Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 3
hal/jarpncrh irínn Föstudagur 8. maí 1981
3
1 tgelaodi: Flokkur þjó6erm*«innft.
Keykjavik, 18. miii. U. kr, 7. tbt.
Þjóðernissinnar áttu 1. maí.
Fánaliðið helmingi stærra en í fyrra.
I^röluganga Djóðernissinna I. mai
IX er sú glæsilegasta, scm sé7.t hefur
hér & landi. Hún var svar við pví, afl
stjórnarflokkarnir reyndu með ógnun-
um utn líkamlegt ofbeldi og Íjölmetinri
varalögreglu að
bræða pjóðerrtis-
stnnaða alpýðu
frá að halda I.
maí hátíðtegan
í petta sinn.
FÁntalWUA í Awsturstnrti.
Hrtgi S. 4óa~o* rrft“
»i.uí*vn kjúðerol*- tirirí »
Forsiöa „tslands" málgagns nasista, árið 1935.
Nasistar við leiöi Jóns Sigurðs-
sonar 17. júni 1935. Og það er
heilsað með nasistakveðjunni.
Flokkur þjóðernissinna. Þessi
sameining þýddi hins vegar það,
að mjög margir sjálfstæðismenn,
sem höföu starfað innan vébanda
Þjóðernishreyfingarinnar fóru
heim til föðurhúsanna á nyjan
leik, aftur i Sjálfstæöisflokkinn,
og var þvi Flokkur Þjóðernis-
sinna skipaður hreinræktuðum
nasistum.
Talsverð blaða- og timaritaút-
gáfa var á vegum þjóðernissinna
á þessum tima, ekki aðeins i
Reykjavik heldur einnig víöa út
um landið, svo sem i Vestmanna-
eyjum og Siglufirði.
Eins og áður var minnst á, uröu
tengsl islenskra þjóðernissinna
við þýsku nasistana og Itölsku
fasistana fljótlega lýðum ljós.
Aldrei var þó um sannanleg
skipulagstengsl að ræöa, heldur
einvörðungu sameiginlegan hug-
sjónalegan grundvÖU .
Islenskir þjóðernissinnar
notuöu t.a.m. hakakrossmerkið,
sem þeir reyndar kölluðu Þórs-
hamarinn. Þá lýstu þeir hrifningu
sinni á Hitler og þýska nasisman-
um i ritum sinum, eins og kemur
glögglega fram I þessum orðum
Gisla Sigurbjörnssonar: „Saga
nasismans er ævintýrið um
endurreisn þýsku þjóðarinnar úr
niðurlægingu og sviviröu. Saga
nasismans sannar, að þegar heil
þjóð ris upp gegn marxisma og
kommúnisma og hefir fyrir mark
og mið rétta og sanna þjóðernis-
stefnu, þá er það ekkert, sem
getur heft þá sigurför”.
Hitler lofaður
Gisli sagði einnig i fréttabréfi
sem hann skrifaði frá Þýskalandi
árið 1933, að lofa bæri Adolf
Hitler, fátæka alþýöumanninn,
sem heföi bjargað þýsku þjóðinni
úr ógöngum. Þá væri allt tal um
Gyðinga ofsóknir um morð og
limlestingar á föngum, helbert
slúður runnið undan rifjum
kommúnista og jafnaðarmanna.
I riti þjóöernissinna „Islensk
endurreisn” birtust I tvigang
fréttabréf frá Kiel, þarsem Adolf
Hitler og stjórn nasista var
hrósaö og einnig voru „ráöstaf-
anir Þjóöverja gagnvart Gyöing-
um”, réttlættar. Þá sagði og i
fréttabréfinu aö einhvern timann
rynni upp sú stund, að hreinsaö
yrði til á Islandi og þaggað niður i
ákveðnum mönnum.
