Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 8
Föstudagur 27, febrúar 1981 Halljr=trpnc;tl irinn Lexía í endemum L-helgai------------------- pósturinn— utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi, sem er dótturfyrirtæki Alþýðu- blaðsins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Siqurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Sim- ar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrift (með Alþýðublaðinu) er nýkr. 70,00 (gkr. 7000) á mánuði. Verð i lausasölu er nýkr. 6,00 (600) eintakið. Togarakaups máliö til Þórs- hafnar og Raufarhafnar hefur tekið á sig hinar fjölbreytilegustu myndir siöustu dægur og þetta islenska fjárfestingarævintýri fer senn aö geta rakið ættir sinar til italska farsahöfundarins Dario Fo ef svo fer fram sem horfir. Rikisstjórnin ætlaöi aö afgreiöa þetta vandræöamál á fundi sínum i gær um þaö leyti sem Helgar- pósturinn var aö fara i prent- vinnslu en eftir þvi sem heyrist úr þeim rööum virtist vera komin samstaöa um þaö milli Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags, aö rikisstjórnin gæfi heimild sina til þessara skipakaupa meö loðnu orðalagi en treysti þvi i leiöinni að þegar 90% rikis- ábyrgöin vegna kaupanna kæmi til kasta Alþingis þá yröi hún felld þar. Þetta tiltekna skipakaupa- mál væri þar meö úr sögunni og unnt aö taka máliö upp aö nýju meö það fyrir augum aö finna hagkvæmari lausn fyrir N-Þing- eyinganna. Þetta er stjórnviska á borö viö annaö i þessu máli, ef rétt reynist. Þaö liggur fyrir i athugun Helgarpóstsins á þessu togara- kaupsmáli N-Þingeyinga aö þeim stóö til boöa ódýrari valkostur en sá sem nú er til umræöu. en for- svarsmenn útgerða r inna r könnuöu hann aldrei til hlitar, þar sem þeir höföu þá fengiö auga á norskum togurum, þótt mun dýrari væru. Ekki verður annað skiliö á ummælum talsmanna út- geröarinnar en þeir hafi gertþaö i góðri trú, þar sem allar heimildir stjórnvalda til handa útgerðinni voru án nokkurra verötakmark- anna að þeirra sögn og þaö ,,er okkar leynivopn” i öllu þessu máli, segja heimamenn. Þar með beinast spjótin enn á ný aö stjórnarráöinu. Allur málatilbúnaöur vegna þessa togarakaupa hefur annars verið meö þeim endemum, að á kreik hafa komist rætnar sögu- sagnir um „undirborösgreiöslur” og jafnvel sögur i þá veru aö reynt hafi veriö að múta Sverri Hermannssyni, forstjóra Fram- kvæmdastofnunar og forseta neðri deildar Alþir.gis. Svör for- stjórans eru að visu i véfréttastil en hann gefur þó i skyn aö slikt hafi verið reynt en hann geti ekki sannað það. Forsvarsmenn út- gerðar Þórshafnartogarans bera af sér sakir af þvi athæfi, sem Sverrir raunar tekur undir i Helgarpóstinum i dag, en þeir telja sig hins vegar vita hverjir þar hafi veriö á ferö. Og ásakanirnar ganga á vixl i at- hugun Helgarpóstsins. Togarakaupsmál þeirra N - Þingeyinga er kennslubókardæmi um fyrirgreiöslupólitik i nafni misskilinnar byggöastefnu, um úrelt og spillt vinnubrögö, sem eru til þess eins fallin aö grafa, undan trausti almennings á stjórnvöldum — i stuttu máli: kennslubókardæmi um þaö hvernig ekki skal standa aö málum. En dragi hlutaðeigendur nauðsynlegan lærdóm af þessu endemismáli getur þaö þrátt fyrir allt orðið þörf lexia. Válynd eru vedur Aðfaranótt þritugasta og þriðja afmælisdags mins þann 17. feb, veröur sennilega æöi mörg- um minnistæð. Dagurinn var svosem ekkert ööruvisi en marg- ir aðrir mánudagar nú i vetur. Enn ein lægöin var á leiðinni norðaustur um Grænlandshaf og veðurstofan spáði föstum liðum eins og venjulega. Fyrst suð- austanátt og þiðviðri, þvinæst suðvestan og kólnandi og siðar jafnvel norðanátt. Þessi hringrás hefur svo oft endurtekið sig i vetur að flestir eru fyrir löngu hættir að taka eftir henni. 