Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 13
„iSkólaftur söngvari getur lært ýmislegt af dægurlagasöngvaranum, og öfugt”. „Listin verftur aft nýta sér þær leiftir sem þjóftfélagift á hverjum tima býftur uppá”. ,.Þaft er hluti af Iffinu... poppinu aft fila sig einhvernveginn, og allaveg- ana sexi”. „Tilfinningar minar til barnanna, samband mitt vift þau og konuna mina, þaft er ég. Þaft er lif mitt”. — Liturðu á þig sem leikara? „Já ég hlýt að gera það. Ég hef atvinnu af þvi að leika, og meðan svo er hlýt ég aö gera þaö”. — Þd ert nemi i simaskránni. „Já. En það er nú bara fram- taksleysi aö breyta þvi ekki. Ef ritstjóri simaskrár les viðtaliö kemur hann kannski einhverju til leiðar”. Föstudagur 20. febrúar 1981. hpalrj^rpnatl irinn halrf^rpn<^tl Irinn Föstudagur 20, febrúar 1981. Þegar Egill var að lokum spurður hvort hann væri ánægður með það sem hann væri að gera, þurfti hann að hugsa sig um. „Að vera ánægður, er fyrir mér eitt- hvað æðsta stig. Svo ég veit ekki. Samt finnst mér ég hafi kannski eygt þá stefnn, sem ég vil vera á. Sem er að búa til vandaða list sem nær til fjölda- fólks”. Egill Ólafsson heldur áfram að vera áberandi I menningarlffi þjóðarinnar (svo notaft sé virðu- legt orftalag) þrátt fyrir aft hann sé i bili hættur aft poppast á sama hátt og hann hefur gert undan- farin ár. Þursaflokkurinn er hættur, efta að minnsta kosti i hvíld. Spilverk þjóftanna sömu- leiftis, og þar aft auki var Egill löngur hættur I þvi. Og Stuftmenn hafa ekki látift á sér kræla árum saman. Samt heldur Egill áfram aft vera áberandi. Hann leikur fyrir Leikfélag Reykjavfkur, leikur I kvikmyndinni um Snorra Sturlu- son, kynnir dægurlagakeppni fyrir sjónvarpift og syngur gamanvísur á stórafmælum. Þegar Egill var að þvi spurður hvort hann dreifði ekki kröftum sinum um of, svaraði hann því til að þetta hentaöi honum ekkert illa. „Ég hef haldið sönsum að minnsta kosti”, sagöi hann. „Ef til viller þetta erfiðast fyrir fólkið sem þetta bitnar á. Það var til dæmis hringt i mig fyrir skömmu og ég beðinn um að leikstýra fyrir menntaskóla. Að vera leikstjóri! Ég hugsaði strembið I eina sekúndu í sfmanum: „Jahá, leik- stjóri já, það er nefnilega það....” Hver veit nema ég hefði svo hætt að gefa mig út sem leikara, ef ég hefði tekiö þvi boði”. í pó um klukkan 6 Þegar ég heimsótti Egil á heimilihans og Tinnu Gunnlaugs- dóttur og barnanna tveggja, var stund milli striða. Um kvöldiö átti loðin svör þegar spurt var hvort hann ætlaði að spreyta sig á Sólon Islandus sjálfum. „Sólon var merkilegur karl, poppari sins tíma. Alltaf að framleiða eitthvað sem hann hélt að fólki”. Mlðao við Egill segist hafa gaman af þvi að finna sig I margvislegum að- stæðum, og til þéss má eflaust rekja að hann er nú á sjónvarps- skjánum um hverja helgi að kynna lög. eftir Handan ágángs, Úranus og Dropa og fleiri álika karaktera. Sjálfur segist hann hafa bráðgaman af söngvakeppn- inni, þrátt fyrir að á hana sé litið sem einhverskonar annarsflokks efni, af forráðamönnum sjón- varps og flestum sem þar koma nálægt. „I hana hefur verið lögð mikil vinna og miklir peningar, miðað við hvernig efni þetta er. Þvi er alltaf bætt við: Miftaft vift að þetta er bara dægurmál, af- þreyingarefni. Og miftaft viö að þetta er fyrir svona og svona fólk. Svo þegar „alvöru” listamenn koma, þá er sjálfsagt að kosta miklu til, jafnvel þó það efni sé aðeins fyrir litla og fámenna elitu”. Leikhús, kvikmyndir, tónlist — allt virðist þetta Agli jafn eðlilegt og auðvelt. Það virtist þvi ekki óeðlilegt aö spyrja hvort þetta væri meðfætt, hvort hann eigi ættir til mikilla stórlistamanna. „Forfeður minir i föðurætt voru útvegsbændur og formenn á bát- um suður með sjó og kotbændur undir Eyjafjöllum. 