I öðru fréttabréfi er sagt frá þvi
aö þýsku nasistarnir flyttu
afbrotamenn og pólitfska fanga i
betrunarstöövar og segir höf-
undur fréttabréfsins, aö ýmsir ís-
lendingar hefðu gott aö þvi að
komast i kynni við betrunar-
stöðvar að þýskri fyrirmynd.
Væri vinnuhæliö á Litla-Hrauni
fallið til að hýsa Jónas frá Hriflu
og samstarfsmenn hans. Væri
ekki ósennilegt að menn yröu
minntir óþægilega á þennan
sannleika fyrr en varði.
I Vestmannaeyjum gáfu þjóö-
ernissinnar út blaðið „Fasist-
ann”, og var þar italski fasisminn
dásamaður.
Islenskir þjóðernissinnar vildu
aldrei viðurkenna, að þeir væru i
tengslum við þýska nasista. Þeir
sögöu flokkinn alfslenskan, enda
ein þeirra helsta upphrópun, „Is-
landi allt”.
Ekki verður þvf þó neitað að
skyldleikinn er mjög mikill hvað
stefnuatriði varöar. Verndun hins
ariska kynstofns, stétt með stétt,
þegnskylduvinna æskunnar,
öflugt ríkisvald, allt þetta er
fengið að láni hjá þýska þjóð-
ernisjafnaðarmannaflokknum
(Nationalsozialismus
N.S.D.A.P.). 12 greinar af 16 i
stefnuskrá Flokks þjóðernissinna
eru beint frá þýsku nasistunum.
Gæfusamir ef eign-
uðumst nokkra Hitlera
Jón Þ. Arnason formaður
Félags ungra Þjóðernissinna af-
neitar þvi, að islenskir þjóöernis-
sinnar sæki fyrirmæli til Þýska-
lands. Hann segir: „Við islenskir
þjóðernissinnar, getum hvar sem
er, hvenær sem er og hvernig sem
á stendur, viðurkennt Þýskaland
sem þann vettvang, sem viö sækj-
um fyrirmyndir okkar á, en á
hinn bóginn neitum við þvi harö-.
lega, ef einhverjum skyldi detta i
hug að halda þvi fram, aö við
sækjum þangað fyrirmæli. Við
dáum forystumenn þýsku þjóðar-
innar og óskum þess af heilum
huga, að okkar þjóö, Islenska
þjóðin, megi verða svo gæfusöm
að eignast nokkra slíka, það er
allt og sumt”.
Aldrei varð þó hinn islenski
þjóðernissinnaflokkur „svo gæfu-
samur” aö eignast sinn Hitler,
sinn Göbbels, eöa sinn Göring og
litill stöðugleiki var i æðstu stjórn
flokksins. Þannig voru fjórir for-
menn i þau fimm ár sem flokkur-
inn starfaði. Flokkurinn kom sér
aldrei upp sinum „foringja”, þótt
hann dáðist mjög að valdakerfinu
i Þýskalandi, þar sem einn maður
— foringinn (der Fuhrer) — fór
meö alræöisvald.
IV. ár. .V tW. -............ >t r y k ja Y í k ------------- SO. jtin. >!K17.
Uillerssliirnii Ijðgra ára.
Þjóðernissinnar fagna þarna
fjögurra ára afmæli Hitlers-
stjórnarinnar i Þýskalandi og
birta niynd af hinum „ötula for-
ingja”.
Þjóðernissinnar urðu talsvert
áberandi i stjórnmálaumræðu ár-
anna 1934, ’35, ’36 og ’37 og urðu
einatt harðar deilur og jafnvel
slagsmál á milli þeirra og vinstri
manna. Islensku nasistarnir
gengu t.d. á þessum árum fylktu
liöi um götur borgarinnar 1. mai
og voru allfjölmennir.
Flokkurinn kom sér upp nokk-
urs konar stormsveitum, þar sem
menn voru einkennisklæddir með
hakakrossmerkið á arminum.
