Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 6
6 Föstúdárgur20. Stórskyttur hafa lengst af veriö aöalsmerki tslands á sviöi hand- boltans. Stórir og stæöilegir strákar, sem kunnaö hafa aö kasta fast, og reyndar ýmislegt annaö, hafa rní hrellt markveröi erlendra landsliöa áratugum saman. Gunnlaugur Hjálmars- son, Ingólfur óskarsson, Jón Hjaltaiin, Axel Axelsson, svo nokkrir séu nefndir. Þetta er eftaust ekkert skrýtiö. gamall var hann farinn aö leika handbolta i fimmtaflokki, þökk sé nUti'ma læknavisindum. Og siöan hafa veikindin ekki þjakaö hann mjög. „Það hefur alltaf veriö styttri á mér önnur löppin siöan”, sagöi Siguröur, „en þaö hefur liöi, sem Helgi Gunnarsson þjálfaöi upp i' gegnum alla yngri 1981. Jie/garpósturínn. Allir vilja vera stórskytta. Alveg eins og allir vUja vera senter i fót- boltanum. Þaöeru skytturnar - sem skora flest mörkin, og sem mest ber á. Og þegar Siguröur Sveinsson, sii nýjasta af þessum stórskyttum kemur inná i leikjum landsliösins, fer heldur ekkert á milii mála aö þaö eru skytturnar sem áhorfendur eru hrifnastir af. Honum er fagnaö eins og þjóö- höföingja, og þaö jafnvel þótt honum hafi ekkert gengiö I næsta leik á undan — eins og á móti Austur-Þjóöverjum á dögunum. Nú er Siguröur ekkert sérlega lipur handboltamaöur eöa snöggur, þannig aö augljóst er að hann á hilli sina þvi aö þakka hversu óhemju fast hann getur skotið. Reyndar hefur hann lfka ágætt auga fyrir linuspili, en þaö er sama. Ahorfendur eru fyrst og fremst veikir fyrir skotunum hans. Lömunarveiki. Fy rir um þaö bil fimmtán árum var fátt sem benti til þess að Sigurður ætti eftir að gera garð- inn frægan á iþrdttasviðinu. Hann fékk lömunarveikina sem barn, gat ekki stigiö i fæturna I heilt ár, ekki löngu eftir að hann yfirhöfuð byrjaði aö ganga. Hann var þvi ekki beint efnilegur. En 12 ára ekki háö mér hingaö til. Þaö munar heldur ekki nema tveim centimetrum”. Siguröur er yngstur fjögurra bræöra, sem allir hafa reynt sig I handboltanum. Einar Sveinsson leikur nil með Þrótti við góðan oröstir, Sveinn Sveinsson hefur leikiö meö Þrótti og siðar Fram, og Guðmundur Sveinsson, sem byrjaði í Þrótti, eins og bræöur ha ns lék með FH áður en hann fór til Svfþjóöar, þar sem hann er nú með Saab. Sigurður sagði aö aldrei hefði annaö félag en Þrótturkomiðtilgreina, enda eru þeir bræður Ur Vogunum — miöju Þróttarsvæði. „Ég fór aö visu i eitt ár til Sviþjóðar, og var þar með Olympia, áriö eftir aö Ólafur Benediktsson lék með þeim, 1978 til 79. Þaö gekk ágætlega, fannst mér. Aö visu spilaöi ég heldur litiö með þeim, bara tiu leiki, vegna þess að ég þurfti að biöa i fimm mánuði eftir aö veröa lög- legur með liöinu. En eftir það gekk mér bara vel.” „Geysilega sigursælir” Eftir heimkomuna lá leiöin beint aftur I Þrótt, sem þá var i annarri deild. Þar hitti Sigurður fyrir suma af þeim gömlu félögum, sem i yngri flokkunum höfðu ásamt honum myndaö „geysilega sigursælt lið”, eins og hann oröaöi það glottandi. í þvi llokkana var meöal annars Páll Ólafsson, sem nú er samferöa Siguröii’keppnisferö landsliösins, Sverrir Einarsson, Ottó Hreins- son og RUnar Sverrisson og Úlfar Hróarsson, sem allir eru þekktir knattspyrnumenn. Sem Páll er reyndar lika. Alltaf var Siguröur I sama hlut- verkinu — aöskora. Einu sinni fór hann þó i markið. „Þaö var I ein- hverri unglingakeppni i Dan- mörku. Ég man nú ekki alveg hvernig þaö vildi til. En ég stóö mig ekki betur en svo aö ég hef aldrei