Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Guðjón Petersen STAÐA: Framkvæmdastjóri Almannavarna rikisins FÆDDUR: 20. nóv. 1938 HEIMILI: Völvufell 8 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Lilja Benediktsdóttir og eiga þau tvö börn BIFREIÐ: Wagoner árg. '74 ÁHUGAMÁL: Gönguferðir og lestur góðra bóka Föstudagur 13. febrúar 1981 —helgarpásfurínrL Almannavarnir eru ekki björgunarsveit Eru Almannavarnir rikisins i raun nokkuö annaö, en nafniö tómt? „Já, þær eru meira en það. Al- mannavarnir rikisins eru i raun- inni sameinað afl þjóðfélagsins. Þær eru ekkert annað en samheiti á þvi afli, sem beitt er til varnar landi og þjóð”. En hver eru völd þessarar stofnunar? „Almannavarnir rikisins hafa ekki mikil bein völd, þvi valdið liggur mestmegnis hjá almanna- varnarnefndum hinna einstöku héraða. Hins vegar er Almanna- vörnum rikisins samkvæmt lög- um ætlað að sjá um heildarskipu- lag þessara mála, samræma störf þessara umdæma og hafa umsjón meö þvi hvernig staðið er að al- mannavörnum viðs vegar um landið”. En hvernig virka þessi völd i framkvæmd? Hver er ykkar staöa t.d. þegar eitthvaö kemur upp á? „Okkar hlutverk er ef til vill fyrst og fremst upplýsandi. Þannig komum við boðum til al- mannavarnarnefnda, ef við telj- um ástæðu til að vara þær við. Einnig getum við farið fram á það, að þær hefji störf eftir fyrir- fram gerðri áætlun, ef okkur list svo á ástandið, að þörf sé á þvi að þær gripi inn i”. Þiö hafiö sem sé ekkert aö segja um raunverulega fram- kvæmd á hjálparstarfinu? Þaö er einvöröungu i hendi almanna- varnarnefndanna? „Það er lögreglustjóri á við- komandi stöðum og almanna- verndarnefndirnar, sem verða að taka á þeim vandamálum sem upp koma, ekki sist ef uppákomur verða sem ef til vill er ekki gert ráð fyrir i þeim fyrirframgerðu áætlunum sem búið er að byggja upp. Ef hins vegar stóratburðir gerast i fleiru en einu umdæmi i einu, þá er aöalhlutverkið komið i hendur Almannavarnarráðs rikisins og þá um leiö i greipar dómsmálaráöherra og rikis- stjórnarinnar”. En nú segja ýmsir aö samræm- ingin og samhæfingin á milli hinna ýmsu þátta björgunar- starfsins gangi ekki snuröulaust fyrir sig, þegar til kastanna er komið. Björgunarsveitir og jafn- vel lögregluyfirvöld taki litt mark á tilmælum og skipunum Al- mannavarna rikisins? „Þetta er ekki rétt. Samstarfið hefur gengiö með ágætum”. Nú benda menn samt oft á þyrluslysiö á Mosfellsheiöi fyrir nokkrum misserum og segja aö þá hafi i raun enginn haft yfir- stjórn með höndum, enda þótt al- mannavarnarkerfiö hafi veriö sett í gang? „Þvi er haldið fram af einstök- um mönnum að öngþveiti hafi skapast i þvi tilviki. Þetta dæmi, sem þú nefnir, er mjög sérstakt. Þarna veröur slys framan við björgunarmennina, sem eru aö starfa vegna annars slyss þannig Óveöriö síðastiiðiö mánudagskvöld skaut mörgum skelk í bringu og minnti menn óþy rmilega á, hve mannskepnan er veik i giimu sinni viö höfuðskepnurnar — veöur og vinda. Hver og einn reyndi þó að spyrna vlö fótum og bjarga þvi sem bjargað varö undan veöurofsanum. Smæö mannsins í þeim átökum var þó bersýnileg. Almannavarnir rikisins og almannavarnarnefndir um allt land, hafa þó sett upp áætlanir sem eiga t.d.