1 móðurætt komu Hansakaupmenn eitthvað við sögu, en ég veit nú harla litiö um þá. Sömuleiðis voru þar snikkarar á Eyrarbakka, skap- góðir. Föðuramma min spilaði á Harmóníum og faðir minn fékkst við trompetleik. Og það var við- kvæðiö hjá afa minum, þegar pabbi blés I trompetinn, að hann gæti skemmt skrattanum ein- lýsingar, afþreyingarkvikmyndir og dægurtónlist, og fleira i sama dúr, sé eitthvað ómóralskt. Að hinir sönnu listamenn búi til eða flytji tónlist fyrir einhverja fá- menna elitu. Þetta held ég að sé misskilningur, og ég held að þetta sé meðal annars ástæðan fyrir þvi að tónlistarsmekkur okkar er tal- inn vondur. Fólk heldur að popp sé ómerkilegt og þess vegna eðli- legt að þar sé kastaö til höndum og fúskað. Sama þótt það sé vitað að allir hlusta meira og minna á slika tónlist. Ég man eftir tónleikum þar sem kynnt voru verk eftir sex inn- lend tónskáld hérna i Reykjavik fyrir skömmu, og þeir voru hvergi auglýstir, eða mjög tak- markaö að minnsta kosti. Það læðist aö manni sá grunur að á ferðinni hafi verið aðstandendur hinnar sönnu listar. Hana má ekki auglýsa, enda er hún ekki fyrir „hvern sem er”. Hún er svo- kölluð æðri tónlist. Tónlist fyrir fámennan hóp útvalinna. Popptónlistin hefur hinsvegar niörg markmið, og eitt þeirra er aö ná til fjöldans. Og það er jákvætt i sjálfu sér. Allir eiga aö- gang aðhenni. Núer það lika liðin tíð að aðeins unglingar hafi gaman af henni”. Egill sagði sig ráma I orö bresks málara, sem einhvern- vinnu. Annars veit ég ekki alveg hvaða merkingu þú leggur i orðið „njóta”. Ef þú átt við það sama og að njóta þess að borða góðan mat, þá er það allt annað. Ég nýt þess ef mér tekst vel upp, en ef mér mistekst, þá er ég á bömmer”. — Þú kemur fram ber að ofan og I niðþröngum buxum i „Gretti” og á hljómleikum ertu oft fáklæddur. Eru að ýta undir einhverskonar kyntáknsimynd? „Það er hluti af lifinu.. poppinu aðfílasig einhvernveginn og alla- veganna sexi. Þegar h.ama- • gangurinn er mikill er lika gott að vera fáklæddur. UmGlámsgervið og þær niöþröngu, þá var þaö hún Guðrún Sigriöur sem réöi þessu og Glámur hlýddi og hundskaðist i niðþröngar buxurnar. Timarnir breytast og draugarnir með”. — Ertu þú sjálfur á sviöi, eða seturðu upp sérstaka sviös- gn'mu? „Ég hef fengið orð i eyra fyrir aö fara á Stjörnumessu, og kvöldiö áður hafði hann leikið Glám í „Gretti”, f fyrsta skipti á skikkanlegum tima. „Eftir mið- nætursýningarnar er maður fyrst að komast i ró um sexleytiö”, sagði hann. Egill er einn af höfundum Grettis, sem kunnugt er, og hann segir sjálfur að vinnan viö þetta verk hafi veriö með þvi skemmti- legra sem hann hafi komist i. „Það er útaf fyrir sig stórmerki- legt að sjá svona fjölþætta sýn- ingu verða aö einni heild. Henni má eiginlega skipta i þrennt — músfk, dansa og talaöan texta, og það er flókið útfærsluatriði aö fá þetta til aö renna saman”. Hann er hinsvegar óánægöur með miðnætursýningartimann, og ekki bara vegna þess hve seint hann kemst i rúmið. „Það er komin viss hefö á þessar sýn- ingar, og á þær fer meöal annars fólk sem fer yfirleitt ekki i leik- hús. Allt þetta fólk á von á öðru en þvi sem Grettir er. Svo erum við aö reyna að höfða til unglinga, og fyrir þá er þetta ómögulegur timi”, sagöi Egill. SOlon poppari 1 sumar og haust var Egill, jafnframt undirbúningnum fyrir Gretti, að leika Sturlu Þórðarson i myndinni sem sjónvarpið er að gera um Snorra Sturluson og samtiðarmenn hans. Aður haföi hann komið viö sögu i leikgerð sjónvarpsins á Silfurtungli Lax- ness, og nú eru á döfinni enn frek- ari verkefni á kvikmyndasviöinu, „þriggja ára ævintýri”, eins og hann kallar það. Þau Egill