Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 15
15 helgarpósturinn Föstudagur 20. febrúar T981. SÖFNUN BÓKALESTUR interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 1d SKEIFAN 9 S. 2171S 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvallö, besta þjönustan. Vlö útvegum yöur afslátt á bllalelgubilum erlendls. við nýjan grunnskóla á Akranesi, Grunda- skóla er laus til umsóknar. Umsóknafrestur er til 1. mars. Upplýs- ingar gefur formaður skólanefndar i sima 93-2326. Skólanefnd. Galdrakarlar Diskótek Hafa lesið saman í fimmtán ár Veitingahúsiö í GLÆSIBÆ Akraneskaupstaður Staða skólastjóra Lestur er án efa vinsælasta tómstundaiökunin hér á landi. Aö minnsta kosti er lestur meöal þess sem flestir telja upp, þegar þeir eru spurðir um áhugamál. En auövitaö er ekki sama hvaö eða hvernig er lesiö. A dögunum fékk blaðamaður Helgarpóstsins tækifæri til að kynnast óvenjulega skemmtilegri lestraraðferö. Hér er um aö ræða bókmenntaklúbb 9 kvenna, sem flestar hafa haldið hópinn i 15 ár meö mánaöarlegum fundum 9 mánuöi ársins. Þessar konur eru þær Ragn- heiður Viggósdóttir, Sigrún Sigurbergsdóttir, Guörún Guö- mundsdóttir, Þorbjörg Gisla- dóttir Þórunn Jónsdóttir, Þórdis Kristjánsdóttir, Erna Matthias- dóttir, Katrín Egilsdóttir og Jenna Jónsdóttir. Milli funda lesa konurnar allar sömu bækumar eöa aö minnsta kosti sama höfundinn. Þegar þær svo hittast, lesa þær upphátt valda kafla eöa ljóö og ræöa svo um bókina og höfundinn. Aöeins einu sinni á ári bregöa þær út af vananum, þvi á fyrsta fundinum eftir jól lesa þær valda kafla úr jólabókunum og segja stuttlega frá þeim. Þannig kynnast þær mjög fljótt nýjustu bókunum hverju sinni. 1 þetta sinn haföi svo viljað til að janúarfundurinn féll niöur, en annars kemur ekki fyrir að sleppt sé fundi.En núna var febrúar- fundurinn sem sagt notaöur til aö ræöa nýjar bækur og kenndi þar margra grasa. Þarna mátti sjá Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson. Hvað segja bændurnú eftir Jón Bjarnason, Þaö á aö dansa eftir Heinesen, Grikk- landsáriö eftir Halldór Laxness, Konur skrifa til heiöurs önnu Sig- uröardóttur, Jónas og Fjölni eftir Vilhjálm Þ. Gislason 99 ár — sögu Jóhönnu Egilsdóttur, Haustviku eftir Áslaugu Ragnars, og svo mætti lengi telja. Þarna eru Islenskir höfundar i meirihluta, en i klúbbnum er lika talsvert lesiö af þýddum bókum. Meðal þeirra erlendu höfunda, sem teknir hafa verið fyrir má nefna Camus, Ditlevsen, Singer, Jersild og Heinesen, en bækur hans eru lesnar jafnóðum og þær koma Ut. Á leslistanum er lika mikið af þjóölegum fróöleik og ljóöum. Til dæmis lásu þær allt, sem út hefur komiö eftir Snorra Hjartarson fyrir nokkrum árum og i fyrra lásu þær verölaunabókina. Nokkrum sinnum hafa rithöf- undar komiöá fundina og er reynt aö fá slika heimsókn minnst einu sinni á vetri. Meöal þeirra sem komiö hafa hingað til eru Þor- steinn Valdimarsson, Guö- mundur Hagallin, Einar Bragi, Jón Ur Vör, Stefán Júliusson og Gisli Ástþórsson. Þeirútskýra þá sum verka sinna fyrir konunum og svara fyrirspurnum. Konurnar kváöust efast um að þær myndu hafa sig i að lesa jafn mikiö og þær gera, ef klúbburinn kæmi ekki til. Þaö örvaöi veru- lega til lestrar, þegar einhver benti á skemmtilegt lesefni og þegar kafliúr bókinni væri lesinn. Þá festi þaö betur i minni að ræöa um höfundinn og bókina og ekki sakaði aö fá mismunandi sjónar- miö fram. KlUbburinn er oft bú- inn aö fjalla um bók áöur en rit- dómur um hana er birtur og þá hafa konurnar gaman af aö bera saman eigiö álit og gagnrýnand- ans. Fundirnir eru haldnir á heim- ilum kvennanna til skiptis og ræöur sú, sem á aö halda hann næst, hvað lesið er í þaö sinnið. En stundum