Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 11
—he/garpósturinn Föstudagur 29. febrúar 1980 11 Erlendur Jónsson: „óréttmæt krafa aö dúxar skari fram úr.” Þorsteinn Vilhjálmsson: „Meöaieinkunn er i eöli sfnu rökleysa.” fyrir tilvonandi dúxa? ,Nei, eiginlega ekki. Aöeins það sem ég hef þegar sagt, aö þaö ætti ekki aö vera neitt takmark i sjálfu sér aö vera dúx.” — Hvert er álit þitt á dúxum al- mennt? Skara þeir yfirleitt fram úr, þegar út ilifið kemur? „Ég þekki ekki nógu marga dúxa til aö geta svaraö þessari spurningu af neinni skynsemi. Mér sýnist þö, aö þeir sem hafa getað einbeitt sér aö einhverju ákveönu sviöi, hafi sumir náö nokkuö langt og ég tel aö þö nokkrir finnist meöal kennara háskólans, sumir dúxar hafa svo breitt áhugasviö, aö þeir geta ekki einbeitt sér aö neinu ákveönu efni og ná þvl aldrei langt á neinu sviöi. Sumir hafa vaknað upp viö vondan draum i erlendum háskóla og gert sér ljóst að þaö er tvennt ólíkt aö láta mata sig meö teskeið á hinum ýmsu náms- greinum I menntaskóla og dúxa svo aö lokum, og stunda alvarlegt visindanám. Svo er það llka tvennt ólikt aö geta tekiö próf I skóla og kunna aö lifa llfinu. Ætli dúxar séu ekki eins og fólk er flest, sumir skemmtilegir, aör- ir leiöinlegir, sumir gáfaöir en þó heimskir.” — A aö viöhalda þessu kerfi og hvetja fólk út I þess samkeppni? „Samkeppni út af fyrir sig er öllum nauösynleg og flestir veröa aö hafa eitthvert takmark til aö keppa aö, en einkunnasýki tel ég vera skaölega.” #/ Dúxnaf nbótin er takmark sem þjóðfélagið setur" segir Erlendur Jónsson Erlendur Jónsson varö dúx I MR áriö 1968. Eftir stúdentspróf fór hann til Bretlands, og slöar til Sviþjóöar, og lagði stund á heim- speki. — Hvaöa tilfinning var þaö aö veröa dúx? Hafa dúxarþaðá til- finningunni aö vera fremri skóla- félögum sinum? „Þaö fer eftir því hverjum aug- um menn líta á dúx titilinn. Ef maður lltur á hann sem einhvers- konar met eöa sigur I einhvers- konar kapphlaupi, þá geri ég ráð fyrir aö dúxinum sé eins innan- brjósts og öörum methöfum eða sigurvegurum, t.d . i íþróttum eöa skák. En ef viö ígrundum máliö nánar, komumst viö aö raun um þaö, aö dúxnafnbótin er takmark eða markmiö, sem þjóö- félagiö setur og ber aö skilja frá þeim kröfum, sem menn gera til sjálfra sin. Þaö eru alltaf þær kröfur, sem skipta megin máli.” — Haföi þaö einhver áhrif á val þitt á námsgrein I háskóla? „Nei, ég myndi nú ekki segja það.” — Varstu þá löngu búinn aö á- kveöa aö fara I heimspekinám? „Já þvl þaö þarf alltaf aö sækja um lenskum háskólum ári áöur.” — Nú ert þú úr stærðfræöideild, eins og flestir aörir dúxar. Þótti þaö ekkert undarlegt aö þú skyld- ir fara I þaö aö læra heimspeki, eöa var þetta góöur undirbúning- ur undir slikt nám? „Ég held að menntaskólanám- iö, eins og þaö var I stæröfræöi- deild, hafi verið mjög góöur und- irbúningur einmitt fyrir heim- speki, vegna þess aö þaö er svo- vlötækt. Menn læra bæöi mörg mál og fá nokkuö góöa undirstööu I stæröfræðigreinum. Þaö var náttúrulega I tlsku á þessum tlma, aö fara I einhvers konar raunvlsindanám úr