Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 7
_ hplrjr^rpn^tl irinn Föstudagur 20. febrúar 1981. Sendiráð íslands Thorsteinsson, þegar við berum þetta mál undir hann. — Hvað með fullyrðingar um, að sendiráð okkar séu of mörg, eða að minnsta kosti á röngum stöðum? ,,Það hefur lika verið rætt og sérstaklega bent á, að það vanti sendiráð i Asiu, Afriku og Suður- Ameriku, frekar en hrúga þeim flestum niður i Evrópu. Þetta hefur verið marg kannað, en niðurstaðan er sú, að ekki sé ástæða til að breyta, þótt við höfum mikilvæg viðskipti við mörg þessara landa, m.a. vegna þess hvað það er dýrt. Ef ætti að setja niður sendiráð i Asiu vaknar lika spurningin um hvar það ætti að vera i þessari fjölmennustu álfu heims og i þessum gifurlegu fjarlægðum. 1 Afriku er skreiðar- markaður og sendiráð i Nigeriu kæmi til greina, en það mundi ekki breyta miklu. Sendinefndir héðan gera það sem þarf. Sama er að segja um Brasiliu, þangað fara sendinefndir margoft og ekki talin ástæða til að stofna þar sendiráð. I Evrópu eru mikil störf i tengslum við sendiráðin, og við getum ekki verið án þeirra, m.a. vegna þátttöku okkar i Nato og Efta og vaxandi samskipta við Efnahagsbandalagið og fjölda annarra stofnana, sem við höfum tengsl við. Það er heldur ekki mögulegt að leggja niður sendi- ráðin i Moskvu, Bonn eða Paris, m.a. af viðskiptaástæðum. Það gæti hinsvegar komið til, að stofnað yrði sendiráð i Asiu, og margt bendir til þess, að Kina yrði fyrir valinu. Enn hafa þó ekki komið upp umræður á Alþingi um fjárveitingu til sliks. En við höfum þó þegar stjórn- málasamband við 15 riki i Asiu, og i stað þess að stofna sendiráð hefur verið valin sú leið að hafa sendiherra búsettan i eigin landi i flestum þessum rikjum. Það hefur verið starf mitt siðan 1976, og ég er sendiherra i niu löndum, átta i Asiu og einu i N.-Afriku. Ég fer reglulega til þessara landa og meðal verkefna minna er að finna ræðismenn og þeim fjölgar smám saman. Með þessu móti teljum við, að við höfum nægjanleg tengsl við viðkomandi rikis- stjórnir og auk þess er þetta til- tölulega ódýrt. Ferðakostnaður minn nemur 10% af rekstri eins einasta sendiráðs”, segir Pétur Thorsteinsson „sendiherra fiar- lægra landa með aðsetur á tslandi”. Fleiri Sveina! Þótt sjálfsagt væri hægt að gagnrýna ýmislegt i starfsemi einstakra sendiráða ber öllum þeim sem til þekkja saman um, að þau þjóni hlutverki sinu vel. Hitt er frekar gangrýni vert, að stjórnvöld hafa ekki markað ákveðna stefnu utanrikisþjónustu okkar i millirikjaviðskiptum. Vegna fjárskorts, mannfæðar og skorts á sérþekkingu hafa sendi- ráð tslands erlendis ekki getað stuðlað að aukinni fjölbreytni i út- flutningi i þeim mæli sem æski- legt væri. Starf Sveins Björns- sonar, verslunarfulltrúa i Paris ei'tt sér sýnir, hver þörfin er á þvi sviði. Það fé sem yrði veitt til þeirra hluta mundi án efa skila sér margfalt til baka — meö timanum. Að sjálfsögðu er þetta lika háð þvi skilyrði, að stjórn- völd sýni skilning þeim, sem standa i þvi hérna að byggja upp framleiösluna. Það setja raunar margir enn hærra en eflingu sendiráðanna, þvi „hvað höfum við að gera með sendiráð og verslunarfulltrúa, ef við höfum ekkert að selja”, segir einn viðmælenda Helgarpóstsins. Þökkum innilega samúð og vináttu vegna andláts og út- farar Ólafs Jenssonar frá Litlu-Háeyri, Eyrarbakka. Sigriður Jensdóttir og aðrir vandamenn. - Tækniteiknarar Teiknara vantar til afleysinga á Hafna- málastofnun rikisins timabilið april til september. Umsóknir um starfið séu skriflegar og itarlega gerð grein fyrir menntun og starfsferli. Hafnarmálastofnun rikisins, Seljavegi 32, Reykjavik. VR VINNUR FYRIR ÞIG Tqgjy Þau eru í hópi 10 þúsund félaga 1891-1981 í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur Krístín Magnúsdóttir, Hrafnkell Stefínsson, Margrét Sigurjónsdóttir, Fríórik Ejftjörð, afffreiðslumaður í blómabúð. lagermaður. afffreiðslumaður í kvenfataverzlun. afgreiðslumaður í leðurvöruverzlun. VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum viöskipti &verzlun| Grædaur er Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Lands- bankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikningum, verð- tryggðum og með 1 % ársvöxtum að auki. pyrir______________________ Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. Sparifé, sem verð- bólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Lands- bankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- unni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.