Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 15
JielgarpÓStUrínRFQSM^r 29..,febrúar 1.980 15 on í Heiprpóstsviðiaii „Þeir sem eiga hvorki peninga, próf né ætt eru helviti illa staddir, sama hvaö þeir yrkja vel.” „Eg er náttúriega skitblankur ræfill, en betur settur en ýmsir aör- ir.” „Þaö eru þessir svokölluöu normölu, sem hafa fundiö upp allt þaö ógeöslegasta I heiminum, eins og Hiroshima, Buchenwald, rannsóknarréttinn og geöveikra- hæiin.” efíO ð mér og allar sælar slelpur" sem synirnir sáu til hans.” — Hver eru viöbrögö fólks gagnvart þér? „1 Paris fæ ég sólskinsbros. Þar er ég forréttindamaöur vegna útlitsins um leiö og fólk sér mig. 1 Reykjavik gengur á ýmsu. Ég er ekki nógu töff fyrir Reykjavik, enda fer ég bráöum. Ég hef veriö á flakki erlendis og þurfti aö koma heim til aö veröa ekki mál- laus.” Skðldshapurinn og veraldarqenqiö — Veröuröu var viö andúö i þinn garö? „Já, sé ég órakaöur og ég gleymi oft aö raka mig, þvi mér hefur alltaf leiöst sú iöja, og séu siöustu buxurnar minar tættar i hengsli niöur um hnéö. Þaö eru margir sem álita aö fötin skapi manninn, en fötin min eru ekki ég. Þaö er húöin fyrir innan, ég byrja þar sem skinniö á mér byrj- ar.” — Geriröu kannski i þvi aö vera illa til fara? „Nei, ég þarf náttúrlega föt til aö ganga i, sérstaklega hér noröur frá, og ég á ekki mikiö af fötum.” Dagur dregur fram gamla græna treyju og klæöir sig I hana, segir aö hún sé sosum ekkert sér- staklega falleg, en þaö sé mjög þægilegt aö ganga i henni. Hann segir frá þvi, aö eitt sinn hafi ermin veriö trosnuö, þannig aö langur spotti hafi lafaö niöur úr henni og veriö hiö fallegasta skraut, en þá hafi júgóslavnesk vinkona hans i Paris tekiö spottann og klippt af og hélt aö meö þvi væri hún aö gera honum . greiöa. Hún hafi ekki áttaö sig á þvi hve grænn spottinn var falleg- ur þar sem hann lá fram á sólbrúnan framhandlegginn. „Ég var þá brúnni en núna”, segir Dagur og dregur ermina upp aö olnboga. — Þú hefur mikiö veriö I þvi aö hneyksla fólk, er þaö ekki? ,,Ég geröi einn skandal 1 Stúdentakjallaranum um daginn. (En þá var Dagur aö lesa úr ljóöum sinum ásamt fleiri ungum skáldum) Ég setti hnefann i borö- iö og sagöi: Þaö er ekki mjööur á boröinu og skáldin lesa ekki upp. Ég fékk góöan hljómgrunn hjá kollegum minum, og eftir langt þras um á hvaöa reikning ætti aö setja þetta komu sjö flösk- ur. Skáldskapurinn hefur ekki mikiö veraldargengi núna. Áöur fyrr voru settir belgir af vini fyrir trúbadúrana. Svo las ég yndis- lega upp á eftir og geröi næstum mitt besta. Ég reyni yfirleitt ekki aö troöa á fólki. Ég er aö upplagi lifs- hættulega uppstökkur, en þaö kemur lika fyrir aö fólk er ákaf- lega ánægt meö mig, þangaö til aö þaö kemst aö þvi, aö ég meina þaö sem ég segi, þegar þaö áttar sig á þvi, aö þetta er ekki bara flottur stæll Ég er ekki eins „shaky” og þegar þú komst. (en i upphafi samtalsins má segja aö hann hafi veriö eins og hrisla I vindi, eöa þannig mundu skáldin lýsa þvi. Ein litil flaska af rauövini reddaöi hins vegar málunum.) Ég tel mig ekki vera alka, þvl alkinn á ekkert aö nema flöskuna.” — Þú gerir nú stundum i þvi