Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 13
12 Föstudagur 27. febrúar 1981 .1 helgarpósturinn helgarpásturinrí Föstudagur 27. febrúar 1981 1 . 1 13 Sleinunn 6|arnadóiiir i lleiprpðslsviðiaii varo góO leikkona - en líka siœm lyiiiDyllo" ViOlal: Ární Oórarinsson „Gelum helvílínu sians” Þrátt fyrir þetta vill hún hafa einhverja íslendinga nálægt sér. Hún kveöst hafa verið heppin meö leigjendurna sina. „Þeir hafa all- ir verib yndislegir, þessir landar” Og hiín heldur sambandi við aöra sem lengur hafa búiö I London, eins og Brynhildi Sörensen i islenska sendiráöinu sem búin er aö vera i London siöan Steinunn var hér i skóla fyrir 1950 og er ættuö af Akranesi eins og hún, og islensku sendiherrahjönin, Olöfu og Sigurö Bjarnason. „Þau þykja vist ekkert sérstaklega vinsæl, en mér finnst þau ágæt. Viö Siggi erum búin að vera kunningjar svo lengi. Viö fórum stundum saman á stjórnmálafundi úti á landi i gamla daga, — ég til aö skemmta og hann til aö halda ræöur”. Og Steinunn segir sögu af framboösfundi á Raufarhöfn, þar sem þau voru bæöi, hún og Sigurður Bjarnason, fram- bjóðandi Sjálfstæöisflokksins. „Þetta hefur verið 1951 eða 2. Það var alveg troöfullt hús á fundin- um. Eiginlega allt kommúnistar, róttækir menntaskólanemar og stúdentar i sumarvinnu i sildinni. Þegar aumingja Siggi ætlar að fara að flytja sina ræöu byrja þessir strákar að gripa frami og garga og garga. Og þegar Siggi reynir aö svara fyrir sig er ekkert nema það, að sild kemur fljúgandi utan úr sal og lendir beint framan á honum. Þá gefst Siggi upp og segir viö mig: Jæja, Steinunn. NU tekur þú viö. Ég kem meö minar gamanvisur og þá dettur allt i dúnalogn. Svo ég segi: Ef þið gefið ekki honum Sigga sjans á eftir, þá er ég farin! Þá heyrist sagt úti i sal: Jæja, gefum helvitinu sjans. Og eftir þetta gatSiggi flutt ræðuna sina.” „Platan mín var órasl” Leið Steinku Bjarna inn i is- lenska poppheiminn fyrir nokkr- um árum, meö Stuömannaplöt- unni og sfðar sólóplötunni A borgaöi mér aldrei krónu fyrir hana. Ég á ekki einu sinni eitt eintak af henni. Vil þaö ekki. Braut mitt.” Sleinka oq stuðmenn Steinunn tók á sinum tima þátt i hljómleikaferðalagi Stuömanna um Island. Þá voru haldnar skemmtanir bæði i Reykjavik og á einum átta stöðum úti á landi. Hvernig tilfinning skyldi fylgja þvi að verða poppstjarna, ja, ef ekki á gamals aldri, þá aö minnsta kosti á efri árum? „Ég var auðvitað voöalega hrædd. Alveg geysilega hrædd fyrst. Hélt ég yrði rifin niður, að koma fram gömul kona með ungum strákum, finum músiköntum. En ég gerði meiri lukku en allir þessir gæjar. Til dæmis á Sögu og á Akureyri, þar sem áhorfendur eru alveg hryllilega kritiskir, eöa i Vestmannaeyjum. Þarna lögöust þeirbara i gólfiö og öskruðu: Við viljum Steinku! Við viljum Steinku! Alls staöar þar sem Stuömenn skemmtu var ég númer eitt. En auðvitaö var þaö ekki sist laginu Strax i dag að þakka. Þetta var spennandi þvi er ekki að neita. En ferðalagið var þreyt- andi og erfitt. Við skröltum þetta fram og aftur i rútu. Ég fyrir mitt leyti var frekar með upp á grin en til að græða á þvi. Með i hópnum voru tvær negrakellingar. Það er alveg nytt fyrir fólkið úti á landi og strákarnir þyrptust alltaf I kringum þær. En þær voru stórar upp á sig. Héldu að þær yrðu stjörnur á íslandi af þvi þær höföu verið kórstelpur i Jesus Christ Superstar i London. En þær voru