Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 21
—hBlcJdl /JOi/OnOTL.Föstudagur 29. febrúar 1980 21 ■""N Norrænt kvikmyndasamstarf á dagskrá Norðurlandaráðs Kvikmyndamálefni hafa ekki veriö verulega á dagskrá Noröurlandaráös til þessa. Hins vegar eru horfu'r á þvf aö breyting verbi þar á á þingi Norðurlanda- ráös sem hefst hér f Reykjavik nú eftir helgina. Fyrir þinginu liggja tillögur I þá veru aö auka samskipti á sviöi k v i k m y n d a g e r ö a r milli Noröurlandanna, ásamt auknum fjárhagsstuöningi i þvi skyni. í þessum tillögum er m.a. gert ráö fyrir aö komiö veröi á laggimar norrænni kvikmyndahátiö, sem haldin veröi i Hanaholmen, finnskri menningarmiöstöö, i grennd viö Helsinki og hún veröi haldin annaö hvert ár. Auk þess er heitiö fjárhagsstuöningi til aö auka samvinnu kvikmyndastofn- ana á Noröurlöndunum og koma á reglulegum samráösfundum milli forstööumanna þeirra. t>á er ennfremur i þessum til- lögum lagt til aö veitt veröi fé til þess aö kópera 35mm myndir niöur i 16 mm til aö f jölga mögu- leikum á sýningum norrænna mynda og jafnframt aö sérstakt átak veröi gert i þvi aö styöja geröbarna- og unglingamynda og koma þeim á framfæri. Eitt athyglisveröasta nýmæliö i þessum tillöguflutningi er þó e.t.v. aö gert er ráö fyrir veru- legri styrkupphæö til handa kvik- myndahúsum I Reykjavik, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki, og ennfremur i Paris, sem vilja sérhæfa sig I sýningum norrænna kvikmynda um tveggja ára skeiö. BVS Síðasta sýn- ingarhelgi á Landi og Sonum Sýningum á kvikmyndinni Land og synir f Austurbæjarbíói fer nú aö fækka. Aösókn hefur veriö mjög góö sem kunnugt er, en samkvæmt upplýsingum kvik- myndahússins hefur hún minnkaö uppá siökastiö. Ef aö likum lætur veröur sýningum á myndinni hætt I næstu viku. Fer því hver aö veröa siöastur aö sjá hana, f biii aö minnsta kosti. ,,Fyrsta ástin" í fyrsta sæti í verðlaunasamkeppni áhugamanna um kvikmyndagerð ,,Fyrsta ástin” 25 minútna löng kvikmynd fékk fyrstu verölaun á kvikmyndahátiö áhugamanna um kvikmyndagerö um siöustu helgi, I yngri flokki. Aö sögn Marteins Sigurgeirs- sonar, formanns samtakanna bárust ellefu myndir I flokki yngri en 20 ára. Veitt er gull, silfur og brons fyrir bestu kvikmyndirnar, en dómnefnd ákvaö aö engin myndanna væri nógu góö fyrir gulliö. „Fyrsta ástin”, sem HAS- Film. (nokkrir ungir menn úr Hafnarfiröi) geröi fékk silfriö. Engin mynd fékk bronsiö, en nokkrar fengu viöurkenningar- skjai. I eldri flokk, bárust aöeins fjórar myndir, og fékk „Torfu- bruninn”, þriggja mfnútna löng mynd um brunann í Bernhöfts- torfunni eftir Kristberg óskars son, viöurkenningu. Engin mynd i fullorðinsflokki fékk verölauna pening. Aö sögn Marteins eru samtök áhugamanna um kvikmyndagerö bæöiánægö meö afraksturinn og ekki. „Gæöin i yngri flokknum eru mun meiri en i fyrra, og breiddin sömuleiöis meiri”, sagöi hann. Hinsvegar var þátttakan i eldri flokknum ekki mikil, og áhorf- endur I Tjarnarbiói voru fáir. 1 dómnefnd, sem gaf umsögn um allar myndirnar voru Friörik Indriöason, Þrándur Thoroddsen og Gylfi Kristinsson. — GA „Þraukum á loforðunum" - Framtíð Islenska dansflokksins óliós Framtiö islenska dansflokksins er jafn óljós og hún hefur veriö undanfarin ár. Flokkurinn hefur veriö i umtalsveröu fjársvelti hjá hinu opinbera og aö sögn Arnar Guömundssonar, framkvæmda- stjóra dansfiokksins, eru þaö lof- oröin ein sem halda starfsemi hans gangandi. „Viö fengum loforö i fyrra um aö málum dansflokksins yröi komiö I betra