aö hneyksla fólk? „Mér getur þótt gaman aö láta taka eftir mér, en stundum geri ég mig ósýnilegan. Stundum gerir maöur eitthvaö til aö sjá hvernig viöbrögöin veröa til þess aö læra af þvi. Eins og litlir strákar, sem velta kerruhlassi til aö sjá hve oft kartöflurnar rúlla.” Lfmmioar íyrir siúðriö — En svo maöur snúi sér aö ööru, hvernig lituröu á sjálfan þig sem listamann? „Ég elti nefiö á mér og allar sætar stelpur og liö ekki óréttlæti nálægt mér. Mér finnst bjánalegt aö skipta sér af listamönnum. Þaö er tvennt sem menn krefjast af listinni,aö hún sé frjáls og bla- blabla, svo eru aörir, sem heimta aö hún þjóni einhverjum sjónar- miöum. Þaö á bara aö láta lista- manninn um þetta. Jónas Hallgrimsson geröi hvort tveggja. Listin getur aldrei veriö bara fy rir listina. Seg jum aö skáld yrki ljóö um hve þaö getur veriö einmanalegt aö labba einn um götur Reykjavikur á kvöldin, þá er þaö kannski áróöur fyrir þvi, aö sætar stelpur ættu aö ganga meö honum. Skáldiö má bulla, þaö getur veriö mjög fallegt, en taki hann v.pp einhvern málstaö, veröur hann aö berjast til siöasta blóödropa. Þá dugir ekkert hálf- kák.” — Hvaö viltu segja um ljóö þin? ,Mér finnst best aö kritlkerarn- ir geri þaö, og þaö hefur nú ekki alltaf veriö fallegt. Ég er núna I einhverri innhverf ri perióöu, ég er aö elta fiörildi. Viltu aö ég segi þér hvernig far- iö er meö skáld á islandi? Ég held þvi fram, aö Pétur Pálsson og Ásta SigurÖardóttir hafi alls ekki fariö i hundana, heldur veriö hreinlega myrt. Þaö var passaö upp á þaö, aö þau fengju ekkert af þvi sem þau þUrftu, hvorki þvi efnahagslega né manneskjulega. Aöallega þó Asta,;þvi hún var mikil kona. Or Pétri voru tennurnar dregnar hægt Dg rólega. Og nú eiga mörg ungu skáldanna aöeins einn séns til aö pluma sig efnahagslega og fá viöurkennt félagslegt hlutverk, nefnilega aö gerast geösjúklingar. Þaö er skuggalega mikiö af þessu, og þaö eru fyrst og fremst þeir, sem eiga ekki neinn aö fyrir utan. Þaö er alveg einkennandi fyrir littereran karrier aö þaö er frek- ar tekíö eftir þeim, sem eiga ann- aö hvort peninga, próf eöa ætt. Þeir komast aö I fjölmiölum, eins og þetta viötal I Helgarpóstinn. Þeir sem eiga ekkert af þessu, hvorki peninga, próf né ætt, eru helviti illa staddir, sama hvaö þeir yrkja vel.” — Hvaö meinaröu meö aö segja, aö til þess aö fá viöurkennt félagslegt hlutverk , þurfi þeir aö gerast geösjúklingar? „Þá er hægt aö llma á þá miöa fyrir niöursoöna slúöriö. Þaö er mjög rikt I fólki aö vera hrætt viö þaö, sem þaö getur ekki komiö merkimiöa á. Geöveiki er bara Ideólógia. Ef fariö er aö tala um aö einhver sé geöveikur þarf aö skoöa þann sem segir þaö og athuga hvort hann sé ekki snargeggjaöur. Þaö hefur enginn oröiö geggjaöur nálægt mér, bara fengiö hræösluköst.” Gyðjan er ekki hðra — A Dagur Siguröarson sér einhverja lifsspeki? „Ég hef þaö ekki, en ég hef tvö slagorö fyrir mig persónulega: þaö fyrsta er aö þaö á ekki aö rembast viö þaö, sem kemur af sjálfu sér, og hitt er aö þaö á ekki aö misnota Gyöjunnar gáfur.” — Hvaö meinaröu meö þvi? „Þaö á ekki aö lita á Gyöjuna sem hóru, sem maöur getur selt, þaö á ekki aö