no-good sem söngkonur. Og á endanum voru þær komnar I nektardans á skemmtistöðunum i Reykjavík. Samkomulagið I Stuðmannahópnum var satt að segja ekki upp á það besta heldur Þetta eru auðvitaö ágætir strák- ar, en hinum þótti til dæmis Jakob ekki standa sig nógu vel sem skipuleggjandi feröarinnar. bjuggu á Akranesi og þar er hún fædd. Þær voru þrjár systurnar, — tviburarnir Hallbjörg og Krist- björg, og Steinunn. „Mamma varð að selja húsið, eða öllu heldur hjallinn okkar á Akranesi Hallbjörg fór i fóstur til efnakonu þar i bænum sem sendi hana til Danmerkur sextán ára i skóla. Við fluttum hins vegar til Hafnar- fjarðar. Mamma fór að vinna við að vaska saltfisk hjá Einari Þorgilssyni i Hafnarfirði, afa Matta Matt og þeirra, til aö geta komið okkur áfram og Kristjbjörg fór i Flensborg. Ég held að mamma hafi næstum drepið sig til að þetta gæti tekist.” Steinunn rifjar upp endurminn- ingur úr stétta- og stjórnmála- baráttu þeirra tima. ,Mig minnir aö ég hafi verið tólf ára þegar voru bæjarstjórnarkosningar sem oftar I Hafnarfirði. Frá Sjálf- stæðisflokknum komu menn til mömmu og sögðu að hún gæti fengiö tryggða fasta vinnu og fritt húsnæði, kol til að brenna og hveiti til að baka úr bara ef hún kysi þá. Þeir komu tvisvar, og þeirra á meðal Einar Þorgilsson sjálfur sem sagði: Ef þú gerir þetta Geira min þá ertu örugg um vinnu það sem eftir er. A þessum árum, rétt upp úr kreppunni, hefði þetta átt aö vera tilboð sem fólk gæti ekki hafnað. En ég man að mamma k'óm’ííl min og sagði: Farðu nU á sleðanum þinum niður I bæ og segðu: Niður með hel vitis ihaldið! Við viljum jafnaðar- menn! Og þetta gerði ég. En allt kom fyrir ekki. Sjálfstæðismenn unnu kosningarnar. Mamma hélt þá að hUn myndi missa vinnuna, en Einar erfði þetta ekki. Hún hélt vinnunni. En hún var fátæk alla tið. Þetta var eintóm fátækt og basl allt I kringum mann. Þá þurfti aö selja sig fyrir velmegun- ina. Mamma sagði hins vegar: Ég hef alltaf verið jafnaðar- maður og ætla að vera það áfram. Sjálf varö ég kommúnisti. Var um tíma mjög mikill kommi. Fór meira að segja einu sinni á náms- árunum frá London til Tékkó- hafa þaö skemmtilegt áfram. En það endar meö þvi að Tóti er rek- inn af hótelinu. Þá er haldið i leiguherbergi mitt uppi I Gloucester Road. En húsráöand- inn minn segir: Hvernig er þetta, Iceland, þU getur ekki verið með allt þetta lið hjá þér! Hélt greini- lega að ég væri mella. Svo viö vorum öll rekin út. Þannig urðum við bæöi, ég og Tima-Tóti á götunni þessa sömu nótt og sváf- um á bekk þar til við vöknuöum um morguninn. En þú skaltekki halda, að þetta hafi verið eintómt djamm og grin. Maður var þarna fyrst og fremst i hörkunámi, enda útskrifaðist ég með hæstu einkunn i hverju fagi. Og nUna kemst varla nokkur maður inn á Royal Academy”. Skln og skúrlr Það hafa skipts á skin og skúrir i llfi Steinunnar Bjarnadóttur alla tið. „Ég varð góð leikkona og lika slæm fyllibytta”, segir hún núna. „Þegar ég fékk góða kritik sem leikkona fékk ég mér i staupinu. Þegar ég fékk slæma kritik þurfti ég lika að fá mér i staupinu. en ég var aldrei ofdrykkjukona og aldrei alkóhólisti. Ég var aldrei' undir áhrifum vins þegar ég var að leika eða skemmta. Saman- borið við það hvernig fólk drekk- ur núna á íslandi, og ekki sist leikarar þá held ég reyndar aö ég hafi verið eins og engill.” En hUn segist ekki hafa lifað bóhemlifi. „Ekki beint