Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 23. maí 1980 -helgarpósturinrL HIMNAFÖR GRATEFUL DEAD Eftir langa og óþreyjufulla biö er Grateful Dead platan nýja komin út. Me6 nýju andliti hafa Grateful Dead komiB á óvart og sett marga gamla aBdáendur út af laginu — til aB byrja meBa.m.k. I fyrstu virkar platan alls ekki sem hef&bundin Dead plata og sem slík kveBur hún Grateful Dead, sem ein- göngu tákn fyrir gamla menn- ingu hippakynsloBarinnar. Þegar Go To Heaven loks kom út var li&iB tæplega eitt og hálft ár frá útkomu siBustu plötu Skakedown Street, sem er lengsti timi til þessa á milli platna frá hljómsveitinni. A þessu timabili komu jafnframt engar sólóplötur frá Dead meBlimum, sem er óneitanlega óvenjulegt i ljósi siBustu ára. sér langa forsögu, sem er merkilegur þáttur i tónlist og sögu Grateful Dead. Plata Dead, Blues For Allah, sem kom út áriB 1975, ber fyrstu merki um aBdráttarafl Egypta- lands og þarlendrar menningar á meBlimi hljómsveitarinnar. Ahrifin voru upp frá þvi viöa áberandi, bæöi á albúmum og i tónlist Grateful Dead. Sjálfur atburBurinn, hljómleikarnir i Egyptalandi, marka hápunkt og lok þessa timabils og um leiö upphaf nýrra tima. I Egypta- landi opinberuöu þeir þá . væntanlegu leiB, sem þeir höföu markaö tónlist sinni — vissu- lega nokkuö frábrugöna hinum heföbundnu Grateful Dead. Fyrir Egyptalandsförina höföu Grateful Dead lokiB upp- Popp eftir Asmund Jónsson og Guóna Rúnar Agnarsson Þrátt fyrir þaö hefur hljóm- sveitin veriö mjög virk og leikiö mikiö á hljómleikum viösvegar um Bandarikin og hefur nú starfaö meira saman sem ein heild, en undanfarin ár. Sem fyrr hefur hljómsveitin sýnt aö Grateful Dead er enn ein fremsta hljómsveit rokksins á hljómleikum og aösókn veriö i samræmi viö það. Tókst þeim m.a. aö fylla Madison Square 'Garden þrjú kvöld i röö, sem helstu hetjum æskunnar I Bandarikjunum, s.s. Kiss, og Ted Nugent tókst hinsvegar ekki. Timamót: /, Everybody's Dead" Upphaf endaloka Grateful Dead, eingöngu sem tákns og imyndar tónlistar hippakyn- slóöarinnar er tvlmælalaust hin ir sögufrægu tónleikar hljóm- sveitarinnar viö pýramidana i Giza i egypsku eyöimörkinni i september áriö 1978. Þessi ein- staki viöburöur og fimm hundr- uö þúsund dollara ævintýri átti tökum á nýrri stúdióplötu, sem kom svo út skömmu fyrir jólin það sama ár. Sú plata, Shake- down Steet, sýnir markvissa stefnubreytingu i þá átt að að- laga tónlist hljómsveitarinnar breyttum timum. Til liðs viö sig höfðu þeir fengiö Lowell George úr Little Feat, sem upptöku- stjórnanda. Tónlistin á Shake- down Street birtist sem þeirra útfærsla á „funky” með ákveðnu, þungu og dansandi hljómfalli. Mickey Hart, sem fjölbreyttur og skemmtilegur slagverksleikari, fékk þarna stærra og meira áberandi hlut- verk i tónlist Grateful Dead en áður. Fljótiega i kjölfar Shakedown Street átti aö fylgja hljómleika- plata frá tónleikunum I Egypta- landi sem þvi miöur hefur enn ekki komiö út. Enn steig hljóm- sveitin skref I breytingaátt, þegar hjónin Keith og Donna Godchaux yfirgáfu Grateful Dead i upphafi siöasta árs og hljómborösleikarinn og söngvarinn Brent Mydland kom Grateful Dead — Go To Heaven i þeirra staö. Áöur tengdist hann Grateful Dead sem meölimur i hljómsveit Bobs Weirs, og undirstrikar það aukinn hlut Bob Weirs, og minni áhrif Jerry Garcia á heildarmynd tónlistar Grateful Dead á nýju plötunni, Go To Heaven. En nokkru eftir komu Mydlands hófust upptök- ur á þeirri plötu. Piatan átti upphaflega aö koma út fyrir siöustu jól og þá undir nafninu: Everybody’s Dead, sem er táknrænt og margrætt heiti fyrir þau timamót sem platan er. Go To Heaven