Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 23.05.1980, Blaðsíða 25
—he/garpósturinn., Föstudagur 23. maí 1980___________________________25 3. GREIN Grein og myndir: Guðlaugur Bergmundsson Viö Byltingarstreti hefur verift komift upp sölutjöldum þar sem seldar eru póiitiskar bækur og kassettur Þaft var ekki oft sem byltingarverðirnir sáust á almannafæri, en hér eru þeir á gangi um miðborg Teheran meft blóm f byssuhlaupinu kennisbúningur fyrir þær stúlkur sem eru i hreyfingu þessari, og gat ég ekki betur séö, en flestar þessar slæftur væru i bláum lit. Mér láöist hins vegar aö spyrja hver ástæöan væri. Þegar hlaupiö haföi veriö og sungiö góöa stund, geröu Moudja- hedínar sig lfklega til aö yfirgefa lóö háskólans og fóru fylktu liöi niöur Byltingarstræti, en þaö er ein af þeim götum, sem liggja meöfram háskólalóöinni. Héldu menn áfram aö syngja og hróp- uöu einnig vigorö, eins og aö þaö ætti ekki aö vera meö neinar til- slakanir viö Bandarikin, heldur fara i striö viö þau. Á gang- stéttunum þar sem göngumenn fóru, haföi safnast saman mikill mannf jöldi til aö fagna þeim. Þeir voru þó ekki allir, sem geröu slikt, þvi þarna voru lika nokkrir sem steyttu hnefann framan i göngumenn, og voru þar komnir vinir okkar harölinumennirnir. Eins og i göngunni miklu tveim dögum siöar, var ég einnig aö bjástra viö aö kvikmynda þarna inni á háskólalóöinni. Vakti ég fyrir þaö töluveröa athygli og var yfirleitt hópur af li'önum i kring- um mig og var mikiö spáö i þaö hvaöég væri aö þvælast þarna, en allir voru mjög ánægöir yfir þvi aö ég skyldi mynda þarna. Að sjálfsögöu lék mönnum forvitni á aö vita hvað mér, útlendingnum, fyndist um ástand mála i tran. Ég svaraöi þvi eins og var, að ég botnaði nú fremur litiö i þessu öllu saman, allt væri^ svo ruglingslegt. Þaö varö mer þvi mikill léttir, þegar spyrill minn sagði að ég væri ekki einn um þaö, jafnvel Iranir áttuöu sig ekki til fulls á þvi sem væri aö gerast. Ég þurfti þvi ekkert aö skammast min fyrir fávisku mina. Hræ //taghout-anna" Ég minntist áöan á ofsóknir á hendur vinstri mönnum i háskól- um landsins. Mér viröast þéssar ofsóknir endurspegla aö ein- hverju leyti ótta klerkastéttar- innar viö aö missa stjórn mála út úr höndunum, og þess vegna fari þeir aö einhverju leyti inn á jafn vafasamar brautir og fyrirrenn- ari þeirra, Mohammed Reza Pahlavi. Töluverð óánægja rikir meðal menntaöri landsmanna á vinstri kantinum. Þeim finnst klerkarnir hafa svikiö þá og byltinguna. Einhver sagöi viö mig, aö á þvi ári sem klerkarnir heföu setiö viö völd, heföu þeir ekkert gert fyrir fólkiö. Atvinnuástand i Iran er mjög bágborið um þessar mundir, eins og komiö hefur fram i fréttum hér. Allir framleiösluatvinnu- vegirnir starfa langt undir getu og heita má að byggingar- iönaöurinn hafi alveg stöövast. Þegar ekiö er út úr Teheran til norð-vesturs má sjá nýtt borgar- hverfi, eöa öllu heldur nýja borg rétt utan viö borgarmörkin. Séö frá hraöbrautinni viröist borg þessi samanstanda af blokkum eingöngu og ekki venjulegum blokkum eins og viö eigum aö venjast hér, heldur hálfgerbum