Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 9
9
_helgarpásturinrL Föstudagur 29. febrúar 1980
VETTVÁNGUR
öllum ávöxtunum sem hún inni-
hélt. Siöan veljum viB úr aöeins
þá ávexti sem henta okkur full-
komlega.”
Þarna hefur Lacouture i fyrsta
lagi breyttheimild úr Tailensku
dagblaði I málgagn Rauðu
Khmeranna. Vangaveltur tai-
lensks blaðamanns eruorðnarað
opinberri stefnu stjórnar Rauðu
Khmeranna. 1 þriðja lagi segir
Lavouture að ,,m.a. frá 10. júni
1976” og gefur þar i skyn að þaö
séu margar heimildir fyrir þessu.
Þetta er ekki i eina skiptið sem
Lacouture vitnar snarvitlaust I
Ponchoud en ekki er rúm hér
Hin umdeilda mynd frá Phnom Penh 1 aprfl 1975
Lognar fréttlr frá Kampútseu
Mikiö hefur verið fjallað um
málefni Kampucheu i vestrænum
fjölmiðlum undanfarin ár. Ekki
hefur sú umræöa byggst á stað-
góðum heimildum þvi miður.
Lygar, falsanir og vafasamar
fréttaskýringar hafa vaöiö uppi.
tslenskir fréttamenn og fréttarit-
arar hafa að þvi er virðist lapið
upp tröllasögur erlendra stéttar-
bræðra sinna um málefni
Kampucheu gagnrýnislaust. En
þeim er vorkunn. Þær skoöanir og
staðreyndir sem hafa brotiö I
bága við hryllingsmynd þá sem
fjölmiölar hafa dregiö upp af
ástandinu I Kampucheu á stjórn-
arárum Rauðu Khmeranna hafa
hvorki farið hátt né viða. Kemur
þaðtilaf þvi að allur þorri „hinna
frjálsu vestrænu fjölmiöla” hafa
reynst harðlæstir þeim sem ekki
styðja áðurnefnda hryllings
mynd.
Einn þeirra sem harðlega hefur
gagnrýnt umfjöllun vestrænna
fjölmiðla á Kampucheumálefn-
um er hinn þekkti málfræðingur
Noam Chomsky. Hann hefur af-
hjúpað margar lygar og falsanir
fjölmiðia um þessi málefni en
erfiöara hefur honum reynst að
koma þeim á framfæri. Fjölmiðl-
ar hafa ógjarnan viijað éta ofan i
sig fyrri fréttir sinar þö sannaðar
væru rangar. Danski sagnfræð-
ingurinn Torben Retböllhefur svo
safnað saman og hrakiö heistu
falsanir og rangtúlkanir vest-
rænna fjölmiðla um þessi mál I
bók sinni Kampuchea og den
vestlige presse. A henni byggi ég
upplýsingar minar að mestu.
Heimildin Ponchaud-
Lacouture.
Francois Ponchaud er franskur
prestur er starfaði sem trúboði I
Kampucheu 1965-75 og er mæltur
á tungu Khmera. Hann hefur
skrifað margar greinar i blöö um
málefni Kampucheu og hina
frægu bók Kambódia árið núll. í
skrif Ponchaud hafa fréttamenn
vesturlanda sennilega oftar vitn-
að i en nokkuð annað varðandi
þessi mál, stundum rangt og
stundum án þess að hafa lesið
þau. En tökum dæmi um þetta.
,,1 viðtali við tailenska dagblaðið
Prachachat þann 10. júni 1967
sagði einn talsmaöur rauðu
Khmeranna aö aðferö Vietnama
væri „mjög hæggeng” og að „þaö
krefðist langs tima aö skilja þá
góðu frá þeim gagnbyltingasinn-
uöu”. Fréttamaðurinn ályktaöi:
Aðferðir Khmeranna þarfnast
ekki margra manna. Þær bera
engar klyf jar þvi þeir hafa rekið
alla úr borgunum. Til saman-
buröar mætti segja, að Khmer-
arnir hafi notað þá aðferð, sem
felst i þvi að hvolfa úr ávaxta-
körfu með öllum ávöxtunum sem
hún inniheldur. Siðan velja þeir
aðeins þá ávexti sem henta þeim
algjörlega og tina. þá i körfuna
aftur.”
