Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 6
6 Fullur salur og sýningarstæöi af bílum Bílar og kjör við allra hæfi Opið frá kl. 9—19 alla daga nema fimmtudaga frá 9—21, og SUNNUDAGA frá kl. 13-16. BÍLASALA** BÍLASKIPTI 28488 REYKJAVÍK - ICELAND S* ■ imi 8-18-66 Peugeot 504 station árg. '74 Ekinn 60 þús. km. Dökkblár. Verö 4 millj. Datsun 1204 árg. '77 Ekinn 41 þús. km. Rauöur óaðfinnanlegur. Verö 3.700 þús. Lada sport árg. '79 grænn, þurrka á afturrúöu og góö dekk. Ekinn 18 þús. km. Verö 4.800 þús. Mazda 323 átg. '77 Ekinn 39 þús. km. Failegur blár sanseraö- ur. Verö 3.600 þús. Chevrolet Malibu árg. '71 Ekinn 72 þús. milur. Biár meö svartan vinyl- topp Topp útlit. Verð 2.800 þús. Til i skipti. Lada 1600 árg. '79 Ekinn 23 þús km. Hvítur. Verö 3.600 þús. Fiat Berlinetta árg. '78 Ekinn 37 þús. km. Rauður, dekurbill. Verö 4 millj.Góöur staö- greiösluafsláttur eöa góö kjör. Plymouth Volare árg. '79 Þessi gullfaliegi stationbill er ekinn að- eins 17 þús. km. Verö 8.400 þús. Tekur ódýran japanskan uppí. Passat árg. '76 Ekinn 72 þús. km. Eintak í sérflokki. Grænn. Verö 4 millj. Subaru 1600 árg. '78 Ekinn aöeins 4.200 km. Sem nýr. Verö 4.500 þús. Föstudagur 23. maí 1980 —he/garpósturinrL Umsjón: Jón Torfi Jónasson 1 Helgarpóstinum f dag hefst nýr þáttur, þar sem fjallaö veröur um nýjungar og ýmsa fróöleiksmola úr heimi tækni og visinda,Sem umsjónarmann hefur blaöiö fengiö Jón Torfa Jónasson, eölis- og sálfræöing og munu þessir þættir, ,,Cr heimi visindanna" birtast um þaö bil hálfsmánaöarlega. Undanfarnar vikur hafa veriö I sjónvarpinu þættir um æviferil breska visindamannsins Charles Darwin og þar fléttuö inn i um- fjöliun hans um uppruna og þróun lífs á jöröinni. Þar sem efni þess- ara þátta var afmarkaö viö hug- myndir Darwins, væri ekki úr vegi aö rekja lauslega gang mála fram á siöari ár. Sköpunarhugmynd bibliunnar gerir ráö fyrir aö margbreytileiki lifsins hafi veriö sá sami frá upp- hafi, allar tegundir lifvera, sem nú eru til hafi alltaf veriö til. Kenningar visindamanna um sögu lifs á jöröinni gera hins DARWIN STENDUR ENN TRAUSTUM FÓTUM — Nokkur orð um þróunarkenninguna vegar ráö fyrir einhvers konar þróun. 1 grófum dráttum má segja aö til hafi veriö tvær megin kenningar eöa hugmyndir um þróun. Arfgengi áunninna hæfileika Annars vegar er kenning, sem oft er kennd viö Frakkann Lamarck og var sett fram um 1810. Hún gerir ráö fyrir aö á- unnir hæfileikar og áunnin aölög- un einstaklinga aö aöstæöum gangi i erföir. Samkvæmt þessari hugmynd ættu giraffar, sem þyrftu aö teygja sig sérstaklega hátt eftir trjálaufum þannig aö þaö teygöist örlitiö á hálsum þeirra, von á hálslengri afkvæm- um en ella. Eöa api, sem þjálfaöi sig sérstaklega i trjáklifri, ætti fyrir bragöiö aö eignast afkvæmi, sem eru færari aö klifra i trjám, en þau heföu veriö ef foreldrið heföi ekki sinnt æfingum sinum. Eftir siöustu aldamót hefur þessi hugmynd um erfðir áunninna hæfileika ekki átt miklu fylgi aö fagna, nema þá h»lst hjá Rússan- um LysenKo og fylgismönnum hans, sem héldu rússneskum erföavisindum i járnkló sinni I rúma þrjá áratugi. Hins vegar höfum viö hug- myndir Darwins. I bók sinni Uppruni Tegundanna, sem kom út 1859, telur Darwin aö tvennt þurfi aö nefna til þess aö skýra munmilli tegunda, þ.e. til þess aö skýra fjölbreytni lifs á jöröinni. 