gerast meliudólgur- inn hennar, ekki láta sér detta i hug aö þaö sé hægt.” — Hvernig kemur þetta þá út i praxis? „í fátækt. Ef mynd eftir mig á aö seljast, þarf ég venjulega aö gefa meö henni. Ég heföi gaman aö sjá þann mann, sem getur selt mynd eftir mig. Þetta er ágæt auglýsing fyrir sýninguna I haust.” — Reyniröu þá aö selja þær? „Ég er hættur aö reyna þaö, ég er búinn aö missa trúna á aö geta gert þaö.” — Hefurðu aldrei veriö snobb- aö fyrir þér? „Jú, en ég kann ekki á þaö heldur, þaö fer illa i mig. Þaö getur veriö, aö ómeövitaö langi mig ekki til aö seljast, en hins vegar sé ég til þess aö þær halda áfram aö veröa til. Mamma min sagöi viö mig er ég var litill, hvert einasta kvöld þegar hún lagöi mig, aö ég væri merkilegasti, gáfaöasti, falleg- astiog glæsilegasti maöur i heimi og allt sem ég tæki mér fyrir hendur myndi lukkast, og þessu trúi ég enn eins og nýju neti. Ég held aö þaö sé mjög algengt aö skáldgáfa mæöranna fari til sonanna. Þær veröa ekki skáld, en synirnir veröa þaö. Persónu- dýrkunin er karlmannlegt menn- ingarfyrirbrigöi. Maöur getur séö þaö á göngu um bæinn meö þvi aö skoöa stytturnar. Stytturnar af karlmönnum hafa persónuleg nöfn, eins og Skúli fógeti og Kristján tiundi, en stytturnar af konunum hafa þaö ekki. Þær heita nöfnum eins og Pómóna og Móöurást. Þau i rlkisútvarpinu komu eitt sinn til min og báöu mig um aö lesa upp fyrir sig ljóö. Ég varö strax tortrygginn og sagöi þeim, aö þaö væri ekki hægt aö lesa upp fyrir þessa stofnun, þvi hún væri dónaleg. Nei, nei sögöu þau. Jæja, sagöi ég steinhissa. Hvaö á ég aö lesa lengi? Korter. Svo las ég inn i korter og fékk þaö allt borgaö, en þaö komu aöeins tlu og hálf minúta. Þaö var búiö aö gelda allt mannkyniö, eyöileggja vandlega uppbyggöa röö og stigmögnun. Mér var ekkert sagt. Þegar ég heyröi þetta i útvarpinu, hló ég. Ég var bara illur út I sjálfan mig fyrir aö hafa treyst þeim. Þaö veit enginn hver geröi þetta, þvi stofnunin er svo ópersónuleg. Vinir minir sögöu mér aö athuga hvert þræöirnir lægju, en ég geröi þaö ekki, ég vil ekkert vita um þaö. Sjálfsagt skiptir þetta engu máli; þaö hefur enginn hlustaö, þvi Roots var i sjónvarp- inu á sama tíma.” „Víl legqja pðlilískan praxfs niður” — Hvaö um pólitlkina? „Ég var kommúnisti árum saman, nú er ég anarkisti. Báöar þessar stefnur hafa þann galla, aö hugmyndin um þaö hvernig rikis- valdiö á aö leysast upp er heldur gruggug i praxls. Anarkisminn vill dreifa valdinu til fólksiiis jafn- óöum og þaö er tekið af aröræn- ingjunum. Hugmynd leriinistanna um uppbyggingu fiokksins; þetta skrimsli sem þeir kalla sentrali- seraöa demókratiu, hefur full- komlega afsannaö sig I praxis, bæöi sú stalinska og sú-trotsklska. Þetta er til umhugsunar fyrir kristna menn og kommúnista og handa Mogganum til aö hártoga. Ég vil leggja pólitiskan praxis niöur. A tslandi veröur allt aö kliku, þaö hefur sýnt sig I þessari furöulega stjórnarmyndun. Stimdum viröist mér takmarkiö i pólitikinni vera aö koma sér upp búö eöa skrifstofu, eöa taka yfir búö eöa skrifstofu.sem einhver annar hefur komiö upp, ná taki á simtólinu og spjaldskránni. Þegar ég