bóhemlifi. Og þó fannst mér ég alltaf finna sjálfa mig best meöal lista- manna. Óneitanlega var gjarnan fjör i þessum hópum. Steinn Steinarr heillaði mig. Ég drakk oft með honum. Mér fannst ég vera ansi smá við hliðina á hon- um. Hann var svo mikill lista- maður. Þeir voru auðvitað margir fleiri listamennirnir sem maður drakk með. En besti gæinn sem ég hef drukkið með og sá skemmtilegasti var Agnar Boga- reyna aö hjálpa mér með húsnæði. En hann gerði ekkert fyrir mig. Svo þegar hann hefur reynt aö hafa samband við mig siðar og þykist vera stór kall þá segi ég bara piss-off.” „Hrökkluðust irð ísiandi” Steinunn Bjarnadóttir viöurkennir að hún sé að mörgu leyti bitur Ut i Islendinga. „Kannski er ég fyrst og fremst bitur vegna Hallbjargar, systur minnar. HUn var alltaf talin nogood á Islandi. Staðreyndin er sú að hún var langt á undan sinni samtið. En Islendingum þótti hún alveg ferleg. Og þegar ég fór áö koma fram var sagt: Hún er systir Hallbjargar. Hún er sama helvítis tikin og Hallbjörg. Þaö var sagt að við værum svo óskap- lega klúrar og grófar i öllu. En hvaö er gróft núna?” Steinunn og Hallbjörg Bjarna- dóttir eiga það sameiginlegt að hafa báðar farið i leiklist, sönglist og skemmtanaiðnaðinn. Báðar hafa sest að erlendis. Telur hún að þær hafi hrökklast frá tslandi. „Já, við hrökkluðumst frá Islandi. tslendingar kunnu ekki aðmetaokkur. Við fundum aö við áttum ekki heima þar. Þetta hef- ur aðeins verið að breytast, eftir aö við erum báðar orðnar rosknar og fluttar burt. Þá hefur komið annað hljóð i strokkinn. En ég held að þetta eigi eins og ég segi, fyrst og fremst við um Hallbjörgu, systur. Sjálf hafði ég út af fyrir sig alltaf nóg að gera”. HUn segir að samband þeirra Hallbjargar sé einkar gott nú orð- ið. Það hafi ekki alltaf verið það, en núna síðustu árin sé það alveg yndislegt. Hún kveðst ætla að reyna að heimsækja Hallbjijrgu fyrir vestan haf innan nokkurra vikna. HUn sé orðin veik og geti litið hreyft sig sjálf. Eru þær likar að skapgerð? „Nei”, svarar Steinunn. „1 fyrsta lagi er hún ekki við mig i tvö ár af þvi ég gift- ist Dagga. Það var ekki nógu fint að giftast manni sem að hálfu leyti er af kinverksum ættum”. Harmieikur a Tálknaliröi En hvernig hafa samskipti Steinunnar við karlmenn verið gegnum lífið? „A ég að fara að segja þér frá karlmönnunum i lifi minu? Ætli ég fari nú nokkuð út i smáatriðin. En ég hef aldrei verið sérstaklega sexygirl. Þegar ég fór út til London að læra, þá var ég trúlofuð heima. Hann var kall- aður Bóbó. Er núna stórkall á Akureyri. En þegar ég fór út hætti hann við mig. Svo þegar ég var kominheim aftur giftist ég Alfreð Kristinssyn. Við eignuöumst tvo syni, en skildum eftir sjö ára hjónaband. Maður var alltaf að leika á þessum árum. Svo lenti ég i óreglu. Ég fór i nokkra mánuði tilLondon, svona tilað litast um á fornum slóöum. Og þá hitti ég Dagga. Eftir að ég kom heim brýðissemiskasti, kannski út af bréfunum til Dagga, og rýkur út. Hann var skömmu áður búinn að fá byssuleyfi og kemur til baka á ballið meö byssuna i hendinni. Hann ætlar að skjóta mig, en það verða átök og skotiö hafnar i hon- um sjálfum með þeim afleiðing- um að hann deyr. Þetta var auð- viðtaö alveg hryllilegt áfall og ekki sist erfitt fyrir Bjarna minn að upplifa þetta, sem var þarna á Tálknafyrir með mér, ungur drengur.” Hvert er haldreipi Steinunnar þegar hún lendir i