Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 23
23 halrjarpncrfi /r/nn Fös>udagur 20 febrúar 1981 Óveöur eins og þaö sem skall yfir nú á aöfararnótt þriöjudags- ins, og skemmdirnar sem þvi fylgdu, eru góö auglýsing fyrir tryggingafélögin. Nokkuö dýr aö visu. En alltaf eftir stórskaöa af einhverju tagi — bruna, ofsarok og svo framvegis — þá hópast fólk inn á skrifstofur tryggingafélag- anna og lætur tryggja. Og þaö þrátt fyrir þá staöreynd aö allt umtal um tryggingafélögin eftir svona stórskaða er fremur nei- kvætt. Það er fyrst og fremst rætt um það sem ekki fæst bætt, og minnst á smáleturskafla, sem almenningur veit ekkert um þegar hann kaupir trygginguna. Það liggur nú fyrir að Bjarg- ráðasjóður, sem bjargaði þvi sem bjargað varð i óveörinu i septem- ber 1973, er tómur af völdum Margir uröu fyrir miklu tjóni i óveðrinu fyrr i vikunni. Með þvi að taka heimilistryggingu, húseigendatryggingu, ábyrgöatryggingu bifreiöa og kaskó eru menn býsna vel settir — þó þaö kosti 5 þúsund nýjar krónur á ári að meftaltali. Mynd Dagblaftift Tryggingarnar og götin verðbólgu, og öörum meinum fjárhagslegum. Þá er Viðlaga- sjóður sömuleiðis ekki reiðubúinn að láta fé af hendi rakna, en af öðrum ástæðum. Hann greiöir aðeins bætur ef tjónið er af völd- um eldgosa, jaröskjálfta, snjó- flóöa, skriðufalla eöa flóða. Ef það er rok, þá eru tryggingafélög- in einu aðilarnir sem vonast má eftir aö hjálpi. Nú eru i landinu 30 aðilar sem leyfi hafa til að selja tryggingar. Fjórtán þessara aðila eru rikis- fyrirtæki, það er, að til þeirra var stofnað með sérstökum lögum. Tó'íf eru hlutafélög, og fjögur eru svokölluð gagnkvæm félög, þar sem hinir tryggðu eiga sjálfir félögin. Af þéssum 30 eru 5 lif- tryggingafélög, 3 endurtrygg- ingafélög, og 22 skaðatrygginga- félög. Um öll þessi félög gilda lög og reglugerðir. Lögin eru frá árinu 1978, teljast vera mikill lagabálk- ur, auk þess sem þrjár reglugerð- ir eru til um starfsemi trygginga- félaganna, þar sem enn nánar er sagt til um starfsemi þeirra. Siö- an er það Tryggingaeftirlit rikis- ins sem sér til þess aö félögin uppfylli þau skilyröi sem lögin og reglugerðirnar mæla fyrir um, til dæmis að þau hreinlega séu það vel stæð að þau geti borgað allt sem þau lofa aö borga. Almenningi finnst eflaust greinilegt að tryggingafélögin séu á grænni grein. Þau halda vel i starfsfólk, sem bendir til að þau greiöi góð laun, og skrifstofuhús- næði þeirra flestra er af flottari tegundinni. Staðreyndin mun lika vera sú að öll þessi félög komast vel af, enda er það eins og áður sagði, skilyrði fyrir rekstrarleyfi, að þau geti staðið við skuldbind- ingar sinar. Þó eru þau langt frá þvi að vera öll jafn öflug. Afkom- an er mismunandi eftir greinum. Nú aö undanförnu hefur hún verið hvaö verst i bifreiöatryggingum, en einnig i sambandi við endur- tryggingar erlendis frá. Þessi slæma afkoma stafar ein- faldlega af þvi að iðgjöldin eru of lág, þótt sumum finnist það kannski ótrúlegt. En það er skoð- um Tryggingaeftirlitsins, og það hefur stutt félögin i „baráttu” þeirra við verðlagsyfirvöld. Þau yfirvöld hafa enn sem komiö er ekki veitt leyfi til þeirra hækkana á iðgjöldum sem tryggingafélögin óska, hvað svo sem veröur i framtiöinni. Samkvæmt nýju tryggingalögunum frá 1978 hefur bókhald félaganna verið sam- ræmt, og allar tölur i sambandi við reksturinn eru opinberar og meöal annars birtar i Lögbirt- ingablaöinu. Nú eftir veörið mikla hafa kom- ist á kreik ýmsar furöusögur um „götin” i tryggingaskilmálunum. Aö þetta og þetta sé ekki bætt, vegna þess að aðstæðum var svona og svona háttað. Og tilfellið