Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 24
24 Gaman í Kópavogi Leikfélag Kópavogs sýnir í Kópa vogsbiói gamanleikinn Þorlák þreytta eftir Neal og Farraer, I þýðingu Emils Thoroddsen. Leikstjóri Guörún Þ. Stephensen. Leikmynd og búningar unnir i hópvinnu. Leikendur: Magnús Ólafsson, Sólrún Vngvadóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Bergljót Stefánsdóttir, Gunnar Magnús- son, Finnur Magnússon, ögmundur Jóhannesson, Eygló Yngvadóttir, Guöbrandur Valdimarsson, Alda Noröfjörö, Eirikur Hjálmarsson, Finnur Magnússon, Sigrún Vaidimars- dóttir, Gestur Gisiason. Þegar maöur hefur lengi van- ist viö notkun hugtaksins Stór- Reykjavik er erfitt aö lita á Kópavog sem sérstakt bæjar- samfélag sambærilegt viö þá léttvægur og þeir félagar hlifa áhorfendum viö oki þungra pælinga en ýta þeim mun oftar viö hláturtaugunum. Þorlákur, vesalingurinn, drýgir þá al- gengu synd aö fá sér fullræki- lega neöan I þvi og lætur sföan Bakkus karlinn teyma sig á vit annarrarkonu en þeirrar sem hann er eiliflega bundinn i heilögu hjónabandi. Viö þaö aö reyna aö bæta fyrir þetta brot sitt flækist Þorlákur i þétt- spunninn lygavef, sem aö end- ingu hefur nær allar persónur leiksins á sinu valdi. Eftir mik- inn misskilning, feluleiki og læti greiöist úr flækjunni og endirinn er aö sjálfsögöu góöur, byggöur á mottóinu'. Hálfsannleikurinn er sagna bestur! Boöskapur þessa verks ristir aö visu ekki djúpt, en þaö má kaupstaöi er fjær liggja Reykja- vik. Þess vegna kom skemmti- lega á óvart sá andi er rikti fvrir frumsýninguna s.l. föstudag. Undirrituöum fannst hann einstaklega framandi. Allir virtust þekkjast, faömlög, koss- ar og spaugandi kumpánleiki einkenndu andann. Andrúms- loftiö var vinsamlegt og i alla staöi heppilegt fyrir áhugafólkiö sem flutti hinn kunna ærslaleik um fjörugan sólarhring I lifi Þorláks Dormar og aöstand- enda. Þessi gamanleikur þeirra Neals og Farmers er ósköp hafa af þvi drjúgt gaman. Ahorfendur hlógu oftinnilega og gildi hlátursins ætla ég ekki aö véfengja, enda ku hann lengja lifiö. Þaö var margt sem hjáip- aöist aö viö aö gera þessa sýn- ingu skemmtilega en þyngst á metunum var þó sú leikgleöi sem einkenndi hana. Allir aöstandendur sýningarinnar virtust hafa hiö mesta gaman af, meira aö segja hinir ungu sviösmenn geisluöu af kátinu viö púlsvinnu sina. Guörún Þ. Stephensen hefur áöur sýnt aö henni er einstaklega lagiö aö ná þvi besta út Ur áhugafólki á Föstudagur 29. febrúar 1980 he/gar’DÓsturinrL. Þorlákur þreytti fer á kostum i Kópavoginum. sviöi. Leikstjórn hennar var styrk og hinn ánægjulegi andi sem einkenndi sýninguna veröur aö reiknast henni tiJ tekna. I fjölmennri sýningu áhuga- leikhúss veröur vart hjá þvi komist aö einhverjum leikendanna séu mislagöar hendur, þó var árangurinn furöu jafn aö þessu sinni. Magnús Olafsson var góöur I hlutverki Þorláks, enda er maöurinn oröinn heimsfrægur um allt Island