Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 3
3 helgarpósturínnF6s,uda9ur 23 1980 viö hiö fagra og innilega guðshús, minningarkirkju eldklerksins, Jóns Steingrimssonar, sem reist var á Kirkjubæjarklaustri”. — A þvi hefur veriö imprað að rifa gömlu kirkjuna, veistu til þess, að kirkjan hafi einhverja mótaða afstöðu varðandi forn kirkjuhús? „Fornar kirkjur eiga mikla sögu og þar hafa kynslóðirnar átt sinar viðkvæmu stundir, glaðar og sorgarfullar einsog gengur og um þær byggingar gilda ekki sömu rök og um önnur hús og kirkjan vill áreiðanlega halda i gamlar kirkjur meðan kostur er og skynsamlegt þykir og mér finnst skrýtið, að ekki skuli kirkj- unnar maður hafa verið með i ráðum á Hrafnseyri þar sem verið er að ráðsmennskast með fornan kirkjustað, og prestssetur um aldir. Ég verð einnig að játa þá skoðun mina, að það sem gert hefur verið á Hrafnseyri með þvi að sameina fundarsal og kapellu er einsog hvert annað slys. öll hlutföll i kapellunni eru að þvi er mér sýnist röng, og salurinn nálg- ast að vera teningur i lögun. Hafi menn alið þá von i brjósti að þessi staður yrði miðsvæðis á Vest- fjörðum þá er hún brostin, þar sem siðustu daga hefur verið ákveðið að inn- og útgöngudyr Vestfjarða snúi að Húnaflóa, Hrafnseyri er ákaflega illa i sveit sett til fundarhalda einsog menn háfa áformað. Leiðin þangað er Séra Lárus Þ. Guðmundsson I Holti og prófastur i tsafjaröar- prófastsdæmi. lokuð allt að átta mánuði á ári og að auki er Hrafnseyri i þeirri fjarlægð frá aðalþéttbýlisstöðum Vestfjarða að óhugsandi er að halda þar fundi nema til komi gistiaðstaða og mötuneyti. Þjóðin hefur gert margt til að halda á lofti minningu Jóns Sig- urðssonar einsog við vitum, en meira þarf að gera, og á Hrafns- eyri þarf einnig að halda á lofti minningu Jóns þar sem þessi prestssonur fæddist. Gera þarf staðinn meira aðlaðandi i fram- tlðinni og þarna hefur verið kirkjustaður um aldur og hlýtur þvi að krefjast af okkur kirkju- legs minnismerkis, annaðhvort sé gamla kirkjan endurbætt eða kirkja reist á stalli þeirrar gömlu i likingu viö það sem ég minntist á áðan, ekki sákokkteill sem okkur er boðið upp á 1 dag. Þarna þarf einnig aö vera fræösluefni á staðnum og góöur leiðsögumaður, þvi á Hrafnseyri er fjöldi minja og örnefna frá fyrri tið sem vert er aö skoða. Gæti maður jafnvel hugsað sér að þarna dveldi styrk- þegi likt og i húsinu i Kaup- mannahöfn, þá við fræöi- og rit- störf og hann þarf ekki að óttast örtröð. Við megum ekki láta það gera okkur grikk að Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri, en staður- inn á fyrst og fremst að vera minnisvarði um Jón Sigurðsson. Menn ættu heldur ekki að gleyma prestinum sem þarna bjó á þrett- ándu öld og talinn hafa verið fyrsti læröi læknirinn á fslandi og þekktur viða, Hrafn Svein- bjarnarson, það væri ekki úr vegi að geta hans þarna einhvers staðar”. Þór Magnússon , þjó ðminja vörður: Kirkjan hefur tvímælalaust minjalegt gildi t Þjóðminjasafninu eru ýmsir munir tír dánarbái þeirra Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar konu hans. Var það Tryggvi Gunnars- son sem á sfnum tima keypti þessa muni og gaf þjóðinni. Munu þeir fyrst hafa veriö I