Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 10
10 Skólanemendum má skipta nið- ur I marga hópa. Ef tekinn er fyrir einn skóli, er þaö i fyrsta lagi skiptingin milli aidurshópa, siöan milli deilda og bekkja og loks i enn smærri hópa, sem eru vinahópar. Fyrir utan náttúru- lega skiptinguna milli pilta og stúlkna. Einn er sá hópur I menntaskól- um landsins, ef hóp skyidi kalla, sem enginn er i allan veturinn. Þaö er ekki fyrr en aö vori, aö sá hópur fyllist, og i þeim hóp er aö- eins einn, piitur eöa stúlka. Þaö er dúxahópurinn, en samkvæmt hlutarins eöli er dúxinn aldrei nema einn. Þaö á kannski vel viö, þvi oft er þvi haldiö fram, aö dúx- ar séu fremur ómannblendnir og vilji frekar blanda geöi viö námsbækurnar en félaga sfna, hvort sem þaö á viö einhver rök aö styöjast eöa ekki. Til þess aö fræöast um viöhorf skólamanna til dúxa, haföi Helg- arpósturinn samband viö Guöna Guömundsson rektor Mennta- skólans I Reykjavfk og Tryggva Gislason, skólameistara Mennta- skólans á Akureyri. Þeir voru fyrst spuröir aö þvi hvort þeir á- litu dúxa vera einhverja sérstaka manngerö. „Nei, þeir eru eins margbreyti- legir og nemendur almennt”, sagöi Guöni Guðmundsson. „Viö höfum bæöi félagslynda dúxa og litt félagslynda dúxa. Viö höfum dúxa sem eru mjög góöir leik- fimimenn og aöra sem hafa verið slakari. Sem persónur eru þetta yfirleitt rólyndir menn og yfirvegaöir. Þaö eru eiginlega engir æsinga- menn, sem ég man eftir, fyrir ut- an kannski einn. Sumir hafa veriö miklir þátttakendur f félagslffi, en aörir minni, Þá eru menn mis- munandi miklir dúxar og hafa beinlfnis fengiö viöurnefniö, eins og einn ágætur prófessor i Há- skólanum, sem enn gengur undir nafninu Steini dúx”, sagöi Guöni Guömundsson. „Ég veit þaö ekki svo gerla, hvort þaö er ákveöin manngerö, en þaö er þó fólk sem hefur á- kveöna eiginleika, býr yfir á- kveönum hæfileikum, en aö manngerö getur þetta fólk veriö mjög mismunandi,” sagöi Tryggvi Gislason. „Þetta fólk hefur yfirleitt mikla greind, þ.e.a.s. hæfileika til aö afla sér þekkingar og til aö notfæra sér hana. 1 ööru lagi eru dúxar yfir- leitt mjög úthaldsgott og duglegt fólk. Hins vegar eru til einstaka afburöa námsmenn, sem svo eru kallaöir, en þeir eru nú afar fáir, eftir þvi sem reynsla min segir til um.” sagöi Tryggvi Gislason. Dúxar skara fram úr I skóla, en hvernig spjara þeir sig þegar út i lifiö kemur? Eru þeir afburða- menn þar iika? „Ég held þaö alveg tvlmæla- laust, aö dúxar skari fram úr sfö- ar i lifinu”, sagöi Tryggvi Gisla- son „þó sumt af þessu fólki sé ekkí áberandi I þjóðlifinu. Þetta eru ekki afkastamiklir bilasalar eöa innflytjendur. Mér kemur i hug einn af örfáum afburöa námsmönnum og dúxum, sem hafa veriö I Menntaskólanum á Akureyri, Siguröur Helgason. Ég geri ekki ráö fyrir aö þaö þekki hann nokkur maöur, en þetta er einn fremsti stæröfræöingur heimsins.” Guöni Guömundsson tók I sama streng, en sagöi aö hann heföi ekki skoöaö þessa hluti út frá þessu sjónarhorni. Sá sem ætti stúdentsprófsmetiö heföi reynst mjög farsæll maöur. „Þaö hefur veriö haft á orði, dúx Iskóla, fúx Ilifinu. Ég held aö ég geti ekki skrifaö undir þaö. Þaö er allt of mikil alhæfing”, sagöi Guöni. „Núna er ég búinn aö vera 29 ár hérna viö skólann, og man ekki eftir neinum dúx, sem hefur fariö illa, siöur en svo. Flestir þeirra er hinir farsælustu menn.” En á aö viöhalda þessu ein- kunnakerfi og þar af leiðandi þeirri einkunnadýrkun sem þvi fylgir? „Ég hef aldrei tekiö mér I mun oröiö einkunnasýki”, sagöi Guöni. „Ég tel þaö sjálfsagt hjá fhverjum nemanda að fá eins háa