fyrir leik sinn i kvikmyndum. Stórkarlalegar andlitsfettur hans og fyndni geröu þann þreytta eftirminni- legan. Sólrún Yngvadóttir virk- aöi i fyrstu óörugg i hlutverki Gústu konu Þorláks, en stóö sig vel i lokin þegar mest á reyndi. Guöbrandur Valdimarsson var sérlega spaugilegur i hlutverki Jóseps Hriseyings og haföi gott lag á áhorfendum. Þá er rétt aö geta frammistööu Gunnars Magnússonar sem lék Felix af miklu öryggi. Aörir leikendur stóöu sig allir þokkalega, og I heild tel ég aö Leikfélag Kópa- vogs megi vel viö una. Þaö er örugglega talsvert erfitt aö halda uppi virkri leikstarfsemi i svo nánu sambýli viö atvinnu- leikhúsin þrjú i höfuöborginni og slik viöleitni veröur seint fullmetin. SS. : Í i ■ Heimir Pálsson, sem veriö hefur leiklistar- og bókmennta- gagnrýnandi Helgarpóstsins frá upphafi, lætur nú af þvi starfi vegna anna. Viö starfi hans taka nú Gunnlaugur Ásgeirsson, sem er lesendum blaösins aö góöu kunnur fyrir skrif um bókmenntir, og Siguröur Svavarsson. Hannlauk BA-prófi i Islensku og almennri bókmenntafræöi frá Háskóla tslands og kennir nú viö Menntaskólann i Hamrahliö. Helgarpósturinn þakkar Heimi Pálssyni velunnin störf i þágu blaösins.Heimir mun þó halda áfram aö leggja blaöinu liö á vettvangi Hringborösins. Fyrstu sinfóníutónleikar á Islandi Eftir rúma viku telst Sin- fóniuhljómsveit islands eiga 30 ára afmæli, og veröa þvi vænt- aniega gerö nokkur skil. En af sama tilefni er ekki úr vegi aö rifja upp, hvenær sinfdhiuhljóm- sveit sem þaö nafn er gefandi lék i fyrsta sinn á islandi og ým- isieg viöbrögö i þvi sambandi. Hamborgar Fílharmonian og Jón Leifs. Þaö var i byrjun júni 1926, aö Jón Leifs þá 27 ára, kom hingaö meö tæpan helming Filhar- moniusveitarinnar i Hamborg, 40 manns. Ásamt Berlinar Fil- harmoniunni var þetta á þeim árum eina hljómsveitin I Þýska- landi, sem einvöröungu fékkst viö sjálfstætt hljómleikahald, en lék t.d. ekki viö leikhús eöa ó- peru. Hún var þá oröin um hundraö ára gömul stofnun og stjórnendur hennar höföu m.a. verið Johannes Brahms, Hans von Blilow, Richard Strauss og Pjotr Tsjækofský. Fyrstu hljómleikarnir voru 2. júni i lönó, og Coriolan-forleikur Beethovens er fyrsta verkiö, sem leikiö er af sinfóniuhljóm- sveit hér á landi. A efnisskránni voru auk þess Preziosa-forleik- urinn eftir Weber, „Klavar”-- konsert Mozarts i A-dúr (liklega K 414 eöa 488), þar sem Annie læifs sá um einleikinn og loks Egmont-forleikurinn eftir Beet- hoven. Umsagnir Tónlistarmenn fögnuöu þess- um viöburöi aö sjálfsögöu ákaft og hljóp kapp i kinn. Emil Thor- oddsen skrifaöi m.a. þannig i Vörö: „Þetta er draumur. Gamli timburhjallurinn Iönó er orðinn Parthenon, Reykjavik er stór- borg I nokkra daga. ... Nú getum viö aöeins óskaö: aö viö ættum þá, þessa fjörutíu, aö viö gætum þannig stokkiö yf- ir þróun áratuga i einu vet- fangi.” Arni Thorsteinsson skrifaöi I Morgunblaöiö: „Tónar Mozarts og