Vissulega birtast gömlu hipparnir all „sjókkerandi” strax á albúmi Go To Heaven. Hvit jakkaföt og hvit fráhneppt skyrta i himnesku umhverfi, þar sem þýöir vindar blása, — slikt vekur óhjákvæmilega furðu og ákveönar spurningar, þegarihlut eiga Grateful Dead. Þó er fullvist aö Grateful Dead eru ekki með þessu gervi aö „sjarma” Bee Gees-kynslóðina, heldur miklu frekar þeirra dauðadómar yfir fyrirbærum diskóaldar Annaö vekur fljótt athygli, þegar albúmið er skoö- aö, er þaö uppstilling meölima hljómsveitarinnar á framhliö þess, sem visar á Bob Weir, sem miöpunkt hinnar nýju Grateful Dead. Tónlistin á Go To Heaven undirstrikar þetta enn frekar, þarsem hlutur lagasmlða Weirs er af einstökum meölimum stærsturog bera lög hans þunga- miðju plötunnar. Tvö lög Brent Mydlands sýna frekar skyld- leika viö lagasmiðar Weirs en Jerry Garcia. Þannig hefur hlutur Garcia aldrei verið minni á Grateful Dead plötu en á þessari. Einungis tvö af átta lögum plötunnar eru eftir hann. Fyrstu fréttir af upptökum Go To Heaven hermdu aö þrjú lag- anna yröu eftir Garcia, en ein- hverra hluta vegna vantar iagiö Will You Raise? Er þvl greini- legt að. Garcia hefur að ýmsu leyti farið I skuggann, sem and- lit Grateful Dead. Engu aö siður | er fágaöur og yndirlegur gitar- | leikur Jerry Garcia enn sem 1 fyrr, það sem gefur tónlist Grateful Dead öðru fremur þennan einstaka hljóm, sem greint hefur þá frá öllum öðr- um. down Street, Mickey Hart, mjög i bakgrunni meö nýju „leikföng- in” sln, en þvi nafni hefur hiö ólýsanlega slagverkssett hans gjarnan veriö nefnt. Ef undan er skiliö þrjátlu óg átta sekúndna- verk hans og Bill Kreutzmann er lltiðum þann skemmtilega og áberandi slagverksleik, sem einkenndi Shakedown Street. Fyrir hljóöritun Go To Heaven réöu Grateful Dead upptökustjórnandann Gary Lyons, sem hingaö til hefur einkum veriö þekktur fyrir upp- tökustjórn á tónlist bandariskra þunga-rokkhljómsveita s.s. Foreigner og Areosmith. ABur hefur val upptökustjórnenda hjá Dead veriö umdeilt og á tiöum óneitanlega undarlegt. Er skemmst að minnast Lowell George og Keith Olsens, sem stjórnaöi upptökum fyrir Fleet- wood Mac. Þó hefur valiö ávallt þjónaö sinum tilgangi og er svo einnig nú. Fyrir utan lag Bob Weirs, Feel Like A Stranger, eru „funk” — áhrifin á Shake- down Street nú nánast horfin og viö hefur tekiö þyngra „Grate- ful Dead-rokk ■ . Þessi nýja ' tónlist Grateful Dead er fyrst og fremst bundin við lög Weirs. Saint Of Circumstance, áður- nefnt Feel Like A Stranger og ágætt lag hans Lost Sailor. Lög hljómborösleikarans Brent Mydlands falla vel inn i heild plötunnar og þá serstaklega með tilliti til laga Bob Weirs, bæði tvö léttir ástarsöngvar, sem venjast vel. Hvað varðar Brent Mydland, sem hljóðfæra- leikara, þá fellur hann betur aö tónlist Grateful Dead en Keith Godchaux nokkru sinn geröi. Auk gitarleiks Jerry Garcia eru lagasmiðar hans helsti tengiliöurinn viö eldri tónlist, Jerry Garcia snýr baki viö pýramidunum og horfir fram á viö. Grateful Dead. Althea er tákn- rænt fyrir klassiskar tómsmiðar hans i gegnum árán. Lagið minnir einna helst á sólóplötu hans Cats Under The Stars, frá 1978, Yfir laginu er rólegur andi, þar sem texti Roberts Hunters lýsir togstreitu elskenda á hrif- næman en hlutlausan hátt og sómir laginu vel. Althea ásamt Lost Sailor er hápunktur plöt- unnar og gleöur án efa gamla aðdáendur. Hitt Garcia lagiö, Alabama Getaway, er rokklag i anda gömlu rokkaranna og svipar til útsendinga Grateful Dead á gömlum rokk-,,stand- ördum” sem Johnny B. Good. Slíkan „standard” sem fylgt hefur hljómleikum Grateful Dead i gegnum árin, er að finna á