einkunn og hann getur og ef hann gerir þaö ekki er hann bæöi aö svikja sjálfan sig og þá sem aö honum standa, hvort sem þaö eru Föstudagur 29. febrúar 1980 helgarpósturinrL DÚX í skóla fúx í lífinu? Guöni Guömundsson rektor: „Dúxar eru rólyndir menn og yfirvegaöir.” Tryggvi Gislason skólameistari: „EÖIileg samkeppni sföur en svo af hinu illa.” foreldrar eöa rikiö, sem borgar- menntunina. Ég er á þvi aö halda áfram aö gefa einkunnir, þvi metnaöarlaus þjóö nær aldrei langt hvorki I lifsbaráttunni né annarri baráttu.” Tryggvi Gislason er einnig fylgjandi þvi aö halda áfram aö gefa einkunnir I tölum, en þaö mætti endurskoöa einkunnaskal- ann og gera einkunnirnar grófari, og ef til vill sleppa þvi aö reikna út meöaleinkunn. Um samkeppn- ina sagöi Tryggvi: „Ég held aö eölileg samkeppni sé siður en svo af hinu iila. Ég held aö þaö sé hollt hverjum manni aö bera sig saman viö aöra menn og ekkert siöur á þessu sviöi en öörum.” Ekki töldu þeirGuöni og Tryggvi vera neina samkeppni milli hinna ýmsu menntaskóla um aö braut- skrá dúxa meö hæstu einkunnirn- ar, hins vegar væri enginn skóli góöur nema hann kæmi nemend- ur sinum til nokkurs þroska, og einkunnirnar væru sá mæli- kvaröi, sem notaöir væri á þaö. Þegar blaöaö er i gegnum skólaskýrslur MR frá árunum 1958 til 1970, kemur I ljós, aö á þessu timabili er aöeins ein stúlka, sem er dúx yfir skólann. Þaö var áriö 1965. Þó þetta gefi kannski ekki alveg rétta mynd af skiptingu dúxa milli kynja, má fastlega gera ráö fyrir þvi, aö hlutföllin hafi veriö nokkuö svip- uö fram á slöari ár. Þetta stafar m.a. af þvl aö stúlkur hafa veriö færri en piltar I menntaskólum landsins. Hér á eftir veröur rætt viö þrjá fyrrverandi dúxa um viöhorf þeirra til þessarar nafnbótar og hvernig þaö hafi verið aö vera dúx. //Vona aö fyrirbærið dúxar verði sem fyrst úr sög- unni" sagði Þorsteinn Vil- hjálmsson. Þorsteinn Vilhjálmsson lauk stúdentsprófi úr stæröfræöideild MR áriö 1960 og var dúx yfir skól- ann. Hann fór til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann lagöi stund á kennilega eölistræöi. Frá 1969 hefur hann stundaö kennslu- og fræöistörf viö Háskóla tslands. — Hvaöa tilfinning var þaö aö vera dúx? Hafa dúxar það á til- finningunni aö vera fremri skóla- félögum sinum? „Min dúxaveiki eins og Arni Bergmann kallar þetta fyrirbæri, stafaöi fyrst og fremst af þvi aö ég átti einfaldlega gott meö aö læra og haföi gaman af þvl. Þetta kom þess vegna einhvern veginn af sjálfu sér: ég gat ekkert að þvi gert þótt skólinn vildi endilega kllna einhverjum einkunnatölum á þessi persónuleikaeinkenni. Margir skólafélagar minir voru mér „fremri” i ýmsu ööru, t.d. leiklist, myndlist, Iþróttum o.s.frv. Ég hef þess vegna sloppiö blessunarlega (vona ég) viö þá tilfinningu aö ég væri almennt fremri öörum mönnum.” — Haföi þaö einhver áhrif á val þitt á námsgrein I háskóla? „Ég haföi náð tiltölulega jafn- góöum tökum á mestöllu náms- efni menntaskólans og átti þvi frekar erfitt meö aö gera upp viö mig hvaöa háskólanám ég skyldi velja, gat t.d. vel hugsað mér aö læra islensk fræöi. Orsiitum réö hvatning kennara og vina. Þaö aö ég var dúx haföi þó áhrif aö einu leyti, sem mér er ljúft aö kvitta fyrir. Þegar ég varö stúd- ent voru námslán og önnur opin- ber námsaöstoð mjög rýr I roö- inu. Ég heföi þvi ekki séö mér fært aö fara til náms erlendis ef ekki heföu komiö til sérstakir styrkir sem voru veittir dúxum á stúdentsprófi á þessum árum. (Þessir styrkir hafa nú veriö lagöir niöur enda mjög umdeilan- legir, ekki sist viö núverandi aöstæöur).” — Var erfitt aö standa undir