Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 18
VlöAM?! Spænskur fiskréttur: Pescado a la sal Helgarrétturinn kemur aö þessu sinni (rá Gérard Chinotti kennara. Þetta er réttur frá Spáni, nánar tiitekih frá héraö- inu i kringum Malaga, og heitir Pescado a la sal, eöa fiskur i salti. Uppskriftin er m jög einföld og þarf eftirfarandi I hana: Heilt heilagfiski, best er aö nota stórlúöu. Ennfremur má nota rauösprettu eöa karfa. Ath. aö nauösynlegt er aö fiskurinn sé heill. Þá þarf einnig mjög gróft salt, eins gróft og hægt er aö finna. Takiö ofnskúffu og stráiö grófu salti á botninn, þar sem fiskurinn á aö liggja. Fiskurinn er síöan settur ofan á saltiö og siöan er hann hulinn meö salti, þannig aö ekki sjáist i hann. Hitiö ofninn i 210-230 gráöur. Þegar hann er oröinn heitur, er fiskurinn settur inn, og látinn bakast i 20-25 minútur, eftir þvi hve fiskurinn er stór. Saltiö veröur aö mynda haröan hjúp utan um fiskinn. Takiö fiskinn siöan út úr ofn- inum og brjótiö salthjúpinn eftir miöju fisksins, gjarnan meö skeiö, og fjarlægiö siöan saltiö. Bræöiö smjör og mjög gott er aö finsaxa hvitlauksrif út i þaö. Fiskurinn er siöan borinn fram meö smjörinu og soönum kar- töflum. Saltiö varöveitir safa og bragö fisksins, sem veröur alls ekki saltur viö þessa meöferö, heldur mjög ljúffengur og sann- ur herramannsmatur. Aöspuröur sagöi Gérard Chin- otti, aö hann hafi löngum haft áhuga á matargerö, enda kannski ekki undarlegt, þar sem hann er fæddur og uppalinn 1 Frakklandi. Ekki sagöist hann sjá einn um matargeröina á heimili sinu, heldur skiptu hann og kona hans eldamennsk- unni bróöurlega á milli sin. Gérard var spuröur hvort hann eldaöi eingöngu franskan mat. „Nei, ekki endilega”, sagöi hann, ,,en franskar matar- venjur hafa áhrif á mfna matar- gerö. Þaö er ákveöinn franskur blær yfir öllu þvf sem ég elda.” Hann sagöi, aö hann tæki franska matargerö fram yfir alla aöra matargerö, þar sem hún væri f jölbreyttust og skemmtilegust. Þá sagöi hann, aö honum þætti spænsk matar- gerö einnig mjög góö, hún væri einnig mjög fjölbreytt i sumum héruöum, þó ekki eins og sú franska. En hvaö um islenskan mat? „Mér þykir hann góöur, einkum þó fiskurinn, sem mér finnst mjög góöur. Hins vegar kann ég ekki aö meta heföbund- inn islenskan mat eins og þorra- mat. Saltkjötiö er aftur á móti mjög gott og ef þaö er vel gert, er þaö á alþjóölegum mæli- kvaröa, og mér finnst miöur, aö þaö skuli ekki vera hægt aö fá þaö á veitingahúsunum. Mér þykir gaman aö búa til mat, en ennþá skemmtilegra finnst mér þó aö fara út aö boröa”, sagöi Gérard Chinotti aö lokum. ' Gérard Chinotti hugar aö matnum. Skyldi mér takast aö ná f halann á helv... rottunni? 1930 1980 Hótel Borg í fararbroddi í kvöld og annað kvöld Framsækin Rokktónlist Diskó o.fl. Plötukynn- ar Jón og óskar frá Dísu. Spariklæðnaður og persónuskilríki skilyrði. Gömlu dansarnir sunnudagskvöld frá kl. 9-01/ hljómsveit Jón Sigurðssonar ásamt söngkon- unni Kristbjörgu Löve, Disa i hléum. (A.T.H. Rokkótek eða lifandi tónlist á fimmtudagskvöldum.) Stærsta rott- an var 42 cm „Þaö er enginn faraldur. Þetta er riítinuvinna, þaö er fylgst meö ákveönum stööum I bænum, þar sem möguleiki er aö þetta geti komiö upp. Þaö er hjá vöru- skemmum skipafélaganna og þess háttar stööum, og aimennt eftirlit þar sem matvæli eru framleidd”, sagöi Asmundur Reykdal meindýraeyöir hjá Reykjavikurborg, þegar hann var spuröur aö þvi hvort mikiö væri aö gera hjá þeim, sem heföu þaö fyrir starfa aö útrýma rottunni blessaöri. Hann sagöi, aö starf þeirra væri meira fyrirbyggjandi. Þá sagöi hann, aö þeir sinntu kvörtunum frá fólki, sem heföi oröiö vart viö rottur eöa mýs. Hann sagöi, aö seinni árin væri rottugangurinn heldur á undanhaldi, þó þaö væri ekki mikiö, en hagamúsin væri heldur aö sækja á. Hún sækti heldur meira inn