Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 27. febrúar Holrjarpncrh irinn Oft er sagt, aö á islandi séu byggö betri og glæsilegri hús en viöast annarsstaöar i heiminum. En jafnframt er sagt, aö viö getum ekki byggt hús sem halda almennilega vatni. Sama hvort þau eru byggö úr torfi og grjóti eöa steypu, allt frá upphafi is- lands byggöar og fram á þennan dag hefur gengiö erfiðlega aö halda útsynningnum úti. Hina aiíra siöustu áratugi hafa menn haft þaö alveg á hreinu hvers vegna suöaustan stórrigningar og þiönandi snjór hefur mikla tilhneigingu til aö leita niöur i gegnum þök nýrra húsa. Þau eru flöt, og hin almenna speki er sú, aö flöt þök haldi ekki vatni, eðiis málsins vegna. Fleygustu ummæli um þetta vandamál eru án efa orö Vil- hjálms Hjálmarssonar fyrrverandi menntamálaráöherra, sem hann lét falla I blaöagrein upp úr 1970. Honum ofbauö svo þakleki i nýjum opinberum byggingum, aö hann nefndi þau „átjánbala hús”. A undanförnum árum hafa fleiri og fleiri eigendur gamalla húsa gefist upp á flötu þökunum og lagt i þann kostnaö aö byggja nýtt þak, hallandi, yfir þaö, eöa lyfta þvi gamla. Og kostnaöurinn skiptir milljónum, I gömlum krónum taliö. Þá vaknar spurningin um þaö hver sé ábyrgur fyrir flötum húsþökum. Og raunar önnur spurning til: Þurfa flöt þök endilega að leka? segir Geirharður. Eftir strið urðu margir islend- ingar nýrikir og sættu sig ekki lengur við að búa i smá kofum. Þeir hugsuðu stórt og bæöi hús- byggjendur og húsateiknarar leituðu sér fyrirmynda erlendis frá. Það var algengt, að menn flettu erlendum timaritum, og þar voru flottustu húsin með flennistóra glugga og yfirleitt meira eða minna hallandi þök. En yfirleitt voru þessar myndir teknar i Kaliforniu eða á Spáni. Þegar þessi suðræni uppruni eru þetta afburða þök, þú færð raunar ekki betri þök, segir Manfreð Vilhjálmsson. Manfreð bendir lika á, aö enda þött kvöð um flöt þök hafi verið sett inn i skipulag hafi talsvert verið byggt af húsum með flötum þökum löngu áður en slikar kvaðir komu til sögunnar. Hann bendir lika á, að minna sé talað um flötu þökin sem leka ekki en hin, og bendir á Háskóla Islands þvi til staðfestingar. — Eg er raunar enginn sér- stakur málsvari flatra þaka. En Þorsteinsson verkfræðingur. Eitt af þeim skilyrðum sem öll- um ber saman um, að verði að vera fyrir hendi við gerð flatra þaka eigi þau ekki að leka er þurrviðri meðan unnið er við þau. Þeim ber lika saman um, að þetta skilyrði sé ákaflega erfitt að upp- fylla á íslandi, þótt vitanlega megi bjarga sér meö þvi að tjalda yfir þökin meðan unnið er við þau. En hversu flöt eru svo flötu þökin? Að sjálfsögðu er ekkert þeirra alveg marflatt, þau hafa MARGIR HÖLLUÐUST AÐ FLÖTUM ÞÖKUM Svarið við fyrri spurningunni er ekki einfalt. Það er nefnilega ekki hægt að finna einn ákveðinn syndasel til að varpa sökinni á. Nema þá kannski Austurrikis- manninum sem fyrstur reisti hús með flötu þaki, hús i svonefndum „funkisstil”, snemma á öldinni. Eiginlega gengur það ekki heldur, þvi þessi byggingarstill var i rökréttu samhengi við sama stilbrigði i húsgagnagerö og myndlist. Þessir straumar i húsa- gerðarlist náðu fljótlega hingað, eins og sjá má á húsum sem voru byggðá árunum 1920—'30, t.d. við Laufásveg. Eftir heimsstyrjöldina siðari urðu hús með flötum þökum smám saman rikjandi viða um heim,og mönnum fannst hús ekki vera nútimaleg, nema þökin væru flöt. — Það er rétt, að frá þvi á árun- um eftir heimsstyrjöldina og framundir 1970 var meirihluti húsa, kannski allt að 90%, byggð með flötu þaki. En hallandi þak hvarf aldrei alveg, og þeir arki- tektar eru til, sem héldu hallandi þaki alltaf til streitu og teiknuðu aldrei annað, þar á meðal er ég sjálfur, segir Geirharður Þor- steinsson arkitekt og íormaöur Arkitektafélags