Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 12
12
13
viölði: Guðmundur Arni Sielánsson
„Viltu endilega tala um pólitxk?
Það þýðir ekkert að reyna að
pumpa mig um pólitikina og stöð-
una i Sjálfstæðisflokknum. Ég er
alveg utan viö þetta allt saman nú
orðið.”
— Það er einmitt þess vegna
sem við höldum að þú hafir eitt-
hvað til mdlanna að leggja. Þú
sért nefnilega ihæfilegri fjarlægð
frá hamaganginum og þorir þar
af leiðandi að setja þig i dómara-
sæti.”
„Þori, segir þú. Ég hef yfirleitt
þoraö að kalla hlutina sinum réttu
nöfnum.hvortsem ég hefistaðið i
eldlinunni eða utan hennar, en ég
vil ekki setjast i eitthvert sleggju-
dómarasæti.”.
Þessar orðaræöur áttu sér stað
á efstu hæð húss nr. 9 við Pósthús-
strætið. Nánar tiltekið á skrif-
stofu launadeildar Reykjavikur-
borgar, en þar er Magnús Ósk-
arsson æðstraðandi. Magnús hef-
ur um árabil starfað hjá borginni
og vareinnig i eina tið kosninga-
stjöri Sjálfstæöisflokksins og tók
á sinum tima virkan þátti deilun-
um innan Sjálfstæðisflokksins,
þegar Gunnar og Geir slógust um
varaformannssætið árið 1970. Þá
hefur hann sl. 5 ár veriö formaður
Knattspyrnufélagsins, Þróttar.
Magnús er kvikur maður i
hreyfingum og þá ekki siður i
svörum. Ekki virkar hann heldur
um of bliður á manninn hvorki ef
litið er til svipbrigöa eða tónteg-
undina i tali. Virkar á mann sem
harðjaxl.
fyririæKiö sö vera
mannesh|a
En við skulum gefa Magnúsi
orðið og spyrjum fyrst hvernig
það sé fyrir hann, háttsettan em-
bættismann hjá borginni og jafn-
framt yfirlýstan sjálfstæðis-
mann, að vinna undir stjórn
vinstri meirihluta. „Ég var ekki
spurður um pólitiskar skoðanir,
þegar ég var ráðinn hingað til
vinnu af þáverandi borgarstjóra,
Gunnari Thoroddsen og það hefur
ekki verið gert þau ár, sem ég hef
starfað hjá borginni. Ég er hér i
vinnu sem starfsmaður, en ekki
sem sjálfstæöismaður. Ætli ég sé
kannski ekki fyrst og fremst hér
sem maður, en það er mikið fyrir-
tæki að vera manneskja, eins og
þar stendur, og vefst fyrir mér
eins og öðrúm/’
— En má nú ekki hálfpartinn
segja, að vinstri ménnirnir sem
nú stjórna, séu búnir að setja þig
hálfpartinn út i kuldann, þegar
þeirsenda þig hér upp undir þak-
skegg i hæfilegri fjarlægð frá
borgarstjórnarskrifstofunum —
hinum eiginlegu?
„Nei, nei, nei. Það var búið að
ákveða þennan flutning áður en
meirihlutaskipti urðu i borgar-
stjórninni. Og það er nú eiginlega
ekki fyrr en viö þennan flutning,
að launadeildin ,og þar með ég,
fær almennilega vinnuaöstöðu.
Til viðbótar má geta þess, að ef
borað er hér gat á vegginn, þá
myndi ég halda að loftlinan að
skrifstofu borgarstjóra væri ekki
ósvipuö þvi', sem var fyrir flutn-
inginn.”
— En gætir þú ekki sem valda-
mikill embættismaður hjá borg-
inni gert meirihlutanum erfitt
fyrirá margan hátt i þinu starfi,
ef þér sýndist svo?
,,Já, ég er með krónlska (þrótta-
bakterfu — Guði sé lof fyrir það.”
„Jú, það væri ekkert auðveld-
ara, en frekar en aö gera það, þá
myndi ég ganga hérna fram á
gang og sækja svarta hattinn
minn og kveöja kurteislega. Ég
hef aldrei verið klæðskerasniðinn
fyrir stjórnmálaflokka og farið
minu fram, burtséð frá þeim
pólitisku vindum sem blása.”