Þetta segir Ponchoud I bókinni
Kambódia árið núll. En litum
á hvernig hinn þekkti franski
blaðamaöur Lacouture vitnar i
Ponchaud. Lacouture skrifar að
Ponchoud vitnar i eftirfarandi
grein úr dagblaði stjórnarinnar
Prachachat m.a. frá 10. júni 1976,
sem fordæmi vietnömsku aöferð-
ina viö endurhæfingu, sem var
lýst of hægfara. Biaðiö sagði
nákvæmlega:
Kambódiska aöferöin þarfnast
ekki margra manna.... Við höfum
snúið ávaxtakörfunni á hvolf með
fyrir fleiri dæmi.
Steve nokkur Heder menntaður
við Cornell Háskóla i Bandarlkj-
unum og sem var fréttaritari i
Phnom Penh á timabilihefur lika
kannaö þessa heimild. Þar kemur
fram að heimild þessi er i besta
falli þriðju handar. Fréttamaður
Prachachat átti viötal viö „óhlut-
lausan” aðila sem hafði upplýs-
ingar sinar frá „talsmanni hinnar
nýju stjórnar á skrifstofu i
Paris”.
Lacouture hefur aö sjálfsögöu
þurft aö éta áður nefnda frétt ofan
I sig en segir að þrátt fyrir mistök
sin hafi tilgangurinn veriö réttur.
Auk þess kemur það fram hjá
Heder að þessi tilvitnun var slitin
úr öllu samhengi. Hér var verið
að skýra frá þvi hvers vegna allir
hefðu verið fluttir frá borgunum.
Það var verið að dreifa hugsan-
legum andstæðingum og er ein af
skýringum þess aö allir voru
fluttir burt úr borgunum. En höf-
uðskýringin var sú að ekki var
hægt að brauöfæöa þetta fólk
enda tæpur helmingur landsbúa
þá i höfuöborginni. En með lagni
og vilja hefur þessi vafasama
heimild oröiö aö sönnun fyrir út-
rýmingu stórs hluta landsbúa og
þar aö auki höfö eftir yfirvöldum
þar svo að allir trúi. Varla færu
þeir að Ijúga þessu upp á sig?
Noam Chomsky hefur gagnrýnt
bók Ponchaud Kambódia árið
núll og bent á ýmsa hluti sem
stæöust ekki. Þaö hefur orðið til
þess að Ponchoud gerði ýmsar
lagfæringar á bók sinni fyrir út-
gáfu I Bandarikjunum. í inngangi
að Bandarisku útgáfunni segir:
„Hinábyrga afstaða og hin ná-
kvæma hugsun, sem er svo lýs-
andi fyrir... Noam Chomsky...”
Já þar er Chomsky hælt. En I
bresku og norsku útgáfunum sem
út komu á sama tima var engu
breytt. 1 bresku útgáfunni segir:
„Þegar áöur en þessi bók var
þýdd var hún harðlega gagnrýnd
af Noam Chomsky og Gareth
Porter.” og áfram „Þessir tveir
Asiu,,sérfræðingar” halda þvi
fram að ég ranglega reyni að
sannfæra fólk um það að
Kambódiu hafi verið drekkt i
blóðbaði að brottför seinustu
bandarisku sendiráðsmannanna
lokinni. Þeir segja að þaö hafi
engin manndráp átt sér stað og
þeir skella skuldinni á loftárásir
bandarikjamanna.” Þarna er
Ponchaud aö gagnrýna „hinn
ábyrga og nákvæma”
Chomsky. Auk þess lýgur hann
þvi uppá Chomsky aö hann hafi
sagt að engin manndráp hafi átt
sér staö eftir valdatöku Rauðu
Khmeranna.
Hér hef ég gefið smásýnishorn
af vinnubrögðum Ponchoud og
Lacouture sem hafa verið helstu
heimildarmenn fyrir „hörmung-
um” Kampucheu og vona að það
megi verða til þess að örlitið
meiri gagnrýni gæti hjá þeim sem
um þessi mál fjalla.