Go To Heaven, en það er lagið Don’t Ease Me In.. Það lag, Hkt og Good Lovin’ á Shakedown Street og Dancing In The Streets á Terrapin Station hafa Dead spilað hátt á annan áratug án þess aö hljóðrita fyrr. Anægjulegt er að heyra hversu vel Grateful' Dead tekst að aö- laga þessi lög tónlist sinni á hverjum tima. 1 Hljófæraleikurinn á Go To Heaven er einstaklega kraft- mikil og fáguö heild. Hljómfall- ið er sem fyrr drifið áfram af tvimælalaust einum fremsta bassaleikara rokksins, Phil Lesh, sem sameinast á sérein- kennandi hátt trommu- og slag- verksleik Mickey Harts og Bill Kreutzmanns. 1 heildina er Go To Heaven þó ekki nýr hápunktur á ferli Grateful Dead en eftir mikil umskipti og breytt útlit boöar platan allt gott. RAVEL OGHELGA Raöað í skúffur Þaö er útbreidd venja aö draga einskonar jafnaðarmerki milli impressjónisma I músik og Claude Debussy (1862-1918). Heimskingjarnir kalla þessi verk min impressjónisma, sagði hann sjálfur. önnur venja er aö nefna I sömu andránni Debussy og Maurice Ravel (1875-1937). Sjálfsagt hafa þeir eitthvað „lært” hvor af öörum, en fyrst og fremst eru þeir sjálfstæöir einstaklingar, sem uppi eru um sama leyti og kenna hvor á sinn hátt til i stormum sinnar tiöar. Þriöja venjan er að telja þessa tvimenninga ákaflega fööurætt og móöir hans Baski, var hann vist meövitaðri Frans- maöur en Debussy. Og framan- af sömuleiöis meövitaöri im- pressjónisti. Seinna færist hann I átt til svonefndrar slöklassíkur og hefur veriö kallaöur klassiskur impressjónisti. Skilin virðast liggja einhversstaöar I grennd viö fyrri heimsstyrjöld- ina. Þaö fór þvi ekki nema vel á þvi aö hefja Ravel-tónleika Sinfóniuhljómsveitarinnar 17. mai meö verkinu Grafhýsi Couperins, sem samiö var á styrjaldarárunum. Couperin var amk.fimm ættliöa frönsk músíkfjölskylda frá 17.-19. aldar Eyrna /yst eftir Arna bjornsson „franska”. Það er ugglaust skapgeröaratriði, hversu mjög menn vilja þjóögera listina. Annar eins þjóöarrembumaöur og ég þykist vera hefur þó ætiö átt bágt meö aö hugsa eftir þeim brautum, þegar um tónlist er að ræöa. Eitt sinn kom ég heim til nemanda mlns i Berlln. Hún var með eitthvað fallegt eftir Moz- art á fóninum og ætlaöi aö - slökkva, þegar ég kom. Nei viö skulum hlusta á þetta til enda, segi ég. Jæja hefuröu gaman af þýskri músik? segir hún. Ha? þýskri múslk? hvái ég. Já. Tel- uröu Mozart kannski ekki þýsk- an þótt hann sé austurriskur? segir hún. Jú alveg eins, segi ég. Ég hef bara aldrei hugsaö um Mozartút frá þvl hverrar þjóöar hann væri. Mozart er bara Moz- art. Heimur fyrir sig. Ravel yngri Þótt Ravel væri svissneskur i og sambærileg viö þýsku Bach- fjölskyiduna. Hennar þekktast- ur er Francois (le Grand) 1668- 1733. En enda þótt verkið beri nafn þessarar frægu fjölskyldu, er hver þáttur þess I rauninni tileinkaöur nafngreindum vini, sem féll I styrjöldinni. Þættirnir voru upphaflega 6 fyrir planó, en fjóra þeirra færöi hann siöar I hljómsveitarbúning. Síðan fór hljómsveitin út og inn kom þessi snaggaralegi tæp- lega þrltugi pianisti Pascal Rogé og lék tvö eldri verk Ravels: Saknaöarijóö um iátna prinsessu, þ.e. listvininn Ed- mond de Polignac, frá 1899 og Sónatlnu I fls-dúr frá 1904-1906. Þetta er hinn snöfurlegasti piit- ur I handatiltektum og kom aldamótablæ tónskáldsins eink- ar vel tii skila. EBa svo hy gg jum vér á seinni hluta 20. aldarinn- Ravel Ravel eldri Eftir hlé lék hann svo með hljómsveitinni pianókonsertinn fyrir vinstri hönd.Sú saga er til hans, að austurríski pianó- leikarinn Paul Wittgenstein lét hægri hönd sína í styrjöldinni. Hann hélt þó áfram að spila meö þeirri vinstri og tók nú aö falast