Voru þessar sveitir kallaðar
fánaliðssveitir og voru reglulegar
æfingar haldnar.
Flokkur þjóðernissinna bauð
fram lista i Reykjavik, Kjósar-
sýslu og Vestmannaeyjum i þing-
kosningunum árið 1934, en galt
afhroö, hlaut aðeins samtals 0,7%
atkvæöa, eöa 263 atkvæði I allt.
Hins vegar tókst Þjóðernissinn-
um að fá mann kosinn i stúdenta-
ráöskosningum i fjögur ár i röð og
eitt áriö var Sigurjón Sigurösson
núverandi lögreglustjóri fulltrúi
þeirra þar.
,,Valdhafarnir illþýði og
ránsmenn”
Aðalblómaskeið flokksins var
áriö 1936. Þá var flokkstarf i tals-
verðum blóma, aðalmálgagn
flokksins, — Island — kom út i 50
tölublöðum þaö ár og mikill hugur
i mönnum. Strax árið eftir fór
hins vegar að halla undan fæti og i
kosningum til alþingis Var aðeins
framboö i Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Hins vegar tókst þjóðernis-
sinnum að bjóða fram i Reykja-
vik og Vestmannaeyjum i bæjar-
stjórnarkosningum 1938 en fengu
sáralitiö fýlgi.
1 stjórnmáíabaráttunni á þess-
um árum vorp stóru orðin ekki
spöruð og málflutningur þjóð-
ernissinna var þar engin undan-
tekning. í máigögnum sinum ráö-
ast þeir heiftarlega á hina flokk-
ana og kalla forystumenn þeirra
öllum illum nöfnum. Forystu-
menn þjóöernissinna voru t.a.m.
hnepptir I gæsluvarðhald og
haldiö I þrjá daga, vegna „dag-
bókarmálsins”. Þeir höfðu kom-
ist yfir dagbók, sem Eysteinn
Jónsson haföi haldið á ferð er-
lendis og birt kafla úr henni.
Spunnust málaferli vegna þessa,
en þjóðernissinnar voru þar sýkn-
aðir.
Þjóðernissinnar hömuðust
mjög gegn ríkisstjórn Hermanns
Jónassonar og gáfu henni m.a.
eftirfarandi einkunn: „Valdhaf-
arnir eru illþýði og ránsmenn,
sem reka verður frá völdum, ef
þjóöin á ekki að sökkva i hyldýpi
fjárhagslegrar glötunar”.
Nokkuð bar á Gyðingaandúð i
málflutningi islensku nasistanna
og það gagnrýnt, þegar listamenn
af gyðingaættum koma hingað til
lands. Býsnast „tsland” t.d. yfir
þvi i mai 1935, ,,að Hljóðfæra-
húsið skuli fá yfirfærðar islenskar
krónur i þúsundatali fyrir Júöann
Friedman....” og þött „það kunni
ef til vill að vera,aö þessi Júði
leiki betur á slaghörpu, en við
eigum hér að venjast”.
Þá var Ölafur Thors upp-
nefndur og kallaöur „háverðugur
Rabbf” og látið að þvl liggja aö
hann væri Gyðingaættar.
1 sambandi viö nauösyn á heil-
brigðum kynstofni, þá var mjög
varað viö smitnæmum sjúkdóm-
um svo sem kynsjúkdómum og
berklum og héldu þjóðernissinnar
þvi fram að Kommúnistaflokkur
tslands væri gróörastia Kyn-
sjúkdóma, auk þess sem óskil-
getnum börnum fjölgaði i réttu
hlutfalli við fylgisaukningu
kommúnista hér á landi.
Ariar og „gyðingaúr-
þvæltln”
t gre:n i tslandi I júli 1936 sem
ber yfirsKriftina „Hið ariska
Þýskaland og við” er mjög lofuð
barátta Hitlers og nasistanna
gegn „gyðingaúrþvættunum” og
að ,,i landinu sem nefnt var
Germania, byggi einhver full-
komnasti kynþáttur veraldar-
innar, nefnilega hinn ariski”.
