Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 11
halrjrirpn^tl irinn Föstudagur 20. febrúar 1981. — Fótk sá grunsamlega menn á hverju strái og til- kynnti lögreglu. Þegar þeir grunsamlegu náöust síðan, þá kom oft fyrir að þar fóru óeinkennisklæddir lögreglumenn í leit að Náttfara. — heyra þrusk inni úti á svölum eöa uppi á þaki hjá sér og þar færi vafalaust Náttfari og hygði á innbrot. Lögreglan haföi i ýmsu aö snúast vegna þessara tilkynn- inga og þær voru ófáar fýluferö- irnar sem lögreglan fór vegna slikra tilkynninga sem orsökuö- ust vegna imyndunar eöa tauga- veiklunar fólks. t>á var og ekki minna um þaö, aö fók geröi lögreglunni viövart vegna grunsamlegra mannaferöa i götunni eöa garðinum hjá sér. Voru sumar næturnar þannig, að svo virtist sem Náttfari væri á feröinni nákvæmlega á sömu minútunni i Vesturberginu og úti á Seltjarnarnesi. Flestum þess- ara tilkynninga varö þó lögreglan aö sinna öryggisins vegna og oft kom á daginn, aö þeir grunsam- legu menn sem þarna voru á ferli, voru engir aörir en óeinkennis- klæddir lögreglumenn i leit aö Náttfara. Og á meðan allt þetta stóö yfir, hélt Náttfari kyrru fyrir heima hjá sér og hafðist ekki aö. Aðfaranótt föstudagsins 6. ágúst komst þó á hann hreyfing á nýjan leik — og þá svo um mun- aði. Þá fór hann i sinn siðasta inn- brotaleiöangur og jafnframt þann árangursrikasta, þvi i þessari ferö braust hann inn á hvorki meira né minna en sex staði. Og eftir ránsfenginn góða úr verslun 0. Ellingsen beindi Náttfari æ frekar kröftum sinum að fyrir- tækjum, enda meiri fjárvon á slikum stöðum, en i heimahúsum. En þessa nótt byrjaöi hann á þvi að klifa upp á svalir og inn um dyr Vöruhappdrættis StBS i Suöur- götunni og braut þar upp skrif- borð og peningaskáp, en fann aö- eins 3.600 gkr. Þaöan fór hann inn i tvö hús ofar i Suöurgötunni, sem eru i eigu Krabbameinsfé- lags Islands. Olli hann þar nokkr- um spjöllum, en 7.600 krónur fann hann þar i peningum og haföi meö sér. Úr Suöurgötunni hélt Náttfari siöan á Vesturgötuna og þar inn um glugga á skrifstofu heildsölu- fyrirtækisins P. Ingvarssonar og vann þar ýmis spell, en fjármuni fann hann enga. Þá leit hann einnig inn i vörugeymslu fyrir- tækisins I. Pálmasonar og aö auki inn i verslunina Stokkinn, sem er i sama húsi, en haföi ekkert fémætt á braut. Inn um bak- glugga á útsýn En heldur betur datt Náttfari i lukkupottinn, þegar hann fór inn um bakglugga á feröaskrifstof- unni Útsýn, viö Austurstrætiö. Komst hann inná einkaskrifstofu Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra með því aö brjóta upp dyr, sprengdi siöan upp tvær skrif- borösskúffur og fann þar umslög full af erlendum gjaldeyri. Kom hann sér siðan út með fenginn sömu leiö og hann kom. Lætur nærri að Náttfari hafi þarna kom- ist yfir rúmlega 1,6 milljónir gkr. i erlendum gjaldeyri af ýmsum tegundum. En þetta varö lokapunkturinn á innbrotaferli Náttfara. Viku siðar var hann handtekinn og fljótlega viöurkenndi hann brot sin, þegar lögreglan tók að yfirheyra hann. Gripinn af tilviljun Er Helgarpósturinn haföi sam- band við rannsóknarlögregluna og bað hana aö rifja upp Nátt- faramáliö og þá fyrst og fremst hvernig lögreglan heföi náö að góma manninn, var þvi svaraö til, aö rannsóknarlögreglan gæti ekki skýrt fjölmiölum frá þvi hvernig unnið væri aö sakamál- um sem þessum. Eftir upplýsing- um sem Helgarpósturinn hefur aflað sér eftir öörum leiöum, mun þaö hafa verið hending ein að Náttfari náöist. Náttfari var þá 25 ára gamall og haföi ekki komiö nálægt neinum afbrotum svo vit- að væri i nokkur ár, en þrivegis hlotiö dóm og fangelsisvist vegna þjófnaöa á árunum 1969 og ’70. Mun nafn Náttfara hafa komið upp viö rannsókn málsins, en hann ekki talinn liklegur vegna 5—6 óflekkaöra áraá þessu sviöi. Það geröist hins vegar, aö Nátt- fari var kallaöur fyrir rann- sóknarlögregluna vegna tékka- máls, sem taliö var aö hann heföi komiö nálægt. 