Beethov- ens hljömuöu I fyrsta sinn hjeri Vik, svo aö samboöið var þess- um meistaranöfnum. ... Manni varö ósjálfrátt á, aö hugsa fram i ókomna timann, dreyma, undir þessum meist- aralegu tónum, um framtiö is- lenskrar tónlistar. ... Jón Leifs sýndi okkur þarna greinilega, hvaö úr sliku getur oröiö, ef I alvöru er hafist handa vor á meöal, og ef sá litli áhugi, sem vaknaður er nú á hljómlist- arsviöinu, ekki veröur kyrktur fyrir eftirtölur og nisku sumra óviturra manna, sem enn lita á hljómlistina sem einberan hje- góma og vitleysu.” Tónlistarhátið Hljómsveitin hélt hvorki meira né minna en 10 hljóm- leika á 15 dögum aöallega i Iönó og Dómkirkjunni, en auk þess léku þeir eitt sinn fyrir sjilklinga á Vifilsstööum og héldu eina „alþýöuhljómleika”. Auk þeirra verka sem þegar er getiö má sjá, aö þeir hafa leikiö Litiö næturljóð, fiölukon- sert, hornkonsert og 40. sinfóniu Mozarts, Divertimento eftir Haydn, Kol Nidrei eftir Max Bruch, Strauss-valsa, Siegfried- Idyll eftir Wagner, tónlist viö Gaídra-Loft og Minni Islands eftir Jón Leifs og slðast en ekki sist fjórar sinfóniur Beethovens. Af þeim viröast Sjöunda og Eroica hafa vakiö mesta hrifn- ingu, kannski vegna tilþrifa stjórnandans viö flutning þeirra. En um meöferö Jóns Leifs segir Emil Thoroddsen: „Beethoven veröur norrænn jötunn I höndum hans, sterkari og stórfenglegri en aörir gera hann og þó um leið kaldari og stiröari. Þessi Beethoven á ekk- ert skylt viö Vinarborg. Hann er blóö af okkar blóöi, viiltur, al- skeggjaöur teutoni úr þýskum skógarfylgsnum.” Áskorun til verkafólks Þessari heimsókn virðist hafa veriö tekiö af almennri velvil d og jákvæöri forvitni enda naum- ast upphafinn enn neinn haturs- áróöur gegn lista-, mennta- eöa „gáfumönnum”, Athyglisverö er afstaða Alþýöublaösins, sem þá var eina verkalýösmálgagn- iö, en þar segir m.a. á forsiöu daginn eftir fyrstu hljómleik- ana: „Sjaldan hefur vist peningum veriö betur variö en þeim, sem bæjarstjórnin veitti til þessara hljómleika. Skal allri alþýöu ráöiö til aö hlýöa þessum ágætu hljómleikum og horfa ekki i féö, sem þaö kostar, þaö getur ekki minna veriö. Góöur hljóöfæra- sláttur gerir menn betri, leiöir menn af grýttum brautum kaldrar veraldarhyggju á mjúkar grundir hjartavizku og tilfinningaskilnings. Hljómlistin talar einni og samri tungu til allra þjóöa og allra tima. Fátt vinnur þvi meira aö hinni miklu hugsjón jafnaöarmanna um jafnræöi og bróöerni allra. Og þvi vill Alþýöublaöiö varpa kveöju á hljómsveitina þýzku á hennar eigin tungu.” Siöan kemur nær hálfur dálk- ur á þýsku meö sama inntaki. Meölimir verkalýösfélaganna gengu fyrir um miöa á „alþýöu- hljómleikana”, sem seldir voru á hálfviröi á afgreiöslu Alþýðu- blaösins. Fyrir þá er skrifaö á forsföu: \e\ U°v & . iv ^ , cVóF'- ____dk „Alþýöufólk má ekki sleppa þvi einstaka tækifæri, sem þvi gefst með þeim. Þaö veröur sennilega ekki oftar á æfi þeirra, sem nú