sálarháska, eins og þessum? „Þú heldur auðvitað að ég sé oröin klikkuö þegar ég segi það. En þaö er guð. Hann er sá eini sem hjálpar mér. Ég fer með bænimar mlnar á hverju kvöldi. En eftir þennan ákveðna atburð var það maður- inn minn núverandi sem kom mér til bjargar. Ég skrifaði Dagga bréf og sagði: I’m coming. Geturðu tekið á móti mér? Og hann svaraði játandi, auðvitað gæti hann tekið á móti mér. Svo ég dreif mig út og hef verið hér siöan. t tuttugu ár. Og það er *.ta lagl er hun 100% me,ri hstamaöur en ég,” segir Steinunn um Hallbjorgu systur sina og er hér viö málverk eftir Hallbjörgu, sem á aö lýsa æskuárum þeirra systra I Borgarfirði. „ffl Steinunn Bjarnadóttir haföi uppgötvaö fyrr um daginn að gamli maöurinn i næstu blokk, scm hiin rabbaöi svo oft viö, var fyrir a ldarf jóröungi einhver frægasti glæpaforingi i undirheimalifi Sohohverfisins i London. Hann yrti aldrei á nokk- urn mann svo til sæist, nema Steinunni. „Kannski vegna þess aö ég talaði fallega um hundana hans. Kannski vegna þess aö hon- um hafi fundist ég lita ót fyrir aö vera hæfilega vitlaus!” segir Steinunn. „En guö minn almáttugur. Ekki datt mér I hug aö þessi gamli nágranni minn i tuttugu ár hefði verið margfaldur moröingi. Ég fékk auövitað algjört sjokk i morgun þegar Daggi kom heim af vaktinni meö möppuna yfir feril mannsins”. Þau eru þá tvö um aö hafa sest I helgan stein, nánast hliö við hliö, I Stanwick Road i West Kensington í London, — Jack Spot, undirheimaforingi úr Soho og Steinunn Bjarnadóttir, leikkona og seinni tima poppstjarna frá tslandi. Og Daggi sem upplýsti máliö, er eiginmaður Steinunnar. Hann er skemmtiieg blanda af Skota og Kinverja, hafsjór af fróöleik og starfar á næturvökt- um sem safnvörður hjá dag- blaöinu Daily Telegraph, þar sem gamli granninn var á skrá meðal annarra stórmenna. Sjálf vinnur Steinunn núna hálfan daginn, veitir forstööu kaffiteriu sýn- ingarhallarinnar frægu i Earl’s Court. „Þar er hundasjó núna”, segir hún. „Þetta er ágætt starf. Ég er með 40 manns þarna í vinnu. Araba, Indverja, eiginlega allra þjóöa kvikindi. nema Englendinga. Flest af þessu fólki hefur ekki atvinnuleyfi, fær lágt kaup og talar varla ensku nema þegar þaö fær útborgað. Margir eru i dópi og staldra stutt viö, enda kemur lögreglan stundum til skjalanna. En þetta er voöa indælt fólk. Þaö er sjálfu sér verst. Og þaö er oft besta fólkið sem maöur kynnist”. Hún átti 58 ára afmæli þá um helgina. Var með menni vinnu viö að breyta ibúöinni, og haföi, aldrei þessu vant, enga tslend- inga hjá sér. ótal islenskir náms- menn i London hafa leigt hjá Steinku Bjarna I Stanwick Mansion gegnum árin. Þótt hún hafi búiö í London i um tuttugu ár samfleytt vill hún halda tengslum við föðurlandiö, — kemur heim einu sinni á ári, leigir tslending- um herbergi, — og mætir alltaf fyrst manna á þorrablótiö hjá islendingafélaginu, sem reyndar stóð einmitt fyrir dyrum helgina á eftir. ísienskir ruddar, ivölaldir tnglendíngar Steinunn segist vera stóránægö með að búa i London. „Nema stundum fæ ég verki. Þá langar mig svo óskaplega I sviða- kjamma. Þannig að þorrablótið okkar er i miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er lfka búin að skemmta á hverju einasta þorrablóti, nema uppá siðkastið. Þessi islenski matur er eiginlega það eina sem ég sakna aö heiman. Sviða- kjammar, saltfiskur, sigin grá- sleppa. Ég fæ nóg