— En ef ég held áfram að
pumpa þig lim þessi atriöi. Gætir
þú ekki lekið upplýsingum úr
borgarapparatiriu til Sjálfstæðis-
flokksins þ.e. minnihlutans hér i
borgarstjórninni.
„Blessaður vertu, það er út i
hafsauga að spyrja um þetta. Það
myndi enginn hvorki sjálfstæðis-
menn né aðrir, leyfa sér að
traktera mig á óskum um að
bregðast trúnaði. Þeir hinir sömu
vita gjörla hvernig svör þeir
fengju.”
„Ekhi vel öyyyöup lyrír
enduruærmgu”
— Nú talaði nýi meirihlutinn
um það á sinum tima og þá
einkanlega Guðrún Helgadóttir
borgarfulltrúi, að það þyrftief til
vill að hreinsa til i embættis-
mannakerfi borgarinnar og reka
ihaldsembættismennina og ráða i
þeirra stað menn með réttan lit-
arhátt í stjómmálum.
„Ég held nú að enginn hafi tal-
að svona nema Guðrún og ekki
hefég heyrt eitteinasta misviturt
orð frá stjórnendum borgarinnar
um endurhæfingu á okkur
„gömlu” embættismönnunum.
Ég hugsa lika að ég sé ekki tiltak-
anlega vel byggður fyrir endur-
hæfingu af sliku tagi.”
— Þú myndir nú samt varla
gráta hátt né mikið þótt þessi
vinstri meirihluti félli og sjálf-
stæðismenn kæmust til valda á
nýjan leik?
„Ég hef litið grátið frá þvi ég
var barn. Tæki varla upp á þvi af
þvi tilefni.
Annars hef ég yfir engu að
kvarta. Mér hefur ávallt verið
sýnt mikiö traust i minu starfi og
þeirsem hafa gert það, eiga að fá
það metið i hollustu, hvernig sem
alltveltur. A þvi hefur engin sér-
stök breyting orðið, þótt pólitiskir
litir hafi breyst i st jórnun borgar-
innar. Ég hef fengið að starfa
sjálfstætt og kannast ekki við til-
raunir til að nota mig sem
pólitiskt verkfæri. Þetta hefur
verið svona þau 25 ár, sem ég hef
verið hér og ég trúi þvi vart, að á
þessu verði gerðar neinar breyt-
ingar héðan af .”
— En eru stjórnmálamennirnir
— borgarfulltrúarnir — ekki
alltaf með fingurnar i þinum
störfum? Færðu frið?
„Það hefur farið dálitið i vöxt á
siðari árum, að st jórnmálamenn i
nefndum eru farnir að fara ofan i
dagleg störf starfsmanna og beita
sinum áhrifum á þau. Þessi þróun
var byrjuö áður en meirihluta-
skipti urðu, það tek ég fram. Hef
minarefasemdirum þessa þróun,
og tel að hið opinbera kerfi verði
óvirkara og siðar starfhæft ef
mjög langt verður gengið á þess-
ari braut.
Aö lylgiasl með önðunum
á liörninni
Hér eins og annars staðar er
meðalhófið best.
Þetta hefur stundum gengið út i
öfgar. Þegar borgarstjórn og
borgarráð getur eytt hálfum
starfsdegi i þaö að ræöa starf
hálfsdags starfsmanns hjá borg-
inni, sem hefur það verkefni að
fylgjast með öndunum á Tjörn-
inni, þá nær þetta ekki orðið
neinni átt. Auðvitað eru svona
mál verkefni embættismanna,
Hafliöa garðyrkjustjóra er óhætt
að fda annað eins og þetta og
miklu meira.
Svipaö dæmi má nefna og það
er þegar pólitisk nefnd er farin að
ákveða það á fundum, i hvaöa
gerð af rúmum sjúklingarnir á
Borgarspitala eiga að liggja i. Ef
ekki er tekið mark á tillögum
stjórnenda spitalans, væri minna
vitlaust’ aö láta sjúklingana
greiöa atkvæöi?