1 dag- legu tali gengur hún undir nafn- inu Umhleypingar, alþekkt fyrir- brigði i islensku veðurfari. En undir kvöldið tóku málin allt i einu nýja stefnu. ólukkans lægðin tók allt i einu að dýpka svo um munaði og klukkan 18.55 var send út stormaðvörun. Skömmu siðar kreisti krumla lægðarinnar Suð- vesturhorni svo um munaði. Dramatiskar tilkynningar frá Al- mannavörnum tóku að berast um öldur ljósvakans, og þeir einu sem að þvi er virðist héldu ró sinni næstu klukkustundirnar voru forráöamenn Otvarps Reykjavik sem ótrauðir settu spóluna með framhaldssögunni á svo þjóðin missti alls ekki af þvi hvort Gunna i Garði hefði fylgt honum Geira sinum eftir þegar hann flutti suður. Afleiðingin varð sú að veðurfregnir komu ekki fyrr en 17 minútum of seint, en á 17 minútum getur harla margt gerst og margur óbætanlegur skaðinn orðið. Af fréttum og veðurfregnum af- loknum var brugðið á spólu með kvæðaiestri, og siðan upptöku frá tónlistarhátið ég veit ekki hvar. Nú tel ég mig alls ekki neitt sér- lega sinfóniuf jandsamlegan mann. Klassísk tónlist er allra lista fegurst þegar hún á við, en slikt á sist af öllu við þegar hús- þök, bílar, já, og jafnvel heilar kirkjur fjúka likt og væru þær bréfsnifsi eða gamlar álkrónur. Þá eru minni helgispjöll af aö hlusta á hressilega popptónlist svona á milli fréttanna af ósköp- unum. Svo sem vera ber hætti svo Útvarp Reykjavik sendingum sinum þegarveðrið tók að lægja á höfuðborgarsvæðinu, að sögn eftir að leyfi hafði fengist frá Al- mannavörnum. Sjálfsagt má margt gagnrýna i skipulagi al- mannavarna, en sökina á þeim mistökum sem urðu aðfaranótt 17. febrúar siðastliðinn verður samt að miklu leyti að skrifa á reikning Rikisútvarpsins. 1 mjög athyglisverðu viðtali i Þjóðvilj- anum þann 18. febrúar við Gúðjón Petersen framkvæmdastjóra Al- mannavarna, kemur meðal annars fram að stofnunin hafi á sinum tima farið fram á það að hægt yrði að útvarpa beint frá stjórnstöð Almannavarna, en varðhundarnir i Útvarpsráði töldu ekki astæðu til sliks, hugsanlega vegna kostnaðar. Af- notagjöldin eru vist svo lág eins og margsinnis var endurtekið i tilefni fimmtugsafmælisins i desember. En á það verður aö benda að tvö mannslif eru allt of hár tollur til Móður Nátturu, og Útvarpið verður að átta sig á þvi hlutverki sem það hefur að gegna i öryggismálum þjóðarinnar. Til að útvarpið geti rækt þetta hlut- verk sitt þarf ekki að byggja neina Covent Garden með allri virðingu fyrir þeirri ágætu stofn- un. Peningana i framkvæmda- sjóði þeim sem útvarpið á verður tafarlaust að nota i það að endur- bæta dreifikerfið og koma á stað- bundnum Utsendingum. Þetta er ekki hvað sist áriðandi ef menn Fjármálabylting Veðrabrigði Margt bendir til að umtalsverð veðrabrigði séu nú i aðsigi i fjár- málum þjóöarinnar. 1 fyrsta sinn i manna minnum er nU fátt fólks á biðstofum bankastjóra, sem margir hverjir eru bæði undrandi og órólegir yfir skorti á lántakendum. Verzlunareigendur, sem verzla meö dyrari húsmuni og heimilis- tæki þykjast góðir, ef þær hafa náö sömu sölu mældri i gömlum krónum það sem af er þessa árs og þeir náðu á sama timabili i fyrra. Vöruinnflutningur hefur dregizt saman i magni. Fast- eignir seljast varla og verölag þeirra fylgir alls ekki veröbólg- unni. Kaupendur að nýbyggðum ibUöum finnast ekki. Menn spyrja sig þvi, hvort alvarleg kreppa sé skollin d i fjármálum þjóöar- innar. Áhrif verðtryggingar- innar Margir eru þeirrar skoðunar, aö þjóöin upplifi nú fyrsta skeið fjármálabyltingar, byltingar, sem hljóti aö verða til góös, þótt aðlögunarskeiðið verði erfitt. Hagfræðingar segja, aö þaö hafi tekið þjóöina nokkurn tíma aö átta sig á þeirri grundvallar- breytingu, sem oröin er meö verðtryggingu útlána og