Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 23
23 Jiélgarpústurinn Verðskyn almennings virðist ekkert hafa batnað við mynt- breytinguna um áramótin. Þessi „sálfræðilegu áhrif”, sem margir vonuðu að kæmu i kjölfar hennar virðast láta standa á sér. Þau áhrif, að með hundrað sinnum verðmeiri krónu sýndi fólk pen- ingunum meiri virðingu en áður. Þvert á móti er það reynsla margra, að menn horfi siður en svo i krónuna og hugsi jafnvel ekki um verðmun upp á nokkra tugi króna. Þannig er ástandið fjórum mánuðum eftir, að tvö núll voru strikuð aftan af islensku krón- unni. Raunar virtist fólk vera tiltölu- lega aðgætið i peningamálum fyrst eftir að það fékk nýju pen- ingana i hendur. Það er að minnsta kosti reynsla verslunar- stjóra eins hjá stórri matvöru- verslun, sem ég ræddi við. Föstudagur 8. maí 1981 Verðskyn almennings er alveg brengluð og flestir hugsa i gömlum krónuni. Veröskyn farid fjandans til — En núorðið virðist fólk hafa mun meiri peninga á sér en áður, það er minna um ávisanir, og þær ávisanir sem koma hljóða upp á hærri upphæðir en áður. Fólk hef- ur jafnvel tvo, þrjá fimmhundruðkrónaseðla i budd- unni. Og ég veit ekki hvort það er marktækt, en það var áberandi fyrir siðustu páska, að fólk keypti meira af stórum páskaeggjum en áður. það virtist ekki hika við að kaupa 80 króna egg i stað 60 króna eggja — enda er verðmunurinn „bara” 20 krónur, sagði þessi verslunarstjóri. Það virðist nokkuð algengt, að fólk hugsi i gömlum krönum og umreikni i nýjar. Með þvi lagi er ekki von að vel gangi að fá tilfinn- ingu fyrir hinu nýja verðgildi. Og ekki er hægt að segja, að opin- berir aðilar geri mikið til að stuðla að þvi að fólk venjist á að hugsa i' nýkrónum. Stjórnmála- mennirnir tala yfirleitt um gamlar krónur, rikisfjölmiðlarnir nota gamlar og nýjar á vixl, og ruglingur er algengur i opin- berum plöggum. ^^mm^^^mmmmmmwmmmmmmmmrnmmmmmmmmmmmm^ — Það er algengt að fólk segi til að byrja með: Er þetta ekki dýrara? Siðan reiknar það verðið yfir i gamlar krónur og áttar sig, sagði ' annar kaupmaður, sem selur meðal annars dýr hljómflutningstæki. Og að hans sögn hefur siður en svo dregið úr lánsviðskiptum. Reynslan hjá Verðlagsstofnun er dálitið á aðra lund. Að sögn Jó- hannesar Gunnarssonar hefur kvörtunum til stofnunarinnar vegna gruns um of hátt vöruverð stórlega fjölgað frá áramótum. — Það er lang mest um, að fólk spyrjist fyrir um verð á mat- vöru. En almennt sýnist mér þetta vera merki um að fólk vilji leita upplýsinga til að öðlast verðskyn, og það er mjög jákvætt, sagði Jóhannes. Skýringar á þessari þversögn geta verið margar. Ein er sú, að kaupmáttur hefur minnkað nokk- uð m.a. vegna visitöluskerðingar- innar 1. mars. Við slikar aðstæður er eðlilegt að menn horfi i krón- una og reyni að fylgjast með þvi hvað varan kostar. Þetta er þó ekki einhlit skýring, af þeirri einföldu ástæðu, að margir horfa alls ekki i krónuna, eins og fyrr segir. Onnur skýring er þvi sú, að um áramótin var tilkynnt verðstöðvun, en samt hefur vöru- verð haldið áfram að hækka. Hvort sem rikisstjórnin talar um verðstöðvun eða ekki, er ljóst að verð á innfluttum vörum hækkar vegna þess, að alls staðar ikringum okkur geisar lika verð- bólga, þótt hún sé viðast minni en hér. Og þegar ofan á verð- hækkanir koma álagning, flutn- ingsgjöld, söluskattur, vörugjald og tollar, magnast hver smá verðhækkun upp. Að mati Verðlagsstofnunar- innar hefur sáralitið sem ekki neitt borið á þvi, að kaupmenn