Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 20
20 Kanmur á ferð til fyrirheitna landsins Austurbæjarbíó: Flóttinn mikli (Watership Down) Bresk. Argerö 1979. Leikstjóri: Martin Hosen. Yfirumsjón teikninga: Philip Duncan. Tón- list: Malcom Williamson. Raddir: John Hurt, Sir Ralph Richardson, Zero Mostel ofl. Arið 1972 kom út i Bretlandi bók eftir kontórista i ráðuneyti og fjallaði um kaninur. Flestir mundu álita, að eftirspurn eftir vegar er ekki ósennilegt að myndin höfði fremur til barna en fullorðinna. Söguþráðurinn er i sem stystu máli sá, að ung kanina, sem er bæði skyggn og forvitri, sér fyrir eyðingu þeirrar kanlnu- byggðar sem er heimkynni hennar. Nokkrar kaninur taka sem betur fer mark á spánni og leggja á flótta, enda kemur á daginn að vélskóflur hakka i sig kaninubyggðina og undirbúa kaninubókum væri af skornum skammti og nægði alla vega hvergi nærri til að koma slikum bókum i efstu sæti metsölulista. Onnur varð þó raunin á, þvi „Flóttinn mikli” (Watership Down) eftir Richard Adams hefur fundið stóran lesendahóp, svo stóran að kvikmyndamógúl- um hefur þótt akkur i að filma þetta ævintýri og nú stendur okkur til boða að sjá kvikmynd- ina. Bókin er hins vegar ókomin á islensku. Það er skemmst frá þvi að segja, að kvikmyndin er ójafnara verk heldur en bókin og hefur ekki til að bera ýmis- legt það sem hefur gert bókina svo ástsæla. Það er raunar skrýtið við bók- ina um „Flóttann mikla”, að hún er sennnilega jafnljúf lesn- ing bæði fullorðnu fólki og stálpuðum krökkum, en hins mannabyggð með tilheyrandi malbiki og steinsteypu. Flóttinn mikli er hafinn. Kaninuhópurinn lendir i ýmsum hremmingum, en finnur þó loks fyrirheitna landið. Inn i þetta er svo vafið margs konar hugleiðingum um goða- fræði og trúabrögð kaninanna, svo og skuggalegum ævintýrum sem gerast i kaninuriki nokkru þar sem ljótur einræðisherra ræður rikjum og stjórnar með harðsnúnum stormsveitum. Allt er þetta ágætt og ekki spillir boðskapurinn um náttúruvernd og samræmi i lif- rikinu. Myndin er fallega og fag- mannlega teiknuö og til hafa verið fengnir hiny- ágætustu leikarar að ljá kamnum raddir sinar, þar má til dæmis nefna John Hurt, Sir Ralph Richard- son og Zero Mostel — en þrátt Litli Leikklúbburinn á íslandi 1 5 ára: „Klúbburinn veröur langlífur" „Við erum aö sýna Hart i bak eftir Jökul Jakobsson og er þaö 32. leikritiö sem klúbburinn setur upp á sinum 15 ára ferli, sem sé aö jafnaöi tvö á ári”, sagöi Halla Siguröardóttir formaöur Litla Leikklúbbsins á tsafiröi, en hann á 15 ára afmæli um þessar mund- ir. „Við höfum reynt aö halda svo- litið af námskeiöum og I vetur var haldiö námskeið i leikrænni tján- ingu og þar var Isfirskur leiðbein- andi, Asthildur Þóröardóttir, sem hefur sótt námskeið' 'bæði hér- lendis og erlendis. 1 fyrra vorum viö lika með námskeið og Isfirsk- an leiðbeinanda, en það var Margrét óskarsdóttir”, sagði Halla. Þá kom einnig fram hjá henni, að fyrra verkefnið á þessum vetri heföi verið Fjalla-Eyvindur. Hún sagði að áhugi fyrir leikiistinni væri ekki mjög almennur á ísa- firði. íbúatala bæjarins væri 3300 manns og þau gætu reiknað með 600—800 Isfirskum áhorfendum á hverja uppfærslu. Hins vegar virtust atvinnuleikhúsin fá betri aðsókn þegar þau kæmu til ísa- fjarðar. Það væri eins og fólkið mæti meira það sem