Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 23. maí 1980 Jie/garpósturinn- —he/gar pásturinn_ Utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Elin Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavík. Sími 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.500,- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 300.- eintakið. í góðu tómi tslendingar þurfa að vinna lengur en flestar aðrar þjóðir og hafa mikið fyrir þeim góðu llfs- kjörum er þeir þrátt fyrir allt búa við. Engu að siður verður þess nú vart i vaxandi mæli aö fólki finnst sem þessi lifskjör og með- fylgjandi stöðutákn séu nokkuð dýru verði keypt. Litið tóm gefist til að sinna eðiilegu fjölskyldullfi og hugöarefnum ýmiss konar meðan vinnuálag hér á landi er jafn mikið og raun ber vitni. Samt sem áður má sjá mörg merki þess að tslendingar sitja ekki auðum höndum þá sjaldan þeir eiga lausa stund. Við þurfum ekki annað en að svipast um i menningarllfinu til að komast að raun um það. Miðað við höfða- töluna margfrægu geta fáar þjóð- ir t.d. státað af meiri aðsókn al- mennings að leikhúsum og kvik- myndahúsum en tslendingar og bokalestur er langt umfram það sem venjan er meðal nágranna- þjóða. Svipaða sögu er að segja um aðra fristundaiðju.Það virðist einsýnt að hafi hinn dæmigerði tsiendingur fundið sér áhugasvið, þá stundar hann það af kappi og það sem er kannski skemmti- iegast er að áhugamálin falla gjarnan I alveg sérislenskan far- veg. Má nefna t.d. lúxussport eins og hestamennsku. Heilsurækt, al- menningsiþróttir og útilif fanga einnig áhuga tslendinga I stöðugt rikari mæli svo fleiri dæmi séu tekin. Og eftir liflegri þátttöku út- varpshlustenda í þættinum A beinni linu með skógræktarstjóra á dögunum, verður ekki betur séð en amk. hálf þjóöin hafi látið sér orð Voltaire gamla „ræktaðu garðinn þinn” að kenningu verða. t Helgarpóstinum I dag er reynt að koma til móts við þennan aukna áhuga almennings á fri- stundaiðju, þvi að i blaðinu byrjar nýr þáttur sem við höfum kallað „Fristundapóstinn”. Þar er ætlunin að gera skil flestu þvi sem fólk getur tekið sér fyrir hendur i fristundunum. Mun Sigurveig Jónsd. blaöamaður hafa um- sjón með þessari opnu, en til að fjalla um fjórar vinsælustu dægradvalirnar hefur Helgar- pósturinn fengið jafnmarga valinkunna dálkahöfunda. Fyrir þá sem einkum hafa áhuga á aö sinna menningunni i fristundum sinum er svo Listapósturinn áfram á sinum stað, og i Borgar- póstinum er að venju sitthvað sem setur svip sinn á skemmtana- og bæjarlifið. Fjórði þátturinn hefur göngu sina i blaðinu i dag: tJr heimi vis- indanna með tiöindum sem varða okkur öll á tækniöld i umsjá Jóns Torfa Jónssonar. Með þessum „póstum” vill Helgarpósturinn leggja sitt af mörkum til að færa allt það nær okkur sem auðgar mannlifið hér og nú. ÉG ÞEKKI KONU... Ég þekki eina konu hér á Egils- stöðum sem er alger perla — það eru nú að visu fleiri sllkar á svæðinu — en þessi er sér á parti. Hún er næstum hálfri öld eldri en ég en mér finnst hún svo skemmtileg aö það er algert met. Hún heitir Ingibjörg Jónsdóttir frá Vaðbrekku. Stundum tölti ég mér I heim- sókn til hennar og snlki kaffi og sögur. Hún segir frá af þeirri kúnst sem löngum hefur einkennt þjóölega sagnalist: hún skapar