Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 8. máí 1981 holrjSrpÓ^turÍnn^
—helgar
pásturinn_
Blað um þjóðmál/ listir og
menningarmál
utgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon
Ritstjórar: Árni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson.
Blaðamenn: Guðjón Arn-
grímsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Guðmundur Árni
Stefánsson og Þorgrímur
Gestsson.
Utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal.
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik.
Sími 81866. Afgreiðsla að
Hverfisgötu 8—10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verum á
verð/
„Eitt riki, ein þjóð, einn
foringi,” sögðu þýsku nasistarnir
á sinum tima og islenskir þjóð-
ernissinnar þeirra tima tóku
undir. Hlutverk islenskra nasista
i st jörnmálasögu þjóðarinnar var
skam mvinnt. Flokkur islenskra
þjóðernissinna starfaði aðeins um
fimm ára skeið og lagöi upp laup-
ana árið 1938, áður en land-
vinningastríö Hitlers varö aö
veruleika. En þrátt fyrir stutta,
en að mörgu leyti viðburðarríka
sögu nasista hcr á landi, þá er
unnt að draga ákveðinn lærdóm
af þessum atburðum. Þeim til-
gangi þjönar grein Helgarpósts-
,ins i dag um starf islenskra
nasista.
tslenskir nasistar skutu upp
kollinum í kreppunni og voru þá
með hraðvirkar lausnir á vanda-
málum þjóðfélagsins i
handraðanum. Ekki náðu
nasistarnir neinu fjöldafvlgi hér á
iandi, þótt talsvert kvæði að
þeim, og „lausnir” þeirra féllu
ekki i kramiö hjá islenskum kjós-
endum. Helst voru það ungir og
óharðnaðir unglingar sem létu
blekkjast af stefnumiðum
nasistanna, en i kosningum hlutu
þeir sáralitið fylgi.
Eitt helsta slagorö nasistanna
var í þá veru að islenskir
kjósendur væru orðnir lang-
þreyttir á „gömlu flokkunum” og
stefna þeirra og stjórn, hefði
margsannaö, að þeir réöu ekki
við þau vandamál sem þjóð-
félagið ætti við að striða. Þvi væri
það eini kosturinn að brjóta upp
flokkakerfið og reyna eitthvað
nýtt. Reyna leið nasistanna.
Slíkur málflutningur er ekki
alsendis óþekktur i stjórnmálum
siðariára hérá landi. Lengi hefur
sií plata verið spiluð, að brýn þörf
sé á þvi, að brjóta upp það flokka-
kerfi, sem nú er við lýði og fara
nýjar leiðir — stofna nýja flokka,
sem hefðu afdrátt arlausar
lausnir á hraðbergi i t.d. verð-
bólgumálum. Höfða slikar raddir
jafnan til svokallaðra óánægju-
kjósenda. Þá er látið fylgja, að
það sem tsland þarfnist, sé nýr
andblær, ný sterk og öflug stjórn-
völd sem þori.
t nágrannaiöndum okkar hafa
slíkir „óánægjuflokkar” náð fót-
festu og er nærtækast að líta til
Glistrupflokksins i Danmörku. Þá
hafa einnig nýnasistaflokkar og
hreyfingar skotið upp kollinum i
Evrópu, og hafa fengið byr. Ung-
menni nútímans hafa meira að
segja tekið upp sum merki
nasismans og þykir töff. Slik van-
þekking hefur lika sést hérlendis.
Flestar þær raddir, sem hafa
kvatt sér hljóðs og vilja brjóta
niður og byggja á nýjan leik, hið
islenska stjórnkerfi, eiga það
sameiginlegt að bjóða upp á öfga-
fullar og harkalegar lausnir á
þjóðfélagsvanda málum. Ekki
hafa þó heyrst menn, sem bjóða
upp á þær sömu lausnir og
nasistarniri eina tíð, en öfgar eru
öfgar og oft er skammur vegur
frá einum öfgunum til annarra.
Jafnvel yfir i nasismann.
