Helgarpósturinn - 18.07.1980, Síða 24

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Síða 24
Föstudagur 18. júlí 1980 2 4 Jie/garpústurinn._ „Hvernig getur leikarinn veriö sem heiöarlegastur?'f Árni Pétur , Krökuleikari, sóttur heim Nú stenduryfir mikil leikiistar- hátfð f Kaupmannahöfn sem ber nafnið Festival of Fools. Þetta væri svosem ekki I frásögur fær- andi ef að ég hefði ekki rekist á það að leikflokkurinn Kraka ætti að troða þarna upp. Flokkur þessi saman stendur af nokkrum ts- lendingum sem og fieiri góðum mönnum. Einn þeirra, Arni Pétur Guðjónsson( er fórnarlamb mitt að þessu sinni. Hann mun Hklega birtast á sjónvarpsskerminum seinni part sumars f kvikmynd sem ber heitiö Vandarhögg og Hrafn Gunnlaugsson leikstýröi. Ég heimsótti Arna Pétur f Kaupmannahöfn þar sem hann hefur búið I nokkur ár. Hann hef- ur komið sér vel fyrir I Ibúð sinni á Frederik den V’s vej, ásamt sambýliskonu sinni Þóru Arna- dóttur og 4 mán. dóttur þeirra, Aðalbjörgu. Við komum okkur vel fyrir f stofunni og undir kaffi af frskum ættum hófum við samtal- ið. — Hvernig stóö á þvi að þú fórst aö leika f kvikmynd? — Ég hef aldrei leikiö í kvik- mynd fyrr og þvi var ég alveg æstur I aö prófa eitthvaö nýtt. Mér leið alveg eins og súper- stjörnu, aö fljúga heim og til Ak- ureyrar eingöngu til þess aö leika I kvikmynd! Þetta gekk nú svo langt aö þaö var þarna ein akur- eysk stelpa sem átti aö gæta bún- ingarma og einhverju sinni, þegar ég var búinn aö vera í tveggja tima leiktörn, þá fór ég inn i bún- ingsherbergiö, henti hverri spjör út I loftið eins og leikaratöffari og aö lokum endaöi þetta þannig aö hún fékk skitugan sokkinn i and- litiö á sér. Eftir þetta sljákkaði aöeins í mér og ég reyndi aö haga mér eins og maöur. Hugsaöu þér, þaö var einn til þess aö sjá um ieikbúninga, annar til þess aö sjá um lýsingu o.s.frv. Maöur er van- ur aö þurfa aö fást viö allt slikt sjálfur. Fyrsti lærdómur sem ég dró af þessu var: Þetta er ekki mitt verkefni, vertu ekki aö skipta þér af þvf sem þér kemur ekki viö. — Hvaöa leikhlutverk lékstu þarna? — Leikhlutverk Zeta. Þetta er tiskumódel, sem hefur aflaö sér frægöar iútlöndum. En til þess aö vera módel þá þarf maöur aö vera ungur og vegna aldurs þá er stjörnuferill Zetu á niöurleiö. Þetta er voöalega „streit” gæi og mjög andstæöur mér. Mér þótti hann óskaplega ógeöfelldur fyrst, en min vinna er fólgin i þvi aö skilja hann og aö lokum, langa til aö vera hann. — Hvaö ertu aö gera hér I Kaupmannahöfn? — Ég er nú aöallega aö slást viö hana dóttur mina um hvort ég eigi aö fara á fætur einum tima fyrr eða seinna. Svo reyni ég aö fara á Krökuæfingar, viö erum aö vinna aö götusýningu núna þar sem ég leik rauöan púka, sem tal- ar ýmist barnamál, sem ég er i óöa önn aö læra af Aöalbjörgu eöa fingramál sem ég er einnig aö læra núna. Svo er ég, Margrét Arnadóttir (sem er meö i Kröku) og Cher sem er amerisk danskona (koreograf) aö vinna saman aö sýningu, þar sem viö reynum aö setja saman dans, söng og leik. Sú sýning fjallar um þrjú systkini sem hittast eftir langa fjarveru og rífja upp hvaö á daga þeirra hefur drifiö. Þetta er frekar al- varlegt stykki sem veröur senni- lega fullgert um næstu jól. Svo skúra ég á kvöldin fyrir barna- rúmi og klifurgrind. Heyröu, mig vantar einmitt góöa og trausta stúlku Ur Skagafiröi, til þess aö passa fyrir mig, ef einhverjar heföu áhuga þá.... — Hvers vegna Kaupmanna- höfn? — SU tegund leiklistar sem ég vinn viö, tilraunaleikhús, er þess eölis aö ég verö sifellt aö vera leitandi, vinnandi hérna get ég framfleytt mér á veturna meö þvi aö kenna i 10 tima á viku. Ef ég væri á Islandi þyrfti ég sennilega aö vinna 18 tima á dag I frystihúsi til að fá sama kaup. Það gefur augaleiö, aö þaö er meiri timi til þess aö æfa sig hérna. Sumsé þetta er aöallega peningasparn- aöur. Onnur ástæöa fyrir þvi aö viö Margrét komum til Hafnar er aö þær hugmyndir sem aö viö höf- um um leiklist eru þess eölis aö maöur þarf helst aö vera á meg- inlandinu til þess aö ná sambandi viö góöa leikstjóra sem geta kennt okkur og til þess aö maöur geti hreinlega fylgst meö. Við höfum fengiö góöa kennara t.d. frá Paris, Peter Brooks og einn frá Teater Labratorium I Pól- landi (Grotowski leikhúsið). En þaö er þetta meö hana Aðal- björgu, hún á ekki aö alast upp I Kaupmannahöfn, á næstu 4-5 ár- um fer ég því sennilega aö mjaka mér til landsins, aö ég tali nú