1 fyrsta lagi er töluveröur einstak- lingsmunur innan tegunda (en Darwin gat ekki skýrt hvernig á honum stóö) og I ööru lagi telur hann aö nokkur hluti hverrar kynslóöar nái ekki að timgast, en þeirfjölgi sér, sem best eru búnir fyrir þær aöstæöur, sem rikja hverju sinni. Þannig má segja aö ákveöiö val veröi i náttúrunni. Darwin áleit aö þegar saman sé tekiö margbreytni innan teg- undar, ólikar aöstæöur og timgun þeirra hæfustu miöaö viö að- stæöur hverju sinni, þá megi skýra mismun milli hinna óliku tegunda llfrikisins. Flestir vis- indamenn eru sáttir viö þessa skýringu á mismun manns og apa.mismun fuglategunda þeirra á Galapagos eyjunum, sem Dar- win athugaöihvaö mest, en til eru þeir, sem eiga erfitt meö aö kyngja þvi aö hugmynd Darwins um na’ttúruval ráöi viö aö skýra muninn á manni og húsflugu. En þessir efasemdarmenn eru ekki margir, einkum vegna þess að enn hefur ekki komiö fram nein staögóö skýring, sem velt gæti hugmyndum Darwins úr sessi. Erfðafræðin kemur til sögunnar Visindamenn kynnast hug- myndum erfbafræðingsins Mendels um erföavisa (gen) upp úr siðustu aldamótum, en þaö er eiginlega ekki fyrr en 1930 aö það er almennt viöurkennt, hve vel hugmyndir Mendels henta til þess aö styrkja og skýra hugmyndir Darwins. Mendel gerir ráö fyrir erfðavisum (genum) sem ráöa algjörlega öllum liffræöilegum eiginleikum hverrar lifveru. Erföavisar hverrar tegundar eru i grófum dráttum eins, en þó ekki nákvæmlega eins i neinum tveim- ur einstaklingum (nema eineggja burum). Þótt þessi munur á erfðavisum innan tegundar sé ekki mikill, veldur hann þvi aö einstaklingar verða mismunandi og þaö gefur forsendur fyrir ein- hvers konar vali, ef allir einstak- lingar tegundarinnar ná ekki að timgast jafn mikiö. Munur innan tegundar er einkum talinn stafa af svokölluöum stökkbreytingum sem veröa á erfðavlsunum. Hver slik breyting veldur yfirleitt ekki miklum mun, enda er deilt um, eins og áöur er vikiö aö, hvort þessar breytingar nægi til þess að skýra fjölbreytni llfrikis jaröar. Samspil hugmynda Mendels um erföavisa og hugmynda Dar- wins um úrval i náttúrunni gefur rammann um þá þróunarkenn- ingu, sem nú viröist almennt við- urkennd af visindamönnum. 1 rikjandi hugmyndum um þró- un er möguleikanum á arfgengi áunninna eiginleika afneitaö, en samt sem áöur lögö áhersla á stöðuga þróun þar sem hver breyting er tiltölulega litil. 1 þess- um hugmyndum er bent á mikil- vægi mismunar innan tegundar en þessi breytileiki er forsenda allrar þróunar, þar eö þróun byggist á úrvali, en einungis ef einstaklingar eru mismunandi, er hægt aö tala um úrval. Auövitaö er margt óskýrt enn i erfðavisindunum, en hugmyndir Darwins virðast standa nokkuð traustum fótum, þrátt fyrir mikla gagnrýni, sem hefur ekki siður átt sér trúarlegar og pólitiskar rætur en vfsindalegar. — JTJ. GETUR TÖLVA EINUNGIS ÞAÐ SEM HENNI ER SAGT? 1 örri tæknivæöingu veröa tölvur af ýmsum stæröum og geröum sifellt meira áberandi og fólk veltir þvi gjarnan fyrir sér hve flókin störf tölvur geti unniö: hverjar eru likurnar á þvi aö tölv- urnar taki hreinlega af okkur vöidin? Vonandi veröur þess nú iangt aö biöa, en rétt er aö hafa augun opin, þannig aö þessi af- kastamiklu tæki veröi þjónar okkar en ekki herrar. Hver stjórnar tölvunni? Oft er bent á i umræðum um mátt tölvunnar aö tölvan sé bara vél og geti bara þaö sem henni er sagt. Þetta er likast til rétt en segir ósköp lltiö þegar grannt er skoöaö.