Það er þvi brýnt, að landsmenn
látiekki blekkjast af málssvörum
öfgahópa, sem telja sig hafa svör
við öllum erfiðum spurningum. Á
sama tíma voru stjórnmálamenn
i Þýskalandi andvaralausir þegar
uppgangur nasismans hófst. Þeir
vissu ekki fyrr, en nasistárnir
höfðu alla spotta i hendi sér. Við
tslendingar megum þvi aldrei
sofna á verðinum, heldur standa
glaðvakandi vörð um hið lýð-
ræðislega stjórnkerfi okkar og
ekki láta blekkjast af óánægjutali
eða fagurgala öfgahópa.
Vfst er það, að islenskt flokka-
kerfi er um margt staönað og
erfiðlega hefur gengið að leysa
mörg alvarleg vandamál sem
hrjá islenska þjóðfélagið.
Umfjöllun Helgarpóstsins i dag
um íslenska nasismann sýnir að
leiðin til bjartari framtíðar i þeim
efnum, er hins vegar ekki niðurrif
og öfgafullar lausnir, heldur
aukið aðhald og virkni hins al-
menna kjósenda innan þess
stjórnarforms sem við búum við.
Bæta skal ástandiö innan frá, en
ekki með þvi að hlaupa frá öllu
saman og halla höfði sinu, að
óraunhæfum og draumóra-
kenndum lausnum öfgasinna.
Mjólkurkýr í vorslátrun
Nú stendur yfir vorslátrun hjá
útvarpinu. Það d að skera en ekki
lækna einsog við kláðanum á
sinum tima. Þetta þykja okkur
frekar ill tiðindi sem erum orðin
hálf þjökuð á sálinni eftir pinings-
vetur og dreifbýlishugsunarhátt-
urinn tekinn að ágerast. Okkur
þykir nefnilega sumum, að á
okkur sé gengið með niðurskurði
á alþýðlegu efni hvers konar,
meðan liflömb einsog Hljóm-
sveitin og Leiklistardeildin eru
sett á. Þau hafa innsigli upp á
lifsstunda bið einsog segir hjá
Hallgrimi blessuðum.
Þessar tvær stofnanir hafa riðið
útvarpinu á slig til skiptis við
islenska stjórnmálamenn, þannig
að þættir og fræðsluefni skulu
skornir i stórum stil. En okkur á
ekki að leiðast á fimmtudags-
kvöldum hvorki hér á freð-
mýrunum né annars staðar og
eins gott að hlusta, þvi þetta eru
dýr kvöld, enda þótt sjónvarpið
horfi á okkur brostinni glyrnu.
Svo segir að minnsta kosti árs-
skýrsla Rikisdtvarpsins, en sú
nýjasta er siðan „79 og tekur til
dagskrár á árinu 1978. Á þvi
herrans ári kostar Hljómsveitin
75.5 milljónir g.kr. og leiklistar-
deildin 58.8 milljónir —fimmtiu-
ogáttakommaátta-milljónir g.kr.
samtals 134.4 milljónir.
Ef ég fer eftir gömlum launa-
seðli frá ”78 og ber hann saman
við launin i dag þá er ekkert vit-
laust að margfalda upphæðina
með þremur, kannski aðeins of
lágt. Utkoman gæti orðið um 400
milljónir gamalla króna, þannig
að þeir sem hlustuðu á útvarpið á
fimmtudagskvöldið 30. april frá
klukkan 20.30 þegar sinfónian
byrjaði og allt til þess að leikrit-
inu lauk klukkan 22.15 væntan-
lega, hlustuðu fyrir ca. 6.6
milijónir gamalla króna eöa fyrir
um þaö bil 3.3 mUljónir á timann
en þetta eru tæpir tveir timar. Nú
er þetta ekki alveg sama hlutfall
hjá hvorri stofnun, en ég geri ráð
fyrir 60 uppákomum hjá báðum.
Synfónian spilaði 46 sinnum þetta
ár og leiklistardeildin flutti okkur
58 leikrit og 6 barnaleikrit, en
talan 60 er þarna heppileg til að
rúnna þetta af i stuttum pisli, en
með henni deili ég I 400 milljónir.