mun vera að kaskótrygging bætir til dæmis ekki tjón sem hlýst af þvi ef bill náungans fýkur á þinn bil og beyglar hann. Ef hinsvear þinn blll fýkur á bil náungans, og Leopoldo Calvo Sotelo Felipe Gonzalez Umskiptin á Spáni frá einvalds- stjórn til lýðræðislegra stjórnar- hátta gengu svo skjótt og lipurt, að Spánverjar sjálfir eru furðu lostnir og hreyknir af hófsemi sinni og vilja til málamiðlunar. Umheimurinn tengir farsæla lausn á torveldum viðfangsefnum i stjórnarfari Spánar einkum nöfnun tveggja manna, Juans Carlos konungs og Adolfo Suarez forsætisráðherra. En nú er fyrsta skeið endur- reistrar lýðræðisstjórnar á Spáni á enda og erfiöleikar framundan. Samtimis vaxandi þrengingum i atvinnulifi gætir upplausnar- tilhneiginga i stjórnarflokknum, Lýðræðislega miðjubandalaginu. Ungt iýðræði á Spáni gengst undir prófraun Togstreitan innan flokksins varð til þess að Suarez lét skyndilega af stjórnarforustu og flokks- formennsku um siðustu mánaðarmót. Forsætisráöherraskiptin voru nógu erfiö, þótt ekki kæmi annað til en ástandið i Miöjubanda- laginu, en þar á ofan bætist upp - námvegnamannviga aöskilnaðar- sinna i Baskahéruöum á Norður- Spáni og hrottalegrar meðferðar lögreglu á fanga úr þeirra rööum. Er svo komið, að ósýnt er með öllu, hvort Leopoldo Calvo Sotelo fær i dag umboð þingsins i Madrid til að mynda nýja rikisstjórn. Þegar Suarez sagði af sér forsætisráðherraembættinu, stóð fyrir dyrum flokksþing Miðju- bandalagsins. Lét Juan Carlos konungur biða fram yfir þingið, að tilnefna nýtt forsætisráðherra- efni. Hafi konungur gert sér vonir um, að flokksþingið skýrði stefnu og yki samheldni þess sundurleita hóps, sem aö Miðjubandalaginu stendur, fer þvi fjarri að þær hafi ræst. Að visu héldu stuðnings- menn Suarez meirihluta i flokksstjórn, en meö slikum naumindum aö ljóst er að hægri öfl i bandalaginu láta ekki af sókn sinni gegn nánustu samherjum forsætisráöherrans fyrrverandi. Aftur á móti gera hægri menn i Miðjubandalaginu sér vonir um að sinn hlutur vænkist, ef Sotelo tekst stjórnarmyndun. Hann hef- ur verið dyggur samstarfsmaður Suarez, og hlaut þvi umboð flokksins til aö taka við forsætis- ráðherraembætti, en ekki fer milli mála að hann er töluvert hægri sinnaðri en fyrirrennarinn. Kemur þar bæöi til uppruni, þvi Sotelo er af kunnri konungssinna- ætt og varð morð á föðurbróður hans ein helsta átyllan fyrir uppreisn Franco og hans nóta árið 1936, og ekki siður að Sotelo hefur starfað við atvinnurekstur i þágu stórfyrirtækja fram til þess að hann gerðist stjórnmála- maður. Miðjubandalagið er mjög ósamstætt. Að þvi standa sósialdómókratar, kristilegir dómókratar, frjálslyndir og ihaldsmenn. Suarez hafði tilhneigingu til að taka verulegt tillit til aflanna vinstra megin i bandalaginu, af þvi hann taldi keppnina um völdin fyrst og fremst standa við sósialista. Þessi afstaða fráfarandi forsætis- ráðherra varð til þess, að hægri menn beittu sér gegn honum af vaxandi þunga, svo hann taldi sér ekki lengur sætt i embætti. Annars vegar tóku hátekjumenn óstinnt upp viðleitni Suarez til að koma á stighækkandi sköttum. Hins vegar snérist kaþólska kirkjan gegn frumvarpi Ordonez dómsmálaráðherra og foringja vinstri arms Miðjubandalagsins um heimild til hjónaskilnaðar, þegar bæði hjón samþykkja aö slita hjúskap. Yfir deiluna um hjúskapar- löggjöfina var breitt á flokksþingi Miöjubandalagsins i Palma de Mallorca meö óljósu orðalagi, sem flokksbrotin túlka i mismun- andi vegu. Var talið sýnt að eitt mesta vandamál Sotelo við stjórnarmyndun yrði að koma Ordonez þannig fyrir i ríkisstjórn sinni, að bæði gætu hægri menn