af þessu þegar ég er hjá Bjarna, syni minum, sem er meö Grillborg og Versali i Kópavoginum. Þá boröa ég alltaf yfir mig. Að ööru leyti er ósköp litiö við að vera á tslandi. Nema að fara á fylleri. Og þegar ég er heima nti orðið fer ég náttúrlegg aldrei á fyllerf, Júégsakna lika stundum sumranna heima. Að geta ekki farið upp i sveit og i útreiöatúra. Mér liður vel þegar ég er heima en eftir nokkrar vik- ur fer mig að langa aftur hingaö”. HUn leigir Islensku námsmönn- unum herbergi „rassgat og ekki neitt, svo maður tali hreina islensku”, til að halda viö móöur- málinu. „Það versta sem getur komið fyrir Islending er að tina móðurmáli sinu. Hallbjörg systir min, fór til útlanda sextán ára gömul. HUn er að verða sjötug nUna og talar íslensku eins og ég veit ekki hvað. Hún er gift Dana, sem var einu sinni apótekari á tslandi. Þau búa núna i Banda- rikjunum og tala saman á Islensku tvo daga i viku, aðra tvo tala þau dönsku og ensku i tvo. Ég veit ekki hvaða tungumál þau nota sjöunda daginn, en svona hefur hUn haldið þessu við”. Eiga Englendingar betur við skapgerð hennar en tslendingar? „Nei, það gera þeir andskotann ekki”, svarar Steinunn. "Frekar vil ég ruddaskapinn I tslending- um en tvöfeldnina i Englending- um. Aö visu geta tslendingar auðvitað verið tvöfaldir lika, og England er að mörgu leyti besta land 1 heimi til að búa i. En þú getur bara sagt: Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera, þvi að allan andskotann er þar hægt að gera. A Islandi er varla hægt að hreyfa sig, svei mér þá. Ef mann langar til dæmis að fara á diskótek eða á popptónleika, sem mér finnst voða skemmtilegt aö gera, þá er það ekki hægt. Ég man að ég fór einu sinni á Óðal með sonum minum báðum. Þetta var rétt eftir að Stuðmannaplatan fyrsta kom Ut með laginu fræga sem ég söng, Strax i dag. ókei, þar sem ég sit i rólegheitum við borð koma tveir kvenmenn ask- vaðandi að mér og segja: Hvað ert þU að gera hér, helvitis gamla kelhngin þin! Ég reyni að gleyma þessu, bara, en svo koma þær aftur og spyrja: Er það rétt að þú sért Stina Stuð? Nei, ég heiti Steinunn Bjarnadóttir, segi ég. Djöfullinn! sögðu þær og formæltu mér, og ég ákvað á endanum að fara út. Mér finnst stemmningin heima vera voða- lega mikiö i þessum dúr”. útopnu, lá einmitt gegnum einn af islensku leigjendunum hennar i London. „Þannigvar, aö Magda- lena Schram, sem þá vann hjá Flugfélaginu hérna, hringir I mig og segist vera með ægilega sæta stúlku hjá sér sem eigi alls enga peninga. Geturðu reddað henni um hUsnæði? segir hún. ókei, segi ég, hún borgar mér bara þegar hUn getur. Þá er þetta Anna Björns, komin til aö leita fyrir sér i tiskuheiminum i London. Og hún var hjá mér i fjóra mánuði og komst svo sannarlega áfram, bæði hér og seinna vestur I Ameriku. Frænka Jakobs Magnússonar bjó lika hjá mér um tima og Jakob kom stundum i heimsókn til hennar. Og það var sem sagt hjá mér sem þau Jakob hittust og seinna giftu þau sig. Og Anna, þessi elska, er búin fyrir löngu að borga mér húsaleiguna þúsund sinnum. NU, svo gerist það einu sinni, að Jakob kemur til min og spyr hvort ég vilji ekki syngja inná plögu hjá sér og strákunum i Stuðmönnum. Ég sagði bara við hann: Ég með mina strigabassa- rödd? ÞU hlýtur að vera galinn! Ég haföi að visu sungið á Borginni tólf ára, en aldrei komið nálægt poppurum og rokkurum og þessum gæjum. Svavar Gest sagði