ofvöxnum skrimslum. Þarna voru þær svo tugum skipti og nær allar tómar eöa hálf byggöar. Verktakarnir, sem allir voru út- lendingar, höföu yfirgefið landið eftir byltinguna, en mér var sagt aö til stæði aö ljúka viö fram- kvæmdirnar. Hvenær þaö veröur, veit enginn. A meöan veröur þessi borg, sem fyrirhuguð var fyrir þrjú hundruö þúsund Ibúa, draugaborg. „Stjórnvöld hafa enga stjórn á efnahagsmálunum. Þau hafa einkum reynt að tryggja stööu sina pólitiskt, en látið efnahags- málin sitja á hakanum og þaö gengur ekki lengi”, sagði einn Iranskur menntamaöur viö mig. Hann bætti þvi viö, aö efnahags- lifiö gengi fyrir hræjum „taghout- anna”, en það er skammaryröi, sem Khomeiny hefur notað yfir þá sem stjórnuðu efnahagslifi landsins á tima keisarans. Þaö eru sem sé embættismenn fyrri stjórnar, eöa þeir sem eftir sitja, sem halda efnahagskerfinu gang- andi að einhverju leyti. Þaö var almennt álit þeirra, sem ég talaöi viö, aö önnur bylting væri' óhjá- kvæmileg, ef svo héldi fram sem horfbi. Fólkið hefði séö, aö þaö gæti steypt harbstjórum af stóli og það muni þvi veröa gert aftur. „I næstu byltingu veröa „mollarnir” (prestarnir) teknir og hengdir upp i næsta tré”, sagbi einhver. Fáfræði og svartur markaður Ólæsi er landlægt i tran sem og fleiri löndum i þriðja heiminum. Var það m.a. ein af ástæöunum fyrir þvi, að keisaranum tókst aö halda alþýöu landsins niðri jafn lengi og raun ber vitni. Þaö hefði þvi með réttu átt að vera eitt af fyrstu verkefnum byltingarsinn- aöra stjórnvalda að hefja lestrar- kennsluherferö, til þess aö fólkið gæti aflað sér þekkingar á sjálf- stæöari hátt en að hlusta ein- göngu á prestana og rikisfjöl- miölana. Þegar ég spuröi um þetta atriði, var mér sagt, aö i upphafi hafi veriö fariö um þaö mörgum og fögrum orðum að kenna öllum aö lesa og skrifa, en minna hafi verið um efndir. Efni sjónvarpsins rennir svo stoðum undir þann grun, að i þessu efni hyggist stjórnvöld flýta sér mjög hægt.Fáfræðin er jú eitt af betri kúgunartækjum sem til eru. Þaö er fleira en stjórnkerfiö og efnahagskerfið sem ruglast viö byltingar eins og þá sem gerð var i tran. Ein þeirra afleiöinga sem bæöi landsmenn og feröamenn verða áþreifanlega varir viö, er svartamarkaösbrask meö gjald- eyri. A tima keisarans gátu þeir sem áttu pening skipt eins miklu og þeir vildu yfir I erlendan gjald- eyri. Núverandi stjórnvöld hafa hins vegar tekið upp svipaöa stefnu og rikt hefur hér á landi, þ.e. skömmtun á erlendum gjald- eyri. Eftirspurn eftir honum er hins vegar enn mikil og þvi blómstrar svarti markaöurinn. Markaöurinn sá fer hins vegar ekki eins leynt og hér á landi. Gjaldeyriskaupmenn hafa flestir komiö sér fyrir á einu breiðstræt- anna, sem skirt er i höfuðið á einu af höfuðskáldum Irans, Fer- dowsi. Þarna sitja þeir meb skúffur fullar af dollurum, mörk- um og pundum, og glerplötu ofan á svo allt fjúki ekki fjandans til. Þeir útlendingar sem leggja leiö sina um þessa götu þurfa ekki að hafa fyrir þvi aö bera sig eftir björginni sjálfir, þvi eftirspurnin er næg. Maður þarf bara aö ganga á milli og vita hver býöur best, og