Segir einnig að Norðurlandaþjóð-
irnar þurfi að taka sér Þýskaland
til fyrirmyndar, þannig að þar
„riki arískur andi, sami andinn
og nú rikir i Þýskalandi”.
Flokkur þjóöernissinna dó
drottni sinu hægt og rólega ,
á árinu 1938. Siöasta lýt
eintak „Islands” íy/
í baráttu gegn nasistum:
„Helvítis raggeiturnar.
Flýja undan tveimur’ ’
Guðjón B. Balctvinsson hjá
BSRB var einn af þeim fjöl-
mörgu sem harðast börðust
gegn framgangi þjóðernissinna
á sinum tima. Hann lenti m.a. i
þvi á þessum árum, að á hann
var ráðist á götu útiaf sex þjóð-
ernissinnum. Helgarpósturinn
bað Guðjón að rifja þann atburð
upp.
„Upphaf þessa máls var
það, að við ungir jafnaðarmenn
og ungir kommúnistar auk
nokkurra hafnarverkamanna
fórum á fund þjóðernissinna úti
í KR-heimili. Þar báðum við Áki
Jakobsson um orðið, en var
neitað og siðan hrint niður af
senunni. Urðu mikil læti vegna
þessa og fundurinn eiginlega
flosnaði upp. Uröu þjóðernis-
sinnar æfir og hótuðu að hefna
harma sinna.
Það gerðist svo nokkrum dög-
um siðar, að ég og Pétur Pét-
ursson þulur, vorum að koma af
fundi i FUJ. Gengum við upp
TUngötuna, og urðum þá varir
við nokkra menn, sem fylgdu
okkur eftir. Pétur kvaðst þekkja
kónana, þetta væru nasistar og
þeir væru til alls visir. Hann
vildi þvi fylgja mér heim, en ég
aftók það og leiðir okkar skildu
á Hofsvallagötunni. Það skipti
engum togum, eftir að Pétur
hvarf að þeir nasistar réðust á
mig, einkanlega tveir og ég
reyndi að verjast eftir bestu
getu. Pétur var hins vegar ekki
langt undan. Hann hafði grunað
aö hverju stefndi og faldi sig
skammt frá og kom . hlaupandi
um leið og hann sá hvað gerðist.
Þegar þeir sáu Pétur koma, þá
flýðu þeir allir sem einn. Pétur
kallaði þá eftir þeim: „Helvitis
ragggeiturnar. Flýja undan
tveimur. ”
Það brotnuðu gleraugu min og
það sprakk undan i þessum at-
gangi og þegar ég kom upp á
Alþýðublað daginn eftir og sagði
Finnboga Rút ritstjóra frá þvi
sem gerst hafði kvöldið áður, þá
hikaði hann ekki, en hringdi
strax i Jónatan Hallvarðsson
lögreglustjóra og kærði atburð-
inn. Það varð talsverður mála-
rekstur sem fór i kjölfarið, en
lyktir urðu þær, að nasistarnir
fengu dóma.”
— Voru þjóðernissinnar i aug-
um ykkar, hreinræktaðir nasist-
ar?
„Já, það blandaðist engum
hugur um það, að það væru
tengsl við þýsku nasistana.
Bæði voru búningarnir eins og
þeirra þýsku og hugmynda-
fræðilega fóru þeir saman,
islensku þjóðernissinnarnir og
þeir þýsku.
Nú helstu talsmenn þjóðecnis-
sinnana töluöu t.d. mikið um
hina hreinu hugsun og nauðsyn
þess aö hreinsa út úrþvættin.
Kynhreinsunarstefnan var ofar-
lega i hugum þessara manna.”
— Hvers vegna heldurðu að
hreyfingin hafi dáið?