einu sinni við mig: Þú ert leikkona, en ekki söngkona. En ég lét mig nú samt hafa það. Og Svavar, sem reyndar heldur að enginn geti sungiö nema Ellý Vilhjálms, sagði: Ja, þú gerðir þetta bara helviti vel. En það er nú llklega tækninni að þakka. Og kannski er þaö rétt hjá hon- um. Þessi plata var tekin upp hér i London og upptökutæknin var góð. Platan min A útopnuöu var tekin upp heima og hún er drasl. Shit! Ég er óskaplega óánægð með hana. Þeir létu mig lika flýta mér allt of mikið. Og helvítið hann Amundi, sem gaf plötuna út, Þórður var ágætur og Tommi litli • i alveg dásamlegur. En Egill og Valgeir voru voðalega snobbaðir. 1 Þeir gátu ekki þolað að ég væri i vinsælli en þeir. Mig langaði stundum til að klipa I rassgatið á þessum strákum, ég segi það satt. Maður á aldrei að vera of stór. Maður hefur enga ástæðu til að j vera neitt sérstakt i þessu lifi.” ; „Tómi basl og láiœhl” Sjálf kveðst Steinunn hafa verið i þrúguð af minnimáttarkennd , lengi fram eftir aldri. „Það var eiginlega ekki fyrr en ég fór að i bUa i London að ég fékk sjálfs- öp'ggi. Veistu hvernig ég losnaði við minnimáttarkenndina? Með , þvi að gera mér ljóst að mér hafði \ tekist það sem mér hafði tekist án t þess að hafa nokkuð á bak við mig. Mér tókst að koma mér til náms í leiklist fyrst hjá Lárusi Pálssyni heima og svo i fjögur ár við einhvern erfiöasta leiklistar- skóla i heimi, Royal Academy of Dramatic Art hér i London. Ég var i sjö ár B-samningsleikkona hjá Þjóðleikhúsinu, allt frá stofn- un þess þar sem ég lék i tslands- klukkunni, sem er einhver mesti . heiður sem mér hefur hlotnast. Og miklu lengur lék égút um allt, i ekki sist I reviunum. Þetta tókst mér upp á eigin spýtur. Ungt fólk núna hefur yfirleitt svo góöan bakhjarl þegar þaö leggur út á , sina lifsbraut. Til dæmis náms- lánakerfið. Þegar ég var litil : stelpa, á Akranesi og I Hafnar- firði, langaði mig alltaf til að veröa eitthvað, geta gert eitthvað til aö gleðja foreldra mina. Mér þótti verst aö þegar mér hafði loksins tekist það voru þau bæði dáin.” Faðir Steinunnar drukknaði 1 þegar hún var tveggja ára I höfn- inni í Sandgerði, þar sem hann starfaði sem verkamaður. Þau slóvakiu með Haraldi Jóhanns- syni, hagfræðingi til að grafa skuröi af hugsjónaástæðum! Ég er ennþá með sömu stjórnmála- skoðanir.” Á gölunni með Tíma-Tóla Steinunn stundaði nám við kon- unglegu leiklistarakademiuna i London 194&—49. Hún segir að það hafi væði verið góður timi og erfiður. „Ég fékk svokallaðan menntamálastyrk, sem Helgi Sæm. hjalpaði mér til að fá. Maöur þurfti að visu ekki að borga hann aftur, en hann dugði ekki fyrir öllu og maður varð að lifa spart. Við sem vorum hérna samtíða, ftílk eins og Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórs- son, Gunna Sim, Rúrik og Ævar, við áttum varla bót fyrir rassinn á okkur. En samt gátum við haft það skemmtilegt. A þeim árum komu tslendingar saman á pöbbnum Harrington i Gloucester Road. Harrington gegndi þá svipuðu hlutverki og Freigátan hefur gert undanfarin ár. Auk þeirra sem ég nefndi áðan voru þarna fasta- gestir menn eins og Karl Strand, læknir og Þorsteinn Hannesson, sem þá var óperusöngvari og big guy við Covent Garden. Við áttum litla peninga, en oft komu á Harrington islenskir bissniss- menn á ferðalagi t.d. Siggi i Bristol og Asbjörn ólafsson og við gómuðum svoleiðis menn og dobbluðum þá til að