engum manni meö fullu viti dettur i hug aö skipta ferða- tékkunum sinum i banka, þegar svarti markaðurinn gefur nær helmingi meira. Þessi starfsemi er aö sjálfsögðu ólögleg, en yfir- völd viröast ekki hafa bolmagn til aö koma i veg fyrir þessi við- skipti. Jafnvel eitt Teheran dag- blaöanna, sem gefiö er út á ensku, gefur upp hvort tveggja, hina opinberu gengisskráningu og markaðsveröið. Enn af myndum Enn ein afleiöing byltingarinn- ar er sú, aö skipt hefur veriö um nöfn á mörgum götum og þá eink- um þeim sem minntu á tilvist fyrrverandi keisara. Pahlavi breiðstrætiö hefur nú veriö skýrt I höfuðiö á Mossadegh sem var for- sætisráðherra snemma á 6. ára- tugnum. Aryamehr stræti hefur veriö endurskirt gata doktors Fa- temi. Aryamehr var einn af þeim titlum, sem keisarinn haföi tekið upp og þýöir „ljós arýanna”, en doktor Fatemi var ráöherra i stjórn ofarnefnds Mossadegh, og þannig mætti lengi telja. Ég sagöi i fyrsta hluta þessara pistla, að það fyrsta sem ferða- langurinn ræki augun i, þegar hann kemur á flugvöllinn i Teher- an væri mynd af ayatollah Kho- meiny. A göngu um borgina, fer maður heldur ekki varhluta af þessum myndum, þær eru bók- staflega á hverju götuhorni, i hverri verslun og opinberum byggingum. Vitandi þaö, aö keisarinn hélt mikiö upp á myndir af sjálfum sér og fjölskyldu sinni, spurði ég hvort þaö heföu getaö veriö fleiri myndir af honum og hans slekti. Jú, þaö var vist svo og vel það. A undan hverri kvik- myndasýningu i bænum voru sýndar myndir af fjölskyldulifi hans og þurftu kvikmyndahúsa- gestir aö standa upp allir sem einn i viröingarskyni viö „hinn ástsæla leiötoga”. Ég veit ekki til aö Khomeiny hafi gengiö svo langt. En myndir af honum eru þó komnar á einn staö, sem óneitan- lega gefur visbendingu um hvert stefnir, en þaö eru litil vasadaga- töl. Þar hefur hann einnig fetað i fótspor fyrirrennara sins. Allar ferðir taka einhvern tima enda og þar kom aö brottfarar- degi mfnum. Eftir aö hafa farið i gegnum tollskoöun (hún er lfka fyrir farþega sem yfirgefa land- ið) settist ég i biðsalinn og beiö eftir þvi aö vélin færi. Þaö siöasta sem ég sá áður en ég sté út úr byggingunni var ljósmynd af ayatollah Khomeiny. anaa 125 P - 1500 1980 Ó TRÚLEG T VERÐ Kr. 3.400.000.- Til öryrkja: Kr. 1.970.000.- — Hámarkshraði 155 km — Bensineyðsla um 10 litrar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum — Radial-dekk — Tvöföld framljós með stillingu — Læst bensin- lok — Bakkljós — Rautt Ijós i öllum hurðum — Teppalagður — Loftræstikerfi —Öryggisgler — 2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðuþurrkur — Rafmagnsrúðusprauta — Hanzkahlif og hilla— Kveikjari — Litaður baksýnisspegill — Verkfærataska — Gljá- brennt lakk — Ljós i farangurgeymslu — 2ja hólfa kaborator — Synkronesteraður girkassi — Hituð afturrúða — Hallanleg sætisbök — Höfuðpúðar — Bremsujafnari — Eins árs ábyrgð — 5 ára ábyrgð á ryðvörn. Umboðið Akureyri: Vagninn s.f. Furuvöllum 7, simi 96-24467 FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simi 77200

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.