-aðmæta aðstæðum cinsog þærgerðust á mánudagskvöid. Mörgum finnstsem þær áætlanir séu ekki nægilega vei iýðum ljósar og einnig aö brotaiamirnar i almannavarnarkerfinu séu of margar, þegar á reynir. Guðjón Petersen er framkvæmdastjóri Almannavarnarráös og hann er i Yfirheyrslu aö þessu sinni. ' að viðbrögð á slysstað gerast i skyndi og óskipulega. Þegar svo aftur almannavarnir fá boö um þennan atburð, og að verið sé að flytja fjölda slasaðra til Reykja- vötur jafnframt þvi að Borgar- spitalinn, sem er staðaraðili i málum sem þessum hér i Reykja- vik, hafi þá þegar beðið aðra spitala að vera i viðbragðsstöðu, þá var sú ákvörðun tekin hér i stjórnstöð Almannavarna rikisins að vinna samkvæmt-fyrirfram gerðu skipulagi Almannavarnar. Eftir að við hófum störf við að samræma aðgerðir rikisspital- anna þá hlýddu allir og unnu eftir þvi skipulagi”. Sú gagnrýni hefur og komið upp, aö þið hjá Almannavörnum rikisins, væruð ekkert annaö en möppudýr, sem gætuö unniö sam- kvæmt skriflegum áætlunum, en i raun kynnuö þiö ekkert til verka þegar óvænt vandamál skytu upp kollinum? Þiö væruð sem sé skrifstofumenn, en ekki björg- unarmenn og þvi vart hæfir til að hafa nokkra yfirstjórn meö hönd- um? „Þetta er mjög einkennileg gagnrýni. 1 fyrsta lagi vill svo til að tveir af starfsmönnum hér — ég og annar til — eru vanir björg- unarmenn i „praxis”. Við höfum margoft starfað við björgunarað- gerðir á vettvangi og tekið þátt i mjög mörgum tegundum björg- unaraðgerða. 1 annan stað er það ekki verksvið Almannavarna rikisins að leysa úr einstökum fagvandamálum sem upp kunna að koma upp á vettvangi. Björg- unarmenn hafa stundum sagt sem svo við okkur. „Ætlið þið að segja okkur hvenær og hvort viö megum fara yfir ákveðna á? ” En það sem við erum einfaldlega að 'segja er að 100 björgunarsveitir fari ekki á einn blett og skilji 10 eftir. Þaö er skipulagning af þessu tagi, sem viö erum sér- hæfðir i og er okkar hlutverk fyrst og fremst”. Nú hefur þú sagt opinberiega, aö ýmsar almannavarnarnefndir úti á landi væru ekki fuliklárar á hlutverki sinu. „Já sumar hverjar”. En er ekki sökin hjá ykkur? Liggiö þiö ekki um of á ykkar heildarskipulagi og sinniö þiö nægiiega nauösyniegum tengsl- um út á land? ,,Egheldaöréttsé,að segja frá þvi, að allar áætlanir sem hérna eru gerðar, eru unnar i náinni samvinnu við aðila á hverju um- dæmissvæði. Það er öllum heima- mönnum, sem vinna að þessum málum, þar á meðal björgunar- sveitunum, heimilt að tjá sig um þessar björgunaráætlanir, meðan þær eru i vinnslu. Siðan eru áætlanirnar vandlega kynntar þessum aðilum — slökkviliðs- mönnum, lögreglumönnum, björgunarmönnum og fleirum — og leitað eftir athugasemdum og upplýsingum. Þetta sýnir að við viljum i raun, að það séu heima- menn sem hafi frumkvæði um skipulag sins öryggiskerfis, en staðreyndin er sú, þegar komið er að skipulagsmálum og samræm- ingarmálum, þá koma mjög fáar ábendingar frá mönnum. Hitt er einnig athugunarvert, að nokkuð hefur borið á þvi á vissum