veriö beöinn um aö fara i mark siðan”, sagöi hann. „Köggull i vörninni” Ve turinn áðu r en hann fór út lék hann skrautlegt keppnistimabil fyrir Þrótt, jafnframt þvi sem hann tók þátt i sinum fyrstalands- leik. „Við urðum Reykjavikur- meistarar, og komumst i úrslit i Bikarkeppninni, en féllum samt i aöra deild.” sagöi hann. A siöasta keppnistimabili vann Þróttur aöra deildina meö nokkrum yfirburöum, og Siguröur var lang markahæstur. Og i' ár urðu þeir nokkuö óvænt i öðru sæti fyrstu deildar og nú var Sigurður markakóngur hennar, og setti nýtt markamet — skoraði aö meðaltali 9.5 mörk i leik. „Viö erum i toppþjálfun, það er góður mórall i liðinu og viö höfum virki- lega góöan þjálfara, sem þar aö auki er heilmikill köggull i vörn- inni”, sagði hann þegar hann var spuröur um ástæöurnar fyrir velgengninni. „Ólafur er sá eini sem náö hefur virkilega saman liðinu”. Fyrsti landsleikurinn var ekki ýkja merkilegur, aö sögn Siguröar. „Hann var i Vest- mannaeyjum i janúar 1977 á móti Dönum”, sagði hann. „Ég var inná siðustu fimmtán sek- úndurnar og kom aldrei við boltann! ”‘Siöan hefur hann leikið rúmlega 30 landsleiki, og komið meira við sögu þá. Auk þess lék hann með unglingalandsliðum, bæði i liðinu undir átján ára aldri og eins lika með liðinu, skipuöu leikmönnum undir 21 árs, sem lenti í 7 sæti á Heimsmeistara- mótinu í Danmörku, eins og frægt varö. Kók á daginn En lifiö er ekki bara handbolti. A daginn ekur Sigurður um i Kók- bfl, og dreyfir þvi ágæta gosi um bæinn. Hann er þar „aðstoöar- maöur” Páls ólafssonar, eins og hann segir sjálfur, en þeir eru á sama bflnum. „Þetta er svosem ágættstarf”, sagöihann, „Maður er nokkuð frjáls i þvi hvernig maöur hagar vinnutimanum, og það kemur sér vel fyrir hand- boltann. Og maður vinnur aldrei frameftir. Hinsvegar fer þaö ekkert vel með hendurnar á manni”. Hendurnar eru álika mikil- vægar handboltamanninum og pianistanum, þótt sá fyrrnefndi fari ekki alveg jafn finlega með sig. Tvisvar hefur Siguröur putta- brotnaö i handboltanum, og þar að auki var hann skorinn einu sinni vegna eymsla i hné. Hann . segist hinsvegar ekki vita til þess að hafa slasað aðra. „Núna úti i Þýskalandi skaut ég framan i Vestur-Þýska markmanninn úr viti. Honum fannst það ekki mjög þægilegt, held ég. Þeir urðu alveg vitlausir og héldu að ég heföi gert það viljandi. En hann stóð það af sér.” Leikirnir úti við Vestur-Þjóð- verja eru skemmtilegustu leikir sem Sigurður hefur spilað með landsliðinu, „og svo leikirnir núna við Austur-Þjóðverja. Það var gaman að vera meö þá”. Aö visu gekk hvorki né rak hjá Siguröi í þeim leikjum, enda átti hann við aö etja einn erfiöast'a andstæöing sem hann hefur kynnst. „Þaö var hrikalega erfitt að spila á móti þeim. Þeir léku mjög harða vörn og mjög frama- lega. En sérstaklega átti ég erfitt meö þennan köggul númer tiu hjá þeim, — Wahl. Mér gekk ekkert á móti honum.” Nauðsynlegt að verða vondur Helstu áhugamál Siguröar fyrir utan handboltann, nýtast honum sennilega vel á keppnisferðum erlendis. þar sem tómstundirnar vilja verða langar og leiöi- gjarnar. Hann spilar Brigde og Billjard, en segir árangurinn ekki vera neitt til aö hrópa húrra yfir. „Og einstaka sinnum fer maður svo á skemmtanir”, sagði hann. Hann sagðist ennfremur vera mikil rólegheita maður, „en það er nauðsynlegt að verða vondur i hörkuleikjum”, bætti hann við. eftir: Guðjón Arngrimsson myndir: Friddi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.