„Úrvals" menn
John Barron og Anthony Paul
hafa skrifað bók sem heitir
Murder of a Gentle Land 1
Ameriku en Peace with Horror I
Englandi. 1 báðum tilvikum var
undirtitillinn The untold Story of
Communist Genocide in
Cambodia (ösagða sagan af út-
rýmingarherferð Kommúnista i
Kambódiu) Barron og Paul eru
báðir ritstjórar hjá The Readers
Digest sem gefur út mánaðarritið
tlrval. (Jr bók þeirra hafa vest-
rænir fréttamenn verið iðnir aö
tina tilvitnanir.
Þeir hjá The Readers Digest
eru löngu kunnir fyrir and-
kommúniskan áróður sinn og það
eitt nægir til að varpa fram efa-
semdum um hlutleysi og áreiöan-
ieika bókarinnar. En Poul og
Barron hefðu vel getað skrifað
ágæta bók um Kampúcheu þó svo
þeir ynnu hjá nefndri stofnun.
Bókinni hefur veriö lýst sem
„óaðfinnanlega vel heimilda-
færð” og „Hingað til besta verk”
um nýju Kampucheu. En Retböll
hefur kannað þær heimildir sem
kannaðar verða og niðurstaðan:
Ýmist rangar, ófullnægjandi eða
mjög villandi. Hann hafði engin
tök á að kanna sannleiksgildi þess
sem byggöist áfrásögnum flótta-
manna.
En litum á hvað Kamputiskur
flóttamaður sem var notaður viö
vitnaleiðslur við sýndarréttar-
höldin yfir Stjórn Rauðu
Khmeranna I ósló 21. til 23. april
1978 hefur að segja. Að lokum
fyrirlestri Pauls um ástandiö i
Kampucheu biður Lim Pech
Kuon um orðið og segir hreint út
aö Paul hafi greinilega enga
þekkingu á málefnum Kam-
púcheu og hann ætti þvi ekki að
taka það að sér að dæma þetta
land. x
Hér hef ég gert litillega grein
fyrir þeim helstu heimildarmönn-
um sem vestrænir fjölmiðlar hafa
stuðst við. Þeir eru ekki margir
og þó menn vitni gjarnan I marg-
ar heimildir þegar þeir ræða
þessi mál má rekja langflestar
sögurnar frá þessum mönnum.
Myndfalsanir
Myndin af rauða Khmeranum
með skammbyssu i hendinni, hér
á siðunni hefur skotið upp kollin-
um alltaf öðru hvoru i stórblöðum
vesturlanda. Nú siðast rakst ég á
hana i Þjóðviljanum og fylgdi þá
ekki réttur texti meö frekar en
hjá stóru blöðunum út I heimi. En
myndin er tekin af vestur þýska
blaðamanninum Christoph Maria
Fröhder i Phnom Pehn þann 17.
april 1975. og sýnir hvar Rauður
Khmeri reynir að koma I veg
fyrir búöarrán skömmu eftir fall
Lon Nol-stjórnarinnar. Þessi
mynd var send út af Associated
Press. Þann 9. mai sama ár birt-
ir vestur þýska stórblaðið Die
Welt þessa mynd með svohljóð-
andi texta: „Rauður Khmeri
verslar með skammbyssu sinni á
frelsunardegi Phnom Pehn-borg-
ar.” Die Welt skýrir frá þvi að
Fröhder hafi tekið myndina og
bætir við. „Honum tókst að
smygla nokkrum filmum út úr
landinu. A einni þeirra var þessi
mynd af rænandi sigurherra”
Hér hefur hugmyndaflug Die
Welt-manna ekki átt sér nein tak-
mörk. Þremur dögum siöar skýr-
ir Frödher frá þvi I vestur þýska
sjónvarpinu að: „Die Welt af-
skræmir sannleikann. Já, þeir
rangsnúa honum að auki alveg til
hins gagnstæða. Þessi hermaður
Rauðu Khmeranna sem gefur að
llta á mynd minni er enginn ræn-
andi sigurherra og hann notar
ekki byssu sina til innkaupa.
