Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 6
Föstudagur 27. febrúar 1981 4. tölublað Ægivald töfranna Stjörnubid. Ást ilaunkofum. ítölsk frá 1980. Fra mleibandi: Unita-Film. Kvikmyndataka: Carlo De Santis. Leikarar: Macello Mastroianni, Gina Lollobrigitta, I.aura Betti, Gian-Maria Volonte. Leikstjóri: Giannini D’Urzo. Tungl ó6 i skýjum og varpaði draugalegri birtu sinni yfir landið. Það var eins og ég væri staddur inn i miðri sjávarfalla mynd eftir Monet, þar sem átök höfuðskepnanna eru finlega falin í hverjum drætti pensils ins. ó, nei þetta var aðeins draumur. Ljósormur skipulags- yfirvaldanna var eins og köld vatnsgusa, og hvergi stæði að finna fyrir fararskjóta minn. Mér varð hugsað um eðli kvik- myndarinnar. Kvikmyndiná að vera draumur i frumskógi full- um pappírstigrisdýra með gap- andi kjafta, reiðubúna að gleypa saklausa einfeldninga. Hvers eigum við að gjalda, sem erum bornir frjálsir til orös og æðis, á endimörkum norður- hjarans, þar sem náttúruöflin eru samofin lifstauginni? Ast i launkofum er byggð upp á si'gildum efnivið: þrotlausri leit mannsins aö innra samræmi viö fjarvíddir himinhvolfanna, lifi, sem byggir á einingu mér liggur við aö segja samruna, andardráttarins og hjartsláttar eilifðarinnar. Mér komu i hug Metamor- fósur Ovids, þegar ástriðu- þrungin myndavél De Santis hringaði sig um persónurnar, eins og snákurinn i Paradis forðum, og umbreytti þeim i guðum likar verur. Þau voru ekki lengur mennsk, þar sem þau háðu baráttu sina fyrir Ást- inni. Sérstaklega tókst mynda- vélinni að tiXra fram óræða feg- urð Ginu Lollobrigittu, svo hún varð eins og Mona Lisa, með þetta dularfulla, en jafnframt kynþrungna bros. Margþrungiö litaspil myndar- innar, frá rauðu, sem minnti mig á dýrustu eðalvin, yfir i spýjugrænt, hneppti allt um- hverfið í álög sem i austurlensk- um ævintýrum og jafnvel popp- kornið varö aö finasta súkkulaði frá Sviss. Ef ég hef einhvern tima verið sannfærður um áhrifamátt kvikmyndarinnar, þá var það eftir þessa mynd. Þegar ég gekk niður Laugaveginn i leit að gull- vagni minum og ævintýralöndin stukku út úr hverjum búðar- glugga, sagöi ég hálfhátt við sjálfan mig: ,,Ég sem hef lesið Shakespeare, Tagore, sökkt mér niður i myndir Goliats, einkum þó mynd hans af Davið, hef aðeins eitt ráð að gefa leik- stjóra þessarar myndar: Farðu heim, dreyptu úr gullbikar visk- unnar og lestu Sannar sögur”. — ÓMJ Hin óræða fegurð myndbreyttar Ginu Lollobrigittu horfir munaðar- fullu augnaráði á elskhugann I demantsglitrandi mynd Gianninis D’Urzo Ast i launkofum. „Jeg kan ikke lide krydsild" segir Margrét Danadrottning Frá Magna Guðmundssyni, fréttaritara Aðalbiaösins I Kaupmannahöfn: ,,Ég fékk ekki matareitrun, en hins vegar sá ég ekki betur en hún Ella Pálma á Mogganum og danska biaðakonan Ninka væru bornar út úr veislunni á sjúkrabörum”, sagði Vigdis Finnbogadóttir, forseti tslands, þegar fréttaritari Aðalblaðsins hitti hana aö máli eftir krydd- sfldarveisluna með Margréti Þórhildi Danadrottningu. „Viö Magga höfðum svo mikiö að segja hvor annarri, að okkur gafst ekki timi til að bragða á sfldinni. Blaðamenn- imir voru svo lystugir, enda ekki oft, sem menn komast i konunglega danska kryddsild. Auk þess hef ég ekki heyrt um þaö, að Vikingarnir, forfeður okkar, hafi einhvern tima veikst vegna einnar vesællar sildar. Aö minnsta kosti er það ekki skráö á bókum”, sagði Vigdis, þegar hún var spurö aö þvi hvernig hún hafi sloppið við eitrunareinkenni, sem hrjáðu fleiri blaðamenn en þær tvær, sem að ofan eru nefndar. „Jeg kan ikke lide krydsild, sa jeg spiste ikke noget. Desuden kan jeg sige som Vigga,atvi havde sS meget at sige til hinanden, at