Það eru svona sönn dæmi, sem
fá mann til að hugsa hvert þessi
þróun steínir. Ég get ekki séð i
framtiðinni að borginni eða hin-
um opinbera takist að fá úrvals-
starfsmenn i vinnu, ef sjálfsögð
yfirstjórn stjórnmálamanna,
breytist i verkstjórn nefnda á
flóknum og sérhæfðum viðfangs-
efnum.
Ég vil þó endilega itreka það,
að ég sjálfur hef verið að mestu
blessunarlega laus viö afskipti af
þessu tagi.
Ég sagðist hafa verið látinn að
mestu I friði, en þaö hefur þó
komið fyrir, að menn hafa reynt
að pressa mig, en niðurstaöan
hefur nú einatt veriö sú, að þeir
hafa farið frá mér meö skottið á
milli fótanna.
Ég man einu sinni eftir þvi að
einn sjálfstæðismaður, kosninga-
smali flokksins, sem taldi sig eiga
eitthvað undir sér, baö um það
eitt sinn. eða öllu heldur krafðist
þess af mér, að ég gerði honum
einhvern sérgreiða i krafti em-
bættis mins. Þetta var skömmu
fyrir kosningar og hann taidi þvi
stöðu sina allsterka og vel mætti
vera að hann kysi t.d. kommana
Þetta var f tið fyrri meirihluta.
Ég hins vegar taldi þetta erindi
ekki eiga rétt á sér og setti mig
gegn þvi. Bréf kom frá yfirmanni
hans, ósköp hlutlaust, um að hann
hefði verið að „kvarta” við sig
um launamál sin og vinir hans
hefðu tekið undir það.
Meðan sendillinn sem kom með
bréfið staldraöi við, afgreiddi ég
málið með þessari áritun neðan-
máls og sendi til baka:
Vilhjálmur var að kvaka,
vinir hans undirtaka,
allt fer á kaidan klaka,
nú kýs hann Guðmund Jaka.
Auðvitað var þetta gert i flýti
og dagsins ötui, en meiningin
komst til skila.”
Var aö horia á
PrúðuieiKarana
— Nú hefur þú i gegnum tiðina
séð um kjarasamningana við
verkalýðsfélögin i ASt fyrir borg-
ina. Hefur engin breyting oröiö
þar á við meirihlutaskiptin i
borgarstjórninni?
„Nei, ekki get ég sagt það. Sið-
astliðið haust var þó gerð ályktun
i borgarráði sem ekki var skilin
öðruvisi en svo, en að pólitiskri
nefnd væri falið að ræða við
verkalýðsfélögin i ASl, sem borg-
in semur við. Ég hætti þá snar-
lega aðmætaá samningafundum,'
fundum sem ég hafði mætt á og
verið sem fulltrúi borgarinnar á
3ja áratug. Siðan kom að þvi að
min var saknað á fundunum og
það voru einkanlega fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar sem
höfðu samband við mig. Ef til vill
út af þvi að fátt kemur i staðinn
fyrir reynslu i samningum sem
þessum og reynsluna ætti ég að
hafa. Svo þegar þessir samningar
voru allir komnir á lokastig, þá
var hringt i migá föstudagskvöldi
og ég endilega beðinn að koma á
samningafund og reyna að leysa
ákveðið mál. Ég sagði sem var,
að ég ætti þvi miður ekki heiman-
gengt, þvi ég væri að horfa á
Prúðuleikarana i sjónvarpinu'.
A næsta borgarráðsfundi á eftir
var það siðan samþykkt, að
standa að samningum með hefð-
bundnum hætti og eins og áöur
vann ég það verk strax á eftir i
umboði borgarráðs. Þaö má svo
sem fljóta með að annar af tveim-
ur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
treysti sér ekki til að greiða þvi
atkvæði, að fela mér samninga-
gerö þessa.”
— Hvernig likar þér lifið sem
samningamaöur?
„Ef sleppt er pólitiskum
straumi, þá er það ánægjulegt.
Samningar eru vandasamt
mannlegt viðfangsefni fyrir fag-
menn, en ekki stjórnmálaþras.
Ég held ég hafi leyst fleiri vanda-
mál í samningum. viö menn, sem
hafa ólikar pólitiskar lifsskoðan-
ir, en við samherja á þvi sviði.”