stæröfræöi- deild, læknisfræöi eöa verkfræöi. Ég held aö viö höfum bara verið tveir eöa þrlr úr minni deild, sem fórum I nám I húmanlskum grein- um.” — Var erfitt aö standa undir dúx-nafnbótinni? „Fólk gerir náttúrulega á- kveönar kröfur til dúxa, aö þeir standi sig vel i háskólanámi slö- ar, kröfur sem eru kannski ekki alveg réttmætar, vegna þess aö þetta er ekki nema meöaltal.” — Haföiþetta einhver áhrif á llf þitt siöar meir? „Nei, ekki segi ég þaö. Þaö h^föi engin áhrif á val mitt I há- skóla, og ef maður lltur á þetta meö raunsæjum augum, skiptir þetta nú ekki svo miklu máli.” — Mundiöru vilja veröa dúx aftur, þ.e. var þaö þess viröi aö leggja hart aö sér og standa I samkeppni um aö ná hæstu eink- ununum? „Þaö er eins og þegar t.d. I- þróttamenn keppa aö einhvers konar metum, ef menn hafa þá afstööu til þessarar nafnbótar, þá held ég aö þaö sé þess viröi. Hún getur veriö gagnleg aö þvl leyti, aö hún hvetur fólk til námsástund- unar.” — En hvernig llta aörir skólafé- lagar á dúxana? „Þaö er dálitiö erfitt aö segja, þvi maöur veröur ekki dúx fyrr en viö stúdentspróf, þegar allir dreifast, en mér fannst þeir vera jákvæöir gagnvart þessu.” — Þannig aö þú mundir vilja leggja það á þig aö veröa dúx aft- ur, miöaö viö óbreyttar aöstæö- ur? „Já, ég heldþaö. Annars er þaö sem máli skiptir ekki sjálfa dúx- nafnbótina, heldur einkunnir I einstökum fögum, vegna þess aö þetta er ekkert annaö en meöal- tal, og ein og önnur meöaltöl, ber aö túlka meö varúö”. — Hefuröu einhver heilræöi fyr- ir tilvonandi dúxa? „Nei, ekki nema þaö aö ofmetn- ast ekki og láta titilinn örva sig til dáöa I frekara námi.” — Hvert er álit þitt á dúxum al mennt: Skara þeir almennt fram- úr, þegar út I lífið kemur? „Ég hef náttúrulega enga stat- istik yfir þetta, þannig aö ég get ekkert fullyrt um þaö. En ef viö hugleiöum máliö út frá þvl hvaö þessi titill felur I sér, þá þyrfti maöur sem er dúx eitt áriö ekki aö vera dúx annaö ár, þannig aö þetta er ekki neitt absalútt. Svo er þetta ekki annað en meðaltal, og ef maöur lltur á þetta stæröfræöi- lega, þarf dúxinn ekki aö skara fram úr i neinu ákveönu fagi. A þessum grundvelli er þaö órétt- mæt krafa aö þeir skari fram úr. Þetta segir ekkert annaö en þeir hafi hæst meöaltal, aö þeir séu fjölhæfir.” — Á aö viöhalda þessu kerfi og hvetja fólk út I þessa samkeppni? „Ég mundi segja aö þaö gæti verið gagnlegt aö hafa eitthvert markmiö til aö keppa aö. Þetta markmið er eins gott og heiöar- legtog hvaö annaö, eins og t.d. aö eignast einbýlishús eða slá met I iþróttum. Þaö hefur alla vega þaö gottlför meö sér, aö menn leggja meiri stund á námiö. Aö þvl leyti tel ég aö þessi nafnbót geti verið nytsamleg, en þaö er hægt að rangtúlka hana eins og annað.” eftir Guðlaug Bergmundsson myndir: Friðþjófur Ýmsar gerdir gerðir af borðstofuhúsgögnum ur sýrubrenndri eik frá Danmörku Vorum að taka upp útskorin borðstofu- húsgögn frá Belgíu Rokkokkó húsgögn frá Belgfu og Hollandi Full búð af nýjum vörum Sogavegi 188 - Sími 37210 - Reykjavík Alltaf eitthvad nýtt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.