Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 28
__helgarpásturinn_ Föstudagur 23. maí 1980 HEMPELS þakmálning. Gerð fyrir skipsskrokk enboóinþérá þiikináln ingarverói. Hvaó hef ur þú út úr því? Skipamálningu er ætlaö að standast særok, nudd, frost, snjó og fugladrit meö öllum þeim eyöandi efnum sem í því eru. Þess vegna teljum viö aó betra efni fyrirfinnist ekki á íslensk húsaþök. S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433 og 33414 9 Nti um nokkurt skeið hefur rikt upplausnarástand á ritstjórn dagblaðsins Visis og má reyndar segja að þar hafi ekki rikt sam- felldur friður, allt frá þvi upptir sauð með eigendum blaðsins og Jónasi Kristjánssyniog Sveini R. Eyjólfssyni, og Dagblaðið fædd- ist. Upp á siðkastið hafa margir af reyndustu blaðamönnum Visis tinst i störf á öðrum vettvangi eins og fram hefur komið og nú undanfarna daga hefur staðið yfir á blaðinu deila sem a.m.k. um tima bauð heim fjöldauppsögnum á ritstjórn. Upphaf hennar mun hafa verið auglýsingakálfur frá samtökunum Viðskipti og verslun sem birtur var i blaðinu i s.l. viku. Auglýsingadeild Visis mun hafa krafist þess að þessar fjórar aug- lýsingasiður yrðu settar upp með sama hætti og sama fyrirsagna- letri og venjulegar fréttasiður. Útlitsteiknarar Visis og ritstjórn töldu þetta með öllu fráleitt og óviðeigandi að þurrka þannig tit hefðbundin mörk fréttasiðna og auglýsingasiðna, jafnvel þótt kálfurinn yrði að ööru leyti auð- kenndur sem auglýsing. Davií Guðmundsson, framkvæmda- stjóri og Hörður Einarsson stjórnarformaður og fyrrum rit- stjóri studdu hins vegar sjónar- mið auglýsingadeildarinnar. Um þetta mál var haldinn mikili hitafundur sem lauk með algjör- um vinslitum milli ritstjórnar og framkvæmdastjórnar. ólafui Ragnarsson, ritstjóri hefur verið með uppsagnarbréfið tilbúið i vasanum undanfarna daga og krafist skýlausrar yfirlýsingar útgáfustjórnar Visis um að rit- stjórn bíaðsins fái að vinna sin störf i friði fyrir fjármálastjórn- inni. Legið hefur i loftinu að i kjöl- far uppsagnar hans segðu helstu burðarásar ritstjórnarinnar, Elias Snæland Jónsson, rit- stjo'rnarfulltrúi og Sæmundur Guðvinsson, blaðamaður einnig störfum sinum lausum svo og út- litsteiknarar þess og hugsanlega fleiri blaðamenn. Algjör einhugur mun vera um þetta mál meðal starfsmanna ritstjórnar og Ellcrt B. Schram, ritstjóri sem nti er staddur i Bandarikjunum hefur tilkynnt samstöðu með sjónar- miðum hennar. Helstu eigendur Visis hafa verið að reyna að bera klæði á vopnin undanfarið og áttu málin að skýrast nú undir helg- ina. Undarlegt hvað ófriðurinn ætlar iengi að loða við Visi... 9 Sex ár eru nú liðin siðan bankamálanefnd gerði að tillögu sinni að Útvegsbankinn og Btinaðarbankinn yrðu sameinað- ir. Sú tillaga náði ekki fram að ganga sökum andstöðu Fram- sóknarmanna og forystumanna bændasamtakanna. Málefni Út- vegsbankans eru nú komin á svo alvarlegt stig að Tómas Arnason telur sig knúinn til að gera eitt- hvað i málinu. Herma sögusagnir að hann hafi nti i huga að leggja til sameiningu Útvegsbankans og Landsbankans en þó þannig, að ýmsir af „verri” viðskiptavinum Útvegsbankans verði látnir flytja viðskipti sin i Búnaðarbankann. Til að greiða fyrir málinu verði Búnaðarbankanum svo veitt heimild til gjaldeyrisviðskipta. Þéssum „pakka” fylgir lika.að sögn, að bankastjórum Útvegs- bankans verða tryggðar nýjar stöður og Seðlabankinn fær hús Útvegsbankans við Lækjartorg... # Og meira tir bankaheiminum: A sinum tima kom hér upp svo- kallað ávisanakeðjumál og vakti mikið umtal. Siðan hafa mál af þvi tagi að mestu horfið úr sög- unni, en eftir þvi sem við heyrum hefur nú skotið upp kollinum ann- ars konar „keðjumál” sem for- stöðumenn bankanna hafa nokkr- ar áhyggjur af. Þetta eru svo- kallaðar vixlakeðjur og byggjast á eftirfarandi: Fyrirtæki i versl- un og viðskiptum lána iðulega viðskiptavinum sinum vöru gegn afborgunarkjörum á svokölluðum viðskiptavixlum. Bankarnir Kaupa siðan þessa viðskiptavixla af fyrirtækjunum og hafa flest fyrirtæki ákveðinn vixlakvóta hjá viðskiptabanka sinum i þessu skyni, þ.e. að bankarnir kaupa af fyrirtækjunum viðskiptavixla upp að ákveðinni fjárhæð i hverj- um mánuði. Nti eru fyrirtækin mismunandi, þannig