stöð- um, að menn hafa alls ekki sett sig inn i skipulag björgunarmál- anna og það hefur meira að segja gengið svo langt, að menn hafa sagt við okkur ef til vill einu ári eftir að þeir hafa verið á fundi þar sem skipulagið var kynnt, að þeir hafi aldrei heyrt minnst á þessi skipulagsmál”. Hverjum er um aö kenna i þess- um tilvikum? „Ja, ég veit það varla”. Eru Aimannavarnir rikisins ekki of nokkurs konar felu- stofnun i þjóöfélaginu? Hvaö veit fólk til dæmis hvaö sett er í gang, þegar fárviöri geisar og al- mannavarnir skerast i leikinn? Það eina sem fólk fær aö heyra, eru véfréttartilkynningar I út- varpi frá Almannavörnum rikis- ins sem á stundum eru blandaöar ýmsum smávægilegum húsráö- um? Er það leyndarmál, hvaða aögerö þiö setjið i gagniö undir vissum kringumstæðum? „Ég vil nú ekki skrifa undir, að almannavarnir séu meö ein- hverjar tilkynningar i véfréttar- stil. Það sem ef til vill er stærsti misskilningurinn i hugum fólks, er að það heldur að Almanna- varnir rikisins séu ein björgunar- sveitin enn. Almannavarnir eru ekki björgunarsveit. Almanna- varnir eru einungis hið samhæfða afl þjóðfélagsins. Þegar lögreglu- menn, slökkviliðsmenn, raf- magnsmenn og raunar allir þeir sem vinna beint eða óbeint að björgunaraðgerðum og er þá al- menningur þar með talinn, þá eru allir þessir aðilar að starfa að al- mannavörnum. Við erum öli að starfa að þvi sama, þ.e. að verja okkur sjálf. Hlutverk Almanna- varna rikisins er að hafa yfirsýn yfir þessa hluti. Hvað er að gerast á hverjum stað, á hvaða tima og leiðbeina um framkvæmdina. Hitt er rétt, að æskilegt er að stefna að aukinni fræðslu til handa almenningi, hvernig hann eigi að bregðast við i einstökum tilfellum og sú vinna er þegar hafin”. En ef viö iitum til fárviðrisins á mánudagskvöldiö. Nú var ykkur ekki gert viðvart frá Veðurstofu fyrr en klukkan tæplega sjö um kvöidiö þegar veðriö var þegar farið að ganga upp. Hvers vegna svona seint og við hvern er að sakast? „Það er við engan að sakast. Náttúran er mjög brigðul og veður getur breyst á skömmum tima. Mér skilst á þeim á Veður- stofunni að þeir hafi ekki vitað hvað lægðin hefði dýpkaö mikið fyrr en um sex leytið um kvöldið”. En samt er ekki haft samband við ykkur fyrr en sjö. Þarna fer heili klukkutimi tii spillis. „Já, það er rétt. Ég vil hins vegar leggja á það rika áherslu, að jafnan hefur verið náiö og gott samstarf á milli Veðurstofunnar og Almannavarna rikisins og er t.d. hægt að nefna það, aö hún hefur aðvarað okkur a.m.k. fjór- um sinnum á vetrinum vegna snjóflóðahættu á vissum stöðum á landinu. Þessum skilaboðum höf- um við siðan komið áleiðis til hinna einstöku almannavarna - nefnda”. Hvað með rafmagnsmálin á mánudagskvöldiö. Nú eruð þið ekki i beinu sambandi viö Raf- magnsveituna né Landsvirkjun og vissuö þvi litið meira um ástand rafmagnsmálanna lengi frant eftir kvöidi, en hver annar. Er þetta ekki fráieitt ástand og stórt gat i öryggis- og upplýsinga- kerfinu? „Það er rétt. Þarna er veik- leiki. Það er gert ráð fyrir þvi i áætlunum almannavernda út um land allt, að rafveitur láti nefnd- irnar vita