og vinstri i Miðjubandalaginu við unað. En i þessari. viku kom upp annað mál, sem er enn alvarlegra fyrir forsætisráðherraefni. Miðjubandalagið hefur ekki nema 135 sæti af 350 á þingi, og hefur Suarez stjórnað með beinum eða óbeinum stuöningi héraöaflokka i Katalóniu og Baskalandi. Sotelo þarf liðsinni sömu flokka til aö hljóta umboð hreins meirihluta á þingi til stjórnarmyndunar. Fyrir hálfum mánuöi vann ETA, hermdarverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaöi Baska- lands frá spænska ríkinu, ódæöis- hann beyglast jafn mikiö — þá færðu það bætt. Semsagt, skemmdir af völdum þess að bill- inn fýkur eru bættar, en skemmd- ir af völdum áfoks eru ekki bætt- ar. Hvað er það sem ræöur svona skilmálum? Þaö er samstarfs- nefnd um bifreiöatryggingar sem þetta tiltekna dæmi heyrir undir. Sú nefnd ákveður skilmálana, og i henni sitja fulltrúar nokkurra tryggingafélaga. Nefnd þessi starfar i samræmi viö trygginga- lögin, en þar er ekki aö finna nákVæmar útleggingar á þvi hvaö beri aö setja i tryggingaskilmála. Þar er talaö um að skilmálarnir eigiaövera ,, i samræmi viö góöa viðskiptahætti”, og það er i verkahring Tryggingaeftirlitsins að fylgjast meö aö ■sanngirni sé gætt af tryggingafélögunum. Aö þessir skilmálar feli ekki i sér gildrur sem almenningur eigi á hættu aö falla i. Nefndin sem ákveöur skilmál- ann býr yfir mikilli þekkingu á tjónum og tryggingum og veit þvi glöggt hvaða óhöpp eru algeng- ust. Við gerð skilmálanna er stuöst viö þá þekkingu, en einnig er litiö til nágrannalandanna. Einhversstaöar veröur aö setja mörkin — svo mikiö er vist. Spurningin er hvort iögjöldin séu i samræmi við skilmálana. Hvort verðið sem hinn almenni viö- skiptavinur borgar fyrir þjónustu tryggingafélagsins sé réttlátt. Þar kemur Tryggingaeftirlitið enn við sögu, og vinnur eftir sér- stakri reglugerð um þessi mál. Það fær senda alla iðgjaldatexta og getur unnið býsna nákvæm- lega aö þvi að finna eölilegt hlut- fall milli iðgjalda og skilmála. Þróunin erlendis hefur verið eins og hér heima, — i þá átt að þrengja fremur skilmálana og lækka þar með iðgjöldin hlutfalls- lega. Siðan verða menn aö borga YFIRSÝN verk sem tvimælalaust snéri almenningaálitinu meöal Baska gegn byssumönnum. Rændu menn úr ETA kjarnorkufræðingi að nafni Jose Maria Ryan og myrtu hann, þegar synjað var kröfu þeirra um að hætt yrði við smiöi kjarnorkuvers, sem verk- fræðingurinn vann að. Varð þetta til að allsherjar fordæming á hermdarverkaarmi ETA kvað við frá öllum stjórnmálasamtökum Baska, meira að segja þeim hluta ETA sem aðhyllist stjórnmála- baráttu fyrir sjálfstæöi Baska. Jafn áköf voru svo viðbrögðin, þegar fanginn Jose Arregui beið bana i höndum lögreglunnar. Hann var handtekinn vegna gruns um aðild að nokkrum manndrápum ETA. Læknis- rannsókn sýndi, að i niu daga yf- irheyrslum haföi hann sætt margskonar misþyrmingum, og fer ekki milli mála að afleiðingar þeirra drógu hann til dauða. Dauði fangans leiddi til að tveim lögregluforingjum var vik- ið frá störfum og fimm lögreglu- menn hnepptir i gæsluvarðhald. Af þessum aðgerðum stjórnvalda gegn lögreglunni leiddi svo að sjö háttsettir lögregluforingja sóttu um lausn frá störfum. t kjölfar þessara atburða þarf Sotelo nú að óska umboðs þings- ins til stjórnarmyndunar. Er viöbúið að þingmenn héraös- flokkanna sitji hjá, til aö láta i ljós vanþóknun sina á hrottaskap lögreglunnar. Hins vegar er urg- ur i sumum þingmönnum yst til hægri yfir að ekki skyldi vera hylmað yfir, með hverjum hætti dauða Arregui bar aö höndum. Nái Sotelo ekki hreinum meiri- hluta við atkvæðagreiðsluna i dag, fer önnur