Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 24
24 Föstudagur 23. maí 1980 _helgarpósturinru VEGABRÉF TIL IRAN 7f í næstu byltingu verða mollarnir hengdir’ Bandarikjastjórn hélt upp á páskahelgina m.a. með þvi að silta stjórnmálasambandi við tran og setja viðskiptabann á landið. Þegar fréttin barst til tran, urðu engin viðbrögð af hálfu almennings. Forsetinn taiaði til þjóðarinnar og sagði að nú yrðu iranir að standa saman. Kho- meiny lýsti yfir ánægju sinni yfir sambandsslitunum og sagði vlst sem svo, aö þau væru þaö eina sem Carter hefði gert af viti eftir að hann komst i Hvita húsið. Vestrænir fréttamenn I Teheran veitu þeirri spurningu fyrir sér, hvort iranskur almenningur væri orðinn sinnulaus gagnvart si- endurteknum hótunum Banda- rikjamanna að setja formlegt viöskiptabann á landið. Svo var þó ekki, þvi þó fréttinni hafi verið tekið með þögninni, var það að- eins iognið á undan storminum. Stjðrnvöld boðuöu til mótmæla- aögeröa gegn Bandarlkjunum um allt land, föstudaginn 11. april, en hjá múslimum er föstudagurinn eins og sunnudagur hjá kristnum þjóöum. Þjóöin hlýddi kalli yfir- valda og var allur ágreiningur milli hinna einstöku stjórnmála- hópa látinn vlkja fyrir samein- ingunni i baráttunni gegn óvini þjóðarinnar númer eitt. Milljónir manna, kvenna og barna um allt Iran þyrptust út á götur borganna til aö mótmæla. Mótmælagöngur og fundir i Teheran hafa oft veriö fjölmennir, en þaö er nær sam- dóma álit allra vestrænna frétta- manna I borginni, aö aldrei hafi veriö samankominn jafn mikill fjöldi á götum borgarinnar, siöan Khomeiny var fagnaö viö heim- komuna úr útlegöinni snemma á siöasta ári. Hitinn var oröinn gifurlegur, þegar viö komum okkur niöur i bæ um ellefu leytið. Þaö var ekki til aö létta gönguna, aö vindur var enginn og mengunin frá bilaum- feröinni lá eins og mara yfir götunum. Til þess aö bæta gráu ofan á svart sótti brátt að manni ákafur þorsti og eins og aöra daga var alveg sama hversu mikiö var drukkiö, þaö náöi ekki aö slökkva þorstann nema I örfá- ar minútur. Fyrsti áfangastaöurinn var bandariska sendiráöiö. Þar var samankominn töluveröur mann- fjöldi, en þó var þar enn allt til- tölulega rólegt. Mótmæla- göngurnar, sem voru einhvers staðar á götum borgarinnar áttu eftir aö koma þarna aö. Fólkiö stóö þarna og ræddi saman eöa hlustaöi á ræöu, sem Bani Sadr forseti var aö flytja upp viö Te- heran háskóla, en þar voru mörg hundruö þúsund manns og ræöum dagsins endurvarpaö um hátalarakerfi til nærliggjandi breiðstræta, fyrir þá sem ekki komust inn á háskólalóöina. Var hátalarakerfiö stilit I botn, eöa þvi sem næst, og hávaöinn ásamt hitanum, sem fór alltaf vaxandi, geröu þaö aö verkum, aö and- rúmsloftiö var hlaöið spennu og komst maöur ósjálfrátt I einhvern byltingarham. Meö reglulegu millibili, yfirgnæföu fagnaöarlæti mannfjöldans á háskólalóöinni ræðumann og fékk þaö hjarta manns til aö siá enn örar. Upphafið Eins og til aö gefa okkur, sem stóöum þarna viö sendiráöiö, ástæöu til aö fagna lika, flugu allt i einu þar yfir þrjár orrustuvélar iranska flughersins, vélar Made in USA, vænti ég, og fagnaöi mannfjöldinn þeim gifurlega. Þarna voru bandariskar striös- vélar aö bjóöa Bandarikjunum byrginn, sýna þeim, aö Iranska þjóöin væri tilbúin aö fara i striö. Hafa bandarisk stjórnvöld tæp- lega átt von á þessu, er þau tóku aö sér aö hervæöa ógnarstjórn keisarans fyrrverandi. Eftir stutta dvöl viö sendiráöið, var ákveöiö aö halda til móts viö mótmælagöngurnar, einkum þá er Fedayin hreyfingin stóö aö. Fedayinar aöhyllast marx-lenin- isma og var hreyfing