jeg havde ikke haft tid til at smage noget som helst. Jeg vil ogsa sige til islandske avislærere at jeg fandt Vigdis meget „charm- ante” og sa snakker hun sa glimrende god dansk”, sagði Margrét Þórhildur Dana- drottning i einkasamtali viö fréttaritara Aðalblaðsins. Það var mál þeirra frétta- manna, sem sóttu veislu þessa, að Vigdís hafi unnið hug og hjörtu allra viðstaddra, að svo miklu leyti, sem slikt var hægt vegna fyrrnefndra sjúkdóms- einkenna. Islendingar eru hátt skrifaðir i Danmörku þessa dagana og gaman að vera Islendingur i Höfn. Sem dæmi um það, skal ég til gamans geta þess, að ungum og efnilegum is- lenskum námsmanni, sem hafði verið lengi húsnæðislaus, var boöið endurgjaldslaust litil ibúð i Kristjánsborgarhöll. Magni Guðmundsson, Kaupmannahöfn. „Friðrik stóð sig illa” segir Dr. Ingimar Jónsson Skákforseti „Við látum ekki deigan siga, þrátt fyrir þetta áfall. Viö munum bera höfuðið hátt”, sagði Dr. Ingimar Jónson, forseti Skák- sambands lslands, þegar Aðal- blaðið innti hann eftir viðbrögð- um Skáksa mbandsins við þeirri frétt, sem barst frá FIDE i gær, þess efnis, að heimsmeistaraein- vígið verði ekki haldið hér á landi, heldur á Kanarieyjum. Dr. Ingimar sagði, að Skák- sambandið hefði mörg járn i eldinum, en efst á baugi væri að fá aö halda skákmót gagnfræða- skólabarna frá Siberiu. „Hvers vegna við leggjum I fyrsta sinn eftir endurreisn Alþingis kom til uppþota og handalögmála á fundi i neðri deild þingsins í gær. Meöal dag- skrármála var fyrsta umræða um þingmannafrumvarp um sérstak- ar ráðstafanir til atvinnuupp- byggingar i Dritvik. í greinargerð með frumvarpinu er gert ráö fyrir að fest veröi kaup á togara til Dritvikur fyrir sem svarar 1.5 milljarða króna gamalla eða sem samsvarar 4 milljörðum gamalla króna á mis- takagengi stjórnvalda. Er i grein- argerðinni lagt til aö keyptur veröi verksmiðjutogari frá Iver- sen-bræðrum i Noregi, þar sem engin aðstaða sé til frystingar né móttöku á afla i Dritvik vegna lélegra hafnarskilyröa og að skip- ið verði mannað með færeyskum skipstjórnarmönnum og áströlsk- um og nýsjálensku vinnuafli, þar sem engir ibúar eru nú i Dritvik. Þegar fyrsti flutningsmaöur frumvarpsins Stefán Valgeirsson var á leið i pontu til framsögu um það, greip þingforseti Sverrir Hermannsson til þess ráös að fá meirihluta þingheims til að neyta afbrigöa og fá málinu visað til byggðasjóðs Framkvæmdastofn- unar til endurskoöunar. Þótti þá flutningsmönnum þingforseti brjóta þingsköp og hófust hróp og köll sem lyktaði meö þvi að Stefán Valgeirsson og fleiri kjör- dæmisþingmenn veittúst aö Sverri og freistuöu þess að leysa niðrum hann. Sverriráhinn bóg- svona mikla áherslu á að halda hér skákmót fyrir útlendinga? Eins og þú veist, þá héldu tslend- ingar heimsmeistaraeinvigið 1972. Mér finnst þvi alveg sjálf- sagt, að viö fáum að halda þessi einvfgi framvegis. og ég segi það nú bara við þig, persónuiega, að mér finnst hann Friörik hafa staðiö sig með eindæmum illa i þessu máli. Hann hefði átt að setja hnefann i borðiö og skikka þessa menn til að tefla hér. Auk þess vil ég vera meiri maður en Einar S. og jafningi Guðmundar G. i þessum efnum”, sagði Dr. Ingimar Jónsson, forseti Skák- sambands Islands. inn varöist vel með þvi aö slá frá sér með fundarhamrinum og urðu áhlaupsmenn aö láta undan siga en Stefán Valgeirsson sem verið hafði fremstur i flokki en varð nú siðastur á undanhaldinu og tókst Sverri Hermannssyni þingfor- seta, að ná taki á buxnastreng hans með þvi að kasta sér yfir forsetapúltið. Rifnuðu við það brækur þingmannsins og féllu niður fyrir hæla hans. Sverrir Hermannsson hrópaði þá til þingheims ,,Nú er i Dritvik daufleg