vörslu al- þingis og Þjóðminjasafnsins sem þá var til hása I Alþingishásinu. Helgarpósturinn hafði samband við Þór Magnásson og innti hann eftir hvort á Hrafnseyri væru nokkrir þeir hlutir sem hefðu minjagildi fyrir Jón Sigurðsson. „Það mun vera hluti af bað- stofuvegg eða gaflhlaði. Senni- lega er litið til frá forfeðrum Jóns. Askur er til sem var 1 eigu afa Jóns Sigurðssonar og er hér i safninu. Einnig mun vera til skápur úr búi systur Jóns, en hann var i búi móður þeirra áður”. Hvaða hlutir eru helstir hér I Þjóðminjasafninu? „Það eru persónulegir hlutir og hUsmunir. Dæmigerð dönsk hUs- gögn frá þeirri tíð. Þá eru myndir, skrifborð Jóns og skrif- borðsstóll. Skápur og sófi og svo persónulegir hlutir, vasaúr, föt, pipuhattur, kjólföt, sloppur, það er hér allt til sýnis”. Hver er hugur þinn til þess að “flytja eitthvað af þessum munum vesturá Hrafnseyri ef fram á það yrði farið? „Mér finnst það alveg fráleitt og enginn hlutur sem hér er á þar heima. Hér er enginn hlutur frá Hrafnseyri eða sem tengdur er þeim stað. Kaupmannahöfn var vettvangur Jóns Sigurðssonar svo og Eeykjavik og þar eiga þessir hlutir heima. Hér er miðdepill landsins og annar vinnustaöur Jóns utan Kaupmannahafnar og hér starfaði hann alltaf þegar hann kom til þings. Að Hrafnseyri koma fáir ferðamenn og ef þessir munir væru þar vestra sæju þá tiltölulega sárafáir þar sem staðurinn er einangraður nlu mánuði á ári. Menn hafa látið I ljós þá hugmynd aö safnið ætti aö vera á Hrafnseyri, en það er ekki það eina sem eftir Jón liggur. Jón var bæði fræðimaður og bóka- safnari og eftir hann liggur gifur- legt bóka- og handritasafn og var það keypt til Landsbókasafnsins. Þvl vaknar sú spurning hvort ekki eigi að flytja það vestur samkvæmt sömu hugmynd. Þaö ætti alveg eins erindi. Vilji menn koma upp safni um Jón Sigurðs- son, þá ættu þeir að taka sér til fyrirmyndar safnið I Kaup- mannahöfn, sem er myndasafn, texti, eftirlikingar og lýsing á starfsferli Jóns Sigurössonar”. Nú er nltjándu aldar kiricja á Hrafnseyri, vigð 1886. Hún er auövitað ekki á snærum Hrafns- eyrarnefndar heldur fámenns söfnuðar. Verður ef til vill tvlsýnt um llf þeirrar kirkju þegar annaö guðshús er komið á torfuna? „Þetta er ein af hinum dæmi- gerðum timburkirkjum sem reistar voru á tlmabiÚnu „80 til „90 og voru margar reistar. Það verður aldrei hægt aö varðveita nema tiltölulega fáar en við höfum látið varöveita nokkrar góðar. Mér finnst mikil ástæða til að varöveita kirkjuna sem er elsta sýnilega mannvirkiö á staðnum. Hún er það sem gefur staðnum reisn og er eina sýnilega mannvirkið . frá öld Jóns Sig- urössonar”. Hefur hún minjalegt gildi? „Alveg tvlmælalaust, hún er dæmigerö gömul Islensk sveita- kirkja og gefur staönum mikla reisn einsog ég vék að áöur og stendur I kirkjugarði einsog Is- lenskar kirkjur hafa gert lengst af. Hún þarf að visu all gagngera viðgerð, ástandiö er einsog á mörgum kirkjum er lltiö viðhald hafa fengið. Á kirkjunni er stór skorsteinn sem lýtir hana og þyrfti að fjarlægjast. En það er nú svo með marga af aldamóta- kynslóðinni, að engu llkara er en þeir vilji afmá öll merki frá fátæktartimum þjóðarinnar og þannig hefur fjöldi merkra hluta