og Tinna, Helgi Gestsson, Auður Eir, Guðrún Helgadóttir og Sverrir Hólmarsson, Þráinn Bertelsson og Sólveig Éggertsdóttir hafa sameinast um að gera tvær kvikmyndir á næstu þremur árum. Núna fyrst mynd um Jón Odd og Jón Bjarna, og siöan mynd um Sólon tslandus i byrjun næsta árs. Egill sagðist mundu fúnkera i þessu öllu sem ein- hverskonar leikmúsikant, og gaf hverstaðar annarstaöar en I sinu húsi. Pabbilagði þvi trompetinn á hilluna, strax á unga aldri”. Ólsl upp með Maríu caiias — Þetta byrjaöi allt saman með þvi að þú varst kórdrengur i menntaskólanum? „Jú,égsöngikórhjá Þorgerði I Menntaskólanum við Hamrahliö. Það var skemmtilegur timi, sem ég gleymi aldrei. Ég hafði að visu aðeins verið bendlaður við músik áður, hafði veriö I skólahljóm- sveit, eins og svo margir aðrir. Á gagnfræðaskólaárunum var eng- inn skóli án skólahljómsveitar, sem lék annaðhvort Rolling Stones eða Bitlana. Þeir kaldari spiluðu Stones. Svo hefur móðir min mikiö yndi af tónlist. Ég ólst eiginlega upp með Mariu Callas og Benjamino Gigli og fleirum. Og fyrir tilstilli móður minnar lærði ég á pianó i æsku. t kórstarfinu hjá Þorgerði kynntist maður mikið af kór- músik. Hún var lika ötul við að út- vega kórnum ný verk aö flytja, bæði innlend og erlend. Þor- gerður er stórkostlegur músik- kant. Svo um þetta leyti fór ég að læra söng i Tónlistarskólanum i Reykjavik. Þar var ég i fimm ár hjá Engel Lund. Hún kenndi mér heilmikið i söngfræöum, og einnig i öörum fræðum”. — Hvaöa fræðum? „Ég lærði hjá henni heilmikiö um leikhús til dæmis, og eiginlega var það hún sem kenndi mér að meta leikhúsið. A þessum sama tima umgekkst ég lika talsvert leiklistamema sem ráku Sál- skólann og höfðu aðsetur i Hótel Vik. Þetta var þróttmikið fólk, uppfullt af bjartsýni og það hafði mjög góð áhrif á mig. Þar tók ég meira að segja þátt i nemenda- sýningu á „GIsl”. Og einmitt um þetta leyti kynntist ég konu minni Tinnu, sem núna er leikari. Hjá Engel Lund lærði ég heilmikið um túlkun og sköpun i listinni. Hún hefur verið leiðbeinandi og læri- faðir margra leikara, enda búin að vera lengi viö kennslu”. SpilverKsmúsfk oq Brahms — Jafnframt þessu námi varstu svo i Spilverkinu, ekki satt? „Þetta var svona um það bil sem Spilverkið var i uppsiglingu, ’72 til '73, og þess má kannski geta að viðkynntumst Diddú lika i Sál- inni á Hótel Vik. Andrúmsloftið i Sál skólanum var mjög hvetjandi, og kannski heföi Spilverkið aldrei orðið til ef hann hefði ekki verið til. A þessu timabili söng ég bæði Spilverksmúsik, og svo Brahms i skólanum. Ég hafði gaman af þvi að fást við hvort tveggja, en komst fljótlega að þvi að það getur eiginlega ekki farið saman”. — Af hverju ekki? „Ja, það gerir það einfaldlega ekki. Hvort tveggja útheimtir sitt. Tæknin sem beitt er, er einnig ólik og kallar á ööruvisi æf- ingu. Það er svosum auðvitað hægt að finna ýmislegt sameigin- legt með þessu tvennu. Skólaður söngvari getur lært ýmislegt af dægurlagasöngvaranum og öfugt. Ég get til dæmis nefnt tilfinningu fyrir tempói, sem mér finnst oft vanta hjá menntuðum söngvur- um. Svo kom að þvi að Spilverkið tók orðið of mikinn tima til að hægt væri að sinna ljóðasöng. Framan af reyndi ég svolitið að halda þessu við. Ég var að hringja i vini mina sem gátu leikið undir, — og söng þá ljóð við pfanóundirleik. En það tók enda”. „Sönn lísl” — Freistaöi alvarlega tónlistin aldrei nóg til þess að þú gæfir dægurlögin uppá bátinn? „Sjáðu til, fólk heldur að aug- tima fyrir 1960 lýsti popplistinni, sem samsuðu margra atriða, eða markmiða. Þessi Breti sagði popplist eiga að vera list fyrir fjöldann, eiga að fjalla um skammtfmalausnir, vera fyndin, sexi, ódýr, fjöldaframleidd, glamúrkennd og big