Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 8
______________________Föstudagur 20, febrúar 1981. Hplrjarpncrh írinn Sendiráö og útflutningur L-helgai-------------------- pósturinn— útgefandí: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi, sem er dótturf yrirtæki Alþýðu- blaðsins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Siqurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavík. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Sim- ar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrift (með Alþýðublaðinu) er nýkr. 70,00 (gkr. 7000) á mánuði. Verð í lausasölu er nýkr. 6,00 (600) eintakið. Þeir eru ófáir tslendingarnir, sem hafa notiö fyrirgreiðslu sendiráða tsiands erlendis á ferðalögum sinum. Yfirleitt eru starfsmenn sendiráöanna boðnir og búnir að veita landanum þá fyrirgreiðslu sem beðið er um og mögulegt er að veita. Þetta á ekki sist við um sendiráöin á Norður- Iöndunum þar sem mikill fjöldi tslcndinga er búsettur, en við ferðumst meira og meira eftir þvf sem velmegunin eykst, og islenskir námsmenn sækja mcnntun til æ fleiri landa. En hlutverk sendiráðanna er viðtækara en bara þjónusta við tslendinga erlendis. Við tökum þátt i starfi og eigum meiri og minni samskipti við fjölda sam- taka og stofnana um allan heim. Þar nægir að nefna Nato, hinar ýmsu stofnanir, Sameinuðu þjóð- irnar, Efnahagsbandalagið, Efta, Evrópuráðið, og svo mætti lengi telja. Sumsstaðar höfum við fastafulltrúa, en annarsstaðar sækja sendiherrar fundi og ráð- stefnur sem fulltrúar landsins. Eitt af þremur verkefnum Is- lensku utanrikisþjónustunnar er þó ótalið. Henni ber að gæta hags- muna utanrikisviðskipta okkar, bæði hvað varðar inn- og út- flutning. í úttekt Helgarpóstsins i dag á ýmsum þáttum i starfsemi sendi- ráðanna kemur meðal annars fram, aö einmitt þessi þáttur vill viða sitja á hakanum .Sendiráðs- starfsmenn okkar erlendis hvorki komast yfir að sinna verslunar- og viðskiptamálum sem skyldi, vegna daglegra skyldustarfa, né hafa þeir menntun eða þjálfun á þvi sviði. Undantekningar eru þó þær, að ívar Guðmundsson ræðismaður tslands i New York er jafnframt verslunarfulltrúi, og i París gegnir Sveinn Björnsson ein- göngu þvi starfi við sendiráðiö. Af skýrslum Sveins til utanrikis- ráðuneytisins má ráða, að margir franskir innflytjendur hafa áhuga á viðskiptum við ísland. Þeim skilaboðum hefur Sveinn komið heim til lslands — til þeirra 19 út- flytjenda sem nú hafa 22% af út- flutningnum og þeirra 77, sem hafa 3,26% af honum. En það þarf meira en sendiráð og verslunarfulltrúa. Aukinn út- flutningur strandar að margra mati ekki siður á skilningsleysi stjórnvalda á smærri iðnaðar- fyrirtækjum. Fræg er sagan af islenska stólnum sem fékk gull- verðlaun á vörusýningu I Þýska- landi. Þarlendir innflytjendur pöntuðu tiu þúsund eintök, en ekkert varð af viðskiptum vegna þess að framleiðandinn taldi stól- ana i hundruðum á ári. Samt sem áður þarf að efla markaösleit fyrir islenskar út- flutningsvörur á erlendri grund. Öflun nýrra markaða tekur langan tima, og ástandið nú er þannig, að tsland er þekkt fyrir að drepa niður allar góðar hug- myndir i þessum málum, eins og einn viðmælenda Helgarpóstsins 'segir i úttekt okkar um sendiráð okkar erlendis. Af gauragangi og 18 bala húsum NU er logn veðurs á Vest- fjörðum og gauragangurinn kom ekki almennilega hingað vestur, eða norður öllu heldur, fyrr en um kl. 04.00, bUinn að afgreiða Faxa- flóasvæðið og þarafleiðandi kom- inn norður fyrir umdæmi Al- mannavarna og Útvarps Reykja- víkur enda voru Almannavarn- imar bUnar að pakka saman og Útvarpið að skrúfa fyrir um kl. 01.30. Við