fjöl- breyttari möguleikum á verð- tryggðum spariinnlánum. Nú skilji menn þetta allt i einu, afleiðingin sé sú, aö fólk sé farið að spara fyrir meiri háttar inn- kaupum ístað þess að fjármagna þau með lánum, er ávalU mátti treysta, að endurgreidd yrðu i minni verömætum. Hugsunar- háttur almennings sé að gjör- breytast og visdómsorðin um, að „sparnaður sé upphaf auös” hafi nU tekiö viö af reglunni um að „sparnaöur sé endir auðs”, en þaö hefur veriö gildandi regla i - islenzku þjóðlifi á siðustu ára- tugum. Fjárfesting i steinsteypu A undanförnum árum hefur fjárfesting i steinsteypu veriö arðbærasta fjárfestingin, sem völ var á. Þjóðin hefur miöað fjár- hagslegar ákvaröanir sinar við þetta, byggingariönaður okkar hefur bólgnað út og eftirspurn eftir byggingalóöum hefur reynzt ómettanleg. Þetta er nú breytt. Völ er á hentugri sparnaöar- formum og húsnæðisbyggingar hljóta því aö miöast við brýnustu þarfir. Nýbyggingar íbúöarhúsnæðis á vegum einstaklinga virðast nú vera að stöðvast. Veldur þar miklu um hraðvaxandi kostnaður og ófullkomin tækni við þá tegund bygginga, sem ekki getur keppt við stórframkvæmdir á vegum sveitarfélaga og stjórnar verka- mannabústaöa, þar sem mestur hluti kostnaðar er fjármagnaöur með niðurgreiddu lánsfé, sem falt er til allt að 42 ára. Við slik kjör geta hvorki einstaklingar né byggingafyrirtæki keppt. Vænlegasti kostur þeirra, sem þurfa aö fá ibúðarhúsnæði og eigi hafa kost á verkamanna- bústöðum eða þess háttar hús- næöi, virðist þvi vera, að festa kaup á eldra ibúöarhúsnæði, sem hægt er aö fá með áhvilandi veð- lánum og lánveitingu frá selj- endum. Skortur á nýjum við- skiptavenjum um verötryggingu á eftirstöðvum kaupverðs og áhrifa hennar á ibúöaverðiö hefur hindrað verulega viöskipti með eldri fasteignir að undanförnu. Þá vantar hins vegar betri markað, þar sem ibúðarseljendur geta auðveldlega selt veðskulda- bréf sin, ef þd skortir handbært fé. Viðbrögð bankanna Bankarnir hafa veriö seinir aö taka við sér. Hjá þeim hefur gætt tregöu til þess að taka við verð- tryggðu sparifé og þeir hafa orðiö uppvisir að smásmugulegum prettum eins og að verötryggja ætla að hrúga upp enn.einni virkj- uninni á Þjórsársvæðinu. Skóla- kerfið þarf einnig að nýta miklu betur i þágu almannavarna. Koma verður á kennsluskyldu i skyndihjálp eða þó ekki væri nema i þvi að hegða sér skynsam- lega þegar hættu ber að höndum. Nyliðnir atburðir sýna svo ekki er um að villast að hættan gerir sjaldnast boð á undan sér. Það mál sem mest er rætt manna á meðal hér norðan fjalla eru að sjálfsögðu þessi dæma- lausu skuttogarakaup til Þors- og Raufarhafnar. Siðastliöinn ára- tug hefur kjörorð þeirra ráða- manna sem meö byggðamál fara verið „Skuttogari á hvert krummaskuð”. Það skiptir svo engu málihvort nokkur aðili i við- komandi plássi hafi vilja eða getu til að reka slikt skip, og þaðan af siður hvort einhver fiskur er til i sjónum handa þessum togurum til að veiða. Skuttogarabyggða- stefnan hefur þvi miður snúist upp í algera andhverfu sina. Ekk- ert hefur verið afhafst til aö styrkja i raun búsetuna i hinum dreifðu byggðum þessa lands. Einhver góður maður sagði ný- lega i' útvarpsviðtali að Þórs- hafnarhneykslið hefði orðið vegna þess að þeir fyrir sunnan hefðu ekki haft nægilegt vit fyrir blessuðum kjánunum fyrir norðan. Þetta kann vel að vera, en hvernig er i rauninni hægt að koma i veg fyrir slikt. í stjórn Framkvæmdastofnunar sitja þingkjörnir skömmtunarstjórar sem hafa ýmsum öðrum hnöpp- um að hneppa, og auðvitað er það freistandi að sletta einni togara- ekki vexti af innlánum, en krefj- ast hins vegar veröbóta af vöxtum útlána. Bankarnir hafa lika vanrækt aö veita viðskipta- vinum sinum almenna ráðgjöf um þá ávöxtunarkosti, sem