„Það er erfitt að segja. Hins
vegar man ég eftir þvi, að hafa
sagt á Utifundi á þessum árum,
að ég væri þess fullviss, að
hreyfing nasista lognaöist út af
innan skamms.’Þessir nasistar
myndu fyrr eða seinna, setjast
eins og daggardropar neöan á
pottlok ihaldsins. Og ég var
sannspár, þvi sú varð raunin.”
Jón Aðils leikari:
„Var og er íslenskur
þjóðernissinni”
„Ég er nú búinn að gleyma
ýmsu af þessu og hef raunar
engu við aö bæta ritgerð þá, sem
birtist um islenska þjóðernis-
sinnaflokkinn I timariti Sögu-
félagsins”, sagöi Jón Aðils, leik-
ari.
— Voruð þið I sterkum tengsl-
um við þýsku nasistana?
„Nei, við vorum engir tagl-
hnýtingar þeirra eða annarra'.
Þeir buðu okkur t.d. til ráö-
stefnu á þessum árum, þar sem
samankomnir voru þjóöernis-
sinnar víöa aö, en viö afþökk-
uðum. Vildum vera sjálfstæöir
og ekki undirlægjur neinna”.
— Hvernig leist ykkur á
þróunina sem varð i Þýskalandi
undir stjórn Hitlers?
„Þegar leið að striðinu leist
okkur ekki á þróun mála. Hins
vegar fóru skoðanir okkar
saman við skoöanir nasista aö
ýmsu leyti og sérstaklega leist
okkur vel á það, hvernig þeir
leystu kreppuna. A meöan at-
vinnuleysi var allsráðandi i álf-
unni gátu Þjóöverjar flutt inn
vinnuafl og m.a. fóru ýmsir ts-
lendingar utan. Það má kannski
segja að islenski þjóöernis-
sinnaflokkurinn hafi flosnað upp
vegna þróunarinnar hjá Hitler
skömmu fyrir strið. Auk þess
var flokkurinn okkar ætið mjög
fjárvana."
— Hins vegar held ég að viö
höfum haft mun meira fylgi en
fram kom i kosningum. Með-
limir flokksins voru flestir ungir
að árum, þetta 8—12 ára og þvi
ekki með kosningarétt”.
— Uröuð þið fyrir aðkasti á
striðsárunum?
„Það getég varla sagt. Ýmsir
okkar voru þó teknir til yfir-
heyrslu þ.á.m. ég einu sinni.
Þeir höfðu þó ekkert til að
hanka mig á .
Ekki varð ég mikið var við
það, að Islenskur almenningur
væri að atyrða okkur meðan á
striðinu stóð. Þó kom það fyrir
að einstakir menn köstuðu að
okkur svivirðingum og vildu
tengja okkur verkum nasista i
striðinu. Þeir voru þó fáir sem
svona létu”.
— Ertu sömu skoðunar i dag
og þú varst á dögum islenskra
þjóðernissinna?
„Já, ég er mjög svipaðrar
skoðunar. Ég var og er is-
lenskur þjóöernissinni. Ég sé
ekki eftir neinu, i sambandi við
baráttuna á þessum árum”.
— Helduröu að það sé grund-
völlur fyrir islenskan þjóðernis-
sinnaflokk, sambærilegan við
hinn gamla, I þjóöfélagi nútim-
ans?
„Já, ég get vel hugsaö mér
það. Mér finnst sem fólk sé orðiö
langþreytt á gömlu flokkunum
og gömlu lausnunum”.
— Hafið þið gömlu þjóöernis-
sinnarnir eitthvert samband?
„Ég hef nú litiö af þeim hitt i
gegnum árin og viö höldum ekki
saman”.
— Nú verður þess vart að
ýmsir þeir sem störfuðu með
ykkur á sinum tima, vilji sem
minnst um það mál tala nú. Vilji
gleyma og láta aöra gleyma?
„Þaö getur vel verið hvað
suma varðar”.