Raunverulega er hann að koma i
veg fyrir búðarrán kambódiskra
borgara og koma þeim út úr bæn-
um.”
Mótmæli Fröhder gegn þessari
fölsun höfðu að segja. Ari sið-
ar birtist þessi mynd I Stern meö
svohljóöandi texta. „1 fótspor sig-
ursins fylgdi hefnd gegn þeim
riku.” (26. april 1976). En var
mótmælt en án árangurs þvl 15.
ágúst 1976 birtist myndin I Sun-
day Telegraph og þvl haldið fram
að hún sýndi: „lög og regla a la
Kambódia: hermaður Rauðu
Khmeranna skipar búðareigend-
um að yfirgefa verslanir sinar
meðan þvingunarflutningarnir út
úr Phnom Penh. stóöu yfir.”
Þann 23. jan. 1978 nýtir News-
week myndina og þá með áhrifa-
miklum texta: „Rauður Khmeri
sækir inn i Phnom Penh: dráp að
skipun leiðtoga”. Dæmi um birt-
ingu þessarar myndar er mun
lengri en hún hefur birst i m.a. I
Far Eastern Economic Review,
Aalborg Stiftstidende, New York
Times, Svenska Dagbladet og Le
Figaro. Ekkert þessara blaða
hafa birt réttan texta með mynd-
inni og hvert blað með sinn eigin
texta að meira eða minna leyti.
Ég hef talið þetta upp hérna til að
sýna fram á að þó svo falsanir
fari viða breytir það engu um aö
hér eru falsanir á ferð. Einnig
hafa þokukenndar falsaðar
myndir verið á ferð i vestrænum
fjölmiölum sem eru frá Thai
Rath.
Frásagnir flóttafólks.
Með fullri viröingu fyrir flótta-
fólki, þá verður að taka frásagnir
þeirra meö mikilli varúð. Um það
eru flestir sammála og þá skiptir
engu hvort maðurinn heitir
Chomsky eða Ponchaud þó svo aö
sá sfðarnefndi byggi svo til ein-
göngu á vitnisburði flóttafólks um
ástand mála i Kampúcheu á
valdatlð Rauöu Khmeranna. Þó
svo að margir flóttamenn frá
Kampúcheu hafi skýrt frá fjölda-
aftökum þá eiga þeir það flestir
sammerkt aö hafa ekki séö neitt
aðeins heyrt. En litum á viðtal
Astraliubúans Ben Kiernan sem
hann átti við flóttamann frá
Kampúcheu og deildi með Ibúð
um tima i Bankok.
Sp. Hvað varð um Lon Nol her-
mennina þegar Rauðu Khmer-
arnir tæmdu Battambang?
Sv. Þeir voru drepnir allir sam-
an eftir að þeim hafði verið keyrt
til Thmar Kuol.
Sp. Hversu margir voru þeir?
Sv. 1 kringum þrjú, eða fjögur
þúsund.
Sp. Sástu sjálfur að þeir voru
drepnir?
Sv. Já.
Sp. Með þinum eigin augum?
Sv. Nei, ég heyröi skotin.
Sp. Fórst þú til Thmar Kuol
þegar þú yfirgafst Battambang?
Sv. Nei, ég fór til O Prasath og
einn vinur minn þar sagði mér að
hermennirnir heföu allir verið
skotnir i Thmar Kuol. Það var
reyndar hann sem heyrði skotin.
Það er þvi ekki undarlegt að
þeir sem telja það heilaga skyldu
sina að sýna fram á hroðaverk
Rauðu Khmeranna skuli geta
fundið flóttafólk og fengið það til
að segja ljótar sögur. En það þarf
ekki flóttafólk til að gera ekki
greinarmun á þvi sem það heldur
og þvi sem það veit. Auk þess er
öll aðstaða þess þannig að það vill
stundum allt gera til að þóknast
þeim er gætu rétt þeim hjálpar-
hönd.