horf”, sagöi Orn, ,,og m.a. var skipuö nefnd af Ragnari Arnalds, fyrrverandi menntamálaráöherra til aö finna langtlmalausn á vandamálum hans. Sú nefnd starfar ennþá og hefur haldiö nokkra fundi”. „Núna á föstudaginn (I dag) eigum viö viötal hjá fjárveitinga- nefnd þar sem viö munum fara fram á aö viö fáum laun á viö aöra launþega, þ.e. ekki aöeins launfyrir dagvinnu, heldur einnig fyrir þá kvöld og helgidagavinnu sem viö leggjum á okkur. Svo munum viö óska eftir peningum fyrir uppfærslum, þ.e. sviösetn- ingum og búningum. Þaö hlýtur aö vera eölileg krafa. Ég er hræddur um aö fáir leikarar myndu sætta sig viö aö æfa allt áriö og sýna aöeins einu sinni.” „Þolinmæöi okkar er a þrot- um”, sagöi Orn. „Þetta sögöum viö reyndar lika I fyrra, en ef ekki veröureitthvaö gert leysist flokk- urinn upp og starf undanfarinna ára veröur til litils”. Næsta sýning á uppfærslunni sem Dansflokkurinn stendur aö um þessar mundir veröur 9. mars, en núnu er unniö aö undir- búningi fyrir sýningu á Kjarvals- stööum 21. eöa 22. mars, þar sem Dansflokkurinn kemur fram meö söngflokknum Hljómeyki og fimm hl jóöfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveitinni. Þar veröa flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem stjórna mun tóníistinni. Þá eru þrjár stúlkur úr dans- flokknum þátttakendur i Kabarett Þórscafés, til aö drýgja tekjurnar. „Ekki veitiraf”, sagöi örn aö lokum. — GA Nýlistarmenn á heims- sýningu í New York Sýingarhópur á vegum Gallerisins Suöurgötu 7 heidur tii New York núna eftir helgina og tekur þar þátt i mikilli heimssýn- ingu, „Art Expó”. Aö sögn Bjarna Þórarinssonar, eins aöstandenda Gallerisins, barst þeim nýlega boö um aö taka þátt i þessari alþjóölegu heims- sýningu sem 1 ár er haldin I annaö skipti. Um tvö hundruö gallerfum víðsvegar um heim er boðin þátt- taka, og i þá fjóra daga sem sýn- ingin var opin i fyrra sáu hana 25 þúsund manns. I ár verður hún einnig í fjóra daga, frá 7. til 10. mars. Fjögurra manna sýningarhópur frá Suður- ! götu-galleriinu fer til New York, ! þau Friörik Þór Friöriksson j Margrét Jónsdóttir, Steingrimur Eyf jörö Kristmundsson og Bjarni Þórarinsson. Samfara sýningunni veröur mik- il ráöstefna listamanna, gagnrýn- enda, listfræöinga og gailerieig- enda, og aö sögn Bjarna er þetta ómetanlegt tækifæri til aö kynnast þverskurðinum af þvi sem er aö gerast i myndlist 1 heiminum i dag. „Þetta er töluvert kostnaöar- samt fyrirtæki”, sagöi hann, ,,en viö höfum fengið styrk til far- arinnar frá rikinu. Sömuleiöis hafa ýmis fyrirtæki tekiö okkur vel og veitt aöstoö f formi styrktaráskriftar aö tfmaritinu „Svart á hvítu”. Sýningarhópurinn heldur utan þriöja mars. — GA. Laureen Bacail, Joe Downing og Bogart i „The Big Sleep BOGARTÍ Háskólabió (mánudagsmynd) Svefninn langi (The Big Sleep). Bandarisk. Argerö 1946. Leik- stjóri Howard Hawks. Aöalhlut- verk Humphrey Bogart og Laureen Bacall. Fáir leikarar geta státaö af þvi að vinsældir þeirra haldist árum og áratugum eftir lát þeirra. Það á sér aö visu eöli- legar skýringar, en jafnvel þó þeirgætuá einhvern hátt komiö skilaboöum aö handan er hætt viö aö fáir nenntu aö hlusta. Um Humphrey Bogart, sem Háskólabió hyggst gera skil á næstu vikum, er ööru máli aö gegna. Hann hefur nú verið STUÐ/ ! I vert flókinni bók Raymond j Chandlers, sem skapaði i Marlowe, og i meðförum : þriggja handritshöfunda er hún j jafnvel ennþá flóknari en bókin. í myndinni er ekki timi fyrir ! allar þær útskýringar sem bókin j gefur, en i staðinn