en meðal- hljómsveit.” — En er það einmitt ekki kjarni málsins? Og finnst þér réttlætanlegt að drepa niður fslenskar hljómsveitir og músfk, — bara til þess að þeir sem standa að dansieikjahaldi, græði meiri peninga? „Ég tel nU að vinsældir diskó- sins séu tfmabundnar, og aö þaö sé á hverfipunkti einmitt nUna. Diskótlskan er á undanhaldi. Og viröist almenningur vera farinn aö vilja lifandi tónlist — en þó ekki kóperingar heldur frumsamda tónlist, og þá bæöi rokk og djass, sambr. það sem er að gerast I bænum nUna, DjUpið, Stúdentakjallarinn, að ekki sé minnst á SATT-kvöldin. Og við á Borginni stefnun nU að þvi að stuöla að reglulegri framkomu hljómsveita, á fimmtudagskvöldum til að byrja meö. En ég tel að á Borginni eigi lifandi tónlist ein- mitt vel heima, og má I framhaldi af þvf benda á að diskótekið á Borginni hefur ekki nema að litlu leyti boöið uppá hina eiginlegu diskótónlist, heldur hefur rokk og aðrar stefnur átt þar uppá palfborðið. Og reyndar er þetta þannig lfka hjá feröadiskótekunum. Aðalatriðiö f þessu sambandi er, að ég held að línurnar varðandi starfsgrundvöll hljómsveita séu farnar aö skýr- ast. Þær halda hljómleika, gefa Ut plötur, og koma fram sem nú- mer á skemmtistööunum. Og þær ættu þvf ekki lengur að þurfa að kópfera danslög ann- arra, til að framfleyta sér og sínum, einsog svo oft hefur ver- iö kvartað undan.” — Hvað finnst þér um tónlist- armiðiun almennt hér á landi? „Mér finnst möguleikar á fjölmiðlun tónlistar sem afþrey- ingarefnis ömurlega litlir. RlkisUtvarpiö stendur sig mjög illa I stykkinu, og sendir mest Ut tónlist sem er ekki I samræmi við þaö sem fólkið vill heyra. Þættir með dægurlagatónlist eru alltof fáir. Enda kemur það I ljós hjá okkur sem störfum við diskótekin, að það er erfitt að koma meö mikiö af nýrri er- lendri tónlist, vegna þess að kynning og fjölmiðlun er I lág- marki Og finnst mér þvl skilj- anlegt að fólk vilji halda I kanaUtvarpiö, meðan ástandið er svona. Framtlðin hlýtur aö verða aö bæta viö annarri rás við Utvarpiö, sem sendi Ut ein- göngu létt efni, dægurlög og annað slfkt, sem er þaö sem fólkið vill. NU, svo vita allir hvaða augum yfirvöld lfta dæg- urtónlistina, sambr. skattlagn- ingu á hljómplötum og tækj- um.” — En hvað með framtfð þfna I þessum málum . óskar? Ætlar þú að þeyta skffum um ókomna tfð? „Varðandi rekstur fyrirtækis- ins, þá hef eg ekki I hyggju aö auka umsvifin frá þvl sem nU er, til þess að þetta sé sem hag- kvæmnast má þaö ekki vera stærra. Hinsvegar bíöa ýmis verkefni Urlausnar til aö tryggja starfsgrundvöllinn Ég hef góöa menn mér til aöstoöar I þessu og tel aö viö getum veitt fólki góöa þjónustu. Hvaö sjálf- an mig varöar, mun ég halda áfram meöan ég stend mig nógu vel á þessu sviði og áhuginn endist. En annars stefni ég að þvi innan fárra ára að fara að starfa á öðrum vettvangi, og hef þá einkum kennlsustörf I huga.” jJielgarpásturinn^öshiÉM ur 29. febrúar 1980 „Diskóið er á hverfi punkti” — rætt við Óskar Karisson, forstöðumann Dísu, umsvifamesta diskófyrirtækisins

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.