Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 3
3 fapfrjarjnnfrinn Föstuda9ur 29 • febrúar 1980 „Þaö er algjör misskilningur aö áróöur geri menn aö hommum eöa lesblum” segir — B. „Heteró- strákur veröur áfram heteró- strákur, þótt ég hafi t.d. sofiö hjá honum. Fólk er hómósexúalt, þaö veröur þaö ekki vegna þrýstings aö utan.” Guöni bætti þvi viö, aö sam- kvæmt rannsóknum erlendis hafi komiö I ljós aö 1/3 hluti karl- manna hafi einhvern tíma fengiö kynferöislega fullnægingu meö öörum karlmanni. Þaö segir þó alls ekki aö allur þessi hópur sé hómósexiial. Reyndi að drepa hvötina — Hvernig uröuö þiö þess vör, aö þiö voruö hómósexúal? „Ég man þann dag enn i dag” svarar — B. „Þaö geröist niöur i Lækjargötu þegar ég var 17 ára. Þá stóö ég mig skyndilega aö þvi aö horfa á eftir strákum. Ég varö skelfingu lostinn og reyndi aö drepa þessa hvöt 1 mér, m.a. meö þvi aö sofa mikiö hjá stelpum. En þaö dæmi gekk ekki upp. Ég fann stundum til óhugnaöar þegar ég var meö stelpum i rúminu, svo ég geröi dæmiö upp fyrir mér. Ég viöurkenndi fyrirsjálfum mér, aö ég væri hómósexúal og skýröi minum nánustu frá þvi. Þaö var sem þungu fargi heföi veriö lyft af mér. Þá fór ég aö geta lifaö eins og mér var eiginlegt.” — K tekur i sama streng og seg- ist hafa reynt aö komast yfir hvatir sinar til annarra kvenna meö þvi aö fara á karlafar. Þaö hafi þó ekki gengiö og hún látiö undan eöli sinu og leitaö til sinna kynsystra. Helgi Magnússon segist aldrei hafa verið meö stúlku i lifi sinu, en eigi þó margar sem vinkonur. „Þegar ég fann fyrir hómó- sexúalhvötminni,þá reyndi ég aö slæva hana meö þvi aö hella mér útitrúarbrögö. Þaö var þó aöeins til aö fresta málinu. Hómósexúal- hvötin var alltaf i undirmeövit- undinni og leitaöi upp. Eöli mitt sigraöi aö lokum eins og hlaut aö veröa og ég viöurkenndi þessa hvöt mina og fór aö lifa i sam- ræmi viö hana.” Fjómenningunum veröur tiö- rætt um fordóma þjóöfélagsins gagnvart hómósexúalfólki. Helgi segir aö fólk taki þvi mjög mis- jafnlega þegar hann skýri frá þvi aö hann sé hommi. „Sumir veröa vandræöalegir, aörir taka þessu meö jafnaöargeröi og enn aörir hnussa. Ég verö t.d. aö passa augnaráöiö. Ef ég horfi of lengi á sama karlmanninn, þá er ég far- inn aö reyna viö hann.” „Svo eru það þessir sem vilja alltaf vera aö hjálpa manni” seg- ir — K. „Þaö eru ekki ófáir karl- menn sem hafa boöiö fram þjón- ustu sina viö mig. Þeir vita aö ég er lesbisk og segja þá eitthvaö á þessa leiö: „Hvaö er þetta. Þú hefur bara aldrei fengiö ærlegan karlmann. Prófaöu mig i nótt, þá veröur þú ný manneskja á morg- un og læknuð af þessum lesbisku órum.” Ég afþakka pent svona „hjálparstarfsemi” enda þarf ég ekki á neinni hjálp að halda.” Elsti yfir áttrætt „Svo ég haldi áfram meö for- dómana gagnvart okkur” segir Helgi, „þá er ekki hægt aö ganga framhjá þætti kirkjunnar i þvi sambandi. Hún hefur ávallt for- dæmt hómósexúalfólk, enda þótt hún boöi umburöarlyndi. Fyrir stuttu geröist þaö t.d. aö tveir strákar i Samtökunum ’78 vildu ganga I ákveöinn trúarsöfnuö hér i borginni, en eftir yfirheyrslu var þeim neitað um inngöngu, á þeim forsendum aö þeir væru liklega hómósexúal.” Þórir Stephensen dómkirkju- prestur var spuröur um afstööu kirkjunnar til „kynvillu.” „Kirkjan sem slik hefur ekki tekiö beina afstööu til hómó- sexúalfólks, en persónulega Ht ég á þessa hluti meö skilningi og um- buröarlyndi” sagöi Þórir. „Sumir eru örvhentir og mannfólkiö er sitt meö hverju móti. Þetta fólk hefur sérstööu og sérkenni og er aö þvi leytinu til afbrigöilegt. En ég get ekki áfellst þetta fólk. Margt af þvi á viö sálarleg vandamál aö striöa og lföur fyrir þau. Ég dæmi þetta fólk ekki.” Engin aldursmörk eru I Sam- tökunum ’78. Elsti meölimurinn var fæddur fyrir aldamót og þeg- ar hafa þrir meölimir látist á sjúkrabeöi þá aldurhnignir. „Viö erum aö ýmssa áliti sjúk, sek og syndug — allt I senn” segir Guöni. „En hornmi er ekki hommi bara af þvi hann gerir þetta eöa hitt I rúminu. Hann er hómósexúal I eöli sinu.” Þau segja siöan frá þvi, aö heyrst hafi, aö kennara einum hafi veriö sagt upp störfum af þeirri ástæöu einni, aö hann væri hómósexúal. Helgarpósturinn haföi I þvi sambandi tal af Kristjáni J. Gunnarssyni fræöslu- stjóra og spuröi hvort reykvisk fræðsluyfirvöld myndu telja góö- um og hæfum kennara þaö til lasts ef hann væri hómósexúal. „Þaö er i sjálfu sér ekki mitt aö svara þvl, þar sem ég sé ekki um ráöningar af þessu tagi sagöi Kristján. „En min persónulega skoöun er sú, aö þaö eigi aö fara eftir almennum hæfileikum um- sækjenda. Ef hins vegar kæmi I ljós aö þetta eöli mannsins, þ.e. aö vera hómósexúalisti, kæmi glöggt fram viö kennsluna, þá yröi aö láta manninn fara. Þetta er min persónulega skoöun.” Guöni segist vilja leiörétta einn leiöan misskilning sem oft komi upp I sambandi viö hómósexúal fólk. „Þaö er oft veriö aö minnast á þaö viö okkur aö hommar leiti á smábörn. Þetta er af og frá. Slik- ar hvatir eru óeðlilegar og eiga ekkert skylt viö heteró- eöa hómósexúalisma.” Ekki saurlifisseggir Og Helgi Magnússon bætir viö: „Ýmsir standa I þeirri meiningu aö hómósexúalfólk lifi einhverju saurlifi. Þaö fari I rúm meö hverjum sem er af sama kyni hvenær sem býöst. Þetta er ein- staklingsbundiö eins og hjá heterófólki. Karlmenn fara ekki i rúmiö meö hvaöa stelpu sem býöst. Strák og stelpu verður aö lltast hvoru á annað ef um eitt- hvert samband á aö vera aö ræöa. Nákvæmlega þaö sama gildir um hómósexúalfólk. „Viö viljum aö lokum taka þaö skýrt fram” segir Helgi, „aö Samtökin ’78 eru ekki nein miölun fyrir þá sem eru aö leita sér aö fólki tilaö sofa hjá. Þetta eru bar- áttusamtök sem efla eiga sam- heldni hómósexúalfólks. Viö hvetjum alla sem finna til hómó- sexúalhneigöar til aö skrifa okkur i pósthólf 4166 I Reykjavik. Viö stöndum saman gegn óréttlæti I þjóöfélaginu.” ALLAR STiERDIR af PHILIPSog PHILCO KÆLISKÁPUM heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 0 - 15655

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.