fyrir einfalda j söguþráöinn, er sumum út- | skýringunum einfaldlega j sleppt. Söguþráöurinn er hinn hefð- ; bundni söguþráður Bandarisku i einkaspæjaraheföarinnar — ; Marlowe er ráðinn til að leysa j einfalt mál, en þegar hann ! byrjar að vinna i þvi kemst I hann á snoðir um ýmis óhrein- ! indi, og fyrr en varði eru likin I Kvikmyndir eftir Guðjón Arngrimsson og Guölaug Bergmundsson undir grænni torfu I 23 ár, en nýtur enn feykilegra vinsælda jafnvel meðal fólks sem ekki var fætt þegar hann lést. Bogart veröur vart talinn mikilhæfur leikari, en það sem hann skorti I dramatiskum til- þrifum, bætti hann upp meö sérkennilegum sjarma og sterk- ! um persónulegum blæ. Ahorf- j endum finnst þeir ætiö vera aö j horfa á Bogart leika einhverja karaktera: hann hvarf ekki bak við persónur sinar, eins og bestu leikararnir f dag gera. 1 Svefninum langa spreytir hann sig á hinum þekkta einka- spæjara Philip Marlowe, með þeim árangri að i hugum margra tengjast Bogart og Marlowe órjúfanlegum böndum. Margir fleiri hafa glimt við hinn orðheppna, kalda, en þó hjartahlýja Mar- lowe, en ekki vakið mikla at- hygli. Þessi mynd er gerö eftir tals- farin aö hrannast upp. Margir eru kallaðir til sögunnar og flestir miöur geöslegir. Myndin er einum of ruglings- leg til að verða nokkurn timann verulega spenr.andi, en and- rúmsloftiö, Neonfrumskógurinn, þokan, næturmyrkriö, rigning- in, er einstakt. Það fer ekkert milli mála aö maður er kominn i undirheima Los Angeles og Hollywood á árunum milli 1940 og '50. Fyrir þá sem gaman hafa af ástarsögum skal lika bent á aö þetta er ein af fáum myndum sem hjónakornin Bogart og Laureen Bacall léku saman 1. I heild mjög viröingarvert framtak hjá Háskólabiói þótt ég vildi kannski sjá fleiri myndir en þær þrjár sem sýndar verða, og The Big Sleep, The Big Shot (1942) og The Enforcer (1951) gefa ekki neina heildarmynd af leikaranum Bogart. —GA ! i í i j i I I Hrollvekjandi f/atneskja , Tónabíó: Álagahúsiö (Burnt Offerings). Bandarisk, árgerö 1976. Leikendur: Karen Black, Oliver Reed, Lee H. Montgomery, Burgess Meredith, Bette Davis. Handrit: William F. Nolan og Dan Curtis. Leikstjóri: Dan Curtis. „Ben Rolfe, Marian, kona hans og David sonur þeirra eru á ferö úti í sveit. Þau hjónin hafa hug á að taka hús á leigu um sumarið, og þeim hefur boðist hús, sem sagt er henta ! „stórri fjölskyldu”. Þegar þau ! koma á staðinn, finnst þeim l húsið óþarflega stórt, og þegar j þau frétta , að þaö eigi aöeins aö ; kosta 900 dali allt sumarið, þyk- : ir Ben þaö næsta skritiö.” Já, þaö var skritiö. Þau taka ! þó húsiö á leigu og dvelja þar i ; fallegu umhverfi. En eins og j máltæki segir: oft er flagð undir 1 fögru skinni. Ýmislegt fer aö gerast, sem i sjálfu sér er ekki i frásögur færandi. Loks... „Ben er sjúkur maður á eftir, ; oa Marian ákveöur loks aö þau j verði aö fara. Þau eru ferðbúin , þegar Marian vill fara inn til að kveðja gömlu konuna (sem i fylgdi með húsinu, en aldrei j sást) að endingu. Þegar þaö j dregst, að hún komi aftur, fer j Ben á eftirhenni og finnur hana, : en... Lengra má ekki segja þessa' sögu til þess að endirinn veröi nógu spennandi fyrir áhorfend- ur.” Svo segir i sýningarskrá. Ég get hinsvegar uppiýst fólk um þaö, aö endirinn er alls ekki spennandi, ekkifremur en annars staðar i þessari mynd, þar sem leikarar eiga greini- lega mjög bágt meö aö koma fram i þessari lágkúru. Ein alls herjar flatneskja og leiöinleg, enginn hryllingur. GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.