spennu, vekur reiði, hneikslun kátlnu og eftirvæntingu — en þegar henni sýnist svo tekur hún sér allan þann tlma sem hún þarf til að taka útúrdúra, ættfæra per- sónur, greina frá fortlö þeirra og örlögum og rekja aukasögur til skýringar aðalsögunni. Það væri gjörsamlega vonlaust fyrir stressaö fólk á hlaupum að segja eða hlusta á svona liðandi sagna- skemmtun. Þegar Ingibjörg segir mér frá fólki og atburðum hér á Austur- landi I gamla daga finnst mér ég sjá það allt fyrir mér: konur og karla, yfirvöld og alþýðu, harm- leiki og spaugilegar uppá- komur — allt I þessu tröllslega landslagi hér fyrir austan með þessum ferlegu fjöllum sem eng- inn kemst yfir nema fuglinn fl júg- andi (og flugfélagið) — og þess- um hrikalegu fjallvegum sem verða ófærir um leið og eitthvaö verður aö veðri. Ég get ekki að þvl gert að ef mig langar tilaö kynnast staö eða landshluta þá verö ég að fá að vita eitthvað um fortið hans. Nú- tlðin fær nýja dýpt, finnst mér, og maður sér hana I öðru ljósi ef maður þekkir sögu staðarins, samfélagsins, svæöisins og veit af hverju málin þróuöust svona — en ekki hinsegin. Hugsiöi ykkur til dæmis Seyðis- fjörð. Ekki vissi ég neitt um Seyðisfjörð þegar ég kom hingað austur og lengí eftir þaö vissi ég svosemlltiö annað um staöinn en að þar er ágætur skóli og þar er ATVR á Austurlandi. Ég var nú samt svolltið að hugsa um bæinn af þvl að hann hefur svo sérkenni- legan svip — bæði hefðarlegan og um leiö svolltið „forfallinn”. Hvort tveggja skildi ég eftir að hún Ingibjörg hafði sagt mér sögur af Seyðisfirði — hvernig slldin kom á 19. öldinni og bærinn varö stór á augabragöi eins og gullgrafarabær i Norðurameriku Þangaö komu útlendingar, Danir og Norðmenn o.fl. I þeim fróma tilgangi aö láta Islenskt verkafólk mala sér gull —eins og gengur. Og á Seyðisfirði rlkti evrópskt andrúmsloft enda gengu skipin beint á milli og staðurinn var I margfalt meiri tengslum við Kaupmannahöfn cg Bergen en nokkum tlma landið að öðru leyti. Engum datt I hug að fara til Reykjavlkur enda var þangað ekkert að sækja sem ekki var auðfengnara I erlendum stór- borgum — eöa hvað haldið þið? Og með útlendingunum kom ný og áður óþekkt stettastifni til landans. Vinnukonur máttu til að mynda ekki koma á dansleiki á Seyðisfirði á 19. öldinni þvl að Hansenarnir, Jensenarnir og Mayerarnir (eða hvað þeir nú hétu) voru ekkert uppá það komnir að dansa eitt spor I viöur- vist „þannig” kvenna. Að þessu var nú hlegiö á hinum fjörðunum. Svaia var Seyöisfjöröur á meöan hann var og hét — en slðan hefur mikið vatn runnið til sjávar — nú er það bara Smyrill sem gengur á milli hans og Bergenar og stelpumar I frystihúsinu fá að stunda böllin óáreittar. En það er fleira sem ég sæki til hennar Ingibjargar en sögur af gömlum dögum. Við þrætum um lýðræðið I þessu þjóðskipulagi (sem mér finnst bæði litið og ómerkilegt) og i þeim umræðum hef ég nú oft betur (finnst mér) — og við tölum um bókmenntir en þar hefur Ingibjörg oft betur af þvi að hún hefur lesið svo hroða- lega mikið. Og það er eitt aðal- atriði sem við Ingibjörg erum alls ekki sammála um — Ingibjörgu finnst að fólk þurfi ekki að kvarta nú til dags, enginn sé svangur og fátækt sé ekki til. Ég benti hins vegar á þreytuna sem er orðið eitt helsta