fara með okkur á næturklúbb á eftir. Ég man eftir þvi að einu sinni kom Þórarinn Þórarinsson, Tima-Tóti og með honum Andrés Kristjáns- son, á Harrington þegar hann var i London. Nú, hann lendir i partiinu hjá okkur og fer meö okkur á kippiri. Eftir á ætlum við svo að fara upp á hótel til Tóta og son, ritstjóri Mánudagsblaðsins. Hann kom oft i kjallaranna til min og gat drukkið hvern sem var undir borðið. En hann var alltaf skemmtileg fyllibytta. Og þegar ég kem heim til tslands og heyri nafnið Agnar Bogason þá langar mig alltaf í brennivin. Nú drekk ég bæði litið og sjaldan. Maginn, sjáðu.” Hún segir að skemmtilegasti timinn i leikhúsinu á tslandi hafi verið þegar hún tók þátt I reviun- um vinsælu. Reyndar var sérkennilegt upphafið að þvi að Steinunn Bjarnadóttir varð fyrst og fremst kunn sem gamanleik- ari. „Ég var nefnilega alltaf mjög dramatisk. Þannig var, að þegar Nýársnóttin var sett upp við opn- un Þjóðleikhússins, þá fékk ég hlutverk Mjallar, en Hildur Kalman Siggu vinnukonu. Þá var ég búin að gifta mig, orðin ófrisk og fór að gildna eftir þvi sem leiö á sýningartimann. Þaö var ekki hægt að hafa Mjöll með bumbuna út i loftiö, svo ég var sett i staðinn i hlutverkið hennar Hildar, Siggu vinnukonu, sem er kómiskt hlut- verk. Og eftir þetta fékk ég eigin- lega ekkert annað að leika en kómik”. En hver er versti timinn i endurminningunni frá tslandi? „Ætli þaðhafiekki verið þegar ég var að reyna aö komast inn i skól- ann hjá Lárusi Pálssyni”, svarar hún, „og lenti i óskaplegu húsnæðisbasli I Reykjavik. En fyrir rest fékk ég inni hjá óskap- lega góðu ftílki. Það hafa margir reynst mér vel heima, og svo aðr- ir siður. Oðru sinni til dæmis var ég á hrakhólum meö húsnæöi. Atti i sannleika sagt voðalega bágt. Þá leitaði ég til Geirs Hallgrimssonar, sem þá var borgarstjóri. Móðir hans og móðir min.höföu verið vinkonur, voru saman I skóla úti i Kaup- mannahöfn, og ég hélt að þessi auðugi maður myndi kannski 100% meiri listamaður en ég, þótt segja megi að við höfum farið i tvær áttir, — hún varð söngkona og eftirherma og nú siðast mál- ari, ég ftír meir i leiklistina. Nei, við erum ekki likar. Hún er þyngri, ég er léttlyndari. Ég er fyrir alla, hún er snobb. Hún er ósköp beisk út i tslendinga, og þegar hún kemur heim þá talar hún aldrei við sitt fólk. Hún talaði aftur ákvað ég aö reyna aö rifa mig upp úr sukkinu I Reykjavik með þvi að flytjast til Tálkna- fjarðar og fara að vinna þar. A Tálknafirði geröist harmleikur, sem varö á sinum tima fréttaefni i blööum þótt mitt nafn væri aldrei birt. Ég kynntist þarna pilti og við fórum aö vera saman. Við Vorum á balli. Hann verður liklega gripinn einhvers konar af- óhætt að segja að mér hafi aldrei liðið betur”. Hafa karlmenn veriö miklir örlagavaldar i lifi Steinunnar Bjarnadóttur? „Nei, karlmenn hafa ekki stjórnað minu lifi”, svarar hún. „Miklu frekar hef ég stjtírnað þeim. Nema einn dásamlegur maður. Daggi, maðurinn minn. Og það er besta stjórn sem ég hef haft um ævina”. „öðru sinni lenti til dæmis i þvi að ég var á hrakhólum með húsnæði. Atti i sannleika sagt voöa- lcga bágt. Þá leitaði ég til Geirs Hallgrimssonar, sem þá var borgarstjóri...’ „En hann geröi ekkert fyrir mig. Svo þegar hann hefur reynt aö hafa samband við mig siðar og þykist vera stór kall þá segi ég bara piss-off........”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.