Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. fébrúar 1981 fórum við til Noregs i fylgd með Benedikt Sveinssyni, sem var umboðsaðili eigenda Gisund, og þá til að skoða það sérstaklega. Guðmundur Þórðarson, sem var umboðsaðili hins franska systur- skips Hólmatinds, var einnig um- boðsaðili seljenda Vikheim, vissi þegar við fórum til Noregs, að við værum i raun búnir að gefa frá okkur alla aðra möguleika, aðra en Gisund. Hann vildi samt að við hefðum Vikheim i huga, fyrst við værum i Noregi á annað borð. Ég tjáði honum þegar, að hefðum við möguleika á þvi að kaupa Gisund, þá myndi Vikheim ekki koma til greina. Vikheim var eiginlega þurrkaður út sem hugsanlegur möguleiki vegna þess að hann er ekki með nema 1200 hestafla vél. Hann var raunverulega aldrei inn i myndinni hjá okkur út af þvi. Það hringir i mig maður, meðan við erum búnir að vera að þrefa um verðið á Gisund og vill bjóða okkur til viðræðna á Vikheim. Ég sagði þessum manni, að við hefðum svo gott sem gert samning um kaup á Gisund og þar af leiðandi hefði það enga þýðingu að hafa fleira i takinu.” — Hvenær springur svo þessi Gisundsamningur og hvað gerist eftir það? „Eigandi Gisund vildi hafa samband við lögfræðing sinn, áður en gengið yrði frá kaupunum og við fórum þvi heim og biðum átekta. Siðan biður eigandi Gisund um frest ofan á frest, og ekki er gengið frá málinu. Hálfur mánuður leið og þá hringdi ég til Noregs og gaf þeim sólarhrings- frest til að svara verðtilboði okk- ar i Gisund. Þá var þvi svarað að seljendur væru hættir við.” — Hvað gerist þá? „Þá gerast ýmsir hlutir. Okkur bjóðast ýmsir möguleikar, en okkur list ekki á neitt af þeim. Ekki var neitt að hafa i Noregi og þá erum við farnir að lita á franskt skip i gegnum Gunnar Hafstein. Það skip var af svipaðri stærð og valkostir Guðmundar Þórarsonar og verðið ámóta.” — Þið hafið þá sem sagt getaö fallist á að kaupa mun minni togara og ódýrari — togara i svip- uðum klassa og Marie Catherine og Vikheim, sem þið lituð ekki við áður? „Eftir að Gisundmálið sprakk, þá virtist koma eyða i þetta mál og við fundum ekki nein skip i svipuðum klassa og Gisund og Ingvar Ivertsen. Okkur buðust að visu skip en þau voru öll of gömul og þvi væri það skárri valkostur að athuga með frönsku týpuna. Siðan komum við i bæinn til að ræða nánar við Gunnar Hafsteins um þetta franska skip sem likist skuttogaranum Sigurey, en það hittist þá svo á, að sama dag og ég kom til Reykjavikur, þá er Ingvar Ivertsen i Reykjavikurhöfn. Þá opnaðist það mál.” — Hver hefur kostnaður verið við þessa leit að nothæfu skipi? „Ja, það var enginn stór kostn- aður, nema varðandi ferðina til Noregs. Þangað fór ég, ásamt skipstjóranum sem við höfum ráðið og Ölafur R. Jónsson stjórnarformaður útgerðarfélags N-Þingeyinga. Einnig var um- boðsmaðurinn, Benedikt Sveins- son með i þeirri ferð, en hann var á eigin kostnað.” — Hver verður umboðslauna- kostnaður við kaupin' á Ingvari Ivertsen ef þau ganga i gegn? „Ég held að reglan sé 2%, en stundum hefur verið samið um minna. Það er hins vegar mál seljenda, en ekki okkur.” Siðan sagði Ólafur H. Kjartans- son: „Mér finnst málatilbúnaður i þessu máli öllu vera orðinn all- furðulegur. Kaupendur verða náttúrlega að gera sér grein fyrir valkostum. Það þarf ýmislegt að skoöa og menn verða einnig að gera sér grein fyrir þvi hvert á land skipið á að fara. Það virðast allir i þjóðfélaginu ætla að ákveða það fyrir okkur, hvar við skoðum möguleikana.” Er það ekki aðallega áhugamál fólks að fylgjast með þvi hvað möguleikarnir kosti, þar sem kaupin eru nú kostuð af al- mannafé? „Þetta er mjög ódýrt skip — Ingvar Ivertsen — miðað við þá möguleika, sem þetta skip hefur. Marie Catherine og Hólmatindur og frönsku skipin, eru allt