bregöa þær þó útaf og lesa eitthvaö sem tengist liö- andi stund. Þannig hafa þær stundum lesið greinar og kvæöi um voriö á þeim árstima, á ári trésins leituöu þær fanga langt aftur i timann og lásu ýmislegt sem ritaö hefur veriö um tréð. Og á þjóöhátiöarárinu 1974 var lesiö mikiö af þjóölegu efni og sögu þjóðarinnar. Þá, eins og viö ýmis önnur tækifæri kom hver með þaö af gömlum, fágætum ritum sem hún á. „Ætlunin er að prófa hvort ég get lifað af hobbýinu”, sagði Steinþór Ingvarsson i íslenska frimerkjabankanum i samtali við Helgarpóstinn. Steinþór stofnað fyrirtækið fyrir fáeinum árum, en það er ekki fyrr en nú, sem hann sinnir þvi á venjulegum vinnutima. „Þetta byrjaði einnig, að ég safnaði sjálfur frimerkjum og is- lenskum jólamerkjum. Svo voru menn farnir að koma til min og biðja mig að útvega sér ákveðin merki og þetta svona smá-vatt upp á sig. Ég ætlaði hreint ekki að fara út i þessa verslun”. Það fyrsta sem Steinþór sér- hæfði sig i voru jólamerkin. Núna kvaðst hann vera kominn með nokkuð góðan og viðfeðman lager i þeim og taldi hann sig geta út- vegað flest þeirra merkja, sem gefin hafa verið út. Jólamerki voru fyrst gefin út hér á landi árið 1904 á vegum barnahælisins Karitas. Þetta merki var i rauninni danskt, en var gefið út hér. Arið 1913 tók svo Barnauppeldissjóður Thorvald- sensfélagsins viö og A vegum þess félags er enn gefiö út jóla- merki árlega. Næst kom Fram- tiðin á Akureyri um 1934, en sið- ustu 20—25 árin hafa ein ellefu félög bæst viö. ,,Þaö er vaxandi áhugi á þess- ari söfnun”, sagði Steinþór. ,,Og ekki aðeins hér á landi, þvi nokkrir safnarar á hinum Norðurlöndunum safna islensk- um jólamerkjum. Islendingar safna hins vegar ekki mikið er- lendum merkjum, þaö er helst aö færeysku jólamerkin veki hér áhuga”. Steinþór er meö skrifstofu sina i (M) Borða- pantanir Sími86220 85660 UNGUERSK HdTÍÐ AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM 17.-22. FEB. ' y Viö mælum meö: í VÍKINGASAL ngversku skemmtikvöldi. Mikill og góöur matur.Sigaunahljómsveit ásamt söngkonu. Matseölar veröa númeraöir og dregiö veröur úr vinningum á hverju kvöldi. - Siöasta kvöldið veröur svo dregiö um ferö til Ungverjalands. í BLÓMASAL Ungverskum sérréttum á kalda boröinu i hádeginu. Sigaunahljómsveit leikur. I VEITINGABUÐ Ungverskum rétti á boöstólum á vægu veröi. Boröapantanir fyrir Vikingasal og Blómasal isimum 22-3-21 og 22-3-22 Veriö veikomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Steinþór á nýju skrifstofunni. ÁHUGAMÁLIÐ VARÐ AÐ AÐALSTARFI Rætt við Steinþór Ingvarsson i íslenska frimerkjabankanum Nýja-bióhúsinu og þar hyggst hann fyrst og fremst reka póst- verslun, en fólk getur þó lika komið á skrifstofuna. Auk jólamerkjanna og fri- merkja selur hann mynt af ýms- um gerðum, aöallega þó erlenda. Hann ætlar að vera með pönt- unarþjónustu fyrir þá sem safna mynt, enda er fjölbreytnin slik, að tæpast er unnt að hafa alla mynt á lager. „Bresku heimsveldispening- arnir eru vinsæl söfnunarmynt”, sagði Steinþór. „Þessir peningar eru gefnir út um allt heimsveldiö i sömu stærð og með sama gildi. Stjórnvöld á eyjunni Mön eru einna iðnust við að gefa út nýja mynt og nota til þess hin marg- vislegustu tilefni. Eins er viða mikið gefið út af gullmynt, sem margir hafa áhuga á að safna. í Kanada er til dæmis gefinn út á hverju ári 100 dollara gullpen- ingur. Slikur peningur er góð fjárfesting, en safnari selur hann bara aldrei. Það er nefnilega helsta einkenni safnara, að hann lætur helst aldrei frá sér það sem hann einu sinni hefur náð i”. Bókmenntaklúbburinn kemur saman mánaðarlega allan veturinn til að ræða bækur og höfunda.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.