kom heim i haust, fór ég ofan I húsgrunn. Ég hugsaöi meö mér, aö ég heföi ekki verið hér i þrjú ár og vildi vita hvaö geröist. Ég entist i þessu skltapúli i nokkra daga og fannst aö karl- arnir ættu betra skiliö. Þeir eru svo smitaöir af lág- kúru, aö mér fannst stundum, þó ég viti aö þaö sé rangt, aö þetta væri bara gott á þá. Ég held aö maðurinn hafi fleiri þarfir en gengiö er út frá aö sinna. Þaö þekkist ekkert fólk i heiminum, sem byrjar ekki strax aö skrey ta sig og dansa um leiö og þaö er satt, og þaö eru tæknilegir möguleikar aö sinna þeim. Þaö má lika gefa pláss fyrir perversjónir og drauma, enda eru draumamennirnir ekki hættuleg- astir. Allt það ógeöslegasta, sem fundiö hefur veriö upp i heimin- um, er ekki verk drauma- mannanna, sem hlaupa á eftir fiörildum og kannski hálf bjána- legum pervert fantasium, þvi hugmyndaflug manneskjunnar fer i allar áttir. Þaö eru þessir svokölluöu normölu sem hafa fundiö upp allt þaö ógeöslegasta i heiminum, eins og Hiroshima, Buchenwald, rannsóknarréttinn og geöveikrahælin. Og fangelsin ætti aö jafna viö jöröu strax. Reyndar er ég ekki hrifinn af öör- um stofnunum, eins og skólum, kirkjum, spitölum og gjaldheimt- unni. Þaö ætti aö brenna alla pen- inga I heiminum strax. Þaö yrði fallegt bál. Viö gætum dansaö nakin viö ylinn.” Daqar Daqs oq nælur — Hvaö varstu aö gera i útlöndum siöustu þrjú ár? „Ég var aö jafna mig eftir niu ára bleyjuþvott. Ég var aö bjarga mér burt, ég vildi ekki stirðna hérna og fara i klessu. Eitt hef ég komist upp á á þessu flakki, ég ætla aldrei aö hafa fasta búsetu. Sigaunarnir hafa fundið merki- lega menningarlega lausn. Fólk hefur þörf fyrir heimili og fólk hefur þörf fyrir tilbreytingu og feröalög. Þeim hefur tekist áö sameina þetta. Svo vil ég hafa sterka sól, mér liöur best ef þaö er mjög heitt, þá hugsa ég skýrast. Sólskin, ávexti og kon- ur.” Taliö berst aö þvi hvernig Dagur hafi farið aö fjármagna þessa löngu dvöl sina erlendis. „Ef ég kem i borg og er blank- ur, þá tékka ég á þvi hvort hægt er aö betla I henni. Ef þaö er hægt aö betla, eru ljósir punktar i henni. Flest fólk þráir heitast innst inni aö gefa aleigu sina, en sums staöar er fólk svo bæklaö af uppeldi, aö þvi tinnst þaö siöferöi- lega rangt. Þaö eru slæmar borg- ir. „Once there was a beggar in Aberdeen”.” — Hvernig fara dagarnir hjá þér? „Þeir eru mjög misjafnir, en jafnvel þó þeir byrji svart, nær min min eöiislæga glaöværö alltaf yfirhöndinni þegar liöur á daginn. Næturnar eru erfiöari, sérstak- lega þegar ég þarf aö sofa einn, og ég fæ merkilegar martraöir, sem kristallast kannski i skáld- skap daginn eftir, kannski ekki. Ég hef ekki kynnst neinum, sem fær eins magnaöar martraöir og ég. Um daginn lá ég bundinn niöur i dalkvos. Eftir kvosinni rann litil á. Fyrir ofan mig var foss og þar voru glóhæröar skessur aö þvo blóöug föt ýmiss konar. Áin blóölitaöist og þaö hækkaöi i henni. Ég bjóst viö aö mér yröi drekkt I blóöi, en slapp af þvi aö ég var heppinn.” Ljóölistin. Gunnlöö dobblaöi dónann einsýna uppúr skónum. Skáldamjööur- inn? Hann er enn bjá henni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.