atkvæöagreiðsla fram i þinginu á mánudag um umboð til stjórnarmyndunar hon- um til handa. Þá nægir honum einfaldur meirihluti, en sú niðúr- staða væri i rauninni ósigur fyrir Sotelo og Miðflokksbandalagiö. Stjórnarandstaðan myndi vafa- laust gera slik málalok að tilefni til kröfu um þingrof og nýjar kosningar. sérstaklega fyrir þær viöbætur sem menn vilja. Þeir sem Helgarpósturinn tal- aði viö hjá Tryggingafélögunum kvörtuöu sáran yfir þvi aö fólk kynnti sér lítiö skilmálana. Þaö keypti t.d. heimilistryggingu I þeirri trú aö allt sem einhverra hluta vegna skaöaöist á heimilinu fengist bætt. Það hreinlega læsi ekki skilmálana, og yrði vitan- lega hvekkt þegar hiö sanna kæmi i ljós. Til aö tryggja sig fyr- ir öllum venjulegum óhöppum verður aö kaupa fleiri en eina tryggingu, og vilji menn tryggja sig enn betur verður að kaupa viðbætur viö þær tryggingar. En i óveöri eins og um daginn duga húseigendatrygging og heimilis- trygging i langflestum tilfellum til að bæta allt tjóniö. Slikar tryggingar ásamt kaskótrygg- ingu og ábyrgöartryggingu bils kosta aö meðaltali um 5 þúsund nýkrónur. Ef sá sem kaupir sér tryggingu sættir sig einhverrahluta vegna ekki viö mat tryggingafélagsins, þá á hann eina leiö til aö leita réttar sins — dómsstólaleiöina. Þetta á viö bæöi þegar um er að ræða mismunandi túlkun á skil- málunum (þaö er hvort ákveöinn skaði sé bótaskyldur) og mis- munandi mat á skaðabótaupp- hæðinni. Fyrir lögum eru þessir skilmálar, eins og hverjir aörir samningar sem menn gera sin á milli, og komi til ágreinings um túlkun þeirra, þá gengur máliö til dóms. Nú nýlega tók svo til starfa sér- stök neytendaþjónusta hjá Tryggingaeftirlitinu, og þangað geta menn leitað og fengið ókeyp- is ráð lögfræðings um hvað gera skuli i viöureign við Trygginga- félögin. Siminn er 65188. Heftir Guöjón \ ............—......■■■■■ZJ eftir j Magnús Torfa Ólafsson Spánverjar eiga ekki að réttu lagi að ganga að kjörborði til þingkosninga fyrr en 1983. Sósialistum, öðrum stærsta þingflokknum næst Miðjubanda- laginu, er umhugað um að kosn- ingar fari fram sem fyrst. Skoðanakannanir bera meö sér, að sósialistar yrðu fjölmennastir á þingi, ef kosið væri um þessar mundir. Foringi þeirra, Felipe Gonzales, er sá eini meðal spænskra stjórnmálamanna, sem keppt getur viö Suarez i lýöhylli. Erjurnar i Miöjubandalaginu hafa orðið vatn á myllu sósialista, og þá ekki siður upplausn sem rikir i Kommúnistaflokki Spánar. Þar hefur öflugasta deildin, Kommúnistaflokkur Kataióniu, afneiíað flokksforingjanum Carillo og Evrópu-kommúnisma num, sem hann aðhyllist, en tekið upp merki leninisma og sovét- hollustu. Styrkleikahlutföll sósialista og kommúnista komu glöggt í ljós I verkalýösfélaga- kosningum fyrir skömmu, þar sem sósfalistar unnu verulega á en kommúnistar töpuöu aö sama skapi. Gonzalez hefur mjög sterka stöðu i Sósialistaflokknum siöan i hitteðfyrra. Þá felldi flokksþing tillögur hans um að breyta stefnu flokksins i sósialdemókratíska átt að fyrirmynd frá slikum flokkum i löndum Noröur-Evrópu. Gonzalez brást þannig viö aö hann sagði af sér flokksfor- mennsku. Það hafði þau áhrif aö stefna hans varð ofaná, þegar auka flokksþing kom saman til að velja formann. Sagt er að Juan Carlos kon- ungur sé þvi hlynntur að fá tæki- færi til að fela Gonzales stjórnar- myndun, til að sýna aö flokkur sem i öld hefur aöhyllst afnám konungdæmis og lýðveldisstjórn geti tekið að sér landsstjórnina i konungsumboöi. Það væri aö dómi konungs innsigliö á starf hans að þvi að sætta stríöandi öfl i Spænsku þjóðfélagi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.