Við Magnús ventum nú okkar
kvæði í kross og ég baö hann aö
lita á stöðuna i Sjálfstæöisflokkn-
Föstudagur s, mar i98i helaaron^ti irírtn he!narpn=rh irinrí Fðstudagur s. mai ivsi
Mapús Oskarsson i Belgarposisviðiaii
um. „Ég hef nú alltaf forðast það
að festa mig i pólitiskum trúnað-
arstörfum og tekist bærilega að
stýra framhjá sliku. Það hefur þó
alls ekki hneppt mig i fjötra og
mér tekist að hafa min áhrif, þeg-
ar ég hef haft áhuga á sliku og
jafnframtaö hafa mina hentisemi
og standa álengdar þegar ég vil.
Ég hef vissuiega gaman að taka
til hendinni, þegar eitthvert fjör
er i hlutunum, en leiðist alveg
óskaplega þessi pólitiska meðal-
mennska.
Min siöasta rispa i pólitikinni
var 1970, þegar við nokkrir sjálf-
stæðismenn vildum gera Gunnar
Thoroddsen að varaformanni
flokksins. Ég vil hins vegar hafa
það á hreinu, að það eru min siö-
ustu pólitisku afskipti sem máli
skipta.”
„FloKKupinn
leiðiniegur”
— Hvemig augum litur þú,
gamall stuðningsmaður Gunnars,
á stöðu hans nú?
„Ég held að það sé tima-
skekkja, að hann skuli nú vera á
toppnum,en ekki fyrir tiu árum. 1
framhjáhlaupi get ég látiö þess
getið, að þegar ég studdi Gunnar
gegn Geir, á landsfundinum, 1970
þá var Geir borgarstjóri og ég
eins og nú, embættismaður hjá
borginni. Ég sem sagt hafði eng-
an beyg af honum, þá fremur en
stjórnendum borgarinnar nú. Og
ég hef ekki orðið þess var að ég
hafi verið látinn gjalda þess, aö
segja minar meiningar hiklaust
og án þess að skafa utan al
þeim.”
— Hvernig list þér nú á stööuna
i Sjálfstæðisflokknum i dag?
„Flokkurinn er fyrst og fremst
leiðinlegur, eins og raunar aðrir
islenskir stjórnmálaflokkar i dag.
En þótt Sjalfstæöisflokkurinn sé
leiðinlegur, þá þýðir það ekki að
stefna hans sé leiðinleg. Það er nú
eitthvaö annað.
Breski ráðherrnann, Lord
Hailsham sagði, að þegar stjórn-
málamenn væru orðnir leiðinleg-
ir, væri lýðræðið í hættu.. Þetta
mættu menn hugleiða hér.
Ég hef alltaf viljað hafa rúm til
átaka i stjórnmálaflokkum og þá
sérstaklega Sjálfstæðisflokknum,
enda er hann og á að vera flokkur
ólikra afla, sem auðvitað verður
að stilla saman.
Hef gjarnan verið i uppreisnar-
armi flokksins. Er einfaldlega i
eðli mfnu á móti hallelújahópum,
þótt enginn nái að visu árangri,
án þess aö kunna pólitískt áralag.
Þeireru t.d. ekki mjög samstilltir
ræðararnir i Sjálfstæðisflokknum
þessa stundina.”
— Er til einhver „patent” lausn
á vanda Sjálfstæðisflokksins i
dag?
„Ekki svo ég viti. Ég verðnú að
viðurkenna, þótt ég hafi i gegnum
árin ætíð tekið beinharða afstöðu
og leiðst afskaplega mikið hlut-
leysi, hvar og hvenær sem er, þá
hef ég vikiö þvi tilhliðar að kryfja
til mergjar þetta foringjavanda-
mál Sjálfstæðisflokksins, þótt ég
sé auðvitað óánægður með stööu
mála."
„Sl|ðpuín hpein og Kláp
límasKeKKja”
— Hvað með rikisstjórnina?
„St jórnin er hrein og klár tima-
skekkja. Eins og ég minntist á, þá
hefði Gunnar átt að vera kominn
á toppinn löngu fyrr. Hans afl var
það mikiö, að mönnum mátti
veröa ljóst aö þvi yrði ekki haldið
niðri til eilifðarnóns. Þú mátt
aldrei króa sterkan andstæðing
þannig af,. aö hann eigi enga
undankomuleið, þvi þá gæti hann
brotist út á þánn hátt, sem þú
bjóst ekki og vildir sist að yröi.