ekki um ef herinn fér úr landinu. — Hvaöa tjáningarmöguleika finnst þér þin stefna hafa fram- yfir heföbundna ieiklistarstefnu? — Þegar ég var litill krakki þá var þaö tvennt sem mér þótti skemmtilegt. Aö fara i skemmti- siglingu meö Gullfossi og i leik- húsiö til aö sjá leikrit. Svo þegar ég byrjaöi á mótþróaskeiöinu og fór sjálfur aö leggja stund á leik- list þá hætti ég bæöi aö þola leik- hús og leikara. Mér fannst leikar- ar bæöi heimskir, vitlausir og til- geröarlegir. Þá var þaö einu sinni aö kærastan min bauö mér I leik- hús og hótaöi þvi aö færa sig á næsta bekk ef ég færi aö humma og stynja og gæti ekki hagaö mér eins og maöur. En hvaö geröist? Jú, mér til mikillar undrunar þá stórskemmti ég mér og fordóm- arnir féllu. Heföbundnir leikarar nota sina eigin tækni en ég er enn- þá aö leita aö minni eigin tækni og finn hana sjálfsagt aldrei. Sú spurning sem brennur á vörum mér er þessi: Hvernig getur leik- arinnveriösem heiöarlegastur og hvernig er hægt aö brúa biliö milli áhorfenda og leikaranna, milli min og þln. Þaö sem fyrir mér vakir er leit aö einhverjum miöli eöa sambandi. Þaö kemur fyrir aö maöur nær þessu sambandi sem er annaö og meira en þaö samband sem maöur hefur dags daglega. Stundum ná t.d. tveir leikarar þessu sambandi sem viö köllum þriöja afliö. Þetta er eitt- hvaösem er ofar okkar skilningi. Maöur skynjar þaö þegar þaö gerist, þaö sama er meö áhorfandann, en orö fá þvi eigi lýst. — Hver er munur á leikhús- pólitik Dana og Islendinga? — HUn er jafnslæm á báöum stööum. Danir sletta aö visu smá- peningum i fólk, en þvl fylgir óg- urleg kvöö. Þeir leikhópar sem styrktir eru, þurfa aö sýna I kringum 200 sinnum á ári. Þaö gerir þaö aö verkum aö fólkiö get- ur ekki unniö saman, heldur þarf þaö aö dreifa sér i smáhópa um hverja sýningu. Sumir hverjir öfunda okkur i Kröku af þvi aö viö erum frjáls og óháö og getum gert þaö sem okkur sýnist. Hitt er al- gjör geöveiki! Þessir hópar lifa aöallega á þvl aö þaö eru ýmsir skólar og stofnanir sem kaupa sýningar. Kraka sýnir yfirleitt leiklistarverkstæöi (workshops). Og er meö Utileikhus eöa götu- leikhús. Og um daginn, þaö var alveg frábært, þvi þá sýndum viö I afmælisboöi 7 ára prestsdóttur. Presturinn vildi heldur láta fólkiö hittast, vildi heldur eyöa pening- um i okkur, heldur en aö kaupa tertur og dót. Hann keypti okkur af einskærri hugsjón. — Hvernig er þaö Arni, komst þú ekki einhvern tima inn i Rikis- leiklistarskóla Dana? — JU, ég var þar i eitt ár, á þeim tfma kynntist ég einmitt mörgum nýjum stefnum, en þaö var svo skrýtiö aö þaö var fyrir utan skólann sem aö ég kynntist þeim. Aö leggja stund á Íeiklist er fyrir mér heilagur hlutur og þó að ég geti logiö ails staöar annars staöar, þá get ég ekki logið i leik- listinni. 1 þessum skóla var 1/3 hluti námsefnisins sem kom mér aö einhverju leyti aö gagni. Ég skrópaði þvi vandlega I hinum 2/3 hlutunum, sem haföi aldrei gerst áöur i sögu skólans og á endanum voru gerö ný lög þess eölis, aö sá sem ekki mætir þrisvar fær viö- vörun. Ég tók ekki sönsum og aö sjálfsögöu var mér sparkaö út. Ég man aö ég dansaöi af gleöi þvi aö mér fannst ég loksins veröa frjáls. En svo kom auövitaö bak- slagið. Hvaö skyldu mamma og pabbi segja og frændur og frænk- ur. Og hvaö skyldi nú veröa um mig. Ég sé ekki lengur eftir þessu þvi mér finnst ég hafa fengiö góöa aöstoö viö aö læra á mitt hljóö- færi, mig sjálfan. — Stefniö þiö aö þvi aö vera pólitisk? — Já. Viö erum pólitisk og vilj- um gjarnan vera enn pólitiskari en viö erum. Ég held aö viö séum öll sammála I Kröku um þaö aö viö trúum ekki á stjórnarfyrir- komulagið eins og þaö er I dag. Maöur berst hetjulegri baráttu fyrir aö vera sjálfum sér sam- kvæmur og biöur stööugt ósigur. Viö gerum okkur grein fyrir þvi aö þaö erum ekki bara viö, heldur okkar nánustu, kannski allur heimurinn. Aö vera hamingju- samur er hlutur sem maöur þarf aö telja sjálfum sér trú um. Viö skulum ekki vera aö flokka þetta undir eina stefnu frekar en aöra. Ég hef alltaf veriö meövitaöur pólitiskur alveg frá þvi aö ég fæddist. Ég trúi þvi aö eitthvaö betra sé til og ég vil berjast fyrir þvl. Viöafskræmum aö visu veru- leikann I Kröku og sýnum fárán- legar hliöar af honum, fólk sem er ' ööru vlsi, fólk sem bregöur út af vananum, og fellur ekki inn i kerfiö, og viö höfum tekið ást- fóstri viö þaö.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.