er aökomið. „Þaö gengur náttúrulega ekki vel, en það hefur alltaf einhvern veginn tekist að klóra sig fram úr þessu”, sagöi Halla þegar hún var spurö um hvernig gengi að halda þessu gangandi fjárhags- lega, og hún bætti þvi viö að þau væru ekkert að gefast upp, hún gæti ekki Imyndað sér annað en að þessi klúbbur ætti eftirað vera langllfur, þvl að honum stæði sterkur kjarni. Halla sagði ennfremur að Litli Ein kanlna af fjölmörgum fyrir þessa heimskunnu leikara getur maður ekki varist þeirri hugsun, að mikið hefði verið gaman aö fá islenskt tal við þessa mynd. Það er mun auð- veldara að setja islenskt tal við teiknimyndir heldur en leiknar myndir, og hið enska tal gerir það að verkum að efni myndar- innar fer að miklu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá hinum yngri áhorfendum. Sumstaðar þar sem þessi mynd hefur verið sýnd hefur hún verið bönnuð ungum börn- um, vegna þess að nokkur atriði i myndinni sýna miskunnar- lausa bardaga. Ekki varð ég þó var við að unga fólkið sem fór með mér i Austurbæjarbió hafi kippt sér upp við svæsnustu atriðin — enda er ofbeldið skiljanlegt og ekki sett inn i myndina I afþreyingarskyni, eins og tiðkast mjög i þeim af- þreyingarmyndum sem börnum er gjarnan boðiö upp á athuga- semdalaust. Halla Siguröardóttir Leikklúbburinn hefði farið meö Hart f bak til Patreksfjarðar. — GB Ferðatöskur Föstudagur 23. maí 1980 —he/garpósfurínrL. SVART- HVÍTUR EXPRESS- JÓNiSMi „Þýskur expressjónismi- graflk” er sýning 121 myndar, sem hingaö er komin á vegum Germaniu (vinafélags Islands og þýskumælandi þjóða). Þetta er afmælissýning félagsins, en starfsemi félagsins er nú sextiu ára. Þessi sýning er listáhuga- fólki mikill fengur. Held ég aö hún hijtíti að ljúka upp augum fólks fyrir mikilvægi þessarar stefnu og þeim áhrifum sem hún hefur haft á Islenska myndlist. Þvl miður dvelur þessi sýning aðeins skamma hrið áður en hún fer til Norðurlanda. Þvl veit ég ekki nema sýningunni á Kjarvalsstöðum ljúki áöur en þessi pistiil birtist og er þvl of seint að hvetja fólk til aö sjá hana. Það kemur þó ekki I veg fyrir aö hér veröi gerö nokkur „Augljós er sá ægishjálmur sem þeir Kandinsky og Klee bera yfir aöra kollega sina”, segir Halldór Björn m.a. I umsögn sinni. Hér sést ein af myndum Klee „Die Hexe mit dem Kamm” frá 1922. úttekt á expressjónismanum sem framar öðrum erlendum 20. aldar stefnum hefur þrengt sér inn I Islenskt máiverk. Expressjónisminn er engan veginn bundinn við myndlist. Stefna þessi hefur haft grund- vallaráhrif á bókmenntir tón- list og kvikmyndagerð germanskra þjóða allt frá alda- mótum. Þetta tjáningarform er svo samofiö norðurevrópskri hugsun, aö engin skýr mörk skilja þaö frá rómantlskri eða slðrómantiskri stefnu 19. aldar. Þó svo að Norðmaöurinn Edvard Munch sé ávallt talinn upphafsmaður expressjónism- ans I málaralist, á stefnansér miklu eldri rætur. A sýningunni að Kjarvalsstöðum sést aö nán- ast engin skörp skil eru á milli tréskurðarmynda „BrOcke”- hópsins frá fyrstu tugum þess- arar aidar og germanskra trjá- stungna frá slð-miðöldum. Eins er þvl variö með bókmennt- irnar. Allt frá Vöslungasögu til Glsla sögu, eða frá Shakespeare til Strindbergs, gengur expressjónisminn eins og rauöur þráður gegnum norður- evrópskan litteratúr. I kvik- myndum nægir aö benda á Lang og