Samsæri þagnarinnar
En eru þá allir flóttamenn frá
Kampucheu sammála???? Þann
26. janúar 1976 tilkynntu 114
Kampucheumenn á blaöamanna-
fundi I Philadelphiu i Bandaríkj-
unum að þeir vildu fá leyfi til að
snúa heim til Kampucheu. Hóp-
urinn samanstóð af 67 persónum
sem höfðu verið i herskóla I
Bandarikjunum fyrir april 1975
en hinir 47 hafa veriö fluttir burt
fyrir fall Phnom Penh til að
bjarga þeim frá kommúnistun-
um. Þrátt fyrir allar fréttir um
aftökur og hungursneyð og þrátt
fyrir andúð ameriskra yfirvalda
vildu þeir snúa heim. A fundinum
birtu þeir yfirlýsingu hvar þeir
hældu hinum nýju valdhöfum I
Kampucheu og hörmuðu „hinn
falska áróður, sem súm af blöð-
um vesturlanda gerðu sig sek
um.” Margir fréttamenn sátu
fundinn en frá honum var aðeins
skýrt i Guardian 4. og 25. feb.
1976.
A sama hátt sendu 126 Kamp-
ucheumenn I Paris út sameigin-
lega yfirlýsingu þann 23. mai 1976
hvar þeir fordæmdu þá „rógburö-
arherferð” sem þeir sögðu eiga
sér stað gegn Kampucheu. Hóp-
urinn samanstóð meðal annars af
fyrrverandi liösforingjum og
undirliðsforingjum sem við lok
striðsins voru fluttir frá Kamp-
ucheu að undirlagi yfirmanna
þeirra og komið fyrir i flótta-
mannabúðum i Thailandi og
Bandarikjunum. „Þess vegna
vita þeir allt of vel hvernig áróð-
ursmaskina heimsvaldasinnanna
framleiðir fréttir sinar” segir i
yfirlýsingunni. „Fólki er mútað
til að segja hluti sem standast
ekldi og myndir eru falsaðar.”
Þeir skýrðu frá þvi að þeir vildu
snúa heim aö tveimur dögum
liðnum og undirstrikuðu aö það
gerðist eftir „nákvæma ihugun á
grundvelli þekkingar á raunveru-
legum staöreyndum — jafnt póli-
tiskum, efnahagslegum og þjóð-
félagslegum.” Yfirlýsingin var
birt i vesturþýska blaðinu Befrei-
ung en hunsað af öðrum fjölmiðl-
um. Franska blaöið Liberation
átti þó viðtal viö einn þeirra.
Fyrrverandi forstjóra ölgerðar
rikisins i Sihanoukville, Long
Leng Ching að nafni. Long skýrir
frá þvi að hann hafi lesið frásagn-
ir franskra blaða um fjöldamorð,
þvingunarvinnu og hungsursneyð
og að hann hafi lika hitt flóttafólk
sem var i andstöðu við nýju
stjóri.ina en „þeim heppnaðist
ekki að sannfæra mig”. „Það var
enginn sem raunverulega hafði
séð eitthvað. Maður heyrði bara
talað um hitt og þetta.” En hvað
meö myndirnar spuröi frétta-
maður. „Þær eru örugglega bara
tilbúnar. Þeir menn, sem eiga aö
vera bændur, eru siðhærðir svo
það passar ekki.” Og um horfnar
lúxusvörur segir Long: „Aður
höföum við vissar lúxusvörur en
viö vissum aldrei hvaö kynni að
henda næsta dag.... Nú höfum við
öryggi... og auk þess réttlæti.” En
þetta viðtal fór ekki hátt frekar en
annaö sem ekki studdi þá hryll-
ingsmynd sem fjölmiðlar drógu
upp af ástandinu I Kampúcheu.
Þesser enginn kostur að telja það
allt upp i stuttri grein.
Ég hef hér að mestu stuðst við
bók Retböll Kampuchea og den
vestlig presseeins og áður segir.
Ég hef þvi miður ekki átt þess
kost að kanna frumheimildir en
yrði glaöur ef einhver þeirra sem
aflar lifibrauös á þvi að flytja al-
menningi fréttir gerði það. Og þá
leiðrétt mig ef I einhverju er
rangt með farið.
12. feb. 1980
Tryggvi Harðarson.
1