ef um langvarandi raf- magnsbilanir verði að ræða. Það verður að segjast eins og er, aö þessum tilkynningaskyldum raf- veitnanna er ekki nægilega vel framfylgt. Það hefur á hinn bóg- inn ekki verið farið fram á það við Landsvirkjun og Rafmagnsveitur rikisins að þær tilkynni Almanna- vörnum rikisins um meiriháttar rafmagnsbilanir”. Hvers vegna hefur ekki veriö fariö fram á jafn sjálfsagðan hlut? „Það hefur ekki þótt ástæða tii fram að þessu að fá þannig form- legar tilkynningar frá þessum aðilum, þar sem fyrir þessum upplýsingum er gert ráð á sveitarfélagsgrundvelli”. En er þaö ekki einmitt meö stærri málum i „krítísku" ástandi, aö fá að vita um raf- magnsmálin í heild sinni og þróun þeirra? „Almannavarnir rikisins hafa haft mikið samband við þessar stofnanir á sviði fyrirbyggjandi aðgerða i rafmagnsmálum, en minna samband varðandi upplýs- ingastreymi frá þeim þegar bil- anir verða”. Verður ekki fyllt upp í þetta gat i kerfinu? „Ég reikna með þvi.jú, að auknu samstarfi verði þarna komið á”. Nú sagðir þú I útvarpi, að ykkur væri nú frekar en fyrr, ljós nauð- syn þess, að fólk ætti rafhlöðuút- varpstæki þegar rafmagniö færi af og Almannavarnir myndu leggja á þaö áherslu i áróöri sin- um að slík viðtæki væru á hverju heimili. Mörgum finnst þetta nú seinkomin opinberum, aö átta sig nú fyrst á nauðsyn feröaútvarpa i rafmagnsleysi? „Ég villeggja á það áherslu að i útvarpinu var ég aðeins að svara beinni spurningu, sem til min var beint um þetta einstaka mál. Auðvitað hefur okkur verið ljós nauðsyn þess að fólk ætti sin raf- hlöðuviðtæki til að geta hlustað á tilkynningar i útvarpi. Hins vegar hefur almenn fræðsla til handa almenningi verið litil á siðustu árum og ráð er fyrir gert að auka hana til muna og i þeirri fræðslu- herferð verður komið inn á þetta atriði eins og mörg fleiri”. En almennt talað: Hvernig erum við íslendingar staddir ef eitthvað alvarlegt kemur upp á, eins og stórjaröskjálfti hér á Reykjavikursvæðinu, eða ef kjarnorkustyrjöld brytist út? „Við erum ekki vel staddir tæknilega, mjög veikir mannafla- lega og mjög fjárvana. Þetta verður að segjast eins og er. Hins vegar er skipulag okkar ágætt og reynsla talsverð og þar liggur okkar styrkur. Hvað hernaðar- átök varðar þá hefur litið sem ekkert verið gert á þvi sviði, sið- ustu 10 árin. Nú hins vegar er það skoðun okkar, að það þurfi aö lita nánar á þau mál og taka þau fast- ari tökum og hefur það verið gert á siðustu mánuðum. Á árunum 1960— 70 var hins vegar unnið nokkuð að þessum málum og það má geta þess að i landinum höf- um við t.a.m. nægilegt húsrými til að skýla öllum landsmönnum fyrir geislavirku úrfalli”. Erum við isiendingar tiltölu- lega öruggir i þinum höndunt og Almannavarna rikisins og al- mannavarnarnefndarinnar? Er óhætt að treysta á ykkar forsjá? „Islendingar geta held ég verið tiltölulega ánægðir með sinar ungu almannavarnir og hvað varðar uppbyggingu þeirra og skipulag, þá eru þær alveg sam- bærilegar við það sem best gerist i heiminum. Veikleikinn liggur hins vegar á tæknisviðinu”. eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.