Þór Magnússon, þjóftminjavöröur I safni Jóns Sigurössonar á Þjóö- minjasafninu. verið eyðilagður einmitt meö þessu hugarfari. Hvað snertir þessa nýju kapellu, þá er hún réttlætt með þvl að hún eigi einnig aö vera fundarstaður. Það má vel vera aö það séu tlðir og fjöl- mennir fundir á Hrafnseyri, ég þekki það ekki. Þegar ég hef komið að Hrafnseyri finnst mér hafa verið þokkalega rúm húsa- kynni þar. Þá er einnig ljóst ef gamla kirkjan veröur rifin, aö Hrafnseyri hverfur úr tölu kirkju- staða”. Veistu hvort þjóðminjavörður var hafður með I ráðum þegar ráðum nefndarinnar var ráðið á sínum tlma? „Ég veit þaö ekki, en þaö hefur ekki veriö gert slðan ég settist I þennan stól 1968, en I seinni tlö hafa menn yfirleitt farið með meiri gát þegar um er að ræða menningarverðmæti. Ég veit hins vegarekki til að þjóðminjavörður hafi haft afskipti af byggingamál- um Hrafnseyrar”. Er til einhver formúla hvernig helga á minningu góöra manna? „Minning fólks lifir náttúrlega I sögulegum gögnum, en ekki slst I áþreifanlegum hlutum. Llfsorka mannsins færist frá honum sjálf- um og yfir i þann hlut sem hann skapar”. Við byrjuðum árið 1980 með Ayds og þannig ætlum við að halda áfram Liz og Joanna Lawrence eru ma‘ögur. Hvorug þeirra var feit en báóar máttu vift þvi aft missa fáein kíló. Þa-r voru báðar ákveftnar í því aft byrja árift 1980 fallega grannar. Svo aft þær tóku aft fækka við sig hitaeiningum í byrjun desember og héldu matarlystinni t skefjum með aftstoft Ayds — lika um jólin! Og þær nutu máltíðanna með hinum í fjólsky Idunni. Hvernig fóru þar að þessu? Liz: „Ég þurfti aö losa mig vift 3—4 kíló. Þessi fáu aukakiló voru nóg til þess aö ég var svolítift feitabolluteg í bikinibaftfótunum mínum þegar ég heim- sótti systur mína i Kaliforniu síftasta sumar. F.g ákvaft því að prófa Ayds. Ástæðan til pess aft mér geftjast svo vel að Ayds er sú aft mér finnst gaman aft boröa og ég vil njóta máltíöanna mcð fjölskyIdunni. Ayds hjálpar mér aft borfta minni skammta og forðast fitandi fæðu.” Joanna: „Ég er nýbvrjuð aö vinna sem Ijósmyndafyrirsæta ég varö að losa mig vift 7—8 kíló til þess að passa í nr. 10, sem er það númer sem fyrirsætur nota. Það krefst heilmikillar orku að þjóta um á milli Ijósmyndara og maður verftur aö borða almennilega. Og þaft er einmitl þaft sem Ayds gerir — það hjálpar mér aft borða almennilega.” Hvernig Ayds verkar Þaft er álit margra visindatnanna aft þegar hlóftsykurinn minnkar. segi heilinn: „Ég er svangur!" Augljóslega gerisl þetta oltast skOtnmu fvrir venjulegan matmálstima en þaft getur lika gerzl á milli mala. I I þu horftar eill efta tvo Avds (gjarnan meft heilum drvkk sem hjálp^r þér aft melta þaft) hálliima fyrir maltift. eykst hlóftsykurinn og matarlystin minnkar. Hvers vegna Ayds verkar Ayds hjálpar til að hafa hemil á matarlystinni. Það hjálpar til að borða hita- einingasnauða fœðu og forðast fitandi mat. Það er eina leiðin til að grennast og halda áfram að vera grannur. Og — vegna þess að það tekur tima að venj- ast nýjum matarsiðum — fæst Ayds i pökkum sem innihalda fjögurra vikna birgðir. Hver skammtur inniheldur 25 hitaeiningar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.