hafi reynt að notfæra sér mynt- breytinguna á óheiðarlegan hátt. Þó var óttast, að þegar farið yrði að hækka upp og lækka aurana milli heilla og hálfra króna, yrðu gerðar tilraunir til að „rúnna svolitið rýmilega af”. En kaup- menn virðast fara samviskusam- lega eftir reglunum, þ.e. rúnna annaðhvort af við verðmerkingu eða á lokaupphæðinni, þegar slegið hefur verið inn á peninga- kassann. Hinsvegar hefur litillega borið á þvi, að i einstaka sjoppu sé reynt að „lagá’ verð á ódýrustu vörunum svolitið riflega. Helst hefur orðið vart við það varöandi eldspýtur, en viða hefur borið á þvi að allar tegundir væru seldar á krónu stokkurinn. Engar eldspýtur eru dýrari en 95 aurar. Grófasta dæmið er þó sjoppan þar sem kinversku eldspýturnar „Double Happi- ness” voru seldar á krónu, en eiga að kosta 25 aura! Það var kannski óhóflega bjart- sýni að ætla, að verðskyn almennings kæmist i lag á fáein- um mánuðum. Svo mikið hefur það án efa brenglast i óða- verðbólgu siðustu ára, að það tek- ur áreiðanlega nokkur ár að koina þvi i sæmilegt lag. Þó að þvi tilskildu, að verðlag haldist nokkurnveginn stöðugt. Og er einhver von til þess? Þvi er að sjálfsögðu erfitt að svara. En þrátt fyrir talsverðar verðhækkanir frá áramótum hef- ur þó tekist að halda gengi krón- unnar nýju stöðugu miðað við gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar, eins og Gunnar Thorodd- sen lofaði okkur á gamlársdag. Fyrstu fjóra mánuði ársins i fyrra féll krónan um 11.24% miðað við þessi viðskiptalönd okkar. Þessa sömu mánuði i ár hefur hún nákvæmlega ekkert breyst miðað við sömu gjaldmiðla. Þessi stöðugleiki er vel að merkja, miðaður við svonefnt vegið meðaltal gjaldmiöla. helstu viðskiptalanda okkar. Það þýöir, að breytist gengi einhvers gjaldmiðilsins verða allir hinir að breytast i hina áttina (upp eða niður) eftir vægi hvers viðskipta- YFIRSÝN c lands i utanrikisverslun okkar, þannig að gengin eru óbreytt innbyröis. Samt sem áður er ennþá verð- bólga á Islandi. Hún verður ekki stöðvuð með þvi einu saman að stöðva gengið af þvi að verðbólga er allt i kringum okkar, og allar verðhækkanir margfaldast á leið sinni i gegnum kerfið. Þvi hefur visitala á laun hækkað, þóttskert hafi verið en kemur nú af fullum þunga i annað sinn 1. júni. Með þessu áframhaldi gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir þvi, að verðbólgan verði nærri 50% i ár, þótt rikisstjórnin lofi „aðeins” 40% verðbólgu. Þjóðhagsstofnun hefur fengið sina tölu út með þvi að gera ráð fyrir fullum verðbótum á laun hér eftir, 8—10% almennum launahækkun- um á árinu og gengisfellingu. — Við ve’-ðum að haga gengisskrámngu okkar i sam- ræmi við launp- og verðhækkanir ef á að halda útTutningsatvinnu- vegunum gangandi og halda hér fullri atvinnu. En ef framan- greind þróun gengur eftir erum við enn þá i þessu diúpa verðbólgufari, sagði Olafur Daviðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar um þessa framtiðarspá um islenskan efnahags. Virðingin fyrir nýju krónnnni virðist semsé engu meiri en hún var fyrir álkrónunni sælu. Hvort þessi virðing eykst á næstunni fer m.a. eftir þvi hvort unnt verður að halda verðlaginu stöðugu og hvart tekst að „lokka” fólk til að horfa i krónuna og draga úr óhóflegri neyslu og sóun og valda þannig áframhaldandi þenslu. Sem stendur er útlitið ekki sem allra glæsilegast. Þó má hugga sig við það, að hefði ekkert verið að gert um áramótin stefndi i 70% verðbólgu. Þá eru 50% skömm- inni skárri! pfiii