lslands. Margir islenskir arkitektar. sem stunduðu nám sitt eítir strið, hafa sjálfsagt orðið fyrir áhrifum af funksjónalismanum og þeim forvigismönnum hans, sem vildu „skræla burt” allt skraut og annan óþarfa. Og margir þeirra gengu svo langt að lita á þak- rýmið sem myndast þegar þak er hallandi sem algjöran óþarfa þeir litu ennfremur svo á, að þakpappi leysti allan vanda. En það var fleira, sem gerði, að menn hölluðust meir að fiötum þökum eftir strið, eftir langt timabil snarbrattra bárujárns- þaka. — Það var farið að leggja meira upp úr þvi en áður að hafa húsin með óreglulegu lagi, og slikar grunnmyndir er erfitt að leysa undir hallandi þaki. Og þegar um erað ræða stórbyggingar er þakið orðið slikt flæmi, ef það er hall- andi, að flatt þak er betri kostur, flatra þaka er athugaður i sam- hengi við reynslu af „átjánbala- húsunum” á lslandi er freistandi að álita, að þetta fyrirbæri séu mistök frá upphafi til enda. En hvað hafa þeir að segja, sem á sinum tima réðu þvi, að flest hús á Islandi voru byggð undir flötum þökum — og kvaðir um flöt þök jafnvel sett i skipulag heilla hverfa? Sjá þeir ekki nú, að þetta var misskilningur, fyrirbæri sem hentar ekki fyrir islenskar að- stæður? Eitt af þeim ibúðarhverfum i Reykjavik þar sem flöt þök voru sett sem skilyrði i skipulagi er einbýlishúsahverfið i Fossvogi, og einn af „sökudólgunum” þar er Manfreð Vilhjálmsson arki- tekt. — Ég er að mörgu leyti sama sinnis og þá, hvað flötu þökin snertir. Þetta er fyrst og fremst spurning um tækni viö þéttingu, og að þökin séu hönnuð rétt. Þar hefur þó verið brestur á, og þvi er ekki að leyna, að verklegi þáttur- inn á sinn þátt i þvi. En séu flötu þökin rétt hönnuð og rétt byggð þau eiga rétt á sér, það þarf bara að gera meiri kröfur til þeirra en annarra, og þau eru þvi dýrari sem hallinn er minni. Ég er heldur alls ekki hættur að teikna flöt þök — ég sest ekki niður og ákveð slikt, en ef annað þak en flatt kemur til greina vel ég heldur hallandi þak, segir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. Bragi Þorsteinsson verkfræð- ingur hefur langa reynslu af flöt- um þökum, og hann viðurkennir, að þau leki ansi oft. — En það er vegna þess, að menn nota ekki rétt byggingar- efni miðað við hallann. Margir freistast til dæmis til að nota bárujárn i staðinn fyrir pappa. En það gengur bara ekki á flötum þökum, það er aldrei hægt að fá samskeytin almennilega þétt. Þótt pappinn sé góður verður að gæta þess að sjá fyrir nægilegri loftræstingu inn undir þakplöt- una. Ef það er ekki gert vill myndast raki undir henni. Þetta er ákaflega vandasamt verk og mikil nostursvinna, ef á að koma i veg fyrir allan leka, segir Bragi að minnsta kosti vatnshalla. 1 töl- um er vantshalli 1:50, en til samanburðar má geta þess, að bröttustu ris hafa hallann 1:1. Það er þó ekki hallinn einn sem skiptir máli. Þaö er ekki siður mikilvægt hvert vatnið fer, hvort það á greiða leið út af þakinu eða hvort hætt sé við aö það safnist saman einhversstaðar á þakinu. Sumsstaðar hafa flötu þökin þróast út i það sem kalla mætti „öfugan halla”, þ.e. þau lækka frá endum hússins. Slik þök eru á nokkrum skólahúsum, meðal annars Laugalækjarskóla i Reykjavik. Að sögn Þráins Guð- mundssonar skólastjóra þar, hefur þakið á skólahúsinu aldrei verið þurrt, þar til nú nýlega, að hitamottum var komið fyrir i kverkinni þar sem þakið er lægst. Vandamálið hefur nefnilega verið, að á veturna myndast klakastiflur við niðurföllin og vatnið safnast fyrir. Smám saman seig það niður um kverk- ina, niður á steyptu plötuna undir þakinu og þaðan inn i skólann. Svipaða sögu er að segja um t ElHubpi r J Igjjp^g-] IfrfMfl rm« fcjáiitp r ifÉllíiilMMfy- eftir Þorgrím Gestsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.