eftir tónverkum fyrir sig. Meðal þeirra, sem sinntu þessu ákalli, voru Richard Strauss, Benja- min Britten og Ravel. Ravel var sem áöur segir ákafur fööurlandsvinur og gerö- ist sjálfboðaliði i stríðinu, þótt hann þætti raunar oröinn óþarf- lega gamall til þess og fengi ekki aö gera neitt annað en aka sjúkrabll. Þegar hann heyröi, aö hinn áttræöi Saint-Saens heföi samiö ýmsa sviðsmúsík I strlöinu, skrifaði hann á þá leið, aö sá gamli heföi gert meira gagn fyrir tónlistina meö þvl aö framleiöa handsprengjur. En honum fannst hinsvegar ekki nema sanngjarnt aö gera kollega sinum Wittgenstein þennan greiöa. Boleronefnist spánskur dans. Þar er takturinn sleginn meö kastaniettum. I sinn Bolero not- aöi Ravel baskneskt lag, sem er endurtekið 19 sinnum nær óbreytt, aöeins meö sibreyti- legri hljóðfæraskipan. „Hljóm- sveitaráhrif án tónlistar” sagði hann I sjálfhæöni. Helga Þórarinsdóttir Þetta er upphaflega ballett- verk og næstum eins mikið fyrir augað og eyrað. Takturinn byrj- ar ofurlágt meö smátrommu og strengjagripum. Lágróma flauta byrjar á laginu. Þaö er dansmær ein sins liös á spönsku kaffihúsi. Klarinetta endurtekur lagiö: einn karl- maöur fer að dansa við hana. Siðan bætast hljóöfærin við hvert af ööru: gestirnir taka smám saman þátt I dansinum, gauragangurinn eykst æ meir uns allt leikur á reiöiskjálfi. Þarna fær hljómsveitarstjórinn mikiö leikfang I hendurnar, og Jean-Pierre Jacquillat kunni svo sannarlega aö notfæra sér það. Vinnublessun Ein sagan segir, aö Ravel fengi hugmyndina aö Bolero, þegar hann átti bágt meö svefn sakir sögunarmyllu i nágrenn- inu. Hann hafi þá farið aö reyna að gera eitthvaö fallegt úr til- breytingalitlum siendurteknum hljóöum. Einhverntímann var mér sagt að sonur Bódans Vódiskós i Pól- landi væri sem arkitekt aö reyna að hanna verksmiðju, þar sem byggingarlagiö og innrétt- ingin hefðu listrænt gildi og vélahljóöin yröu aö þokkafullri múslk. Ó hve sóslalisminn væri fagur, ef hægt væri aö láta þvi- Hk sjónarmiö ráöa. Helga Og svona rétt til aö þakka fyrir sig. Helga Þórarinsdóttir hélt víólutónleika I Norræna húsinu á sunnudagskvöldiö meö ágætri aöstoö Anne Taffel. Þaö er i rauninni sárasjaldan sem maöur heyrir einleik á vlóiu, enda hefur ekki veriö ýkja mikið til af sérverkum fyrir hana fram á þessa öld. Þó ber aö nefna konsert eftir þann margháttaöa brautryöjanda Karel Stamits, Sinfonia Concertante eftir Mozart og Harald á Italiu eftir Berlioz. Frá seinni áratugum er einna kunnastur konsert eftir William Walton og Béla Bartók dó frá einum, sem var fullgerður seinna. Fyrir þá sem ekki eru vissir skal þess getið, aö viólan er einskonar altröídd I fiölufjöl- skyldunni, stundum kölluö lág- fiðla. (Um altrödd I kór er oft sagt, aö enginn taki eftir henni nema hana vanti). Hún er ögn stærri en fiölan en þó minni en ætla mætti miöaö viö dýpt. Þaö þarf nefnilega aö vera hægt að koma henni fyrir I hálsakotinu. Vlóluleikararnir sitja hjá okkur til hægri frá stjórnanda innar en sellóin. Þar hefur Helga setiö undanfariö og þokar varla um set úr þessu. Þaö er uppörvandi að sjá hve góöum hljóöfæra- leikurum fjölgar, og það hlýtur aö vera keppikefli að geta fyrst og fremst treyst á innlenda krafta, þótt gott sé aö hafa farandleikara meö I tilbreyt- ingaskyni. Þær léku sónötu I g-moll eftir Bach, Ævintýramyndir eftir Schumann, Vókallsu eftir Rakhmaninoff og sónötu I f-moll eftir Brahms. Af þvi er skemmst aö segja, aö Helga lék hvaöeina af miklu öryggi nema helst Schumann. Kannski hefðu einhverjir viljað meiri snerpu á köflum, en varla þó I Bach-són- ötunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.