Gunnar gataldrei verið „statisti”
i stjórnmálum.”
— Þaö er kannski eitthvað
svipað með þig. Þú hefur kannski
ekki tekið virkan þátt i pólitik-
inni, vegna þess að þú hefur ekki
viljað vera i aukahlutverki?
„Ja, ég er sjálfsagt lélegur
undirleikari, og enn minni messi-
as. Hinsvegar losna ég auðvitaö
aldrei viö pólitíkina úr blóðinu og
ef til vill kemur sá vilji upp i mér
seinna að fara út á vigvöllinn og
berjast.
Ég hef nefnilega ansi hreint
gaman af þvi að berjast og taka
þátti þvi sem er aö gerast i kring-
um mig. Er stútfullur af enda-
lausum áhugamálum. Mér hefur
aöeins verið lofað einni ævi með
fullri vissu og þvi eins gott að nota
timann. Siöustu fimm árin hef ég
t.a.m. tekið virkan þátti störfum
iþróttafélagsins Þróttar, verið
þar formaöur, og likað alveg
prýðilega.”
„Neimla enga aKpa
i RegKjaviK”
—• Umhverfisverndarmaðurinn
Magnús Oskarsson, hvaða fyrir-
brigði er það?
„Það er raunar einfalt mál að
skýra það hvers vegna ég fór út i
baráttuna með Sundasamtökun-
um. StS hugðist þar reisa stórhýsi
á lóð, sem haföi aldrei átt að
byggja á. Þetta þýddi það, að af
hverfisbúum og öðrum var tekið
útsýni, sem okkur var búiö að lofa
hátiðiega. Þetta var gjörsamlega
óþarft frumhlaup og við ibúarnir i
hverfinu risum þvi upp til mót-
mæla. StS gaf sig og auövitað olli
það engum erfiðleikum að finna
stórhýsinu stað annars staðar.
Auk þess hafa Sundasamtökin
miklu viðtækari stefnuskrá.”
— En var ekki sannleikurinn
sá, að þú fórst út i þessa baráttu
til þess að herja á StS veldinu,
fremur en það að þú hafir haft
umhverfisverndarsjónarmið að
leiðarijósi?
„Þessu neita ég auðvitað. Hins
vegar get ég ekkert að þvi gert
þótt vinsældir SIS séu minni i
höfuðborginni, en margir kysu.
Annars vil ég forðast allar öfgar i
sambandi viö umhverfisvernd.
Ég heimta énga akra i Reykjavik.
Ég skal fyllilega játa, að mér
leiðist landbúnaður. Hins vegar
sé ég enga þversögn i þvi að vilja
halda i útsýnisfegurð. Ég ætti
a.m.k. erfitt meö að halda lifi ef
ég sæi ekki í sjó, eða vissi af hon-
um nærri. Rauðavatniö myndi
t.d. ekki duga mér.”
— Hvað með afskipti þin af
Þrótturum, þú gamli KA maður
frá Akureyri?
„Já, ég er með króniska
iþróttabakteriu— Guði sé lof fyr-
ir þaö. Ég kynntist Þrótti fyrst i
Grimsstaðaholtinu og i gegnum
Dóra iisksala. Siðar f luttist Þrótt-
ur hingaö inn við Sundin, þar sem
ég bý og krakkarnir minir fóru
fljótlega að æfa með Þrótti. Þá
rann mér blóðiö til skyldunnar og
fór að fara á völlinn og fylgjast
með þeim. Ahinn bóginn kom það
af skýjum ofan að fara taka að
sér formennsku fyrir Þrótt. Það
er ef til vill til marks um það að
ég hafi lausa skrúfu, þegar ég
ljáði máls á þvi i minu annriki.
En maður verður nú að vera smá-
klikkaður til að halda sönsum. Og
afskipti min af Þrótturum hafa
veitt mér ómælda ánægju.1'
„Ég cp ábyggilegð eKKi
sá vepsll”
— Þú þykir ekki tiltakanlega
litill fyrir þér, þegar þú fylgist
með Þrótturum i leik, þar sem þú
stendur með svarta hattinn á
höfðinu og öskrar þig hásan.