þeirra ávallt i fylkingarbrjósti I barátt- unni gegn keisaraveldinu, en félagar úr hreyfingunni voru alla tiö hundeltir af leynilögreglu keisarans og drepnir ef i þá náö- ist. Þaö voru Fedayinar, sem fyrstir hófu vopnaöa andstööu gegn keisaranum. Geröist þaö ár- iö 1971 er nokkrir þeirra hertóku lögreglustöö i borginni Siahkal i Noröur-lran. Þessi aögerö, sem átti fyrst og fremst aö yera tákn- ræn fyrir upphaf hinnar vopnuöu baráttu iranskrar alþýöu, fékk mikla auglýsingu i Irönskum fjöl- miölum á sinum tima. Voru skæruliöar kallaöir hryöjuverka- menn og fékk einn bróöir keisar- ans þaö verkefni aö uppræta þá. Þessar aögeröir stjórnvalda höfðu þveröfug áhrif viö þaö sem til var ætlast. 1 staö þess aö þagga máliö niöur, var það nú á allra vörum og stappaöi stálinu i aörar hreyfingar, eins og Moudjahedina (en þaö er hreyfing framsækinna múslima), sem höföu uppi áform um aö hefja vopnaða baráttu. Of- beldisaögeröir lögreglunnar verkuöu þvi eins og olia á eld and- ófshreyfinganna. Þó þessar tvær hreyfingar eigi stóran þátt i þvi, aö stjórn keisar- ans var kollvarpaö, eru þær ekki velséöar af núverandi valdhöfum i Iran. Klerkarnir ásaka Moudja- hedina um að hafa tiieinkað sér ákveöna hluti úr marxisma, en stúlka nokkur úr hreyfingu þess- ari sagöi viö mig, aö þaö væri ekki rétt, þau væru múslimar. Hreyfing Fedayina er i oröi bönn- uö, eins og á timum keisarans, en á boröi starfar hún aö miklu leyti fyrir opnum tjöldum og er mál- gagn hennar, „Vinnan” selt á hverju götuhorni. Andstætt þvi sem er um Moudjahedina, styöja Fedayinar klerkastjórnina ekki nema aö litlu leyti, og þá einkum i baráttu hennar gegn Bandarikj- unum. „Marg bar Amerika" En snúum okkur aftur aö mót- mælagöngunum. Viö þurftum aö ganga töluvert áöur en viö fund- um göngu Fedayina, en áöur en aö henni kom, höföum viö m.a. rekist á göngu kommúnista- flokksins Toudeh. Þegar I göng- una var komið, var hitinn farinn aö þjaka mann verulega og skyrt- an oröin rennblaut af svita. Gang- an var einhver sú fjölmennasta sem ég hef séö um ævina og alla vega sú herskáasta. Tug eða hundruö þúsundir manna og kvenna á öllum aldri, allt frá gamalmennum og niöur i börn, gengu meö hnefa á lofti og hrópuöu vigorö. Eitt þeirra, sem hrópaö var i sifellu, var: „Viet- nam, Palestina, Amerika og Israel eru óvinirnir” og aö ógleymdu þvi vinsælasta: „Marg bar Amerika”, eða „niöur meö Ameriku”. Þá hrópuöu menn lika á striö gegn Bandarikjunum og annaö i þeim dúr. Aöur en varöi, var maöur sjálf- ur oröinn þátttakandi i þessum miöpunkti heimsfréttanna og sú tilfinning er ógleymanleg og nærri ólýsanleg meö oröum. Hit- inn og stemmningin sáu til þess, aö maöur leiö um eins og I öörum heimi. Þarna skildi maöur hvers samtakamáttur fólksins getur veriö megnugur, jafnvel gegn mesta stórveldi heimsins. Ég var aö bjástra viö aö taka kvikmyndir af göngumönnum um leiö og ég gekk meö þeim, og- vakti þar af leiöandi mikla at- hygli, auk þess sem ég var liklega einn af fáum, eöa eini Evrópubú- inn, sem þarna var. Meö tilliti til þeirra frétta, sem Islendingar fá af atburöum I Iran, heföi kannski ekki veriö óeölilegt aö halda, aö ég yröi fyrir einhverju aökasti vegna vesturheimsks uppruna mins, en þvi var öfugt fariö. Menn lýstu hvaöeftir annaö yfir ánægju sinni yfir þvi aö ég skyldi vera aö kvikmynda gönguna og eitt sinn er ég stóö viö gangstéttarbrúnina, var allt i einu þrifið i mig og ég dreginn út i miöja gönguna. Ég vissi 1 fyrstu ekki hvaöan á mig stóö veöriö, en þá benti náunginn, sem haföi þrifiö svona i mig, á nokkuð sem þar var aö gerast. Göngumenn