Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 7
7 —he/garpósturinn._ Föstudagur 27. febrúar 1981 Örfáar sekúndur i öryggisskyni. uæ FHROAR Lyfjakerfið 9 nánari upplýsingar um hin og þessi náttúruefni og sjá það hrista höfuðið og heyra það segja eitt orð: Bannað!? Og það brosir ekki á meðan. Svipur þess er likari niöurbældri reiöi og stundum uppgjöf, þvi fyrir framan það stendur of oft fólk sem þjáist og er að reyna að fá bót meina sinna. Hvers vegna er verið að reyna að koma i veg fyrir að fólk neyti náttúrefna? Hvers vegna er verið að reyna aö koma i veg fyrir að almenningur fái að vita að náttúruefni geta komið i veg fyrir sjúkdóma og jafnvel læknað sjúk- dóma sem lyfjakerfið hefur gefist upp við? Hvers vegna er reynt að koma i veg fyrir að fólk fái vitn- eskju um að þetta hefur verið rannsakað árum saman erlendis af viðurkenndum stofnunum og visindamönnum og sýnt fram á með tilraunum? Hvers vegna er reynt að koma i veg fyrir að fólk fái upplýsingar um að skortur á náttúrefnum er stórhættulegur heilsu okkar, sem einungis fæst bætt með viðkomandi efnum? Er þetta hagur þinn? Eða þinn? Ef svo er ekki, hvers hagur er það þá? Þaö er sama hvaða stöðu þú hefur i þjóðfélaginu, þetta kemur okkur öllum við. Ef vera skyldi að einhverjir vissu það ekki fyrir þá eru náttúruefnin, sem bönnuð hafa veriö, svo að m.a. konan sem rætt var um i byrjun þessarar greinar getur ekki fengið bata, eru efni sem við öil þekkjum. Og hvaða efni skyldu það vera? Það erm.a. B-vitamin! Vegna skyldleika þá þekki ég talsvert til lækna. Reynsla min og fjölskyldu minnar er yfir- leitt jákvæð, þótt við höfum einn- ig kynnst hinu gagnstæða. Ég tel hinsvegar að nauðsynlegt sé að auka verulega tengsl lækna og sjúklinga. Ég tel að læknar, og aðrir, verði að gera sér grein fyr- ir þvi að það læknar enginn sjúk- linga, varanlega, i hópum. Þaö er ekki til það súpermeðal, eða sú „patent-lausn” sem gildir fyrir alla. Það er helst að al- þýðu/náttúrulækningar komist næst þvi vegna þess hvaö þær eru mönnum og öðrum dýrum eöli- legar. Sjúklinga verður að meðhöndla sem einstakt tilfelli hverju sinni og engin múgsefjun og gylliboö um súperlyf, súpersjúkrahús, súpertæki o.s.frv. getur jafnast á viö lækningarinátt hvers einstak- lings fyrir sig. Þeim mun fyrr sem þeir aðilar sem með þessi mál hafa að gera, gera sér grein fyrir þvi að það þarf að kenna og hjálpa fólki að, fyrst og fremst, fyrirbyggja sjúk- dóma, og sé það orðið sjúkt, aö nýta þá til fullnustu þá geysilegu orku og lækningamátt sem það sjálft hefur yfir aö ráða. Þeim mun fyrr næst umtalsverður árangur i baráttu viö sjúkdóma almennt. Það er tilgangslaust til lengdar að stinga höföinu svona i sandinn og reyna að telja fólkinu trú um að þaö sé skapað fyrir lyfja/lækn- ingakerfin, til þess aö leika sér að. Þessi kerfi hafa orðið þetta voldug vegna sjúkdóma fólks og fáfræði þess og skilningsleysis um sinn eigin lækningamátt. Náttúran hefur ekkert breyst, hvað mikið sem reynt er að telja fólki trú um hið gagnstæöa og hver sá sem reynir að telja öðrum aðila trú um að hann sé færari um að lækna hann heldur en viðkom- andisjálfur fái hann einungis tæki- færi til að nýta sinn eigin lækn- ingamátt, hann er ekki einungis lygari heldur hættulegur lygari. Viö eigum sem betur fer nokkra lækna og aðra aðila hérlendis sem skilja þetta og e.t.v. reyna að haga sér i samræmi við það, en hræddur er ég um að sá róður sé þungur. Við erum sjálf, ég og fjölskylda min, heppin meö heimilislækni svo langt sem þaö samband nær. En hvað eru þeir margir sem geta sagt hið gagnstæöa? Stefán Guðni Ásbjörnsson Hringbraut 51 Hafnarfirði. Fáðu þér þá JROPICANA þad gerir heimsmethaíinn! ÁAÐ LYFTA GRETTIS- TAKI?H í Florida skín sólin meir en 300 daga & ári, þess vegna er Troplcanasafinn auðugur af C-vítamíni. Fékkst þú þér Tropicana í morgun? Tropicana sólargeisllnn frá Florlda Atvinna óskast 19 ára gömul stúlka óskar eftir atvinnu. Vélritunar og íslensku kunnátta góð. Upplýsingar í síma 74651 eftir kl. 18.00 á kvöldin Gunnar, Björgvin og Tómas leika nýstár- lega dinnertónlist í kvöld. Matseöill kvöldsins Kjötseyði ,,Rio Grande” Innbakaöar rækjur „Vestur- farans” Schnitzel „Gordon Bleu” Sftrónukryddaður lamba- hryggur „A la maison” Vanilluís „Bella Helene” Auglýsingasími HEL GARPÓS TSINS 8-18-66 ÁRSHATÍÐ Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík verður hafdin í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg þann 6. mars n.k. Húsið opnað kl. 19.00 Móttökustjórar i anddyri, Birna Eyjólfsdóttir formaður Kvenfélagsins, Guðmundur Haraldson formaður Alþýðuflokks- félagsins og Simon Gissurarson formaður Félags ungra jafnaðar- manna i Reykjavik. eVeislustjóri: Karvel Pálmason • Borðhald hefst kl. 20.00 stundvislega. Heitur matur fram borinn. (Frá veitingahúsinu Vesturslóð) • „Dinnermúsik” Karl Lillendahl og félagar. •Hátiðarávarp: Kjartan Jóhannsson. • Skemmtiatriði: LADDI i hinum ýmsu gervum. • Dansað til kl. 2. Hljómsveit Karls Lilliendahl spilar fyrir dansi. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu flokksins frá 2 - 5 e.h. —-Verð kr. 150.- Fjölmennið og takið með ykkur gesti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.