dúxnafnbótinni? „Þaö er I rauninni mjög óljóst hvaö einkunnir á stúdentsprófi tákna og hvaöa forsagnargildi þær hafa um framtíö manna. Ég er ekki frá þvi aö ég hafi oröiö fyrir baröinu á þessu, m.a. vegna þess aö þröng sérhæfing á ekki eins vel viö mig og almennari viö- fangsefni.” — Hefur þetta haft einhver á- hrif á lif þitt siöar meir? „Þaö er aö minu viti gagnleg reynsla aö hafa náö góöum tökum á viöfangsefnum sinum, kannski ekki slst á þessu skeiöi ævinnar. Ég hef llka getaö nýtt mér furöu vel ýmsa þá þekkingu sem menntaskólinn bar á borö, þótt þar hafi lika verið úrelt hrat inn- an um og saman viö. Sjálf dúx- nafnbótin hefur hins vegar aub- vitaö ekki haft/nein úrslitaáhrif”. — Mundirðu vilja verða dúx aftur, þ.e. var þaö þess viröi aö leggja hart aö sér og standa i samkeppni um aö ná hæstu eink- unnum? „Þeirri tegund veiki, sem ég var haldinn, fylgdi alls engin ár- átta til samkeppni viö aðra, held- ur eingöngu eins konar keppni viö sjálfan mig: ég vildi skila verk- efnunum þannig aö ég væri sjálf- ur ánægöur, og aðrir kynnu raun- ar likaaö meta þau, en óháö þvi hvernig aörir nemendur skiluöu sinum verkum. Ég held aö mér mundiþykja enn meira gaman aö vera I menntaskóla eins og þeir eru flestir nú á dögum, ég mundi sinna náminu af enn meiri áhuga, og þaö jafnvel enn frekar ef ekki væru gefnar einkunnir eöa lltil á- hersla lögö á þær.” — Hefuröu einhver heilræöi fyrir tilvonandi dúxa? „Ég vona aö fyrirbærið dúxar veröi sem fyrst úr sögunni og hef þvi engin heilræði handa þeim sérstaklega. Hins vegar hef ég þaö heilræöi aö gefa hverjum sem hafa vill, aö reyna aö ná sem bestum tökum á þvi viðfangsefni sem menn fást viö hverju sinni og leysa þaö sem best af hendi.” — Hvert er álit þitt á dúxum al- mennt? Skara þeir almennt fram úr, þegar út i lffið kemur? „Ég hef ábur sagt aö það er mjög óljóst hvaö einkunnir skóla- kerfisins mæla. I besta falli er um ab ræöa einn þátt persónuleikans og sá þáttur er ekkert sérlega digur, ef t.d. er miöað viö for- sagnargildi um framtiö tvltugra ungmenna. Af þessu leiöir aö dúxar eru ósköp einfaldlega upp og ofan eins og annaö fólk. — A aö viðhalda þessu kerfi og hvetjafólk út i þessa samkeppni? „Þaö á helst aö brjóta niöur allt sem byggist á samkeppni nem- enda viö aöra nemendur. Þaö á aö byrja á þvl að einfalda einkunnir, draga úr áherslunni á þeim I skólakerfinu og leggja niöur meö- aleinkunn sem er I eðli sinu rök- leysa (aö leggja saman einkunnir I ensku, eölisfræöi og handiöum er svipað aö leggja saman eitt kllógramm af sykri og einn metra af snæri). Siöan á aö leita leiöa til þess aö leggja einkunnir alveg niöur (Skólafélagar minir sem höföu áhuga á leiklist og myndlist I menntaskóla fengu engar eink- unnir fyrir þau viöfangsefni en eru samt nú meðal fremstu lista- manna). 1 staðinn fyrir innbyröis sam- keppni milli nemenda ber aö byggja á þeirri hvöt sem hverjum manni er I blóö borin, aö leysa verkefni sin svo af hendi aö hann sé sjálfur ánægöur og einnig þeir sem eiga aö njóta þeirra eöa meta. Þannig er hægt aö setja skólakerfinu mælistiku sem yröi sist litilsveröari en einkunna- streöiö.” „Ekkert sérstakt við að vera kvenkyns dúx í stærð- fræðideild" segir Sigrún Helgadóttir Sigrún Helgadóttir lauk stúdentsprófi úr stæröfræöideild MR áriö 1965. Hún varö efst I sinni deild, en ekki dúx yfir skólann, en þar sem dúxinn Borghildur Einarsdóttir er ekki á landinu, fannst okkur tilvaliö aö leggja nokkrar spurningar fyrir Sigrúnu, þar sem þaö er, eöa var, fremur fátitt, aö stúlka yröi efst I stæröfræöideildinni. Eftir stúdentsprófiö