Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 15
15 —helgarpósturinn Föstudagur 27. febrúar 1981 LÉTTAST STÖRFIN HJÁ LOSARAUÐINU Störf einnar stéttar á landinu að minnsta kosti hafa orðið léttari, i þess orðs fyllstu merkinu, nú eftir að myntbreytingin átti sér stað. „Losaraliðið” hjá Kauða krossi islands hefur það verkefni að losa söfnunarkassana þegar þeir fyllast, og það hefur ekki farið framhjá þeim að nýja krónan er léttari en gamli fimmtiukallinn. Nú eru á landinu 125 ávaxta- kassar, eða Rauðakrosskassar eins og þeir eru jafnan nefndir. Þar af eru 62 hér i Reykjavik. Ti- kallakassarnir eru horfnir, en koma líklega aftur innan tiðar i örlitið smækkaðri mynd, og þá sem krónukassar. Að sögn Pálma Hlöðverssonar deildarstjöra, sem hefur umsjón með kössunum, eru þeir aðal- tekjulind Rauöa krossins, og raunar undirstaða allrar starf- semi hans. Hér i Reykjavik eru þrir menn stöðugt i þvi að tæma kassana og einn sem annast við- gerðir á þeim. Og svo sér Pálmi um innkaup á nýjum kössum, varahluti, og samskiptin við um- boðsmennina úti á landi. Sú stefna var tekin strax þegar kassarnir komu hingað fyrst að hafa fyrir þá sérstaka umboðs- menn, en láta ekki sjoppu- eigendurna sjálfa standa i uppgjöri og öðru sliku, sem köss- unum fylgir. Nú greiðir Rauöi krossinn 15 prósent af brúttótdtj" um hvers kassa i húsaleigu. Pálmi sagði ákaflega mismun- andi hvað þessir kassar gæfu af sér. Það væri bæði eftir staðsetn- ingunni, og einnig eftir þvi hvað fólk væri að gera á viðkomandi stað. Umferðamiöstöðin og strætisvagnastöðin i miðbænum eru þeir staðir sem hvað mest er spilað á kassana, enda er fólk þar að biða, og staldrar við. A þeim stöðum eru tekjurnar af kössum um drjúgar, en meðalinnkonan á mánuðihér i Reykjavik mun vera eitthvað um fjögur þúsund krónur. Páll Zóphaníasson viðgerðarmaður Rauðakrossins hugar að biluðum kassa. Samvinnuferðir - Landsýn: Samvinna við ferða- skrifstofu dönsku Segja má, að ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn sé orðin fcrðaskrifstofa launafólks, en hún er i eigu ASÍ, BSRB og fjölmargra annarra samtaka launafólks. t sumar fá félagar þessara samtaka virkilega að njóta þessarar aðildar félaga sinna að ferðaskrifstofunni, en þá verður þeim i fyrsta sinn boðið upp á aðildar afslátt. Sá afsláttur gildir einnig fyrir maka félagsmanna og börn þeirra og nemur kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 250 fyrir börn. Fjögurra manna fjölskylda getur þvi fengið allt að 4.250 króna afsláttaf ferðum félagsins, þvi að við aðildarafsláttinn bætist barnaafsláttur fyrir börn allt að 15 ára aldri. Þar með er sagan ekki öll sögð. Með samningum við erlend flug- félög um leiguflug hefur sam- vinnuferðum-Landsýn tekist að lækka fargjöldin talsvert frá þvi sem gildir i venjulegu áætlunar- flugi. 1 samvinnu við Dansk Folke- ferie, ferðaskrifstofu dönsku verkalýðshreyfingarinnar, bjóða Sam vinnuferðir-Landsýn auk þess upp á dvöl i sumarhúsum dönsku samtakanna á þremur stöðum i Danmörku, og auk þess leiguflug til Möltu og dvöl i sumarhúsum sem Dansk Folke- ferie á þar. Auk ferða til Danmerkur og Möltu hafa Samvinnu- ferðir-Landsýn á boðstólum ferðir tilPortoroz i Júgóslaviu og Rimini á Italiu eins og á siðastliðnu sumri. Þar við bætast leiguflug til Toronto i Kanada Irlands, London og ýmissá staða á Norðurlöndum. Þá má geta þess, að Samvinnu- ferðir-Landsýn bjóða upp á nýlundu i greiðslukjörum, sem miða að þvi að draga úr óhjákvæmilegum verðhækkunum sem oft verða frá þvi ferð er pönt- uð og þar til gengið er frá greiðslu. Þetta nefna þeir „SL-kjör” og byggist á þvi, að unnt er að greiða helming, þrjá fjórðu eða allt fargjaldið fyrir 1. mai og festa þar með verð við gengisskráningu og verðlag sem gildir innborgunardaginn. — ÞG. Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Sam vinnuferða-Landsýnar og Helgi Jóhannesson auglýsingarstjóri við nýja og fullkomna sýningar- vélasamstæðu, sem fcrðaskrifstofan hefur nýlega fest kaup á (Visis- mynd: Gunnar V. Andrésson). Bílaleiga Akureyrar interRent car rental Akureyri TRYGGVABRAUT 14 S.21715 23515 Reykjavik SKEIFAN 9 S. 31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. Við utvegum yður atslátt á bilalelgubilum erlendls. Örn og Kolbrún og maturinn góði Torfuand- stæðingum fækkar Það er erfitt að sitja yfir máls- verði í veitingahúsinu Torfunni og vilja um leið Bernhöftstorfuna svokölluðu feiga. Enda segist Sig- mar B. Hauksson, Vettvangs- stjórnandi og matmaður, hafa hitt nokkra fyrrum harða Torfu- hatara, sem snúist hafa i trúnni eftir að þeir uppgötvuðu að hægt var að nýta húsin i matsölu. Leiðin að hjarta mannsins liggur I gegnum magann, segir einhvers- staðar. Veitingahúsiö í GLÆSIBÆ Sigmar er einskonar ráðgjafi Torfunnar, en eigendur og hæst- ráðandi þar eru örn Baldurss. og Kolbrún Jóhannesd. Þau héldu nýlega blaðamannafund vegna útvikkunar á matseðli staðarins og breytinga á vinúrvalinu, og kynntu nýjungarnar. Blaðamenn eru orðlagðir fyrir annað en fágaðan matarsmekk, hvað þá aö þeir kunni að fara með vin svo til fyrirmyndar sé, en veitingar Torfunnar virtust fara jaín vel ofan i þá og Jónas Kristjánsson, sem gaf staðnum fyrstu einkunn i Vikunni um daginn. Góðan mat geta jú allir borðað! Boröa- pantanir Sími 86220 85660 Það er heldur óglæsilegt um að litast á strætum höfuðborgarinnar. Krapið fer í skapið — og kemur við budduna Það er ekki nóg með að borgar- búar hafi óþægindi af umhleyp- ingum slðustu vikna, heldur kosta þeir þá drjúgan skilding. Nú um langt skeið hafa götur bæjarins verið þaktar ýmist klaka, snjó, vatni eða salti, og öli umferð um þær gengið treglega. Það fer I skapið á flestum, og kemur við budduna hjá öllum. Ölafur Guðmundsson, yfirverk- fræðingur á skrifstofu gatna- málastjóra, sagði að erfitt væri að meta skemmdirnar á götum borgarinnar fyrr en í vor begar frostið færi úr jörðu. Þó væri ljóst að þegar allir keyrðu f sömu hjól- förunum, eins og tilfellið hefði verið að undanförnu, þá færi ekki hjá þvi að naglar og keðjur skemmdu malbikið. En skemmdar götur eru bara hluti af kostnaðinum. Gatna- hreinsunarmenn hafa haft nóg að gera, ýmist í þvi að opna leiðir fyrir vatn um niðurföllin eða moka snjó. Fjórtán stórvirk vinnutæki bilar, heflar og skóflur hafa verið upptekin við mokstur, og auk þess margir vinnuflokkar. Byrjað er klukkan fjögur að nóttunni, og opnaðar strætisvagnaleiðir og aöalgötur, áður en umferðin hefst um sjö- leytið. Og svo er verið að langt fram á kvöld. —GA Bóka mark aðuim Góðar bækur Gamalt verö Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Mánudaginn Þriójudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn 26. febrúar frá kl. 9-22 27. febrúar frákl.9-19 28. febrúar frákl. 9-18 2. marz frákl.9-18 3. marz frákl.9-18 4. marz frákl.9-18 5. marz frá kl. 9-22 6. marz frákl.9-19 7. marz frákl.9-18 Bokamarkaðunnn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.