Fréttastofan sem skilar okkur
fréttum átta sinnum á dag á
virkum dögum kostaði 1978
aðeins 94.6 milljónir króna og
vantaði tæpar 40 milljónir upp á
til þess að ná synfóniunni og leik-
listardeildinni með sinn tveggja
tima kvóta á fimmtudögum og
synfónían þó aðeins á veturna.
Dagskrárdeildin sem hitann og
þungann ber af hinu talaða orði i
útvarpinu daginn út og daginn inn
kostaði 1978 176.9 milljónir eða
rúmlega 40 milljónum meira en
samanlagðar sinfónia og leik-
listardeild og það er dagskrár-
deildin sem fer á blóðvöllinn
náttúrlega. Og höfuðástæðan
fyrir því er, að obbinn af efni þvi
sem þar er flutt er unnið af laus-
ráðnu fólki með léleg samtök,
enda er það margt illa launað og
segir sitt um lágan rekstrar-
kostnað dagskrárdeildar auk þess
sem þar er fámennt af fastráðnu
fólki og reyndar furða, að jafn
fámennt lið skuli anna starfinu.
Það stendur til að slátra f jölda
þátta, en synfónia og leiklistar-
deild „bli'fur og stár” og ekki
skert hár á höfði þeirra, eða hér
væri kannski rétt að segja leik-
listardeildar, þvi auðvitað á
synfónían að vera sérstofnun með
eigin fjárhag en þurfa ekki að
liggja undir þvi að vera fótakefli
frekari þróunar i útvarpsmálum
þjóðarinnar.Núverandi ástand er
fáránleiki, einkum með tilliti til
þeirrar grósku sem rikir á þvi
heimili (synfóniuheimilinu ) um
þessar mundir. En ööru máli
gegnir um hina þungbæru leik-
listardeild, þvi það er löngu opin-
bert leyndarmál, að hún er enn þá
til I sinni gömlu mynd fyrir harð-
fylgi einstakra manna og eftir að
útvarpsleikrit urðu hálfgerð
timaskekkja við opnun sjónvarps
1966.
Með ýmsum þjóðum hefur þó
tekist að færa þetta form til
nokkurs vegs, við hliðina á sjón-
varpinu, en hér er sem verið sé að
fylla upp i ákveðinn kvóta og
hann ekki af ódýrari endanum.
Leiklistardeildin er mjólkurkýr
hluta leikarastéttarinnar, hún er
helvitispeningaplokk og blóðsuga
á útvarpinu, það sýna þær tölur
sem að ofan standa.
Það er mikið hlustað og glápt
hér i fásinninu vestra, innistöður
gerast langar, dagblöð berast af-
gömul og glugginn að umheim-
inum er útvarp og sjónvarp og nú
skal gera úr þessu þunnan graut.
Það er ekki ætlunin að taka tillit
til sjónarmiða fjöldans að ein-
hverju leyti, á hvað menn vilji
hlýða og horfa, þrýstihópar og
timaskekkjumenn ráða ferðinni
með ýtni og yfirgangi. Og þetta
ber uppá fimmtugsafmæli
útvarpsins, við skulum þó vona að
þessi Vestf jarðapóstur minn
verði tilþess, að þeim sem heitast
brennur taki sig til og leiðrétti
„rangtúlkanir” minar og mis-
sagnir og menn hafi það sem
„sannara reynist” i málinu.
Núpi, að morgni 5. april 1981.
HÁKARL
Otímabærar verdbólguspár
Fyrir um einu ári siðan talaði
forsætisráðherrann Gunnar
Thoroddsen um það opinberlega
að liklega yrði verðbólgan á bil-
inu 40 til 45 prósent, svo sem frægt
er orðið. Eins og allir vita varð
verðbólgan mun meiri, hvernig
sem reiknað er, og hin rétta tala
er i kringum 58 prósent.