önnur skip en Ingvar Ivertsen. Það er alveg eins og hvitt og svart. Það er þvi furðulegur máltilbúnaður aðblása verðiðá Ingvari Ivertsen — 24 milljónir norskar — á sama tima og verið er að skrifa út skip úr Stálvik, sem á að kosta 5—6 milljarða. Það er jafnframt verið að tala um verðið 6—7 milljarða fyrir Hólmavikurskipið og skipið á Skagaströnd og það eru ekki skip sem taka Ingvari Ivertsen fram. Þegar þetta er borið sam- an, þá er Ingvar Ivertsen ódýrt skip,” sagði ölafur og ennfrem- ur: „Og svo heyrir maður sögur i áttina að það hafi heyrst sagt á göngum Alþingis að menn hafi fengið svo og svo mikið undir borðið — hafi heyrst — en enginn hafi sagt það. Svo er verið að bera upp á mann ýmisskonar hluti i blöðunum, sem aldrei hafa komið nálægt þessu máli,” sagði Ólafur ennfremur. „Ég veit ekki hvaðan þetta kemur, en ég man t.d. eftir að i neðanmálsgrein i Visi er sagt að Sverrir Hermannsson hafi lýst þvi yfir að aldrei fyrr á sinum langa stjórnmálaferli hafi verið reynt að múta honum. Þú veist að það var ekki i þessu máli sem þetta skeði. Þetta skeði. Ég er klár á þvi.” Hvar og hvenær gerðist það? „Þú verður að komast að þvi. Það skeði i togarakaupsmáli, en alls ekki i þessu. Og það skeði i togarakaupsmáli sem allir voru ánægðir með.” Sverrir H erniannsson: „Það hefur enginn Þórshafnar- eða Raufarhafnarbúi gert tilraunir til aðbera fc á mig, enda efast ég nú um að þeir séu aflögufærir — eða hvað?” Sverrir Hermannsson: „Enginn norðan manna hefur reynt að bera fé á mig” i ljósi ummæla Ólafs Kjartans- sonar hafði Helgarpósturinn samband við Sverri Hermanns- son til að spyrja hann nánar út i staðhæfingar Ólafs: — Nú segir ólafur Kjartansson á Raufarhöfn, að hann sé klár á þvi að reynt hafi verið að múta þér i togarakaupsmáli — ekki togarakaupsmáli N-Þingeyinga — heldur i öðru máli sem allir voru ánægðir með. Hvað viltu segja um þetta? „Sem allir voru ánægðir með? Ég kannast ekkert við þetta. Hvað er drengurinn nú að meina? Hvað veit hann um mál- ið yfirleitt.” — Hann segist vera klár á þvi að mútur hafi verið boðnar. „Ég átta mig ekki á þessu. En ég endurtek bara mitt fyrra svar varðandi þetta atriði og segi eins og Arneus við Snæfriði tslands- sól: „Ekkert hefur gerst nema hægt sé að sanna það.” — En nú liggja þeir sterklega undir grun i þessu mútumáli þeir Þórshafnarmenn, þar sem mútu- umræðan kemur upp i kjölfar umræðna um þeirra skipakaup og þarna ber Ólafur af sér sakir. „Það hefur enginn Þórshafnar- eða Raufarhafnarbúi gert til- raunir til þess að bera fé á mig, enda efast ég nú um að þeir séu aflögufærir — eða hvað. Þeir þar nyrðra hafa ekki gert tilraun sem þessa, það er aldeilis alveg aug- ljóst mál. Það get ég staðfest.” — En hafa þeirra stuðnings- OLAFUR KJARTANSON UNDtRTEGNEOE HADDE PAA GRAND HOTEl VAR HER FREDAG EN SAMTALE STOP HERR KJARTANSON FREDAG OG LOERDAG OG HED HAH PAA TLEFONEN KUNNE 1KKE MOEIE BESIKTIGE DEN NORSKE TRAALER MEG DA DE SKULLE GISUND STOP VI AVTALTE AT VI KSULLF. EEE SKULLE MOETES HER I KRI3TIANSUÐ PAA MANDAG STOP MEN HER KJARTANSON REISTE FROMEEE FRA BVEN ALLEREDE PAA SOENDAG UTEN AT JEG FIKKE FATT I HAM STOP IEG HADDE DA IMI0LERT10 HANNDGITT HAM VIKHEIM FOR ■ KR.I3.3S3.8M.