Þorgrim Gestsson Z2 A yfirborðinu snúast væringar Sýrlendinga og Israelsmanna, háðar i Libanon, nágrannalandi beggja, þessa stúndina um eld- flaugar i herstöðvum Sýrlendinga umhverfis borgina Zahle. Hernaðaraðgerðir Sýrlendinga i Libanon undanfarinn mánuð hafa fyrst og fremst beinst að stöðvum kristinna falangista i fjöllunum umhverfis Zahle og borginni sjálfri. Borgin er sú helsta i Bekaa-dal, og um hana liggur aðalleiðin milli höfuðborganna Damaskus og Beirut. Sýrlands- stjórn segist ekki sætta sig við annað, en óskoruð yfirráð yfir dalnum og samgöngum við lið- sveitir sinar i strandhéruðum Libanons. Hafiz el-Assad Menaehem Begin Hernaður í Líbanon ráð Assads til að brjótast úr einangrun Þegar mjög þrengdi að falang- istum, ekki sist vegna þess að þá skorti vopn gegn sovéskum stór- skotaþyrlum Sýrlendinga, skarst Israel i leikinn. Israelskar her- þotur skutu niður tvær sýrlenska fallbyssuþyrlur, og siðan hafa bardagar legið niðri að mestu. Þeim mun meiri hætta er á, að viðureignin færist á nýtt og alvar- legra stig, vegna þess að stjórn- irnar i Damaskus og Jerúsalem lýsa sig albúnar að telja Ur gildi fallið leynilegt samkomulag sem með þeim hefur rikt siðan 1976, þegar Sýrlendingar sendu her inn i Libanon til að afstýra þvi að her- sveitir Palestinumanna sigruðu sveitir falangista. Samkomulagið hefur verið i þvi fólgið, að Sýrlendingar hafa látið það afskiptalaust, að Israels- menn herjuðu úr lofti, af sjó og á landiá buðir hersveita Palestinu- manna. 1 staðinn hafa Israels- menn forðast að ráðast á stöðvar Sýrlendinga i Libanon. Loftvarnaeldflaugar af gerð- unum SAM-2 og SAM-6 i Bekaa- dal til varnar stöðvum sýrlenska hersins umhverfis Zahle raska þessu ástandi. Hér eftir getur israelski flugherinn ekki farið sinu fram yfir Libanon án þess að eiga á hættu stórtjón á vélum og mönnum. Menachem Begin, forsætisráð- herra tsraels, hefur nU lýst yfir, að stjórn sin geti með engu móti þolað Sýrlendingum að koma fyrir loftvarnaeldflaugum i Libanon, þvi tsrael verði að hafa aðstöðu til að halda sveitum Palestinumanna i skefjum með könnunarflugi og lofthernaði á stöðvar þeirra. Sýrlendingar eru aftur á móti sagðir setja það skil- yrði fyrir brottflutningi eldflaug- anna, að tsraelsmenn gefi fyrir- heit að láta með öllu af loft- hernaði yfir Libanon. Það var Hafiz el-Assad Sýrlandsforseti sem efndi til átakanna sem nú standa yfir með þvi að skipa hersveitum sinum i Libanon að leggja til atlögu gegn herstöðvum kristinna manna, bæði umhverfis Zahle og i Beirut. Markmið hans með þvi var og er fyrst og fremst pólitiskt en ekki hernaðarlegt. Stjórn Assads er i erfiðri stöðu. Ólga rikir innan- lands, þvi Bræðralag múslima heldur uppi morðherferð gegn forustumönnum Baath-flokksins, sem að rikisstjórninni stendur. Fjandskapur er milli stjórnar Sýrlands og nágrannarikjanna lraks og Jórdans. Var svo komið um tima á siðastliðnu ári, að Sýr- land ógnaði Jórdan með innrás. Fangaráð Assads var að gera bandalag við Sovétrikin, sem séð hafa herhans fyrir vopnum árum saman. Vinfengið við sovétmenn einangraði stjórn Assads frá arabarfkjunum við Persaflóa, sem ekki eiga i illdeilum við Sýr- land en vilja sporna gegn til- raunum Sovétrikjanna til að seilast til áhrifa i arabalöndum. Vænlegasta leið Assads til að styrkja stöðu sfna heimafyrir og reyna að brjótast út úr ein- angruninni á alþjóðavettvangi var að efna til árekstra við Isra- elsmenn, með þvi að herja á skjólstæðinga þeirra i Libanon, kristnu