Nú virðist sami leikurinn vera
að hef jast á ný um verðbólgustig-
ið, og sauðsvartur almúginn skil-
ur hvorki upp né niður. I ræðu for-
sætisráðherra, sem fjölmiðlar
segja aðhafi fengið mjög dræmar
undirtektir á fundi Vinnuveit-
endasambands tslands, sagði
Gunnar Tiioroddsen að verðbólg-
an yrði liklega i kringum 33
prósentá árinu, miðað við þróun-
ina fyrstu fjóra mánuði ársins.
Forsætisráðherra hafði að visu
varnagla á, þegar hann lét þetta
frá sér fara. Sjálfsagt hefur hann
byggt þetta á einhverjum upplýs-
ingum sem Mltækar eru i rikis-
kerfinu um bessa hluti, en það
skringiiega er að varla liða nema
tveir dagar, þangað til Þjóðhags-
stofnun kemur með allt aðrar
tölur.
Þjóðhagsstofnun er sem kunn-
ugt er einskonar efnahagsráðu-
neytisem heyrir beint undir for-
sætisráðherra. Á hún að taka
saman og birta yfirlit um ástand
og horfur á efnahagsmálum, eins
og nánar er kveðið á um i lögum
um stofnunina. Þangað berast
allar upplýsingar um efnahags-
mál, hvort sem þær eru unnar á
Hagstofunni, i Seðlabankanum
eða i öðrum rikisapparötum. Það
ætti þvi að vera nokkurt mark
takandi á þeim upplýsingum sem
Þjóðhagsstofnun lætur frá sér
fara.
I nýjustu spá hennar er gert ráð
fyrir að verðbólgan verði rösk-
lega fimmtiu prósent á þessu ári,
eða eitthvað i likingu við það sem
allir sæmilega greindir menn
höfðu ætlað, svona innst inni með
sjalfum sér. Þetta þarf alls ekki
að vera svo slakur árangur, að ná
verðbólgunni kannskiniðurumein
átta prósentustig. Að minnsta
kosti er það þakkarvert, ef hægt
er að koma i veg fyrir að hún
hækki i eitt ár, þvi það gefst
kannski svigrúm til aö beita sér
af alefli gegn henni næsta ár.
óheppilegur birtingartími
Bæði ummæli forsætisráðherra
um 33 prósent verðbólgu og spá
Þjóðhagsstofnunar um rösklega
fimmti'u prósent verðbólgu, koma
á sömu dögum og verið er að
kanna verðlag vegna útreikninga
framfærsiuvisitölu sem á að gilda
frá og með næstu mánaðamótum.
Innan nokkurra daga á að liggja
fyrir, hver hækkun framfærslu-
visitölunnar, með öðrum orðum
verðbólgunnar hefur verið, fyrri
hluta ársins. Það verður þvi að
teljast mjög óheppilegt að for-
sætisráðherra og Þjóðhagsstofn-
un skuli vera að tala svona út i
loftið, ef svo mætti að orði kom-
ast. Hversvegna ekki að biða með
allar spár og ummæli um þessa
margfrægu islensku verðbólgu i
nokkra daga? Varla liggur svo
mikið á að birta þessar
ónákvæmu tölur.
I fyrra gerði Lárus Jónsson
alþingismaður (sjálfstæðismað-
ur) mjög harða hrið að forsætis-
ráðherra, þegar hann talaði um
verðbólgustigið. Lárus hafði þar
lög að mæla, og héldu menn að
bæði forsætisráðherra sjálfur og
efnahagssérfræðingar hans hefðu
tekið rétt rök til greina. Sú hefur
hinsvegar ekki orðið raunin.
Kannski forsætisráðherra hafi
látið finna út þessa 33 prósent
verðbólgu til að geta sagt starfs-
bróður sinum Þorbirni Felldin frá
mikilsverðum árangri I efna-
hagsmálum á Islandi? Það er
hinsvegar hætt við að þessar góðu
fréttir verði til litils fyrir Felldin,
þvi allt útlit er nú fyrir að dagar
hans sem forsætisráðherra séu
taldir. Hákarl.