að eitt fyrir- tæki er með aðalsölutimann að vetrarlagi meðan annað selur mest að sumarlagi. Fyrirtækið með vetrarsöluna fyllir þannig kvóta sinn á þeim árstima meðan fyrirtækið með sumarsöluna nýt- ir kvóta sinn að sáralitlu leyti. Þess vegna hafa skapast aðstæð- ur fyrir þessi tvö óliku fyrirtæki að versla með vixlakvóta hvors annars, þannig að yfir vetrartim- ann lánar sumarsölufyrirtækið vetrarsölufyrirtækinu af ónýttum vixlakvóta sinum með viðskipta- vixli. Þessi viðskiptamannavixill getur allt eins verið til persónu- legra nota forsvarsmanns vetrar- sölufyrirtækisins, t.d. til bila- kaupa eða byggingaframkvæmda og hann fær þarna lánsfjármagn á hagstæðustu kjörum — á venju- legum vixilvöxtum sem eru hinir lægstu sem um er að ræða á lána- markaðinum nú. Að sumarlagi er þessu hins vegar öfugt fariö — þá endurgeldur vetrarsölufyrirtækið forstöðumanni sumarsölufyrir- tækisins greiðann og lánar honum af vixlakvóta sinum. Erfitt mun að stemma stigu við misnotkun af þessu tagi, amk. hjá hinum stærri bankafyrirtækjum þar sem öll viðskipti af þessu tagi fara i gegn- um tölvur og litið eftirlit haft með þeim... # Visir er um þessar mundir að vinna skoðanakönnun um fylgi við forsetaframbjóðendurna. Stuðningsmenn Guðlaugs Þor- valdssonarbinda miklar vonir við þessa skoðanakönnun og vilja jafnvel halda þvi fram að tirslit forsetakosninganna ráðist i henni. Telja þeir að verði niður- staða hennar hin sama og i Dag- blaðskönnuninni, sem sýndi að i baráttu stefndi milli Guðlaugs og Vigdisar Finnbogadóttur, þá muni Visiskönnunin leiða til þess að margir kjósendur sem hafi fram til þess verið annað hvort hallir undir Albert Guðmundsson eða Pétur Thorsteinsson, fylkja sér á bak viö Guðlaug i sjálfri úr- slitaorustunni... # Kosningabarátta fyrir for- setakosningarnar i næsta mánuði hefur hingað til verið fremur hóf- stillt og drengileg. Nú er hins veg- ar að verða þar breyting á. I röð- um fylgismanna einhvers fram- bjóðandans virðist sem farið sé að gæta verulegrar örvæntingar út af þvi fylgi sem Vigdis Finn- bogadóttir sýnist njóta. þvi að einhverjir hafa brugðiðá það ráð að dreifa um Breiðholtið nafn- lausu og svæsnu rógsbréfi. Við verðum að vona að málstaður mótframbjóðenda Vigdisar sé sterkari en svo að grlpa þurfi til meðala af þessu tagi i þeirri bar- áttu sem framundan er... # Hljómplötufyrirtækið Steinar h.f. er að stækka við sig. Fyrir- tækið hefur hingað til fengist við útgáfu á islenskum hljómplötum og innflutning á erlendum og er aö hálfu I eigu Steinars Berg, og hálfu i eigu Karnabæjar. Nú er verið að ganga frá samningum þess efnis að Steinar h.f. kaupi þrjár hljómplötuverslanir Karna- bæjar í Reykjavik. Verslanir þessar, sem eru við Laugaveg, Austurstræti og i Glæsibæ, verða þvi i eigu Steina h.f. og stjórnað af starfsfólki þess fyrirtækis, sem reyndar hefur annast öll innkaup verslananna um árabil og stjórn- að þeim af meira eða minna leyti... # Sjálfsævisaga Tryggva Emilssonar, verkamanns sem nú er öll komin út i þremur bindum samtals er þegar komin i röð si- gildra bóka islenskra. En Tryggvi hefur lagt stund á aðrar greinar bókmennta en ævisöguritun og m.a. hafa komið út eftir hann ljóðabækur. Helgarpósturinn heyrir núna að fyrir næstu jól standi til að út komi hjá Máli og menningu safn nýrra smásagna eftir Tryggva og verður vafalitið fróðlegt að sjá hvernig smá- sagnaformið hentar þessum aldna rithöfundi... # Þá hefur heyrst að annar af nýráðnum leikhússtjórum Al- þýðuleikhússins Lárus Ýmir Óskarsson verði ráðinn leikstjóri annarrar þeirra tveggja bió- mynda i fullri lengd sem styrki fengu úr Kvikmyndasjóði nú i vor, — Konu eftir leikriti Agnars Þórðarsonar sem þeir Ernst Kettler og Páll Steingrimsson standa að... # Við sögðum frá þvi á dögun- um að alla útgerðarráðsmenn i Bæjarútgerð langaði með frúm til Pórtúgal að sækja nýja togarann, sem þar verður afhentur næstu daga. Nú hefur hins vegar fengist úr þvi skorist hverjir fara og að áhöfn togarans kemst fyrir. Hinir útvöldu útgerðarráðsmenn eru: Björgvin Guömundsson, Kristvin Kristvinsson og Ragnar Július- son, allir með eiginkonur en að auki framkvæmdastjórar fyrir- tækisins...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.