Murnau, Dreyer og Bergman. Sagt er að súrrealisminn sé Suður- Amerikönum svo I bldðborinn, aö þar hafi André Breton engu breytt. Slíkt hið sama mætti segja um Germani og expressjónisman. Svo eðlis- lægur er hann þeim að nafn- giftin skiptir vart máli. Sigur „Brlicke” og „Blaue Reiter” er ekki fólginn i þvi aö finna uppexpressjónismann, heldur tókst þessum mynd- listarhópum að klæða hann I nýjan búning, form sem hentaði nýrri öld. I þessari formbylt- ingu var svartlistinni skipaður hár sess, einkum hjá fyrri iiópn- um. Nafngiftin „Die Briicke” þýðir brúin og var hópurinn stofnaður I Dresden, árið 1905. Þeir félagarnir Kirchner, Heckel, Bleyl og Schmidt-Rott- luff sögðu akademiskri list strlð á hendur, vopnaöir blöndu af afrlskri, gotneskri og slö- impressjóniskri listtjáningu og existenslaliskum lifsstfl soðnum úr Schopenhauer og Nietzsche. Þeim tókst að gera draum Van Gogh um listanýlendu að veru- leika. Þegar rúttað var út úr dánarbúi Kirchners, eftir að hann framdi sjálfsmorð 1938, kom I ljós að hann hafði látið eftir sig um 2000 graflkmyndir. Heckel gerði um 10000 grafik- verk og Schmidt-Roítluff um 700. Nolde og aörir sem seinna urðu meölimir „Bríícke” létu einnig eftir sig fjölmargar svartlistarmyndir. „Der Blaue Reiter” eöa blái riddarinn var stofnaður 1910 I Mfinchen af mönnum eins og Kandinsky, Kubin, Marc og Macke. Seinna bættust Klee og fleiri I hópinn. Þessi hópur var líkt og framhald Brlicke-hóps- ins, nema hvað minni áhersla er lögð á graflk, en þeim mun meiri á liti og málverk. Samt geröu þessir menn fjölda verka með alls kyns þrykktækni. Greinilegt er aö seinni hreyfingin gengur mun legra I átt til óhlutkenndrar tjáningar. Graflkin er ekki eins bundin við tréskurðartækni. Augljós er sá ægishjálmur sem þeir Kandinsky og Klee bera yfir aðra kollega slna. Þó er greini- legt að Marc hefði náö langt, heföi honum enst aldur fram yfir skotgrafarárin. Týpisk fyrir expressjónisma millistriðsáranna eru verk Grosz og Dix. Þessir menn eru miklu nær skopmyndageröinni og þjóðfélagsháöinu en fyrir- rennarar þeirra. Einkum er hinn létti og öruggi grafikstill Grosz sláandi. Þannig er sýningin á Kjar- valsstöðum alltæmandi og yfir- gripsmikil. Hún sýnir ágætlega þróun þessa miída umfangs, sem er sess svartlistarinnar innan expressjónismans. Nú þarf aðeins að gera málverki þessarar stefnu skil og leyfa þeim að hanga ögn lengur en graflkverkunum. Rudolf Serkin á íslandi í tilefni 50 ára afmælis Tónlistarskólans: „Vinatengsl „Tilefniö er 50 ára afmæli Tón- listarskólans og Tónlistarfélags- ins, þó þaö hafi ekki veriö form- lega stofnaö fyrr en áriö 1932”, sagöi Haukur Gröndal fram- kvæmdastjóri Tónlistarfélagsins, þegar Helgarpósturinn forvitnaö- ist um komu hins heimskunna pianóleikara Rúdolfs Serkin hingaö til lands. Rudolf Serkin mun koma fram á tvennum tónleikum að þessu við Island” sinni. Þeir fyrri veröa haldnir I Þjóðleikhúsinu á morgun, laugar- dag, og kemur hann þar f ram einn. Sfðari tónleikarnir verða i Há- skólablói þriðjudaginn 27. mai, en þar mun Serkin spila ásamt öðru listafólki frá Bandarlkjunum. Sagði Haukur að ástæöan fyrir komum hans hingað svo oft væru vinatengsl sem hefðu skapast við Tónlistarfélagið og við fólk hér og þá sérstaklega Ragnar I Smára.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.