útlitseinkenni Seyðfirð- inga: þreytt augu, þreytt yfir- bragð, þreyttur limaburður, — allt vegna þess að venjulegt vinn- andi fólk þarf nú sem fyrr að borða og hafa húsaskjól. Og ég get ekki annað en velt þvl fyrir mér hvort við munum eftir hálfa öld eða þar um bil segja sögur af puðinu hjá okkur — og hvort af- komendur okkar munu þá skella sér á lær og segja: vá — Af hverju lét fólkið fara svona með sig: NÁKARL CASTRO, ÍSLAND OG COSA NOSTRA Stjómarfar Kúbubúa Stöðugur straumur flótta- manna frá Kúbu til Floridaskaga rifjar upp feril Fidel Castró. Hann veitti forystu uppreisn gegn hötuðum haröstjóra. Hann hét landsmönnum frelsi og lýðræði og þeir léöu honum stuðning sinn á móti. Eftir sigur byltingarinnar varö hins vegar litiö um efndir loforðanna. Castró og fámenn kllka umhverfis hann tók öll völd i landinu og slðan hafa landsmenn mátt sitja og standa eins og kllk- unni þóknast. Castró gat ekki sett á nýja „hægri” harðstjórn, svo hann greip til þess ráös að sveipa harðstjórnina rauðum fána. Hann framkvæmdi nokkrar augljósar og aökallandi umbætur I félags- og menntamálum, gerði utan- rlkisstefnu Sovétrlkjanna að sinni stefnu og hann stofnaði kommún- istaflokk. Með þvl tryggöi hann sér stuðning kommúnista um víöa veröld og fjárframlög frá Rússum. En hvorki félagar flokksins né aðrir landsmenn hafa haft minnstu áhrif á stjórn rlkisins. Hún hefur algerlega verið I höndum Castrós og kllku hans. Duttlungar Fidel Castrós hafa samstundis orðið að opinberri stefnu flokks og þjóðar, sem aldrei er spurð um álit sitt nema til málamynda. Og þar sem allt vald er komið á eina hendi, verður þvl ekki haggað nema með allsher jar uppreisn og blóös- úthellingum eins og nýverið hefur átt sér stað I Iran. Við þessi skilyröi, þ.e. skort á lýðræði og margvlsleg axarsköft I gagnrýnislausri meöferð á efna- hagsmálum kúbönsku þjóðar- innar, hefur stór hluti hennar gefist upp. Fólk unir þvl ekki að búa áfram við vitleysuna og aö hafa ekkert vald til þess að brey ta henni. Þvl flýr þaö nú unnvörpum úr landi — greiöir atkvæði sitt með fótunum eins og stundum er sagt. Stjómarfar íslendinga Framangreint kemur I hugann, þegar hugleidd er staða lýöræðis- ins með lslendingum I dag. Stjórnskipan okkar er eins og stjórnskipan annarra lýöræöis- þjóða byggö á þrlskiptingu rlkis- valdsins I löggjafarvald, dóms- vald og framkvæmdavald. Hugmynd þeirra, sem sömdu þessa stjórnskipan og komu henni á, varí meginatriðum sú, að með þvl móti yrði tryggt, að rikis- valdið safnaðist ekki um of á eina hendi og aö hinir þrir þættir rlkis- ins mynduðu jafnvægi innbyrðis. Handhafar þeirra héldu valda- græðgi hvers annars I skefjum og hefðu eftirlít með þvl að valdiö væri ekki misnotaö. Vald spillir. Annars eru engin dæmi. Stjórnarbyltingar þær, sem dýpst áhrif hafa haft fyrir nútímann, frelsisbyltingarnar svonefndu, voru einmitt gegn hinu spillta og einráða rlkisvaldi, sem safnast hafði á fárra hendur, er höfðu að engu hagsmuni og mannréttindi almennings. Það er almennt viðurkennt, að þjóökjörið löggjafarvald sé jafnan sterkasti þáttur rikis- valdsins, en hins vegar var aldrei ætlunin, að þröng kllka úr hópi alþingismanna fengi vald til þess að skara gagnrýnislaust eld að eigin köku og til að sópa yfir saur hvers annars. Það