bisniss. Leihhús heima í slolu „Siðmenningin i dag er að miklu leyti neysla á fjöldafram- leiddri söluvöru, og listin verður að nýta sér þær leiðir sem þjóð- félagið á hverjum tima býður uppá. Annars nær hún aldrei til- gangi sinum, og er sjálfdauð. Einmitt þessvegna á popp og afþreyingarefni að fá eðlilega umfjöllun og gagnrýni i fjölmiðl- um. Auglýsingarnar lika. Hingað til hefur þetta alltaf veriö talið annars flokks efni handa annars flokks fólki. Stundum finnur maður þó fyrir skilningi I þessa átt, sérstaklega kannski i leikhús- inu, sem i auknum mæli er farið að leita út til fólksins. Það er aug- lýst meira, sýningar eru kynntar i skólum og á vinnustöðum. Svo eru lika færanlegar leiksýningar beinlinis fluttar á vinnustaði. Mér dettur Alþýðuleikhúsiö sérstak- lega i hug i þessu tilfelli. Afhverju ekki leikhús I kjötbúðum eöa á götum úti? Eða eins og i Bret- landi þar sem fólk getúr fengiö leikarana og verkin flutt heima i stofu”. — Þú ert nú orðinn ekki siður áberandi I leiklistinni, en tónlist- inni. Hvernig lentir þú þar? „Ahuginn er fyrir hendi og hefur verið lengi. Auk þess hefi ég ekki verið i leikhúsi öðruvisi en bendlaður við músik á einhvern hátt í leiðinni. Ég held aö það megi segja að ég hafi alveg eins verið að músisera I leikhúsi, eins og að leika. í þeim myndum sem ég hef leikiö, það er Snorra Sturlusyni og Silfurtunglinu, þá músfsera ég i báðum tilfellum. En hvernig ég lenti i þessu, það hefur sjálfsagt verið fyrir til- viljun eina. Við I Spilverkinu tók-' um þátt í sýningu Þjóöleikhússins á Grænjöxlum eftir Pétur Gunnarsson, undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það má segja að ég hafi byrjað að leika þá. Ég er ánægður meðan ég get blandað þessu tvennu saman, verið bæði músikant og leikari, verið einhverskonar leik-söngv- ari eða söng-leikari”. aö vera tilgerðarlegur. Tilgerðin er misjöfn. Min tilgerð er kannski svona tilgerðarleg. Ég á nóg með mig og tilgerðina hverju sinni. Það er vist”. Eyql pa sietnu Allaveqanna sexí — Þú virðist kunna vel við þig á sviði. Nýturðu þess að koma fram? „Já, bæði og.... Þetta er vinna og það eru viss lögmál sem gilda um hana, alveg eins og aðra — Finnst þér menntunar- skortur há þér I leikiistinni? „Ég hef ekki verið i hefðbundn- um leiklistarskóla, en þó hef ég lært ýmislegt sem kennt er þar, eins og raddbeitingu og tónlist, og ég hef haft atvinnu af þvi að standa á sviði og flytja texta maöur að læra. Með fullri virö- ingu fyrir leiklistarskólum, sem eru góöir skólar, kannski einu skólarniridag sem kenna fólki að finna til, þá finnst mér mennt- unarskortur minn ekki beinlinis há mér I leiklistinni”. Eilirmðl — Hvernig fer það saman að vera fjölskyldumaður og poppari. Ertu góður pabbi? (....Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig ég svaraði þessari spurningu, en daginn eftir þegar blaöamaðurinn kom með viðtalið til min svo ég gæti lesið það yfir og leið- rétt ef eitthvað væri, strikaði ég svariö út, en skrifaði eftirfarandi i staðinn:) „Þegar fjölskyldulif mitt, popparans, barst i tal, þá af- greiddi ég þaö stuttlega, en hélt i staðinn langa tölu um það hvað popplist væri og hvernig popplist'getur verið mórölsk. Ég veigraði mér þó við að taka móralska afstöðu til hlutskiptis mins sem fjöl- skyldumaður, kæföi fjöl- skyldufööurinn og skyldur hans með löngu snakki um þaö hvenær list sé sönn og hvenær ekki sönn. I stað þess aö átta mig á þvi aö ég er fyrst og fremst fjölskyldu- faðir, á börn og konu. Til- finningar minar til barn- anna, samband mitt við þau og konuna mina, það er ég. Þaö er lif mitt. Þannig veit ég aö ég finn til, aö ég er til”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.