falangistana. Loka- markmið Sýrlandsstjórnar er álit® vera að leggja undir sig allt Libanon, nema mjóa sneið með- fram landamærunum við tsrael. Þar með væri Sýrland komið i lykilaðstöðu i átökunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. hefði her meðfram öllum noðrurlanda- mærum tsraels og næði steinbits- taki á PLO, heildarsamtökum Palestinumanna, sem upp frá þvi ættu þess engan kost að reka sjálfstæða stefnu, heldur yrðu að lúta vilja Sýrlandsstjórnar. Sovétmenn, bandamenn Ass- ads, styðja stefnu hans að vissu marki. Þeir telja sér einnig skákað til hliðar i framvindu mála fyrir Miðjarðarhafsbotni, frá þvi sam- komulag tókst með tsrael og Egyptalandi i Camp David. Krefst sovétstjórnin þess statt og stöðugt, að deilumálin á þessum hjara verði fengin til Urlausnar fjölþjóðaráðstefnu, þar sem hún eigi fulltrUa. Auknar væringar Sýrlands og tsraels stuðla að þessu markmiði, ekki sist eins og nU standa sakir, þegar Alexander Haig, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, er nýkominn Ur mis- heppnuðu ferðalagi til tsraels og arabalanda. Meginmarkmið hans var að koma á þvi sem hann kaliar „samkomulag um hernaðarstöðuna,” á þá leið að mestu skipti fyrir hlutaðeigandi lönd að sporna við ásælni og út- þenslustefnu Sovétrikjanna. Hussein Jórdanskonungur sagði upp i opið geðið á Haig, að hann skildi ekki eðli málsins, það sem mál snerust um við Miðjarðar- hafsbotn væri að leysa vanda Palestinumanna. Haig var ekki fyrr kom inn heim til Washington en hann skoraði á sovétstjórnina að beita áhrifum sinum á Sýrlendinga til að halda aftur af þeim i Libanon. Sovét- stjórnin fyrir sitt leyti notar sér- hvert tækifæri til að hamra á til- lögu sinni um fjölþjóðaráðstefnu um mál landanna fyrir Mið- jarðarhafsbotni. Sú hugmynd var aðaluppistaðan i ræðu Bresnéffs i veislu til heiðurs Kaddafi Libýu- cftir Magnús Torfa úlafsson forseta og sömuleiðis i viðræðum sovéska leiðtogans við Waldheim. framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Þessa dagana eru á vettvangi sérstakir sendimenn Bandarikj- anna og Sovétrikjanna, gerðir út til að hafa áhrif á gang mála á viðkvæmu stigi. Kornienko, aðstoðarútanrikisráðherra Sovét- rikjanna, er i Damaskus að ræða við Sýrlendinga. Af hálfu Banda- rikjast jórnar ferðast Philip Habib, maður af libönskum ættum og fyrrverandi aðstoðar- utanrikisráðherra, milli höfuð- borganna i tsrael. Libanon. og Sýrlandi. Ekki gerir það ástandið tryggara, að framundan eru tvi- sýnar þingkosningar i lrael. Þar á Likud-flokkur Begins forsætis-" ráðherra i vök að verjast. svo miklu skiptir fyrir hann að mál þróist þannig að traust vaxi á stjórninni og sjálfum honum, en nú gegnir Begin embætti land- varnaráðherra auk þess að vera forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn. helsta stjórnarandstöðuaflið, sýnir nú merki þess að vilja gera árekst- urinn við Sýrlendinga i Libanon að kosningamáli. Tilvonandi landvarnaráðherra myndi Verkamannaflokkurinn stjórn er Haim Bar-Lev, fyrrverandi for- seti ísraelska herráðsins. Hann hefur lýst yfir, að með skýrari merkjum til Sýrlendinga af hálfu Israelsstjórnar hefði máttforðast hættuna á stórátökum, sem nú vofir yfir. Sakar Bar-Lev for- sætisráðherrann um að hafa látið undir höfuð leggjast að koma á framfæri við Sýrlandsst jórn ótvi- ræðri vitneskju um hvað við lægi, ef Sýrlandsher gerði sig liklegan tilaðbrjóta falangista Libanon á bak aftur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.