- ELLER MULIGENS NOE MIHDEEE MINDRE ETTER FULLMAKT FRA REDEREN STOP S DET VAR SYND AT HERR KARTANSON IKKE KONTAKTET MEG FOER HAN REISTE MEN DET VAR MULIGENS VANSKELIG EFTEROM EEE EFTERSOM HAN JO VAR SAMMEN MED DERES KONKURENT SVEINSON STOP JEG IROR DET BLIR VANSKELIG AA FAA DE OMTALTE 353/5 STATS STOETTE PA SALG AV GISUND TIL ISLAND OG VIL FORESLAA AT DE KONTAKTER KJRSTANSON SNAREST S DAA HAN SAAVIDT JEG F0RST00 PAA HOTELLET HER ER REIST HJEM TIL ISLAND ......... Telexskeytið frá Halfdan Backer um stefnumótið við Ólaf Kjartansson. menn hér syðra hai't uppi slikar tilhneigingar? „Ekki er mép kunnugt um það, nei.” Ólafur Kjartansson II.: „Þið eruð nefni- lega á dálitið hálum ísM Þegar Helgarpósturinn hafði fengið þessi svör frá Sverri Her- mannssyni var aftur haft sam- band við Ólaf Kjartansson og itrekað spurt um hvaða togara- kaup hann ætti við: „Ætli þetta séu ekki þeir menn sem þið fáið aðalupplýsingarnar frá”, svaraði Ólafur. — Hverjir? „Þið eruð nefnilega á dálitið hálum is. Ætli það séu ekki þeir menn sem hafa verið að tala um aö við höfum ekki mætt i togara- kaupum hjá. Ýmsa grunar að þeir eigi þarna hlut að máli”. Ólafur átti þarna við fund, sem Hálfdan Baeker i Noregi miðlarj skuttogarans, Vikheim taldi að umsaminn hefði verið, en Ólafur hefði ekki mætt á. Umboðsmaður Backer hér heima i þessu Vikhei- máli var Guðmundur Þórðarson. Hann sá einnig um kaup á Hólma- tindi fyrir Aðalstein Jónsson frá Eskifirði nú siðasta haust. Ólafur var þvi spurður hvort þessi mútu- mál tengdust kaupum á Hólma- tindi. „Ég segi ekkert meira um þetta” svaraði hann. „Spyrjið Sverri”. — En veistu fyrir vist að það hafi það hafi verið boðnar mútur? „Hefur Sverrir ekki játað að það hafi skeð?”. — Hann hefur ekki neitað þvi. „Þá skulum við ganga út frá þvi að það hafi skeð”. — En hvernig færð þú vitneskju um þessi mútumál? „Hvernig fékk ég vitneskju um þetta? Við vitum ýmislegt hérna, þótt við séum ekki að blaðra um það i blöðum að svo komnu máli. Þetta gengur út á það hjá okkur, að við viljum sjá hvaða afgreiðslu okkar mál fá endanlega, áður en við svörum öllu heila klabbinu. Við höfum aðeins starfað sam- kvæmt þeim heimildum sem við höfum fengið og iiöfum bréf og heimildir sem staðfesta það. Nú, þessi lýgi sem verið er að bera uppá okkur varðandi mútur og annað. Við höfum ekki viljað vera að svara þessu, a.m.k. ekki ennþá. Við punktum þetta bara niður hjá okkur og geymum til seinni tima”. — Þegar heimild rikisstjórnar- innar til togarakaupanna var veitt ykkur, fylgdu þá engar kvaðir um stærð eða verð togar- ans? „Nei, heimildinni fylgdu engar kvaðir. Þetta atriði er nú að visu leynivopn, sem við höfðum hugsað okkur að geyma til betri tima. Við erum með bréf upp á þetta, sem við höfum ekki kært okkur um að nota og opinbera, enn sem komið er. Það voru engar kvaðir. Við höfum ekki gert neitt i málinu, nema það sem við höfum heimildir fyrir”. Ólafur skýrði einnig svo frá, að útgerðarfélagið hefði verið búið að ráða skipstjóra og vélstjóra á þann togara sem keyptur yrði. Skipstjórinn hefði t.a.m. verið með i skoðun Gisund i ágúst og einnig hefði hann farið með Ingv- ari Ivertsen ásamt vélstjóra til Noregs þegar skipið fór héðan i nóvember til að kanna sjóhæfni og hvort i skipinu leyndust gallar. Þessir menn hafa verið á launum hjá útgerðinni frá þeim tima, enda nauðsynlegt að festa i þessi störf fyrr en siðar. Ólafur Aðalsteinsson hefur verið ráðinn sem skipstjóri á skip Útgerðarfélags N-Þingeyinga og Sigurður Vilmundarson sem 1. vélstjóri. „Fráleitt" segir Guðmundur Þórðarson um mútur i sambandi við Hólmatinds- kaupin í framhaldi af þessum Ummæl- um ólafs Kjartanssonar hafði Helga rpósturinn pK samband við 5 ) SJONVARPSEFTIRLITSKERFI Þarft þú að fylgjast með stað í mikilli fjar- lægð, úti eða inni? Þú getur látið mynda- vélina snúast 320°. Hreyfast upp og niður, þú getur zoomað að hlutum sem eru í mörg hundruð metra fjarlægð frá myndavélinni. Veður eða birta skipta ekki máli, hægt að stjórna mörgum myndavélum sem eru stað- settar langt frá hver annarri, frá einum stað. mjto pmí m*a> vlt a • LONB RANðC MU DMMTAL. ZHCOOCH CONTMOL VI70PMT Hqfðu samband við okkur og við hjálpum þér að leysa vandann díóstofanhf Þórsgötu 14 • Sími 14131:11314

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.