lifa, aö önnur eins hljómsveit gistir landið. Auk þess liggur i þvi aö halda sérstaka, ódýra hljómleika fyrir alþýöu skilningur og viöurkenn- ing á gildi alþýöusamtakanna, sem hl jómsveitarmennirnir þekkja vel frá átthögum sinum, fririkinu Hamborg, og þá viður- kenningu ber aö meta. Lækkun aögangseyris er og bein pen- ingagjöf til alþýöu og hún verö- ur ekki betur þökkuö en meö góöri aösókn. Sá hleypidómur má engum aftra, aö alþýöufólk hafi ekki gagn af slikum hljóm- leikum sem þessum, þaö skilji þá ekki. Allir hafa nautn af hljómlist alveg eins og allir geta notiö sólskins, veöurbliöu og náttúrufeguröar, þótt þeir kunni ekki aö gera visindalega grein fyrir þvl.” Og í sama tölublaö skrifar kommúnistinn Arsæll Sigurös- son: „Margur verkamaöurinn mun ef til vill hugsa sem svo, aö hann eigi ekki erindi á slikan leik, hann hafi ekki vit á þessu, sem þeir spila, og þekki ekki lögin. Þettakann aö vera rétt aö vissu leyti, en þó skyldi enginn láta þaö fæla sig frá aö fara og hlusta á leik þeirra. Ekkert sýn- ir betur mátt samtakanna en vel samæfö, stór hljómsveit, sem stillir svö saman tugi hljóöfæra aö úr þeim kemur einn hljómur. Oll sveitin hefir einn vilja:aö vera samtaka: einstaklingur- inn hverfi I fjöldann: það er fjöldinn, samstiilt, órjúfanleg heildareining fjöldans, sem liö- ur fyrir eyru áheyrendanna sem tónaflóö, ýmist blitt og unaös- legt, hrærandi hverja og eina af hinum finustu og viökvæmustu taugum þeirra, eöa sem ólgandi hafrót, svo aö húsiö nötrar und- an hljóöbylgjunum, vekjandi úr djúpi áheyrandans huliö afl, sem hann ef til vill vissi ekki sjálfur aö i honum bjó.” Annarskonar viðbrögð En sinum augum litur hver á silfriö. Einar skáld Benedikts- son sá sér færi á aö slá á strengi framsýnnarkynstofnarembu og ýja aö þvi fagra hugsjónamáli sinu aö koma Grænlandi undir Island. Hann skrifaöi i Vörö: „Þessi viöburöur, heimsókn hinnar þýsku sveitar, ætti aö geta valdiö miklu um nánari kynningu hinnar mestu og minnstu þjóöar af þeim stofni, er ráörikur mun veröa um af- drif meginmála i vestlægari hluta álfu vorrar. ... Og I þessu efni leyfi jeg mjer aö fullyröa, aö islenskur andi á samleið meö þýskum anda langar leiöir fram i átt til jarö- neskrar fullkomnunar. ... Aö öllu samantöldu vonum vjer aö gestir vorir frá Þýska- landi þurfi ekki aö sjá eftir þvi aö kynnast oss og landi voru — fósturbyggö þeirra manna, sem námu stærsta eyland heimsins á sinum tima — Grænland. ... Vjer eigum enga talsmenn vorra sönnu hagsmuna ytra. En einmitt þaö, sem vjer þurf- um fyrst og fremst aö afla oss, er stuöning mikilla og voldugra þjóða um vernd vora og rjett út á viö. ... Og aldrei má heldur gleyma þvi, hvern rjett vjer eigum þar enn óheimtan landi voru til handa.” Eftir þessa heimsókn beröust engir stórviöburöir á sviöi sin- fóniskrar tónlistar hér fyrr en kringum Alþingishátiðina 1930.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.