Þaösem stjórnar aðgerð- um tölvu er tölvuforrit, sem er safn fyrirskipana til rafeindabún- aöar tölvunnar um hvaö eigi aö gerast. Þessi forrit hafa þeir skrifaö sem viö tölvurnar vinna og þar meö stjórna þeir tölvunni. Auövitaö hafa þeir hug á þvi aö gera forritin svo sveigjanleg aö tölvan geti brugöist rétt viö, I ólikum tilvikum. Þannig er e.t.v. óskaö eftir þvi aö tölva, sem stjórnar tækjum I kjarnorkuveri geti brugöist fljótt og rétt viö ef einhver ákveðin bilun kemur upp, eöa þess er óskaö aö tölva, sem sér um bókhald fyrirtækis geti skrifaö Ut reikninga þegar viö á. 1 þessum tilvikum má segja aö tölvan taki ákvaröanir, en raunar einungis þær sem hún hefur veriö búin undir. Forrit af þessu tagi eru vel þekkt og viö virðumst vera að sætta okkur viö galla þeirra. (Þegar tölvu er kennt um mistök af einhverju tagi, eöa þegar eitthvaö er ekki hægt ,,af þvi að tölvan leyfir þaö ekki”, þá er I raun og veru veriö aö tala um ófullkomna forritun). Geta tölvur haft frum- kvæði? NU er hugsanlegt aö við viljum láta tölvu taka ákvaröanir, en viö höfum ekki nema takmarkaða hugmynd um hverjar þær verða. Gott dæmi um slikt tilfelli er tölva, sem getur teflt. NU væntum viö þess aö tölvan geri þaö sem fyrir hana er lagt, þ.e. að vinna næstu skák, en viö getum ekki sagt henni I smáatriðum hvernig á að gera þaö. Nýjustu útgáfum skákforrita svipar aö mörgu til eldri geröa, þar sem þau búa yfir óhemju miklum upplýsingum og geta reiknaö út ýmsa möguleika nokkra leiki fram i timann. En þaö sem reynt er aö gera i nýrri forritum, auk þessa er aöbyggja inn „hollráö”, leiðsögureglur um aögeröir. Þessar reglur eru oftast nokkuö flóknar, en einföld dæmi gætu veriö: styrkja miðboröið, varastaöláta leppa menn, biskup er vænlegri en riddari I endatafli. Þeir sem iöka skák aö ráöi vildu ugglaust setja ýmsa fyrirvara viö slikar reglur, en þá er bara aö athuga hverjir þessir fyrirvarar gætu verið og setja þá inn i for- ritið. Viö erum hér á góðri leiö meö aö fá forrit, sem taka sjálf- stæöar ákvarðanir, a.m.k. I viss- um skilningi, en gera engu að siður þaö sem fyrir þau er lagt. Nú glima menn viö aö búa til for- rit, sem sjálf geta skrifað forrit og þaö sem meira er, slik forrit, sem unnin eru af tölvu veröa full- komnari en þau sem sérfræðingar eru almennt færir um að skrifa. 1 þessu ljósi veröur fullyröingin um aö tölvur geti bara þaö sem þeim er sagt merkingarlitil, jafnvel þótt hún sé óhrakin. Nýr heimur Heimur töivufræða og tölvu- tækni er oröin ótrúlega stór. Fyrst má nefna ýirtölvurnar en þeim fylgja miklir möguleikar á tölvuvæöingu i iönaöi og verslun og f kjölfariö munu ugglaust fylgja mikla breytingar á fram- leiösluháttum. Þá má nefna tölvur, sem geta „hugsaö” (og vikiö var aö hér aö ofan), t.d. teflt og þýtt frá einu máli til annars, en einnig hjálpaö til viö ákvaröana- töku, t .d. viö sjúkdómsgreiningar og hagstjórn. 1 þessum þáttum um tækni og visindi veröur stöku sinnum reynt aö skyggnast inn I þennan heim tölvunnar bæði til þess aö skoöa hvaö hann hefur upp á aö bjóöa, en ekki siöur til þess aö benda á ýmis sker, sem viö þurfum aö varast. —JTJ.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.