hér fyrir norðan biðum þvi þess sem verða vildi með kertaljósin okkar, falin guði á vald og komin i grátt brókarhald með þvi að hvorki Útvarpið né Al- mannavarnir vildu neitt með okkur hafa að gera. Og það var engu likara en höfuðskepnurnar skildu umkomuleysi okkar og færu um okkur mildari höndum en þá i Engihjallanum og Aspar- fellinu. En þá kemur upp i hugann hversu hUsum er valinn grund- völlur á íslandi. Ég sé það til dæmis hér vestur á Fjörðum, að hUs eru einatt byggð á láglendi, niðri Fjörðunum en ekki uppá hálendisrönum sem millum þeirra ganga. Aftur á móti rámar mann i það, að i Reykjavik séu hverskonar fjalllendisræmur og hálsar nýttir til bygginga hUsa, einkum og sér i lagi þeirra hUsa, sem eru tiu hæðir og þar yfir. Og sést af þessu dæmi að öllu fer aftur Ingólfur Arnarson reisti til að mynda skála sinn undir Ingólfsfjalli en ekki upp á þvi. Og Ur þvi farið er Ut i þessa sálma, öll 18 bala hUsin sem reist hafa verið i' helstu snjókistum þessa lands. Eitt er hér niðurá tUninu, annað sá ég samskonar i Broddanesiá Ströndum, þetta eru barnaskólar og þeir segja við komumann: „Sjáðu þakið á okkur, það er alveg rennislétt, skapari okkar lærði nefnilega að bUa til hUs vestur i Saltsjóar- dal, af þvi erum við öll sona.” Og þetta þykir gott.hefði einhvern tima i lUtherskum réttrUnaði verið talin ögrun við guð. Villi á Brekku sagði á sinum tima og þegar 18 bala hUsin voru i algleymingi, að enginn bóndi hefði verið svo blár á grön að hafa hey sin slétt að ofan, en visindin efla alla dáð og meira að segja undirstrikað þegar maður kemur vesturi háskóla. Enn ein herleg dáð islenskrar byggingarsögu er Kriu og KrummahólaarkitektUrinn, svo og þau opinber hUs sléttþaka sem reist hafa verið i nánd Horns og Heljarvikur og menn hafa séð likust hUsum i Kaliforniu og Kasteliu. Það var ekki fyrr en með löggjöf að framsókn þeirra 18 bala manna um landið varð heft en Kríu- og Krummahóla- arkitektar hefja augu enn til fjallanna, hvaðan kemur þeim Gert að Núpi daginn eftir hjálp? (Sálm. 121). gauraganginn. HAKARL Togarakaupin til Þórshafnar Liklega má rekja togararaunir ÞórshafnarbUa til þess er göml- um skuttogara var komið inn i landiðá vafasaman hátt. Þá gekk allt Ut á það hjá stjórnmálaleið- togum að bjarga við atvinnu- ástandinu á Suðurnesjum, sem var mjög bágborið. Þangað var keyptur fieiri en einn notaöur tog- ari, eftir að Vestfirðingar höfðu gert það gott á norksbyggðum togurum sinum um nokkurn tima. Þetta var á þeim árum, þegar að- stoð Byggðasjóðs átti ekki að ná til Suðurnesja, þvi þar átti að drjUpa smjör af hverju strái i sjávarútvegi. Afleiðingin varö sú aö sjávarútvegur á Suðurnesjum, og þá sérstaklega skipafloti þeirra Suöurnesjamanna dróst mjög afturúr. Til þess að bjarga málunum við, var svo leyfður innflutningur á notuðum skipum. Fyrst þegar togarinn Suðurnes kom til landsins voru við hann bundnar miklar vonir. Hann bar að visu einhverja björg i bú á Suðurnesjum, en útgerðin gekk brösulega, og oft mun skipið hafa verið til viðgerðar. Endirinn var svo sá, að útgerðarmaðurinn treysti sér ekki lengur til aö standa undir viðgerðakostnaði og skipið var selt. Nokkrir munu hafa veriö um boðið, en til þess að bæta úr bágu viðvarandi atvinnu- ástandi á Þórshöfn, var skipið selt þangað með fyrirgreiðslu yfirvalda. Varla mun þó skipið hafa verið komið þangaö, þegar það fór að bila á ný, og varð þvi ekki sú lyftistöng fyrir byggöar- lagiö sem vonast var eftir, heldur þvert á móti. Ahyggjur ráða- manna á Þórshöfn höfðu verið nægar vegna atvinnuleysis, en nú tóku við áhyggjur vegna bilaðs togara, sem ekki gaf neitt i aðra hönd, en hafði hinsvegar