völ er á. Þó eru frá þessu undantekn- ingar, t.d. hefur Verzlunarbank- inn hafið slika starfsemi fyrir viö- skiptavini sina. Hinn 1. aprfl n.k. verður heim- ilað að breyta innstæöum á vaxtaaukareikningum yfir á verötryggða innlánsreikninga með 6 mánaða bindingu. í augna- blikinu eru vaxtakjör á vaxta- aukareikningunum hagstæö sökum niðurgreiðslu á verðbólg- unni, en ráölegast er þó aö flytja innstæður á verðtryggöu reikn- ingsformin fyrir vorið og velja þann binditfma, sem hentar fjár- hag hvers og eins, en lengri bindi- tima fylgja hærri vextir, sem hægt er að fá greidda út. Lagt hefur veriö fram frumvarp á þingi um enn hagstæðari ávöxt- unarkjör, þ.e. verötryggingu á þann hluta innstæðu, sem stendur óhreyfð I 4 mánuöi, en án bindi- skyldu. Ef að lögum yröi, myndi þetta enn auka aöstreymi spari- fjár bankanna. Útlán bankakerfisins hafa enn ekki tekið breytingum til sam- ræmis viö innlánin. Enn er of mikið af útlánum bankanna með niðurgreiddum útlánskjörum, sem eiga sér pólitiskan uppruna. Þá skortir m jög á, að bankakerfið veiti húsbyggjendum og atvinnu- nefnu til kjósenda sinna i trausti þess að það verði munað þegar næst verður gengið að kjör- borðinu. Þvi hefur raunar heyrst fleygt að hinir einu sem græði á þessu Þórshafnarævintýri séu einhverjir spekúlantar og skipa- braskarar, sem að sjálfsögðu eru staðsettir i Reykjavik. Allaveg- ana virðist brýnt að þingmenn hætti að vasast i stjórn Fram- kvæmdastofnunar, og að hún verði hið snarasta flutt sem lengst burt frá Reykjavik, svo hún verði i nánari snertingu við það fólk sem hún á að þjóna. Þá fyrst er von til þess að furðuleg mál á borð við þessi togarakaup komi ekki upp aftur. Þvi má svo við bæta að engin þörf var að leita allar götur til Noregs eftir skipi ogsóa iþað dýrmætum gjaldeyri. Hérí Slippmiðstöðinni á Akureyri hefur að undanförnu legið skip eitt sem i daglegu talþer kallað Flakkarinn, en enginn virðist kæra sig um þaö. Ekki virðast blessaðir þingmennirnir I stjórn Framkvæmdastofnunar hafa neina hugmynd um tilvist þessa skips. Hér mætti hæglega slá tvær flugur i einu höggi. Leysa vanda Slippstöðvarinnar, en útgerð er alls ekkert i hennar verkahring þótt slfkt hafi komið til'tals og ibúar Þórshafnar og Raufar- hafnar fengju sitt skip.. En það er stundum svo einfalt að láta sér yfirsjást einföldustu lausnina. Þingmönnum getur þarna orðið á eins og öllum öðrum dauðlegum verum.. Við höfum jú ekki kostið neina guði á löggjafarsamkundu okkar, og sliks er tæpast að vænta i náinni framtið. HÁKARL fyrirtækjum lán tillengri tima og jafnvel með sveigjanlegri endur- greiðslu. Bankamir eiga eftir aö aðlaga sig gjörbreyttum aöstæöum og hver veit, nema þeir fari brátt að keppa um útlán til góðra við- skiptavina. Viðbrögð rikisins Forsvarsmenn rikisins hafa enn ekki áttað sig ,á hinum breyttu aöstæöum. Fjármálaráö- herrann hefur i hótunum um að takmarka möguleika bankanna til þess aö keppa viö verötryggö rikisskuldabréf, en hann virðist ekki sjá möguleikann á þvi að selja þeim slík bréf i rikari mæli. Soðgreifar Framkvæmdastofn- unarinnar treysta þvi, aö fram- sóknarmenn allra flokka sam- einist um aö tryggja þeim fram- lög af skattpeningi almennings til að sólunda i óaröbæra vitleysu. En áhrif Ólafslaga eru eftir sem áöur aö koma fram og héöan i frá veröur trauölega aftur snúið til þeirrar lúövizku, sem komiö hefur I stað heilbrigörar stefnuí fjármálum þjóöarinnar á undan- förnum árum. Ef aðrir þættir I stjórn þjóöar- búsins fylgja á eftir, svo sem skynsamlegri auðlindastefna og aukin virkjun á framtaki og dugnaði þegnanna, þá er enn von fyrir okkar litla samfélag I umróti alþjóölegrar efnahags- kreppu. HAKARL

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.