„Það er alveg rétt Ég gef ekk-
ert eftir i þeirri baráttu fremur en
annars staðar og tek þátt i leikn-
um með strákunum af lifi og sál.
Ég gef dauöann I allar mannvirð-
ingar og embættislista yfirleittog
hef aldrei nennt að breyta sjálf-
um mér i einhvern tiltekinn hlut-
verk.
Varðandi hegðun mina á vellin-
um, þá held ég að það sé eðlilegt
og r&unar hluti af kappleiknum,
að leikmenn og áhorfendur ekki
siður, láti tilfinningar sinar i ljós.
Leikurinn byggist á kappi og
spennu og hvað er eðlilegra en að
áhorfendur fái útrás meö hrópum
og hvatningum. Ég er ábyggilega
ekki sá versti. Það var meira að
segja einu sinni tekin af mér
kvikmynd, þar sem ég var i ess-
inu minu á vellinum. Þaö kom
mér mjög á óvart hvað ég var
rólegur. ”
Og við Magnús hlupum úr einu i
annað. Hann er spurður um hans
þátt i bókinni Valdatafl i Valhöll,
en þar er kafli, sem fjallar um
samskipti hans og Gunnars
Thoroddsen á árum áöur. Ér þar
sagt frá þvi, að Magnús hafi neit-
að aðtaka við bitling sem Gunnar
hafi boðið honum og sagt sendi-
manni Gunnars, að hann væri
hættur að borða karamellur.
Magnús var beðinn um að
skýra nánar þetta svar. „Það er
satt, mitt svar var á þessa leið. A
hinn bóginn er aðdragandanum
að þessum orðaskiptum ekki rétt
lýst i þessari bók. Sérstaklega
að ég hafi beðið um eitthvað að
fyrra bragði. Þaö er rangt með
farið, en of langt mál væri aö fara
út i' þá sálma i þessu viötali.
Hitt er svo annaö mál, að
pólitiskir bitlingar freista min
ekki. Ég vil geta um frjálst höfuð
strokið og ekki taka við ölmusum
af einum eða neinum, þvi af þeim,
sem ekkert á verður ekkert tekið.
Maður getur þá sagt öllum aö
fara til andskotans, þegar manni
býður svo við að horfa.”
„Bep vipðíngu tyrlp
ðugnabliKinu, það Kemur
eKKi allur”
— Ertu stór upp á þig?
„Það gætief til vill virst svo og
þá sérstaklega vegna þess að ég
hef gaman að láta það f júka sem
mér dettur i hug á þvi andartak-
inu. Ég ber virðingu fyrir augna-
blikinu og tel að það eigi að nýta
til hins ýtrasta, þvi ekki kemur
það aftur.
Þess vegna læt ég það oft óhikað
fjúka, sem aðrir myndu ef til vill
hugsa og ihuga. Ég nota þá að-
ferð, að svara á stundinni þvi sem
mér býr i brjósti og það er ekki
verra ef það hljómár dálitiö
skemmtilega. Oft tek ég þá að
visu áhættu með þvi að vera mis-
skilinn. Sennilega hef ég misst af
óskaplega mörgum góðum tæki-
.færum til aö halda kjafti.'”
— En er pólitiski baráttumað-
urinn I þér kulnaður og útdauður?
„Það veit maður aldrei. Það
getur vel verið að mig gripi löng-
un og ég taki eins og eina rispu
kannski i' kringum næsta lands-
fund Sjálfetæðisflokksins. Hvar
mig ber þá niður, það veit eg ekk-
ert um á þessari stundu. Ef ég
færi af stað, þá yrði það i hita
augnabliksins.”
— Hvernig augum litur þú is-
lenska þjóðfélagið og menning-
una?
„Æi, ég veit varla hvérju svara
skal. Hvað fjölmiðlana varðar
t.d.,'þá fæ ég ekki séð tilganginn i
þvi að fljúga á braut þessa
skandinavi'ska gervitungls og láta
bjóða sér upp á skandinaviskar
örvæntingarmyndir i löngum
bunum. Ég vilekki þurfaaö lepja
eintóma undanrennu frá þessum
útkjálka Evrópu. Við þurfum að
lita frekar til engilsaxneskrar og
rómanskrar menningar. Annars
liður mér betur að lesa glæpa-
reyfara eða ljóð á spænsku, nú
eða jafnvel Helgarpóstinn, frem-
ur en að frelsa heiminn.