1 þeim yfirheyrsl- um munu Náttfarainnbrotin hins vegar hafa veriö opnuö og eftir nokkrar vifilengjur hafi Náttfari tekiö að játa. Þá munu og fótspor sem fundust i glugga feröaskrif- stofunnar Otsýnar og voru eftir Náttfara, koma heim og saman við sérkennilegt munstur á skóm sem sá grunaöi átti. Þegar hringurinn lokaöist um Náttfara og hann byrjaði aö játa, mun hann hafa verið samvinnuþýður við lögreglu og skýrt frá gjöröum sinum skilmerkilega og án undanbragða. Sat Náttfari siöan i gæsluvarö- haldi frá 12. ágúst til 11. okt. 1976 og dómur i máli hans gekk 30. desember sama ár. Var Náttfari dæmdur i 18 mánaöa fangelsi og skyldi greiöa þær upphæöir sem hann haföi tekiö ófrjálsri hendi og einnig fyrir þau spjöll sem hann haföi unniö á eignum manna á ferðalögum sinum. Einhverju góssins gat hann þó skilaö aftur, eins og mestum hluta gjaldeyris írtsýnar, en öðru haföi hann fyrir- komiö. Var upphæöin sem hann skyldi greiöa i tæpar 1,2 milljón gkr. og skal minnt á aö þaö var á verölagi ársins 1976. Er nú frjáls maður Helgarpósturinn telur ekki ástæöu til aö greina frá nafni Náttfara. Hann hefur þegar tekiö út sina fangelsisrefsingu, en er nú laus á skiloröi eöa til reynslu. I næsta mánuöi mun hins vegar þessu skilorðseftirliti ljúka og þá Náttfari fyrrverandi alfariö frjáls maöur. Hann hefur algjörlega óflekkaö mannorö frá þvi þessir atburöir geröust og stundar nú sjósókn á Vestfjöröum. Aö sögn lögreglunnar þekkjast ekki mörg dæmi sviplik þessu, þar sem innbrotsþjófi tekst aö halda út jafnlengi á þessari braut og Náttfari og jafnframt stunda hana jafnstift. Engar stórfúlgur haföi þó Náttfari út úr þessum vafasama leik sinum — ef til vill eitthvað i kringum 3 milljónir gkr. ársins 1976. Viltu eld? Innbrotsþjófar eru ekki óþekkt fyrirbæri á tslandi og veröa ekki. Hins vegar hefur lögreglan sjaldan eöa aldrei staðið jafn ráö- þrota og gagnvart þjófnuöum Náttfara, þvi hann var einkar bi- ræfinn en fór samt ofuryarlega að öllu þvi sem hann tók sér fyrir hendur og var á bak og burt þegar lögreglan var kvödd til. Afbrota- menn af ýmsu tagi eru þó ekki alltaf jafnfljótir af brotastaö. 1 lokin skal sögð saga i þvi sam- bandi af brennuvarg einum sem mjög hafði sig i frammi fyrir nokkuö mörgum árum. Hann haföi kveikt i viös vegar i bænum á nokkrum vikum, þegar lög- reglan haföi loks hendur i hári hans. Þegar slökkviliösmönnum var siöar sýnd mynd af brennu- vargnum, þá könnuöust þeir strax viö hann. Hann haföi nefni- lega oftar en ekki veriö á bruna- staö og fylgst með slökkviliös- mönnum i baráttu við eldinn. Meira aö segja, sögöust slökkvi- liösmennirnir muna eftir þvi, aö þegar stund heföi veriö milli striöa I slökkvistarfinu og menn hvilt sig og fengið sér sigarettu, þá heföi brennuvargurinn jafnan veriö fljótur aö gripa til kveikjar- ans og bjóöa þeim eld! — Náttfari hef ur tekið út sinn dóm og stundar nú sjósókn. — Skiðagallar i herrastærðum......................... kr. 604,- Skiðagallar i dömu- og unglingastærðum ............ kr. 400,- Skiðagallar i barnastærðum ........................ kr. 331,- Skiðavesti barna ................................ kr. 149,- Vélsleðagallar..................................... kr. 536,- Herraúlpur, „Duffy’s”,........................... kr. 493,- Herraúlpur frá Marks & Spencer.................... 4cr. 597,- Dömujakkar frá Marks & Spencer..................... kr. 545,- Dömuúlpur, „Duffy’s”,.............................. kr. 480,- Barnaúlpur, „Duffy’s”,............................. kr. 266,- Ungbarnagallar, heilir ogtviskiptir, verðfrá ...... kr. 212,- Athugið að framvegis verða beinir simar í verslunina: Busahold ——■ Gijafavara •••••••••••••••••••••••••• 22114 Fatnaður — Skór...................... 12723 Raftæki — Ferðavörur — Leikföng........16441 Verslunarstjóri...................... 26414 DOMUS ^Radíóstofan hf Þórsgötu 14 ■ Sími 14131:11314 Upphituð öryggishús fyrir allar gerðir véla Hvert kerji hannað eftir aðstœðum Fyrir: Verslanir, verksmiðjur, fisk vinnshistöðvar, fiskiskip, útísvæði ojfi. 14 gerðir sjónvarpsvéla jyrir mismunandi aðstœður SP 1820 þarf 90 lux lýsingu, vinnur vel við dagsbirtu SP 1920 þarf 0,9 lux, fyrir lítið Ijós, t.d. sícemmtistaði/útisvaeði LL 779/AX-ISIT þarf 5,4x104 lux VM-9CX 9H monitor Einnig til 15" og 19" monitorar fyrir tölvur LL 779/AX þarf 0,1 lux. mjög litla lýsingu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.