virðist nefnilega svo, aö Islenska þjóöin hafi I vaxandi mæli misst frelsi sitt og forræöi I hendur eins konar innri kllku meðal alþingismanna. Kllka þessi fer þvert á flokksbönd, en hún er óðum aö verða aö hags- muna- og valdabandalagi, svipuðu þvl, sem meöal fólks af Itölskum uppruna gengur undir nafninu COSA NOSTRA. Úrslit alþingiskosninga hafa engin áhrif lengur á það, hverjum er falin stjórn rlkisins. Það er ákveðið af kllkunni eftir að hún hefur til málamynda stigiö hinn hefðbundna stjórnarmyndunar- dans. Fulltrúalýöræöi okkar kemur I veg fyrir, að hinn almenni kjósandi ráöi nokkru um stjórnarstefnu eöa val manna I rlkisstjórn eins ög sýndi sig á árinu 1978 og hún getur keypt menn til þægðar með gylliboðum um völdog áhrif eins og sýndi sig við stjdrnarmyndunina á þessu ári. Aðalatriöiðer, aöklikan haldi völdum slnum, en kjósendum sé sem mest haldið utan við þau. Allt á sama stað Alþingi hefur nú teygt sig langt út yfir þátttöku I löggjafarstarfi og eftirliti með hinum þáttum rlkisvaldsins. Það er I reynd búið að taka við þeim þáttum líka. Yfir flesta þætti framkvæmda- valdsins hafa veriö settar stjórnarnefndir, sem I sitja alþingismenn og stundum skipa þeir sig llka sem forstjóra fyrir veigamiklum þáttum fram- kvæmdavaldsins. Til dómsstarfa eru þeir einir valdir, sem sameinuöum handhöfum lög- gjafar- og framkvæmavalds eru þóknanlegir, enda eru þeir oft settir I embætti meö það I huga, að þeir geti einnig slegist I hóp handhafa löggjafar- og fram- kvæmdavaídsins eftir næstu kosningar eöa svo. Til þess að komast hjá afskiptum þeirra þingmanna. er sökum æsku og óstýrilætis þykja ekki tækir I kllkuna, hefur verið stofnuð stjórnarnefnd kllk- unnar, stofnun, þar sem kllkan kemur saman og útdeilir ráns- feng slnum. Hér er um að ræða stjórn Framkvæmdastofnunar rlkisins. Til þess að leggja enn meiri áherslu á það„hvar valdiö liggur, lætur stjórnin nú byggja mikla háskahöll við Rauðarár— stig I Reykjavlk, sem hlotiö hefur nafniö CASA MAFIOSO. Viö sömu götu hefur lengi starfað fyrirtæki með kjöroröiö: „Allt á sama stað.” Þau veröa nú tvö I götunni. Það er von, að almenningur sé aö missa vonina um, að hans bíöi betri tlð með blóm I haga. Stjórnarfarið verður ekki lagað nema með breyttri kjördæma- skipan, beinni kosningu á leið- toga framkvæmdavaldsins og lögboðnum aðskilnaði á lög- gjafar-, framkvæmda- og dóms- valdi. Breyting á stjórnarskránni er hins vegar I höndum Alþingis, sem að sjálfsögðu sleppir ekki þvl valdi, sem það hefur náð. Oliumalarmálið Ollumalarmálið er dæmigert fyrir það halanegrastjórnarfar, sem hér rikir. Hálfopinbert fyrir- tæki á 1 fjárhagsörðugleikum. Alþingismaður úr kllkunni er for- maður stjórnar þess. Hann fer mjög hófsamlega að lögum, hvað snertir aöalfundi og þvl um llkt, enda eru landslög sniðin fyrir aðra en alþingismann. Hann leitar til reglubræðra sinna i laun- helgum COSA NOSTRA um aðstoð I baslinu og hún lætur ekki á sér standa. Þingmenn i banka- ráðum gauka lánum að fyrir- tækinu og þingmenn I stjórn Fra mkvæmdastofnunarinnar veita þvl margvlslega og kostn- aðarsama fyrirgreiöslu. Þingmenn, sem til skiptis hafa gripið I stjórn fjármálaráðu- neytisins, láta fresta innheimtu á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.