i byggö en áöur. Asmundur sagöi, aö tölur yfir fjölda kvartana frá 1979 lægju ekki enn fyrir, en áriö 1978 voru kvartanir um rottur og mýs 11363. Auk rotta og músa, væri þaö einnig i verkahring meindýra- eyöis aö útrýma villiköttum og dúfum. „A sumrin eitrum viö í hol- ræsabrunna meö sérstöku efni, sem viö framleiöum sjálfir hér á staönum. Rottubyggöin er aöal- lega neöanjaröar 1 skolpræsa- kerfinu. Þaö má segja aö þaö sé mest megnis búiö aö hreinsa fjör- una. Þaö er aö veröa liöin tiö aö maöur veröi var viö rottur I fjöru hér í bæjarlandinu. Þaö hefur veriö lögö á þaö áhersla I nokkuö mörg ár aö taka á hverju sumri fjöruna innan úr Fossvogi og inn fyrir Elliöaárnar þar sem aö- stæður leyfa.” — Hvað eruö þiö margir, sem starfiö viö þetta? „Viö erum fjórir fastir og á sumrin erum viö meö fjóra skóla- nema, til aö hjálpa okkur ög til aö leysa af.” — Er meira um kvartanirá ein- hverjum sérstökum árstima? „Þaö ber meira á þessu á sumrin, þaö er ekki hægt aö neita þvi, a.m.k. i sambandi viö rottu- gang, en aftur viröast mýsnar leita frekar inn f hús og hfbýli þegar fer aö hausta.” Ekki vildi Asmundur láta hafa neitt eftir sér um f jölda rotta hér á höfuðborgarsvæöinu. Þaö heföi aldrei veriö reynt aö telja þær og þaö væri ekkert hægt aö segja um þetta. „Þaö er þannig meö skólpræsa- kerfiö hér, aö viö vitum aö þaö viröistitrekaö vera rottugangur á sumum svæöum, þrátt fyrir mikla eitrun. Þetta kemur alltaf upp aftur, en þaö geta liöiö mánuöir á milli. Þaö er þá i Galdrakarlar Diskótek kringum staöi þar sem mikiö fell- ur I skólpræsin af matarútgangi. Þá kemur ansi oft upp rottugang- ur, ef ræsi viö húsveggi opnast, eöa eru skilin eftir opin lengi. Viö höfum sföan grun um aö til séu gamlar leiöslur frá striösárunum sem eru orönar þurrar og aö þar geti þær haft alla sina hentisemi, og komist jafnvel út i aöalkerfiö til aö ná sér i fæöu.” — Hvaöa ráö er hægt aö gefa fólki til þess aö þaö geti komiö i veg fyrir aö rottugangur komi upp? „Þaö er þá i sambandi viö niöurföll i og viö hús, aö hafa þau alls ekki opin. Ef þau eru i langi, kemur þaö I veg fyrir aö rotturn- ar leiti upp á yfirboröiö. Siöan aö ganga vel um sorpilát og hafa þau eins vel lokuö og hægt er,” — Hvaö er stærsta rottan, sem þú hefur séö? „Viö sjáum nú ekki mikiö af þessu, sem betur fer. Ég man eftir þvi aö einhvern tima náöum viö I eina sem var 42 cm. meö haus og hala. Þaö var ein af Asmundur Reykdal heldur á rottubananum gamla vesturbæjarstofninum, sögðu gárungarnir”, sagöi Asmundur Reykdal aö lokum. -GB Enn á ný gefst tækifæri aö ná sér I gamlar og bókamarkaöinum Bókamarkaöurinn: góöar bækur á GOÐAR BÆKUR A GOÐUVERÐI Bókamarkaöur bóksalafélags islands hófst I sýningahöllinni viö Biidshöföa I gær, fimmtu- dag. Þetta er I 21. skipti sem bókamarkaðurinn er haldinn. Aö sögn Jónasar Eggertsson- ar, formanns bóksalafélags Islands, verður markaöurinn meö svipuöu sniöi og undanfarin interRent carrental Bílaleiga Akureyrar Akureyri TRVGGVAB8AUT M PHONES 21715 é 23515 HeyHjavik SKEFAN9 PHONES 31615 A 66915 ár. Þegar viö höföum samband viö Jónas, lá enn ekki fyrir hve margir titlarnir yröu, en þeim heföi alltaf fjölgaö frá ári til árs, og geröi hann.ráö fyrir aö svo yröi einnig nú. 1 fyrra voru þeir eitthvaö á fimmta þúsund. Bækur á bókamarkaöi eru eingöngu þær sem komiö hafa út á Islandi, bæöi eftir innlenda höfunda, svo og þýddar erlend- ar bækur. Miðaö er viö að bækurnar sem á boöstólum veröa, séu þriggja ára og eldri, og sagöi Jónas aö alltaf kæmu upp einhverjir óvæntir titlar, sem þeir heföu kannski veriö aö leita aö áöur, en ekki fundiö. Bókamarkaöurinn stendur til 9. mars og ættu allir sem vettlingi geta valdið aö fara sem fyrst til þess aö láta nú ekki all- ar góöu bækurnar sér úr greip- um renna. -GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.