Það hefði vel getað verið, aö ég
hefði drifiö mig i þaö, aö taka
virkilega vel til hendinni i stjórn-
myndír: Jim Smarl
málunum, ef aðstæöur hefðu ver-
ið aðrarhér á landi. Þaö heföi t.d.
eflaust veriö gaman að taka þátti
hreingerningum i Frakklandi
með mönnum De Gaulle á sinum
tima.”
— En hvernig passar þú inn I
heföbundiö mynstur embættis-
mannakerfisins?
„Ég passa örugglega ekki i
neittákveðiö mót. Það er hægt að
sjá fjölbreytileikann i öllum
störfum, ef þú leggur þig eftir þvi.
Það má kannski segja, að ég hafi
ekki aölagast þeim hátiöleika,
sem embættismönnum er oft
ætlaður og stundum er ég
skammaður fyrir oröaval i starfi
minu. Ég lætmér það i létturúmi
liggja.
Hvatvisi getur þýtt bæði plús og
minus fyrir menn, en þegar tU
lengdar lætur tel ég að menn
græði á þvi að tala hreint út.”
— Þú ert heimshornaflakkari
mikill. Hvemig stóð á þvi að þú
iagöist i flakk?
„Ég hef farið viða og ástæður
ferðalaganna eru mjög misjafn-
ar. Ég verð t.d. alltaf að komast á
völlinn ef eitthvað sérstakt er á
seyði. Þannig var um Argentinu-
ferðina mina 1978. Þá voru fót-
boltaleikir, sem ég varð að sjá.
Ég hef komiö i allar heimsálfur
nema Ástraliu, en ekki haft geð i
mér að þvælast austur fyrir járn-
tjald.
Yfirleitt eru þessar langferðir
minar ekki prógrammeraðar og
ég flakka oft aleinn og þangað
sem hugur minn dregur mig
hverju sinni. Þó kemur það fyrir
aö ég undirbý mig, eins og þegar
ég fór til S-Ameriku.
Auðvitað var fleira en fótbolti i
þeirri ferð, sem spannaði álfuna
frá Ecvador til syöri hluta
Argentinu. Þarna rættist gamall
draumur og ekki spillti að vera
loksins búinn að læra spænsku svo
gagn væri að.
„Aö leylð villtum gpóðpi
ðö lifð í sjðllum síp”
Oft hefur þó fyrirvarinn verið
litill, ef gott ferðatækifæri hefur
boðist. I vetur dreif ég mig t.d. til
Hong Kong og Singapore með ör-
stuttum fyrirvara.
Þessar ferðir hafa mikið gildi
fyrir mig og hafa gefið mér nýja
viðmiðunarpunkta i lifinu. Ég sé
tilveruna frá fleiri hliðum og
jafnframt i öðru ljósi en fyrr. Eg
skil einhvern veginn samsetning-
una I tilverunni betur en áður.
Hún er alls ekki eins einföld og
margir halda, heldur flókin og
raunverulega meira intressant.
Þá held ég að ferðalög auki um-
burðarlyndi og skilning á ólikum
mönnum. Svo verður maður
sjóaðri i Kfsins ólgusjó.”
Er embættismaðurinn MO, sá
samiog fjölskyldumaðurinn MÓ?
Heldurðu t.d. aö fjölskylda þin
kannist við þig i þessu viðtali?
„Ég kann ekki að sveipa mig
skikkju. Ef ég minntist á það lika,
að ég hafi rekiö mig á horn i lifinu,
sé örlítill ævintýramaður i aðra
röndina og meti brennivin og kon-
ur, þá held ég að konan og börnin
verði ekki hissa. Skipulag, ná-
kvæmni og reglusemi verður að
vera á sinum stað, en hvað er á
móti þeirri náttúruvernd, aö leyfa
smávegis villtum gróðri að lifa I
sjálfum sér?”
„Ereirifaldlega I eöli minu á móti
halleliljahópum...”