höföu búiö til brúöu eina stóra, sem átti aö vera tákn heimsvaldastefnunnar, en á und- an henni gekk ungur maður i tötralegum klæöum og haföi stóra sleggju I hönd. Sleggju þessa reiddi hann ööru hverju til höggs og sló til brúðunnar. Minnti þessi athöfn og öll umgjörðin um hana á einhvern fornan helgisið. Áfangastaöur göngunnar var bandariska sendiráöiö, en nokkru áöur en þangal) var komiö, námu göngumenn staöar og settust niö- ur á brennheitt malbikiö. Astæö- an fyrir þvi var sú, aö múslimar höföu hafiö bænagjörð fyrir fram- an sendiráöiö. Hefur ekki þótt til- hlýöilegt aö trufla þá við þá iöju sina. Ég og fylgdarmenn minir settumst einnig niöur um stund til þess aö hvila lúin bein, áöur en haldiö yröi heim á leiö og siöan út isveitina. Ég komst þviekki aftur aö sendiráöinu þann daginn, en mér er það til efs, aö slikt heföi veriö hægt, þó viö hefðum dvaliö þarna áfram, slikur var mann- fjöldinn. Þó flest eöa öll pólitisk samtök landsins hafi sameinast þennan dag I mótmælum gegn sameigin- legium óvini irönsku þjóöarinn- ar, fengu göngumenn ekki að vera meö öllu óáreittir. A nokkr- um stööum meöfram göngunni, höföu harölinu múslimar tekiö sér stööu og hrópuöu ókvæöisorð- um aö Fedayinum. Hrópuöu þeir m.a.: „Þetta veröur ekki kirkju- garöur Bandarikjamanna, heldur Fedayina.” i háskóium skal lært Eins og segir hér aö ofan, þá var þennan sama dag mikil sam- koma viö Teheran háskóla, en hann ásamt bandariska sendiráö- inu er miöpunktur fundahalda og mótmælaaögeröa i borginni, og eins og i flestum háskólum úti um allan heim, áttu vinstrimenn þar miklu fylgi aö fagna. Stjórnvöld kunnu þvi hins vegar illa og skömmu áöur en ég yfirgaf Iran, gáfu þau út tilkynningu þess efnis, aö vinstrimenn skyldu burt úr háskólanum meö alla sina starfsemi, ella yröi þjóöinni sigaö á þá. Aö mati stjórnvalda eru há- skólarnir staöir þar sem fólk kemur til aö læra, en ekki til aö vera meö pólitiska undirróöurs- starfsemi. Mönnumeru svo kunn endalokin, er harölinu múslimar réöust á stúdenta um allt land og drápu nokkra tugi þeirra og særöu mörg hundruö. Þá hafa stjórnvöld þaö i hyggju aö endur- skoöa kennslu i háskólum landsins meö tilliti islam. Einnig hefur verið tekiö fyrir þaö, að iranskir stúdentar fari til margra landa Evrópu til aö læra annaö en raunvisindafög. Loks tóku harö- linu múslimar yfir nokkra háskóla og lýstu yfir þvi, aö héöan i frá myndu þeir velja kennarana, og þarf ekki aö spyrja hvernig kennarar þaö veröa. Þaö er alltaf, eöa á maöur kannski að segja, það var alltaf eitthvaö aö gerast viö háskólann. A öðrum degi dvalar minnar i Te- heran fór ég þangaö og er maöur nálgaöist háskólalóöina, fór ekki á milli mála, aö þar var eitthvaö aö gerast, þvi þar var saman- kominn mikill mannfjöldi. Þarna reyndist vera samankominn fjöldi manns úr hreyfingu Moudjahedina, sem getiö er fyrr 1 pistli þessum. Þeir höföu komiö sér fyrir á knattspyrnuvelli há- skólans og fór þar fram einhvers konar heræfing, nema hvaö vopn- in voru engin. Miklar og marg- faldar raöir höföu veriö myndaö- ar á viö og dreif um knattspyrnu- völlinn og hljóp fólk þar á staön- um, eins og i morgunleikfiminni hjá Valdimar örnólfssyni. Ein- staka sinnum tóku nokkrar raöir sig út úr og hlupu þvert yfir völl- inn. Undir þessum hlaupum öll- um voru sungnir byltingarsöngv- ar. Moudjahedinar þessir voru allt ungt fólk, bæöi menn og konur og höföu þær allar slæöur á höföi sér og huldu hár sitt, en slæður þess- ar munu vera einhvers konar ein- Frá „heræfingu” Moudjahedina á háskólalóðinni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.