lagöi Sigrún stund á stæröfræöi og töl- fræöi I Bretlandi og starfar núna hjá Rannsóknarstofnun land- búnaöarins og Reiknistofnun Há- skóla tslands. — Hvaöa tilfinning var þaö að vera dúx? Hafa dúxar þaö á til- finningunni að vera fremri skóla- félögum sinum? „Ég geri ráö fyrir, aö flestir dúxar séu býsna ánægöir meö aö hafa gengiö vel á lokasprettinum. Kannski kitlar allt umstangiö þaö hégómagirnd fólks I einn til tvo daga, en svo gleymist þaö fljót- lega. Persónulega haföi ég þaö aldrei á tilfinningunni, aö ég væri fremri félögum minum. Ég haföi yfirleitt mjög gaman af öllum námsgreinum og náði jafn góöum árangri I þeim flestum, en aörir náöu oft betri árangri i einstökum greinum. Ég svara þvi neitandi, aö þaö sé eitthvaö sérstakt viö aö vera kvenkyns dúx i stæröfræöideild. Ég fékk þá hvatningu I heimahús- um, aö ég ætti aö gera þaö sem hugurinn stæði til, bara ef ég geröi mittbesta. Kennarar hvöttu mig engu siöur en piltana og alla mina skólagöngu varö ég ekki vör viö neina fordóma. Ýmsir abrir kynnu að hafa verið hissa, en þeir um þaö. Ég man meira aö segja eftir einum kennara, sem geröi sitt besta til aö uppræta fordóma gegn þvi aö kvenfólk gæti lært raungreinar. Þegar ég var I 3ja bekk i MR, sem I þá daga voru annaö hvort stelpu- eöa stráka- bekkir, kom Rúnar Bjarnason, núverandi slökkviliösstjóri, inn I fyrsta efnafræðitima vetrarins og sagöist bara ætla I upphafi máls aö vekja athygli okkar á þvl, aö þaö væri mesta fjarstæöa að stúlkur gætu ekki lært efnafræöi og þvl engin afsökun fyrir lélegri frammistööu.” — Haföi þetta áhrif á val þitt á námsgréin I háskóla? „Nei. Ég haföi alltaf haft áhuga á stæröfræöi, en það var ekki fyrr en undir lok menntaskólanáms- ins, aö ég ákvaö aö leggja stund á tölfræöi. Sækja veröur um pláss I breskum háskólum meö árs fyrir- vara, og þegar ég sótti um háskólavist, haföi ég ekki hug- mynd um hver yröi „dúx” I MR 1965.” — Var erfitt aö standa undir dúx-nafnbótinni? „Ég reyndi yfirleitt aö láta þetta ekki hafa áhrif á mig, Hins vegar er ekki þvi aö leyna, aö gerðar eru aörar kröfur til nem- anda sem „dúxar”. Aðallega eru þaö kennarar sem ætlast alltaf til góðrar frammistöðu og stund- um getur veriö erfitt aö standa viö þaö. A heimilinu var þaö ekki metnaöur foreldra til aö eiga dúx, sem rak á eftir mér, heldur sú lifsskoðun aö allir ættu aö gera sitt besta, hvort sem þaö væri viö lausn flókinna stæröfræöi- verkefna eöa aö þvo eldhúsgófiö, og er þaö sennilega eitthvert besta veganesti, sem unglingur fær úr foreldrahúsum. Þaö má geta þess til gamans hér, aö á stúdentsprófi gekk mér vægast sagt hræðilega i munn- legri stjörnufræði. Ég frétti þó seinna, aö kennarar i stæröfræði- deild hafi tekiö þaö nærri sér, þvi þaö kostaði mig „dúx” nafnbót- ina i skólanum og um leib stærö- fræöideildina heiðurinn af þvi aö eiga dúxinn það áriö.” — Hefur þetta haft einhver áhrif á llf þitt sföar meir? „Mjög litil. Gleöilegasta afleiö- ingin var „stóri styrkurinn” svo- kallaöi, fjörtiu þúsund krónur á ári I fimm ár, éggat þvl lagt út I langt háskólaám án þess aö þurfa aö hafa verulegar fjárhags- áhyggjur.” — Myndiröu vilja veröa dúx aftur, var það þess viröi aö leggja hart aö sér og standa I samkeppni um aö ná hæstu einkunnum? „Þessari spruningu get ég ekki svaraö öðru visi en þannig, aö ég stóö ekki I neinni samkeppni til þess aö veröa dúx. Ég haföi gam- an af aö læra og yar alin upp viö aö gera mitt besta. Afleiöingin varödúx-nafnbótin, en þaö var ekkert takmark I sjálfu sér.” — Hefuröu einhver heilræöi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.