i för með sér margskonar útgjöld. Þing- menn kjördæmisins voru önnum kafnir við að hafa milligöngu um fyrirgreiðslu, svo hægt væri að halda útgerðinni áfram, en svo fór að allir gáfust upp og skipið var selt. Áður var búiö að gera eitthvaö við það, svo nýi kaup- andinn á Siglufirði, keypti ekki köttinn i sekknum, og hann hefði fjárhagslegt bolmagn til að láta gera skipið sjófært til veiöa. Síðan hefur Þórshafnartogarinn Fontur verið i fullum rekstri á Siglufiröi og gengur útgerðin vel að sögn kunnugra. Þingmenn vildu ekki annan Font Það næsta sem gerist i togara- útgerðarmáium á Þórshöfn er, að þeir Þórshafnarbúar stofna hlutafélag ásamt Raufarhafnar- búum, til að kaupa og reka skut- togara, Þórshafnarbúar munu hafa haft forgöngu um málið, þvi frystihúsiö þar hefur veriö endur- nýjað og nauösyn á að tryggja þvi hráefni. Þá voru uppi hugmyndir um að jafna afla á milli staöa, og meö tilliti til þess, að miklar vegaframkvæmdir voru þarna i gangi haustiö 1979, og horfur á aö loks kæmust þessir tveir staðir, Raufarhöfn og Þórshöfn, i sæmi- legt vegasamband, þótti þjóðráö að þeir sameinuöust um kaupin og skiptu aflanum á milli frysti- húsanna. I vetrarkosningunum 1979 munu þessar hugmyndir forráða- manna staðanna hafa fengið byr undir báða vængi, enda virtust þá allir frambjóðendur vera þvi hjartanlega sammála að nauðsyn væri á þvi að fá togara þarna á norð-austur hornið, svo tryggja mætti betur, að staöirnir héldust i byggö. Mikil harðindi og óáran haföi þá þjakað ibúa þessara staða. Fyrst lokaði hafis höfnun- um á Þórshöfn og Raufarhöfn svo mánuðum skipti og siðan tóku við óskapleg harðindi hjá bændum á svæðinu sumarið 1979. Mörgum eru eflaust i fersku minni frá- sagnir og myndir af heyi i flekkj- um i snjó á þessum slóöum. Sett var á stofn sérstök hafisnefnd undir forystu Arna Gunnarssonar alþingismanns, og það var mikið fyrir hennar verk, að gerð var áætlun um vegamál á norö- austurlandi og sannarlega timi til kominn að gert yrði eitthvað i þeim efnum. Fjármunir til þessa verks fengust meðal annars frá öðrum Norðurlöndum. Þegar svo gengið hafði veriö frá stofnun útgerðarfélags stað- anna og þingmenn kjördæmisins, hvar i flokki sem þeir standa, stutt að þvi máli, var næst á dag- skrá að fara að lita i kring um sig að kaupa skip. Það veittist i fyrstu harösótt mál, að telja sjávarútvegsráðherra inn á það að veita leyfi fyrir innflutningi á enn einum skuttogara, en hann mun hafa beygt sig fyrir harð- snúnu þingmannaliði kjördæmis- ins. Þingmennirnir eru Arni Gunnarsson Alþýðuflokki, Stefán Valgeirsson, Ingvar Gislason og Guömundur Bjarnason Fram- sóknarflokki, Lárus Jónsson og Halldór Blöndal Sjálfstæöisflokki og Stefán Jónsson Alþýöubanda- lagi. Allirþessirþingmenn munu hafa haft það aö leiöarljéí.i, að keyptur yröi sæmilega góöur togari, en aö ekki yrði fleiri skakkaföll i byggðarlögunum af gallagrip eins og togarinn Fontur reyndist. Niðurlag þessa máls þekkja svo allir, og liklega kemur skipið hingað til lands i næsta mánuði. Þaö er i sjálfu sér ekkert verri rekstrargrundvöllur fyrir togara á þessum stööum, en annars- staöar á landinu, en það er hverj- um manni ljóst að margskonar mistök hafa verið gerð við kaup þessa togara, en hvar eru ekki gerð mistök? Hér virðast þau vera grófari en oft áöur, þótt þau jafnist kannski ekki á við mistök- in sem gerð voru við smiði Spánartogaranna sem Bæjarút- gerð Reykjavfkur keypti á sinum tima. Menn eiga ekki að hlaupast undan ábyrgð i málum sem þess- um, og veröa að kannast við eigin gjöröir, og svo er nú alltaf hæg't aö vera gáfaður eftirá. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.