vist”, og i sama mund leið yfir tvo þingmenn, þær Salome Þorkelsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðrúnu Helga- dóttur var einnig greinilega brugöið en hún lét svo ummælt við fréttamenn eftir þingfund að hún hefði það fram yfir stöllur sinar að hafa verið búin að fá for- smekkinn aö aðförum sem þess- um, þar sem hefði verið dans japanska listamannsins Tanaka á Lækjartorgi sl. sumar á vegum Listahátiðar. Þingfundi var siöan frestaö en máliö mun veröa tekiö fyrir i rikisstjórn i dag og á stjórn- arfundi í Framkvæmdastofnun þar sem Eggert Haukdal stjórn- arformaður hefur boðið fram hluta af fjármunum þeim sem hann tryggöi Framkvæmdastofn- un með þvi aö greiða vörugjaldi á gosdrykkjaframleiðslunar at- kvæði sitt, til að bæta buxnatjón Stefáns Valgeirssonar. Stefnir þvi alltifarsæla lausn þessa máls, og Dritvik fái togarann. „Þetta var ást viö fyrstu kynni”, sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson við kunningja sina um daginn. „Birna er kona eins og ég hef alltaf óskað mér.” Birna þessi er Bima Þórðar- dóttir, sem m.a. er þekkt fyrir skemmtilega framkomu I sjón- varpinu fyrir siðustu Alþingis- kosningar, en hún var i framboði fyrir Fylkinguna. Birnaog Hanneshittust I fyrsta skipti á fullveldisfagnaði stúd- enta, 1. desember. Siðan hafa þau sést á flestum veitingahúsum bæjarins, þar sem þau hafa horfst i augu og ekki vitað af umhverf- inu. Er jafnvel talað um að innan skamms muni þau ganga i heilagt hjónaband... Það varð uppi fótur og fit I sjón- varpinu i fyrradag, þegar ómar Ragnarsson mætti til vinnu i skyrtu I sænsku fánalitunum, en eins og kunnugt er, tók hann þátt i rallakstri þar á dögunum. Baldur Hermannsson dagskrár- maöur og sérlegur fulltrúi Emils Björnssonar, réðist að Ómari með hávaðaskömmum og ásak- aði hann um að ætla að breiða út marxtrú undir yfirskyni frétta- pistils um heilbrigðismál og tryggingamál i Sviþjóð. Ómarlét sér fátt um finnast, hló bara upp I nefið á Baldriog lagði fyrir hann svofellda gátu: Hver er munurinn á stórbokka og Kinverja? Baldur Hermannsson. Veltist Ómar siöan inn fréttaganginn, skelli- glæjandi, en aumingja Baldurféll i yfirlið... Þaö vakti athygli á dögunum, þegar Bubbi Mothens og Utan- garðsmenn neituðu aö mæta á Stjörnumessu Dagblaðsins og Vikunnarþar sem þeir voru marg faldir sigurvegarar, en tóku hins vegar við verðlaunagripunum. Þótti mönnum sem þar hefðu Bubbi og félagar látið hégóma- girndina hlaupa með sig i gönur. Það hefur nú komið i ljós, að til- gangurinn með verölaunaviðtök- unni var allt annar og meiri. Utangarðsmenn hafa nú gert samning viö listamennina Arna Pál og Magnús Kjartansson um að gera afsteypur af hausum helstu menningarpostula Dag- blaðsins og Vikunnar, þeim Jón- asi Kristjánssyni, Asgeiri Tómas- syni, Jóni Ásgeiri Sigurðs- syni, Hauki Helgasyni, ómari Valdimarssyni og Aðalsteini Ing- ól fssyni. Ætla Bubbi og þeir þannig að sýna hvernig þeir gefa skit i full- trúa borgaralegrar menning- Jdn Viðar Jónsson leikhúsfræð- ingur hefur að undanförnu getið sér gott orö fyrir gagnrýni sina á Þjóöleikhúsið. En jóni Viöari er fleira til listanna lagt á þessu sviði, þvi hann mun hafa samið sitt fyrsta leikrit, sem sagt er að standist ströngustu kröfur, bæði bókmenntalegar og leikhúsfræði- legar. Jón Viðarlagði leikritið inn hjá Þjóöleikhúsinú og mun Sveinn Einarsson eiga I .miklum vand- ræöum með þaö. Hann getur ekki neitað þvi á þeim forsendum, að það sé ekki nógu gott, en hins vegar mun hann ekki vera mjög hrifinn af þvi, að eiga kannski eftir að skjóta „l’ enfant terrible” islensks leikhúss upp á stjörnu- himininn....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.